Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Page 26
41 42_____
Tilvera
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002
DV
/
a
„Ég flutti til íslands fyrir tveimur
og hálfu ári og starfa sem graílskur
hönnuður og ljósmyndari," segir Sví-
w inn Karl Peterson sem er fæddur í
Gautaborg. „Að minu mati er helsti
munurinn á jólahaldi hér og heima sá
að þið borðið hrygginn á svíninu en
við lærið og hér er borðaður heitur
matur en sænskur jólamatur er bor-
inn fram kaldur."
Gular hveitibollur
„Jólin heima eru Qölskylduhátíð
þar sem ættingjar koma saman á að-
fangadagskvöld, borða og gefa hver
öðrum gjafir. Verslanir eru yfirleitt
opnar til hádegis þannig að þeir sem
eru seinir fyrir með gjafimar geta
bjargað sér á síðustu stundu eins og
hér.“
Að sögn Karls byrja jólin í Svíþjóð
. fyrsta sunnudaginn í aðventunni eða
fyrsta desember með því að aðventu-
ljós með fjórum kertum em sett út í
glugga . „Það fer eftir fjölskyldum og
þeim hefðum sem þær hafa tamið sér.
Þrettánda desember höldum við Lús-
íuhátíð sem á uppruna sinn að rekja
til ítalsks dýrðlings. Á Lúsíudaginn
borða Svíar sætar hveitibollur, sem
eru gular á litinn vegna þess að þær
eru kryddaðar með saffrani, og
drekka glögg sem er kryddað rauðvín
með rúsínum og möndlum. í gamla
daga var vínið hitað með því að hræra
í því með heitri járnstöng."
„Svíar opna pakkana eftir matinn á
aðfangadagskvöld alveg eins og ís-
lendingar en það er misjafiit eftir fjöl-
skyldum hvað lagt er mikið í þær. Það
er hefð í Svíþjóð að sýna Andrés önd
í sjónvarpinu síðdegis á aðfangadag
og þá eru allir límdir við tækið og
enginn á ferli. Sjónvarpið hefur sýnt
Andrés önd á aðfangadag frá því að
útsendingar hófust og efnið nýtur
griðarlegra vinsælda hjá öllum ald-
urshópum."
Gott frí
í Sviþjóð er til fyrirbæri sem nefn-
ist jultomten og eins konar sænsk
frumútgáfa af jólasveininum. „Hann
var upphaflega lítiil gráleitur vinnu-
maður á sveitabæ sem bjó í hlöðunni
og það er hann sem færir fólki gjafir
um jólin. I seinni tíð hefur jultomten
tekið á sig alþjóðlegt yfirbragð jóla-
sveinsins og flutt búferlum til Lapp-
lands eða á norðurpólinn. Víöa í Sví-
þjóð setja krakkar enn skál með hrís-
grjónagraut og kanil út í glugga á að-
fangadagskvöld svo að jólasveinninn
fái eitthvað að borða.“
Karl segir að í raun og veru renni
jólin og áramótin saman í eitt gott fri.
„Það er mjög algengt að fólk taki sér frí
í vinnu milli jóla og nýárs og það er
gersamlega ómögulegt að ná tali af
nokkrum sem starfar hjá hinu opin-
bera á þeim tíma. Fólk mætir kannski
til vinnu en það hættir snemma og tek-
ur það rólega.
Gamlárskvöld er ekki eins fjöl-
skyldumiðað í Svíþjóð og hér. Fólk fer
meira út að skemmta sér og dettur í
það.“ -Kip
aðfangadag
Karl Peterson segir frá jólunum í Svíþjóð
Karl Peterson seglr jólasiðina svolítið frábrugðna í Svíþjóð
„Aö mínu mati er helsti munurinn á jólahaldi hér og heima sá aö þiö boröiö hrygginn á svíninu en viö iæriö og hér er
boröaöur heitur matur en sænskur jólamatur er borinn fram kaldur. “
. Horft á Andrés önd
iiMi/miwi
Kiðlingarnir í
víking
Komið er út myndbandið Kiðling-
arnir í víking. Það sýnir krakka-
sveitina Kiðlingana á ferðalagi um
Skandinavíu á síðastliðnu vori,
ásamt öllum tónlistarmyndböndum
þessarar hressu sveitar, meðal ann-
ars nokkrum glænýjum. Þótt
Kiðlingamir hafi ekki verið áber-
andi á íslandi að undanförnu er nú
unnið að gerð DVD-disks sem kem-
ur út í febrúar en afurðum þeirra er
nú dreift um allan heim af plötufyri-
tæki í London. Þannig að ævintýrið
sem hófst ailt með hressilegum söng
í bílnum hans pabba er orðinn nýr
sproti í íslenskum útflutningi.
2001 nótt
í París
Van Gils Rakspírí
Rakarstofan g
Klapparstíg i
Sími 551 3010 |
Upptýslngar
Islma 580 2525
Textavarp ÍÚ 110-113
RÚV 281, 283 og 284
VINNINGSTÖLUR
LAUGARDAGINN
Laugardaglnn 30. nóv. [
Wm_
J ókertölur
laugardags
4 5 4 6 4
AÐALTÖLUR
71
B B B
17)21)37)
BÓNUSTÖLUR
oc\ Alltafá
ZZ/ Z-x miðvikudögum
Jókertölur
mlðvlkudags
Jp^i 0 14 8 2
Krakkarnlr í 7. G.I.G. í Hlíðaskóla í heimsókn í DV
Alexander Lúövíksson, Alexandra Daglas, Bryndís Högna Sigþórsdóttir, Eysteinn Siguröarson, Guömundur Sverrisson,
Höröur Valur Guömundsson, Jóel Grettir Kristjánsson, Katla María Berndsen, Kolbeinn Tumi Kárason, Kolbrún María
Guömundsdóttir, Margrét Lilja Guömundsdóttir, Ólafur Már Siguröarson, Pétur Karl Hemmingsen, Suzana Vrages, Sæ-
þór Kristjánsson, Tómas Magnússon, Unnur Guömundsdóttir og Þuríöur Helga Ingadóttir. Kennari er Guöfinna Inga
Guömundsdóttir. Þess má til gamans geta aö þegar krakkarnir voru aö vinna verkefni um dagblöö í skólanum sáu
þeir í Dagblaöinu mynd af litlu barni sem þjáöist af þorsta. Hjálparstofnun kirkjunnar var aö minna á aö meö því aö
leggja fram tvö þúsund og fimm hundruö krónur gætum viö séö fimm fjölskyldum fyrir vatni alla ævi. Krakkarnir í
bekknum lögöu fram peninga og settu í bauk til aö leggja baráttuni liö. Þann dag létu þeir Ijós sitt skína.
Pakka
sælgæti
og safna til
góðra mála
í gærkvöld voru félagar í Lions-
klúbbnum Suðra í Vík að pakka
sælgæti sem þeir ganga síðan með í
hús og selja fyrir jólin. Ágóðanum
af sölunni er varið til líknar- og
menningarmála. Á fundinum í gær-
kvöld var ákveðið að klúbburinn
legði eitt hundrað þúsund krónur i
gólf nýja íþróttahússins í Vík. Mörg
fyrirtæki, félög og einstaklingar
hafa lagt umtalsvert fé af mörkum í
söfnun sem er í gangi. -SKH
DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON
Vlnnusamir
Þeir eru ólatir félagarnir í Suöra og duglegir aö safna fé til góöra mál-
efna. Hér eru þeir viö sælgætispökkun.
2001 nótt í París er nafn á nýrri
myndbandsspólu sem byggist á ferð-
um leikkonunnar Bergljótar Am-
alds til Parísarborgar. Þar er farið í
Ástríksgarðinn, þar sem Ástríkur
og Steinríkur búa, og í dýragarðinn
þar sem meðal annars er litið á apa,
fila og tígrisdýr. Einnig er farið upp
í Notre Dame-kirkjuna, Eiffeltum-
inn sýndur, Sigurboginn og margt
fleira. Leikur sem tengist útgáfunni
gefur möguleika á ferð fyrir tvo full-
orðna og eitt bam til Parísar. Mark-
miðið með spólunni er að kynna
börnum töfra þess að ferðast og
kynnast framandi löndum.
Prinsessa
í álögum
Litla lirfan ljóta er nú komin út á
DVD-diski. Myndin hlaut tvenn
Edduverðlaun og setti met í aðsókn
að stuttmynd í kvikmyndahúsum í
haust. Gunnar Karlsson gerði
myndina eftir sögu Friðriks Er-
lingssonar og framleiðandi hennar
er CAOZ hf.
Sagan segir frá lítilli lirfu sem
opnar augun í fyrsta sinn í garði
einum. Þetta reynist vera lítil
prinsessa í álögum og hún lendir í
hinum ýmsu ævintýrum, hittir
vinalegan maðk, er lögð í einelti af
suðandi býflugu og gömul grimm
könguló reynir að plata hana. Auk
þess er hún gripin af þresti sem ætl-
ar að gefa ungunum sínum hana.