Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Síða 7
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002
27
I>V
- Valsarar einir á botninum eftir tap gegn Skallagrími í Borgarnesi
Valur
um Val
Menn voru í jólaskapi í Borgamesi á
fóstudaginn þegar Skallagrímur mætti
Val í síðasta leik liðanna íyrir jól. Jóla-
sveinamir vom mættir og sáu um að
halda áhorfendum við efnið. Leikur-
inn var ekki mikið fyrir augað til að
byija með. Enda mikið í húfi fyrir
bæði lið. Saman sátu þau á botni deild-
arinnar með tvö stig hvort. Hlíðar-
endapiltamir munu þó eyða jólunum
einmana á botninum því Skallagrímur
tryggði sér sigur undir lokin, 79-74, í
æsispennandi leik.
Borgnesingar byijuðu leikinn betur
og vom komnir í 8-2 eftir tæpar tvær
mínútur. Gestimir reyndu að beita
svæðisvöm en það gekk upp og ofan.
Valsmönnum tókst aldrei að komast al-
mennilega af stað í fyrsta leikhluta og
vom komnir 12 stigum undir þegar
hinn annar hófst. Þeir mættu mjög
grimmir tii annars leikhluta þar sem
baráttugleðin var í fyrirrúmi. Borgnes-
ingumhélst þó á forystunni þrátt fyrir
að sóknarleikurinn gengi erfiðlega.
Gestunum tókst að saxa forskotið
niður í 6 stig fyrir hálfleik. Skalla-
grímur hóf síðari hálfleikinn betur og
vom fljótlega komnir með 12 stiga for-
ystu á ný. Valsmenn treystu á erlenda
leikmanninn sinn Lavem Smith í
þriðja leikhluta. Hann gerði 12 stig í
leikhlutanum en það dugði ekki eitt og
sér.
Sköllunum hélst enn á forskotinu og
þegar rúmlega minúta var liðin af
fjórða leikhlutanum var munurinn 13
stig og virtust Völsurum allar bjargir
bannaðar. Þá skellti Valsvömin í lás og
skotin fóru að detta fyrir þá. Þeir gerðu
15 stig í röð og Borgnesingar skomðu
ekki stig í sex mínútur. Gestimir
komust í fyrsta skipti yflr 65-67 þegar
4:41 mínúta var eftir og í framhaldinu
virtist sem leikurinn væri að renna
Borgnesingum úr greipum og vindur-
inn blés með Valsmönnum.
Þá kom til skjalanna hinn fertugi
þjálfari Skallagrims, Valur Ingimund-
arson. Hann gerði magnaða þriggja
stiga körfú i næstu sókn og jafnaði
leikinn rétt áður en skotklukkan rann
út og tilþrif hans minntu helst á gull-
aldarárin hans með Njarðvíkingum
þegar hann skoraði aðra þriggja stiga
körfu lengst utan af velli og breytti
stöðunni í 72-71 sem varð til þess að
jólasveinar og aðrir áhorfendur á
leiknum hreinlega ærðust af fógnuði.
Borgnesingar náðu síðan boltanum á
ný og Hafþór Ingi skoraði úr einu af
sínum mögnuðu gegnumbrotum og
fékk vítaskot að auki, sem hann skoraði
úr og heimamenn kláruðu síðan leikinn
á vítalínunni.
í liði Skallagríms átti Hafþór Ingi
enn einn skínandi leikinn og virðist
bæta sig með hverri raun. Hann gerði
21 stig, tók 5 fráköst og gaf 6 stoðsend-
ingar. Sigmar Egilsson átti fina endur-
komu, gerði 15 stig og spilaði af-
burðagóða vöm. Pétur lék vel í sókn-
inni auk þess að taka 7 fráköst. Þá má
ekki gleyma þjálfamum Val Ingimund-
arsyni sem var í rauninni munurinn á
liðunum í lokin. Hann gerði 8 stig í
leiknum og komu þau öll á síðustu
tveim mínútum leiksins.
Leikmenn Skallagríms hafa oft leik-
ið betur í vetur og duttu allt of oft nið-
ur á lágt plan gestanna í leiknum. Stig-
in tvö vom þó það sem skipti máli úr
þessum leik. í liði Vals var það Lavem
Smith sem gerði rétt tæpan helming af
stigum þeirra. Bjarki Gústafsson náði
sér ekki almennilega á strik hjá þeim
en gerði þó 13 stig. Þessir tveir em
greinilega potturinn og pannan i sókn-
arleik Valsliðsins og aðrir leikmenn
liðsins virtust vera aukaleikarar í sókn-
arleik þeirra. Baráttan i liði þeirra var
þó til fyrirmyndar og greinilegt að þeir
ætla að beijast til síðasta blóðdropa
fyrir sæti sínu í deildinni. Hinn ungi
þjálfari Vals, Ágúst Björgvinsson, á
greinilega erfitt verk fyrir höndum og
verður gaman að sjá hvemig honum
tekst til með liðið. -Rag
VINTERSftan'
DEILDÍN
KR 11 9 2 996-877 18
Grindavík 11 9 2 1034-911 18
Keflavík 11 8 3 1111-915 16
Njarðvík 11 7 4 900-897 14
Tindastóll 11 7 4 1009-973 14
Haukar 11 6 5 970-914 12
ÍR 11 6 5 963-966 12
Hamar 11 4 7 1050-1151 8
Snæfell 11 4 7 885-898 8
Breiðablik 11 3 8 991-1048 6
Skailagrímurll 2 9 851-990 4
Valur 11 1 10 824-1044 2
Næstu leikir:
Skallagrímur-ÍR .. sun. 5. jan.
KR-Hamar .... .. sun. 5. jan.
Tindastóll-Snæfefl .. sun. 5. jan.
Breiðablik-Haukar .. sun. 5. jan.
Grindavík-Valur . mán. 6. jan
Keflavík-Njarðvík . mán. 6. jan
Fyrri hálfleikur
gerði útslagið
Grindvíkingar hirtu bæði stigin
þegar þeir tóku á móti Hamars-
mönnum og höfðu sigur, 115-107, í
Röstinni á fóstudagskvöldið var í
Intersportdeild karla I körfuknatt-
leik.
Eftir leikinn em Grindvíkingar
samsíða KR-ingum á toppnum með
18 stig en Hvergerðingar og nær-
sveitamenn sitja í níunda sætinu
með 8 stig í farteskinu. Heimamenn
mættu til leiks eins og særö ljón eft-
ir slæmt tap gegn Njarðvíkingum í
sextán liða úrslitum bikarkeppninn-
ar fjórum dögum áður.
I fyrsta fjórðungi fóm þeir á
kostum og gerðu þá 42 stig gegn 23
stigum gestanna; slíkt stigaskor
kemur ekki oft fyrir hér á landi á
aðeins tíu mínútum. Sama fjörið
var í öðrum fjórðungi og þegar
flautað var til leikhlés höfðu þeir
gulklæddu skorað 71 stig gegn 49.
Liðsheild Grindvíkinga var að
skila þessu forskoti en hjá gestun-
um héldu þeir Svavar Birgisson og
Robert O’Kelley uppi fjörinu, skor-
uðu í sameiningu 37 stig af þessum
49. Áfram hélst þessi munur í þriðja
leikhluta og engin spenna var á
dagskrá. í síðasta fjórðungnum fóm
heimamenn hins vegar að slaka full-
mikið á og þeir hættu að spila eins
og lið og leikmenn fóra að gera erf-
iðahlutiuppá eiginspýtur.
Hið baráttuglaða lið gestanna var
fljótt að þefa þetta uppi og þeir
minnkuðu muninn smám saman en
vora aðeins of seinir til að gera leik-
inn veralega spennandi þótt eflaust
væri farið að fara um heimamenn
þegar munurinn var kominn niður
í 6 stig, tæpri mínútu fyrir leikslok.
Páll Axel Vilbergsson og Helgi
Jónas Guðfinnsson fóru fyrir
heimamönnum og þá vora þeir Guð-
laugur Eyjólfsson og Guðmundur
Bragason sterkir. Hjá Hamarsmönn-
um var Robert O’Kelley öflugur þeg-
ar líða tók á leikinn, Svavar Birgis-
son var kraftmikill í fyrri hálfleik
og Láras Jónsson átti stórgóðan
endasprett. -SMS
Breiðablik tók á móti Njarðvík á laug-
ardag í síðasta leik 11. umferðar og jafh-
framt síðasta körfúboltaleiks ársins í
Intersport-deildinni. Leikurinn var jafh
og spennandi allan tímann en heima-
menn vora þó oftast hálfu skrefi á und-
an en það dugði ekki gegn G.J. Hunter
sem skellti Blikum upp á sitt eindæmi,
88-91, og tryggði Njarðvíkurliðinu tvö
dýrmæt stig í toppbaráttunni.
Blikar byijuðu leikinn betur og sýndu
skemmtilegar fléttur í sókninni og
skoraðu mikið inni í teig með þá Kenny
Tate og Mirko Virijevic fremsta í flokki.
Hunter hélt Njarövík á floti í 1. leikhluta
og skoraði 12 stig af 19 stigum liðsins.
Gestimir úr Njarðvík vora síðan sterk-
ari í öðrum leikhluta og gerðu þrjár 3ja
stiga körfur á skömmum tíma. Á þess-
um kafla sat Hunter á bekknum og var
aðeins meira flæði í sónarleik Njarðvík-
inga á meðan.
Blikar jöfnuðu fljótlega í seinni
hálfleik, 50-50, og var það Pálmi Freyr
Sigurgeirsson sem það gerði en það voru
hans fyrstu stig í leiknum en Friðrik
Ragnarsson, þjálfari Njarðvikinga, ítrek-
aði við sína menn í leiknum að gæta vel
Pálma og Tate í vöminni og tókst Njarð-
víkingum vel upp með að halda Pálma
niðri i leiknum.
Blikar komust aftur flmm stigum yfir
í lok þriðja leikhluta en Hunter skoraði
3ja stiga körfú áður en leikhlutinn var
allur og þvi munaði aðeins tveimur stig-
um á liðunum, 69-67. Fjórða og siðasta
leikhluta verður minnst fyrir frammi-
stöðu Hunters en hann átti eftir að klára
leikinn sjálfúr og skoraði enginn annar
leikmaður Njarðvíkinga í leikhlutanum.
Hunter gerði 13 stig gegn tveimur Blika
og fyrstu mínútunum og kom Njarðvík
átta stigum yfir, 72-80.
Blikar gáftist ekki upp og jafhaði Tate
leikinn með tveimur vítaskotum þegar
sjö sekúndur vora eftir af leiknum og
stefndi allt í framlengingu en Hunter var
ekki á því að spila fimm mínútum leng-
ur heldur skoraði úr erfiðu 3ja stiga
skoti og tryggði Njarðvík sigur á ævin-
týranlegan hátt.
Hunter skoraði alls 47 stig í leiknum
sem er það mesta sem einn leikmaður
hefur skorað í deildinni í vetur. Kenny
Tate hafði skorað 46 stig fyrir Blika gegn
Tindastóli fyrr í vetur. Hunter er aug-
ljóslega frábær leikmaður og hefur
Njarðvík gengið mun betur eftir að hann
kom inn í liðið.
Njarðvíkingar verða þó að passa sig
að láta hann ekki gera of mikið og verða
fleiri leikmenn að vera með gegn sterk-
ari liðunum í deildinni. Teitur hitti vel
og skoraði fjórar 3ja stiga körfur og góð-
um tíma.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Blik-
ar tapa jöfnum leik í lokin og virðist
vanta herslumuninn til að hðið nái að
klára leikina. Liðið er aðeins með þijá
sigra eftir fyrri umferðina en með smá-
heppni gætu fleiri stig verið komin í
hús. Tate var þeirra jafnbesti maður og
Mirko byijaði vel en minna fór fyrir
honum eftir þvi sem leið á leikinn.
Pálmi var ekki skugginn af sjálfum sér
og munaði um minna fyrir Blika. -Ben
Sport
Skallagrímur-Valur 79-74
2-0, 8-4, 13-4, 20-12, (24-12), 24-14, 23-18,
30-20, 35-27, 38-30, (41-35), 43-35, 43-37,
45-39, 54-41, 58-45, (61-52), 63-52, 65-57,
65-67, 71-71, 79-74.
Stig Skallagríms: Hafþór Ingi Gunnars-
son 21, Sigmar Egilsson 15, Pétur Már Sig-
urðsson 15, Isaac Hawkins 10, Valur Ingi-
mundarson 8, Egill Örn Egilsson 8, Finnur
Jónsson 2.
Stig Vals: Lavem Smith Jr. 35, Bjarki
Gústafsson 13, Gylfi Geirsson, Ægir H Jóns-
son 8, Ragnar Steinsson 6, Alexander
Dungal 4.
Maöur leiksins:
Valur Ingimundarson, Skallagr.
Fráköst: Skallagrímur 39 (10 í sókn, 29 í
vöm, Hawkins 14), Valur 38 (11 í sókn, 27 í
vöm, Bjarki 10).
Stoösendingar: Skallagrímur 21 (Hafþór
6, Valur 6), Valur 11 (Gylfi 2, Bjarki 2,
Guöbjöm 2, Smith 2).
Stolnir boltar: Skallagrímur 11
(Hawkins 4), Valur 9 (Smith 4).
Tapaöir boltar: Skallagrímur 16, Valur
16.
Varin skot: Skallagrímur 2 (Hawkins 2),
Valur 1 (Smith).
3ja stiga: Skallagrímur 30/9, Valur 19/4.
Víti: Skallagrímur 24/14, Valur 23/18.
Breiðablik-Njarðvík 88-91
2-0, 2-2, 6-2, 8-7, 14-9, 16-16, 20-16, (24-19),
24-21, 30-28, 30-34, 34-39, 38-39 (4641),
4644, 4646, 50-30, 55-52, 69-64 (69-67),
69-71-72-71, 72-80, 77-80, 80-86, 88-88, 88-91.
Stig Breióabliks: Kenneth Tate 24, Mirko
Virijevic 16, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14,
Friðrik Hreinsson 13, Jón Amar Ingvarsson
9, Þórarinn Andrésson 6, fsak Einarsson 4,
Jóhannes Hauksson 2.
Stig NJarAvlkur: Gary Hunter 47, Teitur
örlygsson 12, Páll Kristinsson 10, Friðrik
Stefánsson 5, Þorsteinn Húnfjörð 5, Ragnar
Ragnarsson 5, Ólafur Aron Ingvason 5,
Guðmundur Jónsson 2.
Dómarar (1-10):
Björgvin Rúnnrs-
son og Einar Þór
Skarphéðinsson
(5).
Gϗi leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur: 170.
Ma&ur leiksins:
Gary Hunter, Njarövfk
Fráköst: Breiðablik 52 (18 i sókn, 34 í
vöm, Tate 14, Pálmi 10, Jón Amar 10),
Njarövik 40 (9 í sókn, 31 i vöm, Hunter 17)
Stoósendingar: Breiðablik 22 (Jón Amar
7), Njarðvík 16 (Hunter 4, Ólafur Aron 4).
Stolnir boltar: Breiöablik 14 (Jón Amar
4), Njarðvík 11 (Teitur 3).
Tapaóir boltar: Breiðabl. 16, Njarðv. 14.
Varin skot: Breiðablik 5 (Virijevic 3),
Njarðvík 4 (Friðrik, Hunter, Páll, Teitur).
3Ja stiga: Breiðablik 25/6 (24%), Njarðvík
30/8 (27%).
Vfti: Breiöablik 19/14 (74%), Njarðvík
29/23 (79%).
Gary Hunter skoraði öll 24 stig Njarövíkur i
4. leikhluta. Hunter hitti úr 8 af 10 skotum
slnum og 7 af 8 vítum sinum 1 leikhiutanum
en aðrir í liöinu tóku aðeins sex skot siðustu
12 minútumar i leiknum og klikkuðu á þeim
öllum. Hunter tðk einnig 5 af 9 fráköstum
liðsins í leikhlutanum.
Grindavík-Hamar 115-107
2-0, 2-2, 14-2, 23-6, 30-10, 40-19, (42-23),
42-25, 50-27, 50-34, 58-89, 68-44, (71-49),
71-52, 77-56, 82-62, 89-87, 92-72, (94-72),
94-74, 99-74, 103-84, 106-94, 110-102, 115-107.
Stig Grindavikur: Helgi Jónas
GuðFmnsson 24, Páll Axel Vilbergsson 23,
Guölaugur Eyjólfsson 17, Guömundur
Bragason 15, Darrel Lewis 11, Davíð Páll
Hermannsson 9, Bosko Boskovic 9, Bjami
Magnússon 6, Jóhann Þór Ólafsson 1.
Stig Hamars: Robert O’Kelley 38, Svavar
Birgisson 22, Lárus Jónsson 18, Svavar Páll
Pálsson 12, Hjalti Pálsson 8, Pétur
Ingvarsson 5, Marvin Valdimarsson 2, Ægir
Öm Gunnarsson 2.
Dómarar (1-10):
Rögnvaldur
Hreiöarsson og
Einar Einarsson
(7).
GϚi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 90.
Maöur leiksins:
Guömundur Bragason, Grindavik
Fráköst: Grindavík 50 (20 í sókn, 30 í
vörn, Guömundur 13, Davíö Páll 11), Hamar
29 (13 í sókn, 16 í vörn, Svavar Páll 7).
Stoösendingar: Grindavík 23 (Davíö Páll
6), Hamar 17 (Pétur 6).
Stolnir boltar: Grindavík 12 (Helgi
Jónas 3), Hamar 13 (Pétur 4).
Tapaöir boltar: Grindavík 24, Hamar 15.
Varin skot: Grindavík 9 (PáU Axel 3,
Guömundur 3), Hamar 7 (Hjalti 3).
3ja stiga: Grindavík 23/13 (57%), Hamar
23/10 (44%).
Víti: Grindavík 44/32 (73%), Hamar 15/11
(73%).
Dómarar (1-10):
Sigmundur Már
Herbertsson og Ge-
org Andersen (8).
GϚi leiks
(1-10): 5.
Áhorfendur: 200.