Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Síða 40
K'CnwersWt 09 /ixtsrstui/tgwr
»
Hvað á að gefa í jólagjöf?
Gefum betri heilsu því nudd gerir fólk hraustara og veitir betri
líðan. Þess vegna býður Kínverska nuddstofan í Hamraborg
falleg gjafakort fyrir jólin.
Það er tilvalið að gefa vinum og ættingjum sínum betri líðan í
jólagjöf. Sanngjamt verð og vönduð þjónusta fyrsta flokks fagmanna.
Slökunarnudd, sjúkranudd, nálarstungur, andlitsbað
og aðstoð í átaksverkefnum.
Kwuersl<.\ i/iweWstöf.M/i “óÆ
Viðbótarlífeyrissparnaður
Allianz (jíi)
Loforð er loforð
MANUDAGUR 23. DESEMBER 2002
Sími: 533 5040 - www.allianz.is
Alfreð Þorsteinsson um nýjan meirihluta í borginni:
Ekkert útilokað
í pólitíkinni
„Þaö liggur ekkert fyrir á
þessari stundu annað en að
við ætlum að halda meiri-
hlutasamstarfinu áfram. Á
þessari stundu er allt of fljótt
að tala um nýjan meirihluta
og í lengstu lög eygi ég þá von
að núverandi samstarf
haldi,“ sagði Alfreð Þor-
steinsson, borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins, í sam-
tali við DV í gærkvöld.
Liðsmenn flokksins í borginni
funduðu stíft í gær og ítrekuðu eftir
Stendur fast við
ákvörðun sína
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgar-
stjóri segir að hin
harða afstaða fram-
sóknamanna og
mikil fundahöld
þeirra í gær hafi
ekki breytt ákvörð-
un sinni að skipa 5.
sætið á lista Sam-
fylkingarinnar í
þann fund þá kröfu sína að
ætli þeir áfram að halda sam-
starfinu um Reykjavíkurlist-
ann og ætli Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir að halda til
streitu fyrirætlunum sínum
um framboð fyrir Samfylk-
inguna verði hún að víkja
sem borgarstjóri. Segist Ál-
Alfreð freð vera sammála þessari af-
Þorsteinsson. stöðu flokkssystkina sinna.
„Við eigum eftir að tala betur við
Ingibjörgu og fá frá henni skýr svör. Ég
vil að allir fletir þessa máls verði skoð-
aðir,“ sagði Alfreð Þorsteinsson. Sagð-
ist hann vilja að á allra næstu dögum -
eða fyrir áramót - yrðu komnar skýrar
línur í þetta mál.
Spurður hvort til greina kæmi að
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokk-
ur mynduðu saman meirihluta sagði Al-
freð i sjálfu sér ekki hægt að útiloka
það. „Það er ekkert útilokað í pólitík.
Hins vegar er ekkert slíkt nú í spilunum
enda erum við að reyna að halda núver-
andi samstarfi i R-listanum áfram.“-sbs
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Reykjavíkurkjördæmi-norður, heldur
hafi þessar samþykktir framsóknar-
manna aðeins verið ítrekanir á því sem
þegar hafi verið komið fram.
Borgarstjóri segist ekki hafa fengið
boð um það að samráösfúndi R-lista,
sem átti að vera 30. desember, hafi ver-
ið flýtt en hafi heyrt það eftir öðrum
leiðum að sá fundur yrði hugsanlega í
dag. „Ég hef ekki fengið skilaboð um að
breyttur fundardagur boði neitt sér-
stakt. Þessi mál eru ekkert í lausu lofti,
það er langt í kosningar og borgar-
stjórn hefur sín verk að vinna. Það er
engin ögurstund uppi,“ segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir. -GG
dagur til jóla
Opið til
kl. 22.00 til jóla
KrÍKaL
CO\
1111 FYRIR jðllR
VAR EKKI TIL
JÓLASVEINA-
SÚNINGUR?
DVA1YND SIG. JOKULL
Bitlð í skötuna
Sá siöur að boröa skötu á Þorláksmessu er sífellt aö veröa fastari í sessi og þaö um allt land, enda þótt hann eigi
uppruna sinn fyrir vestan. Margir tóku forskot á sæluna um helgina og fengu sér skötubita og venju samkvæmt var
vel mætt á veitingastaöinn Þrjá Frakka hjá Úlfari Eysteinssyni. Hann lét sig raunar hafa þaö aö bíta í vel kæsta
skötuna ósoöna - og efalítiö fylgdi því þaö rammasta bragö sem nokkur maður getur reynt.
Valgerður Sverrisdóttir harðorð á heimasíðu sinni:
Lítur á borgarstjóra
sem andstæðing
Framganga forystu Samfylking-
ar síðustu daga viðvíkjandi fram-
boðsmálum borgarstjóra vekur
spurningar um hæfi flokksins til
þátttöku í ríkisstjórn. Þetta segir
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra í pistli á heimasíðu sinni
í gær. „Mega aðrir stjómmála-
flokkar vænta þess að þetta verði
vinnubrögðin? Að meiriháttar
ákvarðanir flokksins, sem varði
samstarf við aðra flokka, séu til-
kynntar í fjölmiðlum?" segir ráð-
herrann.
þessu
Sverrisdóttir.
Páll
Halldórsson.
Stendur sködduð eftir
Valgerður segir að ákvörðun
sína um þingframboð taki borgar-
stjóri með hagsmuni Samfylking-
ar í huga. Reykjavíkurlistanum er
fórnað og Ingibjörg hafi gengið
svo berlega á bak orða sinna að
hún standi sködduð eftir.
„Ingibjörg Sólrún á fullt erindi í
landsmálin, en þá verður hún að
fórna borgarstjórastólnum. Það
hafa orðið þáttaskil. Nú lít ég á
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
sem hvern annan andstæðing
minn í pólitík. Því kveð ég hana
sem samherja og þakka fyrir sam-
starfið," segir í pistlinum.
Framsóknarflokksins,
máli. Það er að að ákvörðun Ingi-
bjargar Sólrúnar um að fara í
framboð fyrir Samfylkinguna í
komandi alþingiskosningum sam-
ræmist ekki áður gefnum yfirlýs-
ingum. Það sé óhugsandi staða að
borgarstjóri geti farið sem slík í
framboð fyrir einn samstarfs-
flokka R-listans í landsmálum
gegn hinum tveimur. Kjördæmis-
ráð Framsóknarflokksins eru og á
sömu nótum og segja nauðsyn að
á næstu dögum geri borgarstjóri
upp við sig á hvaða vettvangi hún
vilji starfa.
Kona slasaðist
í bílveltu
Kona slasaðist þegar hún velti jeppa
sínum norðan við Goðafoss um fjögur-
leytið í gær. Konan var flutt á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem
gert var að meiðslum hennar. Tveir
farþegar voru í bílnum og að sögn lög-
reglunnar á Húsavík sluppu þeir með
minni háttar meiðsl. Hálka var á vegin-
um þegar slysið varð og varar lögregl-
an við mikilli hálku á vegum í kring-
um Húsavík. Upplýsingar um líðan
konunnar lágu ekki fyrir þegar blaðið
fór í prentun í gærkvöld.
-ss
/
|
I
DV kemur næst út á fóstudag, 27.
desember. Smáauglýsingadeild er
lokuð á aðfangadag og jóladag. Opið
verður annan í jólum frá kl. 16-20.
Blaðaafgreiðsla og þjónustuver
verður lokað á aðfangadag, jóladag
og annan í jólum.
Ohugsandi staöa
Hljóð heyrist úr horni fleiri
framsóknarmanna. 1 gær sendu
ungir framsóknarmenn í Reykja-
vik norður frá sér yfirlýsingu þar
sem þeir taka undir fyrri orð Hall-
dórs Ásgrímssonar, formanns
Frestaö vegna óvissu
Páll Halldórsson, formaður upp-
stillingarnefndar Samfylkingar í
Reykjavík, segir það af og frá að
til hafi staðið að uppstillingar-
nefnd skilaði sínum tillögum til
fulltrúaráðs fyrir jól. Til stendur
að ganga frá framboðslistanum í
byrjum næsta árs. -sbs/GG
Lögreglumaður keypti áfengi í Varnarliðsverslun:
Sjálfvirk slökkvítæki
fYrir sjónvörp
Sími 517-2121
H. Blöndal ehf.
Auðbrekku 2 - Kópavogi
Innflutnlngur og sala - www.hblondal.com
Vikið úr liðinu og
búningurinn sóttur heim
Lögreglumanni á Keflavík-
urflugvelii var fyrir
skemmstu vikið frá störfum
eftir að hafa keypt áfengi í
Navy Exchange, toilffjálsri
verslun á vamarsvæðinu.
Með þessari breytni þótti lög-
reglumaðurinn brjóta gegn
starfsskyldum sínum, enda
gjörningurinn ólöglegur. „Við
lítum þetta mál alvarlegum
augum, svo sem vegna þess að
maðurinn notaði lögreglubíl
til að flytja áfengið út af vam-
Jóhann R.
Benedlktsson
Röggsama yfirvald-
ið á Vellinum.
Það var hins vegar bandarísk-
ur herlögreglumaður sem fór
inn í verslunina og keypti
áfengið, en þessi tveir menn
voru saman á ferð,“ sagði Jó-
hann R. Benediktsson, sýslu-
maður á Keflavíkurflugvelli, í
samtali við DV í gær.
Embætti Sýslumannsins á
Keflavíkurflugvelli gerði fyrstu
athugun á málinu og þegar
kom í ljós hvemig mál voru í
pottinn búin og meint brot átti
við rök að styðjast var mannin-
arsvæðinu og var einkennisklæddur. um vikið frá störfum. Málið er nú kom-
ið til meðhöndlunar embættis Ríkissak-
sóknara, sem i framhaldinu tekur
ákvörðun um frekari rannsókn og með-
höndlun málsins að öðm leyti.
„Við sendum menn heim til þessa
lögreglumanns og sóttum búninginn
hans, eftir að ég hafði ákveðið að leysa
manninn undan starfsskyldum," segir
Jóhann R. Benediktsson. Lögreglumað-
urinn sem hér um ræðir var í afleys-
ingum í lögregluliðinu á Keflavíkur-
flugvelli og ekki með próf úr lögreglu-
skólanum. Jóhann segir það hins vegar
engu hafa breytt um hvemig tekið var
á málinu. -sbs
SECURITAS
VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU!
Sími 580 7000 | www.securitas.is
112
EINN EINN TVEIR
NEYÐARLÍNAN
LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ
I