Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Síða 4
24 MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 Sport FH-ingar hafa kynnt tillögur sínar að framtíðarskipulagi á félagssvæði sínu: Glæsileg framtíðar- aðstaða félagsins - næsta skref að kynna bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði tillögurnar Félagssvæði^ Númer á mynd aö ofan 1. Frjálsíþróttahús 2. Frjálsíþróttavöllur 3. Félagsaðstaða FH 4. Áhorfendastúka 5. íþróttahús 6. Æfingasalur 7. Aðalleikvangur Framtíðarnefnd aðalstjómar FH hefur lokið við og kynnt nýjar tillög- ur að framtíðarskipulagi á svæði fé- lagsins í Kaplakrika í Hafnarfirði. Nú þegar hefur verið lokið við end- urbætur á knattspymuvellinum sjálfum og eins og kunnugt er hefur verið reist íþróttahús og frjáls- íþróttavöllur hefur nýlega verið gerður. Kostnaðartölur við að fram- kvæma eftir þessum tillögum liggja ekki fyrir. FH-ingar næstir í röðinni! FH-ingum flnnst nú vera komið að því að hrinda í framkvæmd endur- bótum og uppbyggingu á félagssvæði sínu enda hefur þegar verið byggt upp féfagssvæði Hauka að Ásvöllum og Fimleikafélagsins Bjarkar á gamla félagsvæði Hauka, auk þess sem aðstaða Golfklúbbsins Keilis hefur nýlega verið byggð upp. í hinu nýja skipulagi er gert ráð fyrir glæsilegri félagsaðstöðu, áhorf- endastúka samtengd félagsaðstöð- unni verður lengd til muna, auk þess sem byggð verður æflngaaðstaða tengd íþróttahúsinu og frjálsíþrótta- húsi við hlið núverandi frjálsíþrótta- svæðis. í húsinu er gert ráð fyrir 80-100 metra langri hlaupabraut og tilheyrandi æflnga- og keppnisað- stöðu, en húsið tengist búningsklef- unum í aðalbyggingunni með undir- göngum. Fjölgað verður búningsher- bergjum til muna, auk nýrra leik- flmi-, og þreksala. I félagsaðstöðunni er gert ráð fyrir skrifstofum deilda félagsins, auk fundarsala. Forsagan Ingvar Viktorsson, formaður aðal- stjómar FH, segir að nýlega hafl ver- ið gerð úttekt á félagssvæöi FH að frumkvæði bæjaryfirvalda og félags- ins. Það voru hlutlausir aðilar sem fengnir voru til verksins og þeir komust að þeirri niðurstöðu að félag- ið ætti í raun sem nemur um 515 milljónum í félagssvæðinu, en þess má geta að eignarhlutur félagsins í iþróttahúsinu er 20% eins og lög segja til um, á móti 80% eignarhlut félagsins. Samningurinn um íþróttahúsið var þó gerður löngu eftir heilmiklar framkvæmdir sem rekja má allt aft- ur til ársins 1967. Þessar fram- kvæmdir, auk eignarhluta í íþrótta- húsinu, voru metnar, eins og áður sagði, á 515 milljónir, sem að sögn Ingvars kom mönnum nokkuð á óvart. Hann segir þó félagið ekki hafa lagt út alla þessa fjármuni, því að einhverju leyti sé þama um gjafa- vinnu að ræða, en þó einhveija út- lagða peninga. Skuldir greiddar upp Ingvar segir að þá hafi komið upp sú hugmynd að selja bæjarfélaginu strax 80% í svæðinu, sem hefði numið um 400 milljónum króna, en eðlilega hefði það ekki verið hægt. Það hefði hins vegar náðst sam- komulag um að Hafnarfjarðarbær keypti hluta svæðisins og greiddi fyrir það 100 milljónir króna. „Þannig gerðum við félagið skuld- laust. I framhaldinu er svo mögu- leiki að selja bæjarfélaginu jafnt og þétt af afganginum þar til þvi er náð að við eigum 20% eftir. Þegar svo var komið var ákveðið að fara út í þessa vinnu við framtíð- arskipulagningu á félagsvæði FH og sú vinna sett í gang í samvinnu við arkitektastofu. Ingvar segir næsta skref að kynna þessar tillögur fyrir formönnum allra deilda félagsins sem munu kynna þetta hver í sinni deild og að því loknu verða bæjaryf- irvöldum kynntar tillögurnar. Hann segir að íþróttabandalag Hafnarfjarðar, sem sé mjög virkt innan Hafnarfj arðarbæj ar, hafi í gegnum tíðina orsakað að í framkvæmdum við íþróttamann- virki í bænum og hafl bæjaryfirvöld ávallt farið að ráðum bandalagsins. Nú sé 'svo komið að uppbygging f- élagssvæðis FH og bygging 50 metra sundlaugar eru forgangsverkefni þau sem íþróttabandalagið leggur til. Aöaláhersla á félagsaöstööu Ingvar segist ekki sjá hversu hratt sú uppbygging sem lagt er til verði á svæðinu muni ganga, þ.e.a.s. ef bæj- aryfirvöld samþykkja tillögumar. „Við munum þó leggja aðaláherslu á að farið verði í viðbyggingu við nú- verandi stúku, sem einnig munu hýsa félagsaðstöðuna og aukinn fjölda búningsherbergja (merkt 3 og 4 á mynd). „Okkur finnst þessi vinna hafa tekist mjög vel og við eram bjartsýn- ir á að þessar tillögur verði að veru- leika. Með þessum framkvæmdum verðum við mjög vel settir, að öðru leyti en því að okkur vantar gras- svæði til knattspyrnuæfinga. Það er því byrjað að þökuleggja svæði við Hvaleyrarvatn, þar sem gerðir verða tveir knattspyrnuvellir, þar sem eldri aldursflokkar munu æfa, en yngri aldursflokkarnir munu áfram æfa á æfingavöllunum í Kaplakrik- anum.“ Vísir aö fyrsta áfanga á afmæli „Við erum mjög illa staddir með félagslegt húsnæði í Kaplakrika, en félagið verður 75 ára í október árið 2004 og er það draumur okkar að fyr- ir þann tíma verði lokið við fyrsta áfanga, sem er bygging félagsaðstöðu og búningsherbergja, eða í það minnsta mikill vísir aö því, auk þess sem það verði búið að undirrita framtíðarsamninga fyrir félagið. Þetta yrði allavega upphafið, en síð- an verðum við að sjá til um fram- haldið,“ sagði Ingvar Viktorsson. Það dylst engum þegar horft er á þessar tillögur að svigrúm til stækk- unar er ekki mikið frá því sem nú er. Svæðið lokast af Reykjanesbraut til suðurs, Fjarðarhrauni, til vestars, Flatahrauni til norðurs og Garðabæ til austurs. „Menn hafa alltaf verið að velta fyrir sér öðru framtíðarsvæði fyrir félagið en menn hafa ekki komið auga á það. Það er hins vegar svolít- ið merkilegur kostar að ef Reykja- nesbrautin verður sett í stokk verð- ur hægt að stækka félagssvæðið yfir stokknum, sem væri hægt að nýta fyrir aukna æfingaaðstöðu fyrir knattspymu og fijálsar íþróttir. Það er þó ekki langt síðan það stóð til að breikka brautina og þá hefði verið klipið af svæðinu eins og það er nú. Við hefðum þó aldrei getað sam- þykkt það, því nógu er nú þröngt um okkur nú,“ sagði Ingvar að lokum. -PS 1 L FH-ingar léku Evrópuleik gegn spænska liöinu Villarreal í Kaplakrika í sumar. DV-mynd Hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.