Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 Fréttir Bráðnun jökla mun valda verulegri hækkun á sjávarstöðu á næstu öldum: Gert ráð fyrir hálfs metra hækkun á þessari öld - bráðnun Grænlandsjökuls getur hækkað yfirborðið um 5 til 10 metra Bryggjuhverfiö í Grafarvogi Landfylling viö Gullinbrú hefur veriö hækkuö um 30-40 sentímetra frá því sem fyrirhugaö var í upphafi. Bráðnun haflsbreiðunnar á norð- urpólnum er ekki talin hafa umtals- verð áhrif á sjávarstöðu í heiminum en bráðnun jökla mun hafa þeim mun meiri áhrif. Þar geta afleiðing- arnar orðið skelfilegar til langs tima litið fyrir byggðir sem lágt standa. Þetta getur haft veruleg áhrif hér á landi þótt óvissa ríki um við hverju sé að búast. Þó er gert ráð fyrir því við hönnun mann- virkja hérlendis að yfirborð sjávar hækki um allt að hálfan metra næstu hundrað árin. Hækkandi hitastig á jörðinni er talið hafa valdið 20% bráðnun á ís á norðurheimskautinu siðan 1978. Þá var einnig sögulegt met i bráðnun iss á Grænlandi i sumar. Hafís bráðnar nú hraðar en áður var talið, eða um 9% á áratug, sam- kvæmt rannsóknum NASA. Ef held- ur fram sem horfír verður hafísinn, sem hylur nú verulegan hluta Norð- ur-íshafsins, horfmn undir lok þess- arar aldar. Áhrifm af hafísbráðnun eru þó óveruleg þar sem hann ryður þegar frá sér sama massa sjávar. Jöklar á landi hafa hins vegar verið að bráðna nokkuð ört víða og talið skýra hluta af 10-25% hækkun á yf- irborði sjávar síðustu 100 árin. Tveir þriðju þeirrar hækkunar eru þó taldir vegna útþenslu sjávar í takt við hlýnandi veðurfar. Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur segir að undanfarin ár hafi skipulagsaðilar haft þetta i huga þó ekki sé til nein opinber for- skrift á því við hvað eigi nákvæm- lega að miða. Stefán segir að þessi umræða hafi m.a. verið í gangi þeg- ar ráðhúsið var byggt við enda Reykjavíkurtjarnar. Þar var gert ráð fyrir hugsanlegri hækkun yfir- borðs. Sama hafi verið uppi á ten- ingnum þegar fyllt var upp fyrir Bryggjuhverfið við Gullinbrú. Þar hafi landfyliing verið hækkuð um 30-40 sentímetra frá því sem fyrir- hugað var í upphafi. Líkt sé uppi á teningnum varðandi uppfyllingar á vegum Reykjavikurhafnar. þar sé hugsanleg hækkun sjávarstöðu tek- in með í reikninginn. Sama eigi við um lagningar á nýjum frárennslis- kerfum. Mikil óvissa sé þó um við hvað eigi að miða. Hins vegar segir Stefán að varðandi hönnun varnar- garða og mannvirkja nærri sjó verði að hafa marga þætti inni í myndinni. Þar er m.a. talaö um áhlaðandi áhrif af völdum lægða, vinds og ölduhæðar séu stór þáttur. Siglingastofnun gerir ráð fyrir því i hönnun mannvirkja að sjávar- borð hækki hér við land um 1/2 metra á næstu hundrað árum. Ef menn gefa sér hins vegar að allur Grænlandsjökull bráðnaði á næstu öldum gæti það þýtt hækkun á sjáv- arborði um 5 til 10 metra að meðal- tali. Áhrifin yrðu enn meiri við bráðnun jökla á suðurpólnum. Þá gæti sjávarstaðan hækkað um allt að 50 til 100 metra. Taka skal fram að slík bráðnun tæki þó væntanlega mjög langan tíma sem mældur yrði í öldum eða árþúsundum. -HKr. Lögöu tll atlögu viö kanínur Hundarnir dvelja nú á Leirum og eru viö góöa heilsu. Annar hundanna fékk í sig högi en mun á batavegi. Hundarnir sem réðust á kanínurnar í Skerjafirði á jólanótt: Eigendurnir sviptir leyfi - hundarnir dvelja á hundahóteli þar til framtíð þeirra verður ráðin Sala eiturefna: Aðeins 3,4% söluaðila með leyfi Könnun Heilbrigðiseftirlits sveitar- félaga og Hollustuverndar ríkisins á sölu og notkun eiturefna er lokið og kemur í ljós að um verulega brotalöm er þar að ræða því aðeins 4 leyfi voru til staðar á þeim 115 stöðum sem skoð- aðir voru. Kannaö var hvort viðkom- andi söluaðilar hefðu tilskilin leyfi til að selja og flytja inn eiturefhi og hvort notendur hefðu sérstök leyfi til að kaupa og að nota eiturefni en sam- kvæmt lögum eru viðskipti með eitur- efni og notkun þeirra leyfisskyld. Þeim seljendum eiturefna sem ekki hafa leyfi verður gerð grein fyrir að- gerðum heilbrigðiseftirlitsins gegn þeim. Könnunin fór fram sl. sumar. Niðurstöðurnar benda til að í að- eins örfáum fyrirtækjum hafi menn tilskilin leyfi til notkunar eiturefna. 14 seljendur eiturefna sáu þessum 115 stöðum fyrir efni og minnihluti þeirra hafði leyfi, en það voru þeir umsvifa- mestu sem höfðu leyfi til sölu eitur- efna en seldu allir vöru sína leyfis- lausum einstaklingum sem er brot á ákvæði söluleyfis. Varnaðarmerki voru almennt í lagi hjá þeim sem höfðu söluleyfi en yfirleitt ekki hjá öðrum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og Hollustuvemd ríkisins munu stöðva sölu eiturefna hjá leyfislausum selj- endum og sjá til þess að kaupendur eiturefna kvitti fyrir þau í sérstaka bók. -GG Skráðir eigendur hundanna sem réðust á kanínumar í Skerjafirði á jólanótt hafa verið sviptir leyfi til hundahalds. Hundamir dvelja nú á hundahótelinu á Leirum meðan verið er að taka ákvörðun um ráðstöfun á þeim til framtíðar. Þetta kom fram hjá Guðmundi B. Friðrikssyni þegar DV ræddi við hann í gær. Hundamir, sem eru af samojed- kyni, gerðu tvisvar atlögu að kanínu- búrum í Skerjafirði á síðasta ári. í fyrra skiptið tókst þeim að drepa kan- ínumar. Heimilisfólkið í Skerjafirði fékk sér þá nýjar. Á jólanótt sluppu hundarnir enn lausir. Þeir fóru þá á sama stað og gerðu árás á nýju kanín- umar. Húsbóndinn varð þeirra var og reyndi að flæma þá frá búrunum. Þeg- ar það tókst ekki náði hann í byssu og skaut á þá. Fékk annar hundanna högl í sig og var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar. Síðan voru þeir teknir og fluttir á hundahótelið. Málið var kært til lögreglu. Hundarnir eru skráðir á aðstand- endur mannsins sem hefur haldið þá. Þeir eru nú við besta atlæti á Leirum. Hreiðar Karlsson hótelhaldari sagði að þeir væru við góða heilsu og sá sem fyrir höglunum heföi orðið væri búinn að jafna sig. Hann sagði hundana ljúfa og góða í umgengni. Eigendumir geta visað ákvörðun umhverfis- og heilbrigðisstofu um leyfissviptinguna til úrskurðar um- hverfis- og heilbrigðisnefndar, að sögn Guðmundar B. Friðrikssonar. -JSS 42 létust í slysum árið 2002 Á tímabilinu frá 1. janúar 2002 til 1. desember 2002 létust 42 af völdum slysa á íslandi í 32 slysum. Flestir af þeim sem létust af slysförum létust í umferðarslysum eða um 70%. Þá kemur eflaust mörgum á óvart að næstflest slysin gerðust á heimilum fólks eða um 17%. Þá létust fæstir í sjóslysum þetta árið eða um 5% af öllum slysum. Flest slysin gerðust í janúar- og í júnhnánuði en fæst urðu slysin í april- og í septembermánuði samkvæmt nið- urstöðum samantektar Valgeirs Elías- sonar, upplýsingafulltrúa Slysavama- félagsins Landsbjargar. Ekki eru slysa- tölur í desembermánuði teknar með þar sem mánuðurinn var ekki á enda þegar þetta er skrifað og því upplýsing- ar ekki til. Árið í ár kemur verr út en árið í fyrra en alls létust 30 manns í slysum það árið. -ss Banaslys 2002 SJóslys Fjöldl slysa FJöldl Iðtinna Karlar Konur Böm 1 2 2 0 0 Umferöarslys 22 29 14 10 5 Rugslys 0 : O 0 0 O Drukknanlr 2 2 - 2 0 0 Frítíma-slys 2 2 1 1 0 Heimaslys 5 i 7 4 1 2 Vinnuslys 0 1 0 0 0 0 I Ónnur slys o| O 0 0 0 Samtals 32 42 23 12 7 DV-MYNDIR PETRA Nakinn að ofan Þeir eru hressir, strákarnir í Nes- kaupstaö - viö brennuna eru þeir Perir aö ofan þegar þeir kynda undir báliö. Hér koma tveir þeirra, nýbúnir aö skvetta olíu á eld. Þurrkhjallar á báiköstinn Allir þurrkhjallarnir í Neskaup- stað voru rifnir i haust og á gamlárskvöld loguðu þeir glatt á áramótabrennu Björgunarsveitar- innar Gerpis. Brennan var því óvenjulega stór að þessu sinni, enda barst heilmikill annar brennumatur á köstinn. Mikil stemning var hjá strákun- um sem skvettu olíu á eldinn og voru þeir, eins og jafnan, berir að ofan og olíubomir í hita leiksins. Einnig var björgunarsveitin með flugeldasýningu sem var mjög veg- leg að vanda. Bæjarbúar fjölmenntu við brennuna og blíðskaparveður var eystra eins og viðast hvar á landinu þetta síðasta kvöld ársins 2002. Yfir 60 rúður brotnar Um 30 rúður voru brotnar í Hamraskóla í Grafarvogi á nýársnótt. Jón Eyjólfsson, trésmiö- ur og yfirverkstjóri Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, segir að þó svo að mikið hafi verið að gera hjá Fast- eignastofunni við að skipta um glugga hér og þar um borgina eftir eyðileggingar sem áttu sér stað um áramótin hafi eyðileggingarnar í fyrra verið mun meiri. Þá segir Jón að 10-15 rúður hafi verið brotnar í Ölduselskóla í Breiðholti, sjö rúður á gæsluvelli í Fífuseli í Breiðholti og rúður í einum og einum leik- skóla á höfuðborgarsvæðinu. „Rúð- ur í grunnskólum, leikskólum og á leikvöllum eru helstu skotmörkin," segir Jón. Jón segist hins vegar ekki geta svarað hver sé ástæðan fyrir því. Erfitt sé að finna söku- dólgana þar sem ekki séu eftirlits- myndavélar í grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu og ekki vuðist sem bót verði ráðin á þvi máli að svo stöddu. Óskoðaðar bifreiðar Samkvæmt upplýsingum Lögregl- unnar í Reykjanesbæ er nokkuð um að eigendur ökutækja séu ekki bún- ir að fara með bifreiðar sínar til skoðunar en hún stöðvaði alls 12 bifreiðar þar í bæ í gærkvöld vegna vanrækslu á skoðun. Þá vill lögregl- an benda á að það eigi að vera búið að skoða allar þær bifreiðar sem eru með 02 miða. Þá skal það einnig tekið fram að þeir sem ekki hafa lát- ið skoða bifreiðar sínar á tilskildum tima geta átt von á sekt vegna þess. Erilsamt hjá Slökkviliðinu Mikill erill var hjá Slökkviliðinu í Reykjavík í nótt en það var kallað út fimm sinnum. Um tíuleytið í gær- kvöld kom upp eldur í sorpgámi við verslunarmiðstöðina Kringluna en grunur leikur á að kveikt hafi verið í og er málið í rannsókn. Þá var beð- ið um aðstoð, á svipuðum tima, við að losa gám þar sem eldur hafði komið upp í honum. Þá þurfti að reykræsta íbúð um ellefuleytið í gærkvöld þar sem eldur kom upp i örbylgjuofni við Vatnsstíg og eldur kom upp í bíl við Óseyrarbraut í Hafnarfirði um fjögurleytið í nótt. Samkvæmt Slökkviliðinu í Reykja- vík urðu engin slys á fólki og gengu öll slökkvistörfin vel fyrir sig enda um minni háttar mál að ræða. -ss/PJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.