Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Page 13
13 FÖSTUDAGUR 3. JANÍIAR 2003 DV Samstarfssamningur um rekstur Eldborgar Hitaveita Suðumesja hf. og Bláa lón- ið hf. hafa gert með sér samstarfssamn- ing um leigu og rekstur funda-, ráð- stefnu- og veitingaaðstöðu auk kynning- arstarfsemi í Eldborg, kynningar- og ráðstefnuhúsi Hitaveitu Suðumesja við orkuverið í Svartsengi. Bláa lónið hf. mun taka við rekstri Eldborgar frá og með 1. janúar 2003. Veitingaþjónusta Bláa lónsins hf. mun þá annast rekstur, bókanir og kynningu á Eldborg í Eldborg em þrír ráðsteínusalir sem rúma allt að 300 gesti. Felliveggir em á miili salanna og því auðvelt að aðskilja og sameina sali. Góð lofthæð og failegt útsýni er úr öllum sölum Eldborgar sem eru jafnframt meðal tæknivæddustu fundarsala landsins. Saiarkynnin má einnig nota til mannfagnaða og veislu- halda af ýmsu tagi. í Gjánni í kjallara Eldborgar er sýn- ing þar sem gestir geta kynnst jarðfræði íslands á lifandi og skemmtilegan hátt. Samningsaðilar telja að með auknu samstarfi muni nást fram rekstrarhag- ræði, auk þess að markaðssetning þess- arar glæsilegu ráðstefnu-, funda- og veit- ingaaðstöðu efli Reykjanes enn frekar sem vinsælan áfangastað innlendra jafnt sem erlendra gesta. Kaupir í Fiskmarkaði Suðurnesja Fiskmarkaður íslands hf. hefur keypt 30% hlut í Fiskmarkaði Suð- urnesja hf. og er eignarhlutur Fiskmarkaðar íslands hf. eftir kaupin 31,3%. Kaupverðið er trúnaðarmál á milli seljenda og kaupenda en fé- lagið hefur tekið skammtímalán að fjárhæð kr. 50 milljónir vegna þessara viðskipta en fjármagnað afganginn úr sjóðum þess. í til- kynningu frá Fiskmarkaði íslands kemur fram að tilgangurinn með þessum kaupum sé að auka arð- semi félaganna beggja. Budweiser kaupir íslensk rafeindamerki Stærsti bjórframleiðandi Banda- ríkjanna, Budweiser, hefur gert samning um kaup á rafeindamæli- merkjum frá íslenska fyrirtækinu Stjörnu-Odda. Budweiser hyggst nota merkin við rannsóknir og eftir- lit á gæðum bjórframleiðslu sinnar og athuga hvaða áhrif ýmsir þættir, eins og hita- og þrýstingsbreytingar, hafi á gæði framleiðslunnar. Sigmar Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Stjömu-Odda, sagði í samtali við Viðskiptablaðið samn- inginn í sjálfu sér lítinn og að um tiltölulega fá merki væri að ræða enda einungis veriö að prófa hvort rafeindamerkin uppfylltu vænting- ar Budweiser. „Ef forsvarsmenn Budweiser verða ánægðir búumst við fastlega við því að mun stærri pantanir verði gerðar af hálfu fyrir- tækisins og hugsanlega tengdra fyr- irtækja," segir Sigmar. „Mikilvægi þessarar pöntunar fyrir Stjörnu- Odda fer að stærstum hluta eftir því hvort hún leiðir af sér sölu merkja til fleiri fýrirtækja innan þessarar atvinnugreinar." Sigmar sagði þessi rafeindamerki vera nokkra byltingu miðað við fyrri mælitæki sem Budweiser hef- ur notað þar sem merkin verða inn- an í dósunum en ekki utan á eins og fyrri greiningarbúnaður fyrirtækis- ins. „Merkin okkur munu því opna þeim nýjar víddir við gæðaeftirlit og rannsóknir." Mælimerki Stjörnu- Odda hafa hingað til eingöngu verið notuð til merkinga á dýrum og þá aðallega á fiskum og til umhverfis- mælinga í höfum. Rafeindamerkin eru lítil mælitæki sem skrá og geyma upplýsingar í innra minni merkisins. Það var í raun ráðgjafarfyrirtæki Budweiser sem fann Stjörnu-Odda. Sigmar sagði það fyrirtæki vera nokk- uð stórt og teygja anga sína víða um heim. „Þeir eru að sinna Budweiser og gætu því greitt okkur frekari leið til annarra fyrirtækja vegna þess trausts sem þeir njóta vegna ráðgjafar við Budweiser." Þær hugmyndir hafa verið reifaðar að ef merkin geri sitt gagn, sem Sigmar er sannfærður um að þau geri, þá leggi ráðgjafarfyrir- tækið í markaðssókn á merkinu á markaði gosdrykkja- og bjórfram- leiðslufyrirtækja. Viðskipti Umsjón: Vi&skiptabiaðið Bakkabræður orðnir stórir hluthafar í Kaupþingi Með kaupum Bakkabræðra Holding, eignarhaldsfélags Ágústs og Lýðs Guðmundssona, á 55% hlutafjár í fjárfestingarfélaginu Meiði ehf., eru þeir bræður orðnir áhrifaríkir hluthafar í Kaupþingi. Greinilegt er að kaupin eru gerð í góðri sátt á milli þeirra bræðra og stjórnenda Kaupþings og ljóst að stjómendur Kaupþings gátu ekki fundið heppilegri kaupendur. Með ákveðnum einföldunum má segja að veldi þeirra Bakkabræðra hafi orðið til vegna Kaupþingsmanna og þeir því að launa þeim greið- ann núna. Þó að þeir Bakkabræður hafi verið að berjast í fyrirtækja- rekstri sínum síðan 1986 þá var það ekki fyrr en með skráningu Bakkavarar á markað árið 2000 sem veldi þeirra fór að vaxa. Fyr- irætlanir þeirra voru ekki smáar í sniðum; félagið átti að vera alþjóð- legt markaðs- og matvælafram- leiðslufyrirtæki og með kaupum félagsins á breska matvælafram- leiðslufyrirtækinu Katsouris Fresh Foods Ltd. (KFF) árið 2001 Bakkabræður Ágúst og Lýöur Guömundssynir. varð það að veruleika. Áður höfðu þeir framkvæmt vel heppnuð fyr- irtækjakaup í Svíþjóð. Með kaup- unum varð Bakkavör Group eitt af stærstu fyrirtækjum á íslandi, hvort sem mælt er í hagnaði, veltu eða starfsmannafjölda. Áætluð velta sameinaðs félags fyrir árið 2002 er um 20 milljarðar króna og starfsmenn um 2000 talsins. Bakkavör Group greiddi 101,8 milljónir punda fyrir KFF, eða sem nam 15,6 milljörðum króna á þáverandi gengi. Þessi kaup voru stærstu fyrirtækjakaup í íslenskri viðskiptasögu. Vöxtur Bakkavarar síðustu ár hefur verið með ólíkindum en bréf félagsins hafa hækkað um 80% á árinu. Þeir bræður eiga tæplega 30% í félaginu sem nú er metið á 17,6 milljarða. Eign þeirra hefur því margfaldast en gera má ráð fyrir að eignarhlutur þeirra þar sé um 5 milljarða virði og litlar skuldir bak við það. Það gerir þeim kleift að skuldsetja sig fyrir kaupunum á bréfunum í Meiði en ekki hefur heyrst að þeir hafi selt neinar eignir á móti. Miðað við kaupverðið þar má ætla að þeir hafi skuldsett sig fyrir ríflega 2,3 milljörðum króna. Þar sem áætl- anir þeirra varðandi Bakkavör hafa gengið eftir til þess má ætla Neikvæður hagvoxtur a þriðja ársfjórðungi Landsframleiðslan á íslandi dróst saman um 1,6% á þriðja ársfjórð- ungi þessa árs sé borið saman við sama timabil í fyrra. Er þetta i fyrsta skipti sem ársfjórðungsreikn- ingar sýna samdrátt landsfram- leiðslu frá því samantekt þeirra hófst frá og með 1. ársfjórðungi 1998. Skýringuna má rekja til þess að frá þvi þjóðarútgjöld fóru að dragast saman á 2. ársfjórðungi 2001 hefur hagvöxturinn átt rót sina að rekja ýmist til mikils samdráttar í innílutningi eða vaxtar í útflutn- ingi. Þetta gildir ekki um 3. ársfjórð- ung þessa árs. Þannig er útflutning- ur talinn hafa aukist um 1,5% sem er mun minni vöxtur en á 2. fjórð- ungi ársins. Innflutningur er hins vegar talinn hafa dregist saman um 3,8% sem er minni samdráttur en oft áður. Þetta kemur fram í upplýs- ingum frá Hagstofunni. Þjóðarútgjöldin eru talin hafa dregist saman um 3,7% að raungildi á 3. ársfjórðungi 2002 miðað við sama fjórðung fyrra árs. Þetta er meiri samdráttur en á 2. ársfjórð- ungi en þá drógust þjóðarútgjöldin saman um 2,7% frá fyrra ári. Einkaneysla er stærsti liður þjóð- arútgjaldanna og er hún talin hafa verið óbreytt á 3. fjórðungi þessa árs, samanborið við 0,7% samdrátt á 2. fjórðungi ársins, hvort tveggja miðað við sama tíma árið áður. Áfram gætti samdráttar í fjárfest- ingu á 3. ársfjórðungi, nú um nær 23% frá fyrra ári samanborið við 7,7% á 2. ársfjórðungi. Samneysla er talin hafa vaxið um 6,5% á 3. fjórð- ungi þessa árs sem er mun meiri vöxtur en áður. Aukinn samdráttur þjóðarútgjalda á 3. ársfjórðungi skýrist því fyrst og fremst af mikl- um samdrætti i fjárfestingu. Rétt er að benda á að skipting samneysl- unnar á ársfjórðunga byggir enn sem komið er á upplýsingum úr greiðsluuppgjörum ríkisins og fjár- hagsáætlunum sveitarfélaga en rekstraruppgjör hvers ársfjórðungs eru ekki fyrir hendi. Þær miklu sveiflur sem fram koma í útflutningi og innflutningi má að nokkru leyti rekja til birgða- breytinga. Enn sem komið er liggja ekki fyrir tölur um birgðabreyting- ar annarra atvinnugreina en ál- og kísiljárnframleiðslu. Af því leiðir að aukist útflutningur mikið í einum ársfjórðungi kann það að leiða til of- mats á framleiðslu og þar með á hagvexti í þeim ársíjórðungi. Að sama skapi er hætta á að framleiðsl- an verði vanmetin í þeim ársfjórð- ungi þegar birgðir safnast fyrir. að 20-30% vöxtur þar geri þeim kleift að halda þessari fjárfestingu sinni og jafnvel auka hana. Ljóst er að þeir Bakkabræður og Kaup- þingsmenn munu eiga samleið enn um sinn. Mjöl! hf. kaupir fyrirtækjaþjón- ustu Höfða Mjöll hf. hefur keypt fyrirtækja- þjónustu Höfða ehf., Hafharstræti 34 á Akureyri, í þvotti og hreinsun og tekur við rekstrinum frá og með áramótum. Starfsemin mun strax eftir áramót flytjast í hús- næði Mjallar við Austursíðu á Ak- ureyri. Eftir sem áður munu eigendur Höfða ehf., Björgvin Yngvason og Birna Guðrún Hermannsdóttir, annast sölu á hreingerningarefn- um, bjóða upp á fatalitun, leigu og sölu á dúkum og aðra tengda þjón- ustu segir í fréttatilkynningu frá Mjöll. „Mjöll hf. hefur að undanfornu verið í örum vexti og hefur fyrir- tækið breyst úr því að vera ein- göngu framleiðandi hreinlætis- vara yfir í alhliða þjónustufyrir- tæki í hreinlætisvöruiðnaði. Fyrir nokkrum mánuðum tók Mjöll hf. yfir rekstur þvottahúss Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og sömuleiðis keypti MjöU rekstur og tækjabúnað Fatahreinsimarinnar hf. í Hofsbót á Akureyri. Hvort tveggja er nú i húsnæði MjaUar við Austursiðu á Akureyri. Þá hef- ur MjöU hf. verið að byggja upp þjónustu í ræstingum og þrifum. Með kaupum á þvottahúsi og fatahreinsun Höfða ehf. er Mjöll nú eitt stærsta fyrirtæki landsins á þessu sviði, sem gefur því færi tU enn frekari sóknar," segir í fréttatilkynningunni. MjöU hf. hefur nú þegar ráðið Qóra fastráðna starfsmenn Höfða ehf. tU starfa hjá Mjöll frá og með áramótum. SKRIFSTOFUVORUR Vinnslustöðin kaupir 9,5% eigin bréfa: Hluti af frekara sameining- arferli hjá Vinnslustöðinni MikU viðskipti áttu sér stað með bréf Vinnslustöðvarinnar hf. á Þor- láksmessu þegar Ker hf. og tengdir aðUar seldu 12,5% hlut í félaginu tU Vinnsíustöðvarinnar og tengdra að- Ua. AUs keypti Viimslustöðin eigin bréf fyrir um 670 mUljónir króna, eða sem nemur 9,5% af heUdarhlut- fé, en stjómarmaðurinn Haraldur Gíslason og varastjómarmaðurinn Gunnlaugur Ólafsson keyptu hvor um sig 0,6% í félaginu. Þá keyptu aðUar tengdir Vinnslustöðinni þau tæpu 2% sem eftir standa af þeim bréfum sem Ker og tengdir aðUar seldu. í tilkynningu frá Keri er ástæðan fyrr sölu bréfanna sögð vera sú að „þetta [sé] gert tU að tryggja að hagsmunir Vestmannaey- inga muni ráða framtíðarskipulagi og uppbyggingu félagsins. Það er mat fyrirsvarsmanna Kers hf. að nauðsynlegt hafl verið að stíga þetta skref nú, eftir að rekstur Vinnslu- stöðvarinnar hf. hefur færst í rétt horf, og áhugi hefur aukist á kaup- um á hlutum í félaginu." MUligöngu með viðskiptunum hafði Búnaðar- banki íslands og er hann nú skráð- ur stærsti hluthafi Vinnslustöðvar- innar með 21,44% hlutafjár. Bank- inn hefur auk þess mUligöngu um kauprétt/kaupskyldu Vinnslustöðv- arinnar á öðrum 12% hlut í félaginu af sömu aðUum og seldu bréf í Vinnslustöðinni í Þorláksmessu. Verður sá kaupréttur virkur þann 23. janúar næstkomandi. I samtali við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvar- innar, kom fram að kaup á eigin bréfum tengdust frekari sameining- aráformum félagins. Vinnslustöðin eignaðist á árinu alla hluti í útgerð- arfélaginu Jóni Erlingssyni ehf. i Sandgerði og á í dag 50% í útgerð- inni Úndínu en gert er ráð fyrir að sameina þessi félög bæði undir nafni Vinnslustöðvarinnar og munu nýkeypt eigin bréf Vinnslustöðvar- innar koma sem greiðsla i þeim við- skiptum. Á tilboði núna Vandaður 80 gr fjölnotapappír 500 blöð í búnti Geisladiskar CD-R 25 stk 720Mb / 80 mín / Ix - 32x ^ekstr- 18/ Bréfabindi A4 7 cm kjölur Ýmsir litir Sölumenn okkar eru viö símann frá kl. 8:00 - 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. - fös. 8:00 - 18:00. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavfk Sfmi: 520 6666 • Fax: 520 6665 Netfang: sala@rv.is ly

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.