Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Síða 8
8
Fréttir
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002
DV
Munið
að slökkva
á kertunum
Njótum
aðventurmar
með öruggum
skreytingum.
s
U
V
Rauði kross íslands
/^arSlJÖKKVÍLlÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
Jarövegskönnun
Veriö aö kanna dýpt og samsetningu jarðlaga meö tilliti til varnaraögeröa.
Borað í hlíðinni við sunnanverðan Seyðisfjörð:
Rannsóknir vegna
varnaraðgerða
- gegn skriðuföllum og aurflóðum
Unniö er þessa dagana að því að
bora rannsóknarholur í hlíðinni
ofan við byggðina sunnanvert við
Seyðisíjörð, þar sem heita Þófar. Er
ætlunin með þessu að kanna dýpt
og samsetningu jarðlaga með tiiliti
til vamaraðgerða. Sem kunnugt er
féllu í síðasta mánuði miklar skrið-
ur úr hlíð þessari og ollu þær
nokkrum búsifjum í kaupstaðnum.
Þess er vænst að rannsóknum í Þóf-
um ijúki fljótlega - og að fljótlega eft-
ir áramót verði hægt að rannsaka í
sama tilliti svæðið sem heitir Botnar.
Það er nokkru innar í firðinum.
Að sögn Tryggva Harðarsonar,
bæjarstjóra á Seyðisfirði, er nauð-
synlegt að fara í rannsóknarstarf
af þessum toga þannig að varnar-
aðgerðir vegna skriðufalla verði á
bjargi byggðar. „Menn eru að tala
um að byggja einhvers konar
vamargarða eða þá leiðiskurði
fyrir skriðufoll. Einn möguleikinn
er sá að grafa holur í hlíðina sem
gleypt gætu aurflóð sem úr henni
kæmu og enn annar að grafa ein-
hvers konar drenlagnir í hlíðina
sem myndu safna í sig vökva
þannig að hlíðin yrði ekki öll
vatnsósa og færi á skrið,“ segir
Tryggvi Haröarson.
Rannsóknir þessar em gerðar
fyrir tilstuðlan Seyðisfjarðarbæjar
en einnig mun Ofanflóðasjóður og
jafnvel fleiri aðilar koma að mál-
um og mæta kostnaði. Hvað varð-
ar rannsóknirnar í Botnum er
hann áætlaður um 10 milijónir
króna. Hins vegar liggur ekkert
fyrir um hver kostnaður við vam-
araðgerðir vegna skriðufalla yrði
en Tryggvi Harðarson væntir að
hægt verði að hefjast handa við
þær strax á næsta sumri. -sbs
Flugleiðir:
Færri farþegar en
betri sætanýting
Farþegum sem ferðuöust með
Flugleiðum fækkaði um 12,2% á
fyrstu ellefu mánuðum ársins. Far-
þegum til og frá íslandi fjölgaöi um
liðlega 2% en þeim sem feröuðust í
millilandaflugi á vegum félagsins
fækkaði á hinn bóginn um tæp 28%.
Flugleiðir hafa dregið mjög úr óarð-
bærustu flugleiðum sínum yflr haf-
ið og lagt aukna áherslu á farþega
til og frá íslandi og er það í sam-
ræmi við stefnumörkun félagsins.
Sú stefna, ásamt afar hagstæðum
ytri skilyrðum, hefur skilaö félag-
inu miklum afkomubata á þessu ári.
Þannig nam hagnaður félagsins um
3,3 milljörðum króna á fyrstu níu
mánuöum ársins eins og kunnugt er
orðið en þar af eru um 2 miiljarðar
króna vegna bata í ytri þáttum. Þá
hefur fjármunamyndun í rekstrin-
um stóraukist en veltufé frá rekstri
Flugleiöir
hafa dregiö mjög úr óarðbærustu flugleiöunum yfír hafiö.
Gefbu henni eitthvað unabslegt í jólagjöf
Vorum aðfá nýja sendingu af unaðslegum jólagjöfum.
Afgreiðslutími fyrir jól:
þorláksmessu 23/12 10-23
aðfangadag 10-13
Rómeó & Júlia
Askalind 2, 201 Kópavogur
y
nam um 6,7 miiljörðum króna. Far-
þegar til og frá landinu eru að jafn-
aði um 60% af heild á móti 40% yfir
Norður-Atlantshafiö. Félagið
minnkaði framboðna sætiskíló-
metra um 15,3% á fyrstu ellefu mán-
uðum ársins. Seldum sætiskUómetr-
um fækkaöi eUítið minna, eða um
14,6%, og batnaði sætanýting félag-
ins þannig um 0,6%. Dregið hefur
úr umsvifum hjá Flugleiðum-Frakt.
GreiningardeUd Kaupþings gerir
ráð fyrir að hagnaður Flugleiða geti
numið aUt að 2,8 milljörðum króna
á árinu 2002. -GG