Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 DV 7 Fréttir DV-MYND GVA Æ lengri biðraðir Samkvæmt upplýsingum frá Mæörastyrksnefnd hafa aldrei fleiri leitaö ásjár nefndarinnar en á sföasta ári. Þaö htýtur aö vera nokkur vitnisburöur um stööu fátæktar á íslandi. Hvernig mælist fátækt? Er hægt að mæla fátækt, og ef svo er, hvernig mælist fátækt? Ára- mótaávarp Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta íslands, hefur vakið upp þessar spumingar og fleiri, og kannski komið við kaunin á ein- hverjum. Öm Bárður Jónsson, sóknar- prestur í Neskirkju í Reykjavík, seg- ir að það sé algjört lágmark að eiga fyrir húsaskjóli og fæði, geta komist ferða sinna, keypt dagblað, horft á sjónvarp, farið í bíó, leikhús og kaffihús, farið í ferðalög og geta veitt sér menningu og þátttöku í þjóðfélaginu innan eðlilegra marka. Sjálfsögð lífsgæði? „Hvað telst til sjálfsagðra lífs- gæða?“ spyr Öm Bárður og bætir viö: „Þetta meðalstrik hlýtur að vera töluvert hærra en það var fyr- ir hálfri öld því við gerum meiri kröfur en þá. Svo má segja að fólk verði að eiga farsíma eins og aðrir, það þykir ekki neinn lúxus í dag. En svo má spyrja hvort við þurfum allt þetta drasl í kringum okkur. Þegar tekjur minnka, ýmist tíma- bundið eða alfarið, skorti marga hina gömlu dygð, nægjusemi, en krafan um mannsæmandi kjör verð- ur þá svolítið vandmeðfarin. Það getur gengið of langt að heimta allt af þjóðfélaginu, en við verðum að ingum sem þar er að fá og þeirri stöðu sem það veitir. Hjá stjórnvöld- um eru flestar stöður auglýstar á vefnum en við höfum einnig verið með kröfu um það að lausar stöður séu einnig auglýstar í fjöimiðlum þannig að fólk hafi þar aðgengi að þeim upplýsingum. En þá þarf fólk að hafa efni á þvi að kaupa aðgang eða áskrift að fjölmiðlum. Tóm- stundastarf unglinga kostar í dag mikla peninga, og það er orðið stað- fest vísbending um stéttaskiptingu í landinu þegar fjölskyldur hafa ekki ráð á því að veita börnum sínum þann munað að sparka bolta, spila tónlist eða stunda önnur tómstunda- störf og taka þar með þátt í félags- legu samneyti við sína jafnaldra. Lægstu laun Fjölskylda sem er með lægstu laun í dag hefur ekki efni á þessu í dag og telst því samkvæmt því fátæk. Eng- um einstaklingi eru greidd lægri laun en 92.000 krónur. Nú taka hús- næðismál til sín stöðugt stærri hlut tekna, svo samkvæmt því er fátækt að aukast jafnt og þétt. Sá árangur ASÍ að tvöfalda lægstu laun á síðustu fimm árum hefur ekki skilað sér í tekjustöðu þessa fólks vegna þess að húsnæðismál gleypa þá aukningu. Það er mikið áhyggjuefni," segir Gylfi Arnbjörnsson. -GG Örn Bárður Gylfi Jónsson. Arnbjörnsson. taka eitthvert þversnið og gera kröfu til þess að fólk sé ekki undir því. Allt neðan við það þversnið er þá fátækt," segir sr. Örn Bárður Jónsson. Þátttaka í samfélaginu Gylfi Arnbjömsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands ís- lands, segir að þegar fólk hafi ekki tekjur til þess að greiða lífsnauð- synjar eins og húsnæði og matvæli þá sé það fólk augljóslega fátækt. En breytingar í þjóðfélaginu krefjist ýmislegs fleira, eins og t.d. aðgengis að tölvum og svipaðri tækni. „Auðvitað er það partur af fá- tæktarvandamáli þegar hluti þjóð- arinnar hefur ekki tekjulegar for- sendur til að taka þátt í samfélaginu til jafns við alla aðra, s.s. með að- gengi að tölvu og intemeti, og er þannig sniðgengið af þeim upplýs- Línan milli nægju- semi og nauðsynja Ræða forseta íslands um fátækt vekur athygli: Kjör atvinnulausra eru skelfileg - segir formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur Þjóðarátak gegn fátækt Þingflokkur Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs tekur und- ir þau orð í áramótaræðu forseta Is- lands að vaxandi fátækt fjölda fólks mitt i öllu ríkidæminu er ein mesta þversögn samtímans. Þingflokkur- inn styður heils hugar að skorin verði upp herör gegn fátækt og efnt til þjóðarátaks í því skyni. VG hefur sett baráttu fyrir myndun velferðar- stjómar á oddinn að loknum þing- kosningum í vor. Orð forseta Islands í áramóta- ávarpi um fátækt á íslandi hafa vak- ið verðskuldaða athygli. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfé- lags Húsavíkur og formaður mat- vælasviðs Starfsgreinasambands ís- lands, er mjög ánægður með ræðu forsetans á nýársdag, sérstaklega hvað varðar fátæktina. „Ég hef m.a. verið að vekja at- hygli á kjörum atvinnulausra sem eru skelfiíeg og í því sambandi hef- ur Verkalýðsfélag Húsavikur óskað eftir að ASÍ taki málið fyrir. Því miður hefur það ekki skilað þeim árangri sem ég hafði væntingar til. Það t.d. vekur athygli að atvinnu- leysisbætur skuli hækka um 5% meðan hátekjumenn eru hækkaðir um 7% nú um áramótin. Atvinnu- leysisbætur, sem vora 73.764 krón- ur, hækka í 77.452 krónur en hefðu atvinnuleysisbætur hins vegar fylgt taxta fiskvinnslufólks eins og var 1995 væru þær í dag 92.768 krónur, Umsamin lágmarkslaun í dag sam- kvæmt kjarasamningi Starfsgreina- sambands íslands og Samtaka at- vínnulifsins eru 93.000 krónur. Hefðu atvinnuleysisbætur haft sömu viðmið eins og var 1995 væru þær í takt við umsamin lágmarks- laun. Þetta er mjög alvarlegt mál og því mikilvægt að verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur, stjómvöld og sveitarfélög taki orð forsetans til skoðunar," segir Aðalsteinn Bald- ursson, formaður matvælasviðs Starfsgreinasambands íslands. -GG Áskorun forseta íslands um baráttu gegn fátækt: Megum ekki bregðast illa við staðreyndum - segir Guðni Ágústsson „Ég tel víst að á næstunni fari af stað umræða um fátækt í kjölfar nýársræðu forseta íslands. Þegar hafa samtök launþega heitið því að taka til hendi, það heyrðum við strax á viðbrögðum Grétars Þor- steinssonar, forseta ASÍ. Jafnframt á ég von á því að ríkisstjórn og sveitarfélög taki vel þessum orðum og að gripið verði til aðgerða," sagði Guðni Ágústsson, landbúnaðarráö- herra og varaformaður Framsókn- arflokksins, við DV í gærkvöldi. Tilefnið voru ummæli forseta ís- lands sem í ávarpi sínu á nýársdag skoraði á menn að grípa til aðgerða gegn sárri fátækt fjölda fólks. Mannleg og hlý ræða „Mælingar segja frá því að í auknum mæli leiti fólk á náðir hjálparstarfs til að geta veitt sínum vel um hátíð eins og jólin. Þetta eru staðreyndir sem ber að taka mark á og enginn má bregðast illa við. Mér fannst ræða forseta íslands mannleg og hlý í garð fólks sem á sannarlega erfitt. Áskorunin til forystu launa- fólks er líka gott útspil,“ sagði Guðni Ágústsson. Hann minnti á að sl. haust hefði ríkisstjórnin gert bragarbót í því að bæta kjör aldraðra og öryrkja og al- mennt hefðu lífskjör hér á landi batnað mikið undanfarið. , Guöni Ólafur Ragnar Ágústsson. Grímsson. „Það er mikilvægt að greina fá- tækt á íslandi. Hverjir eru illa staddir, hvers vegna og hvaða leiðir við höfum til að taka á málinu. Eru þetta einstæðar mæður eða barna- fólk með miklar skuldir? Eða hópar í tilteknum stéttum? Ég þekki fólk sem býr við bág kjör og veit að neyðin ein fær það til að leita sér hjálpar. Við eigum ekki aö gleyma þessu fólki, því hver íslendingur á í ranni sínum sögur um hungur og fátækt,“ sagði Guðni Ágústsson. Orð Guðna hér að ofan um fátækt eru ekki alveg með sama hætti og viðbrögð flokksbróður hans ogg samráðherra, Páls Péturssonar, voru í DV í gær. Þar sagði hann forseta íslands taka of djúpt í árinni í lýsingum sínum um fátækt á íslandi eins og þær voru settar fram í nýársávarpi. -sbs ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐ UR auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2003 Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977, sbr. auglýsingu nr. 673 frá 12. september 2000 um breytingu á skipulagsskrá fyrir þjóðhátíðarsjóð, er tilgangur sjóðsins: "að veita styrki til stofnana og annarra aðila er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vemd þeirra verðmæta lands og menningar sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miða að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna sem styrkt em en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau."" Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2003. Eldri umsóknir ber að endumýja. Nálgast má umsóknareyðublöð í Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjöm Hafliðason, í síma 569 9600. Reykjavík 27. desember 2002 Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARS JÓÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.