Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Side 4
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 Fréttir T>V Þungaskattur í olíuverð verður seint að veruleika: Mikið hagkvæmnismál þvælist í kerfinu í sjö ár - ekkert frumvarp í augsýn á yfirstandandi þingi Ekkert lát virðist ætla að verða á margra ára vandræðamáli varðandi þungaskatt sem staðið hefur til að fella inn í olíuverð. Þrátt fyrir enda- lausa útreikninga sem sýna þjóðhags- lega hagkvæmni slíkra aðgerða hefur málið þvælst í kerfinu í sjö ár. Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram frumvarp ríkisstjómarinnar um olíu- gjald og kilómetragjald þriðjudaginn 30. apríl. Það náði ekki fram að ganga og dagaði uppi þegar þingi var slitið. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- ráðuneytinu í gær eru nú engar áætl- anir um að leggja frumvarpið fram að nýju á yfirstandandi þingi. 95% vilja taka upp olíugjald í nýrri könnun Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, FÍB, kemur fram að 95% þeirra sem tóku þátt í könnun- inni vilja að núverandi þungaskatts- kerfl verði afnumið og tekið upp olíu- gjald i staðinn. Það er í raun sama fyr- irkomulag og viðhaft er á notkunar- sköttum af bensínknúnum bifreiðum. Aðeins 4,4% vildu óbreytt kerfl og 5,1% hafði ekki skoðun á málinu. I frumvarpi fjármálaráðherra frá í vor var gert er ráð fyrir að olíugjald yrði 36,50 á hvern lítra og komi það í stað núverandi innheimtukerfis þungaskatts. Samkvæmt frumvarpinu átti að lita olíu til gjaldfrírra nota og kílómetragjald greitt af bifreiðum og tengivögnum sem eru að heildar- þyngd 10 tonn eða meira. Mál sem búið er að velkjast í kerf- inu i áraraðir. Það lá á borði fjármála- ráðherra á síðastliðnum vetri en nefnd skilaði af sér skýrslu um það í fyrrahaust. Nú eru liðin sjö ár síðan lög um olíugjald á dísilolíu voru lögð fyrir Alþingi og samþykkt. Það var árið 1995 en gildistöku þeirra var frestað i tvígang, eða þangað til þau voru felld úr gildi árið 1998. Var ýmsu borið við, svo sem að nauðsynleg litun á olíu til að aðgreina olíu á bíla frá skipaolíu væri of dýr. Sérfræðingur sem fenginn var til landsins afsannaði Olíugjald í stað þungaskatts 4,4% 5,1% I Nel □ Hlutlaus Könnun FÍB Könnun FIB frá því á þriöjudag, 17. desember. þessa fullyrðingu sem rakin var til ol- íufélaganna. Máíið var síðan sett í nefnd sem skilaði loks áliti með til- lögu að reglugerð á síðasta ári. í frumvarpi ríkisstjómarinnar er gert ráð fyrir að undanþegin gjald- skyldu verði lituð olía til nota á skip og báta, olía til húshitunar, olía til nota í iðnaði og á vinnuvélar, olía til nota á dráttarvélar í landbúnaði, olía til raforkuframleiðslu og olía á öku- tæki sem ætluð eru til sérstakra nota samkvæmt nánari skilgreiningu. Óheimilt átti að vera samkvæmt frumvarpinu að nota litaða olíu á al- menn skráningarskyld ökutæki. Að- eins þeim sem leyfi hafa fengið til þess frá ríkisskattstjóra átti að vera heimilt að bæta litar- og/eða merki- efnum í gas- og dísilolíu samkvæmt frumvarpinu. Gert er ráð fýrir að tekjur til vega- gerðar lækkuðu með tilkomu þessara breytinga um 300 til 400 milljónir króna á ári. Var því lagt til að því verði mætt með hækkun á sérstöku vörugjaldi af bensíni sem er eyrna- merktur tekjustofn til þessa mála- flokks. Á móti þeirri hækkun komi hins vegar samsvarandi lækkun á al- menna bensíngjaldinu sem nú rennur beint í ríkissjóð. -HKr. Sigurjón í borg englanna „Það hefúr verið mikið lagt undir við gerð þessara þátta og það hefur raunar verið vel þess virði. Svo merka og stóra hluti hefur Siguijón verið að gera,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sjón- varpsmaður í samtali við DV. Kl. 20 á jóladagskvöld er á dagskrá Stöðvar 2 þátturinn Sjálfstætt fólk þar sem Sigur- jón Sighvatsson er heimsóttur, meðal annars til Los Angeles. Vestra er fýlgst með Siguijóni í leik og starfi - og koma þar við sögu stórleikarar, töframenn og kvennaflagarar. Fylgst er með Sigur- jóni í tveimur þáttum, en hinn síðari verður sunnudagskvöld milli jóla og nýárs. Jón Ársæll og Steingrímur Þórð- arson kvikmyndatökumaður hafa lengi unnið að þessari þáttagerð. -sbs Kuvnuerskt c/tj i'iÁtís.rNt Hvað á að gefa í jólagjöf? Gefum betri heilsu því nudd gerir fólk hraustara og veitir betri líðan. Þess vegna býður Kínverska nuddstofan í Hamraborg, falleg gjafakort fyrir jólin. Það er tilvalið að gefa vinum og ættingjum sínum betri líðan í jólagjöf. Sanngjamt verð og vönduð þjónusta fyrsta flokks fagmanna. Slökunarnudd, sjúkranudd, nálarstungur, andlitsbað og aðstoð f átaksverkefnum. Kínverskt nudd eða nálarstungur gagnast vel við höfuðverk eða svefnleysi, kvillum innvortis eða verkjum í öxlum, mjóhrygg, baki, hálsi, olnbogum, hnjám eða annars staðar. Sérstök meðferð fyrir þá sem sem vilja hætta að reykja, draga úr áfengisdrykkju, grennast eða taka á sérstökum verkefnum varðandi lffsstfl og heilsu. K'Cnwei-.slers v'iwdcJstcifivii'i Hamrpborg 20a, sími 564-6969 Spyrillinn og sjálfstæöur Islendingur Jón Ársæll Þórðarson og Sigurjón Sighvatsson saman á gangi á stöndinni í Santa Barbara viö Kyrrahafið en þessi staður er skammt frá heimili Sigurjóns. Kraftur í jólaverslun - verslunarfólk segir söluna hafa farið fyrr af stað Verslunarfólk á Laugaveg- inum, Kringlunni og í Smáralindinni eru sammála um að sala hafi farið fyrr af stað fyrir þessi jól en í fyrra. Æsa Bjarnadóttir, vaktstjóri í Eymundsson, Austurstræti, segir að mesta aukningin sé í verslunarmiðstöðvunum en að Laugavegurinn vinni alltaf á fjóra síðustu daga fyrir jól en þá fer fólk meira i miðbæinn. „Þorláksmessa er stærsti söludagurinn enda koma allir í bæinn þann dag,“ segir Æsa. Þá segir Æsa að aukin sala frá því í Urvalið mikiö Verslunareigendur segja fólk meira spá í gæði en oft áöur. Dagurinn í dag er samt mesti söludagurinn. fyrra geti stafað af því að fleiri jóla- bækur séu nú í ár en í fyrra og að metsölubókum hafi fjölgað. Ingvaldur Einarsson, sölustjóri BT, segir einnig að sala hafi farið fyrr af stað í ár en i fyrra. „Það hef- ur verið mikill kraftur í sölunni og er söluaukningin u.þ.b. 15%,“ segir Ingvaldur. Þá segir Ingvaldur að nóvember, sem oftast er frekar dauf- ur, hafl verið mjög góður. BT er alls með sex búðir og seg- ir Ingvaldur að BT, Skeif- unni, gangi best. „Þó ganga búðimar í Smáralindinni og í Kringlunni einnig mjög vel,“ segir Ingvaldur. Verslunareigendur í mið- bænum, Smáralindinni og í Kringlunni segja almennt að sala hafi aukist og breyst í gegnum tíðina og fólk sé far- ið að hugsa meira um gæði varanna en áður. Þá fmna þeir meira fyrir því að fólk vilji frekar kaupa föt sem ekki eru fjöldaframleidd og geti það verið ástæða fyrir því að sala hafi aukist hjá smærri verslun- um enda hafi verðmunur fjölda- framleidds fatnaðar og annars fatnaðar minnkað verulega. -ss Jóhann og Helgi bestir Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafs- son urðu efstir og jafnir á Jólaskák- móti Búnaðarbankans sem haldið var á taugardag í aðalútibúi bank- ans, Austurstræti 5. Jóhann og Helgi hlutu 10 vinninga í 13 skák- um. Þriðji varö Hannes Hlífar Stef- ánsson með 9,5 vinninga. Alls tóku 14 skákmenn þátt og þar af 8 stór- meistarar. Á myndinni sjást þeir Margeir Pétursson og Friðrik Ólafs- son tefia. Keyrði á hús og bíl - drukkinn og dópaður Aðfaranótt laugardags barst lög- reglunni á ísafirði tilkynning um að bifreið hefði verið ekið á hús við Fjarðarstræti í bænum. Lögreglan og sjúkralið fóru strax á vettvang og komu að fólksbifreið sem hafði ver- ið ekið á steinhús. ökumaður fólks- bifreiðarinnar var einn í bílnum og var talsvert ölvaður sem og dópaður en í bifreiðinni fannst áhald til neyslu kannabisefna. Maðurinn var með nokkra áverka í andliti og gert var að sárum hans á sjúkrahúsinu á ísafirði. Við rannsókn málsins kom í ljós að hann hafði, skömmu áður en bifreiðin hafnaði á húsinu um- rædda, ekið utan í bifreið sem stóð mannlaus á bifreiðastæði við sömu götu. Bifreið mannsins er talin ónýt og nokkurt tjón er á húsinu. Bifreiðin mannlausa, sem varð á vegi öku- mannsins, er óökufær eftir árekstur- inn. Maðurinn var i haldi lögreglunn- ar þangað til í gærkvöld er honum var sleppt enda málið talið upplýst. -ss Kjaradómur: Ráðherra- laun hækka um 7% Kjaradómur úrskurðaði nýlega hverjar launhækkanir kjörinna fulltrúa þjóðarinnar, þ.e. alþingis- manna, ráðherra og forseta ís- lands, skyldu vera. Kjaradómi ber að taka mið af almennri þróun á vinnumarkaði. Um áramótin hækka laun á almennum vinnu- markaði og laim opinberra starfs- manna almennt um liðlega 3%. Laun munu hækka um 7% frá síðustu ákvörðun Kjaradóms en laun forséta íslands um 3% og verða 1.460.156 krónur á mánuði. Laun forsætisráðherra verða 729.938 krónur, annarra ráðherra 663.694 krónur, forseta Hæstarétt- ar 528.705 krónur en annarra hæstaréttardómara 480.584 krón- ur, Ríkissaksóknari fær 480.584 krónur, ríkissáttasemjari 459.586 krónur og ríkisendurskoðandi sömu upphæð. Laun biskups ís- lands verða 464.105 krónur, dóm- stjóri Héraðsdóms Reykjavíkur fær 440.713 krónur en aðrir dóm- stjórar 398.341 krónu. Héraðsdóm- arar fá 384.342 krónur, umboðs- maður barna 382.468 krónur og þingfararkaup alþingismanna verður 368.719 krónur. -GG Heitasta búðin íbænum ! 100% mesta vöruúrval á ferm, alltfrá magadansbúningum til éktapelsa. Magadansbún i ngar. Fjöldi jólatilboða ígangi. Otrúlegt úrval gjafavöru. Sigurstjarnan í bláu húsi við Fákafen, sími 588 4545. Opið um hdgar og öll kvöld dl jóla. Lögregla fann hass amfetamín og kókaín Lögreglan á Akureyri réðst inn í íbúð þar í bæ aðfaranótt laugardags og lagði hald á um 20 grömm af am- fetamíni, um flmm grömm af kóka- íni og hassi. Sex manns voru hand- teknir og gistu fangageymslum lög- reglunnar um nóttina og var síð- ustu fóngunum hleypt út um átta- leytið á laugardagskvöld. Fólkið sem var handtekið var á aldrinum 20 til 30 ára og segir lögreglan að eit- urlyfjaneysla ungmenna á Akureyri hafi aukist á síðustu árum. Ekki fékkst uppgefið hvemig lögreglan fékk upplýsingar um að eiturlyf væru í ibúðinni. -ss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.