Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Side 15
15 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 PV__________________________________________________________________________________________________Menning Graz - menningarborg 2003 Graz í Austurríki er menning- arborg Evrópu árið 2003, sú fyrsta sem fær þann heiður þar i landi. Undirbúningur hefur staðið lengi og verða margir glæsilegir við- burðir strax i upphafí árs. Menn- ingarárið hefst aðra helgi janúar- mánaðar með frumsýningum og opnunum listsýninga og gala- kvöldi sem verður sjónvarpað beint á 3sat og ORF. Meðal ann- arra viðburða má nefna að arki- tektinn Vito Acconci hefur hann- að „eyju“ á ána Mur sem er i lag- inu eins og gríðarstór skel og tengir með brúm gömlu borgina við Mariahilferplatz. Á „eynni“ er meðal annars hringleikhús, barnaleikvöliur og kaffihús. Frá Frakklandi kemur ljósameistar- inn Laurent Fachard og lýsir upp borgina og þekktustu byggingar hennar. Meðal sviðsviðburða er upp- setning á leikriti eftir sænska glæpasagnahöfundinn Henning Mankell sem hann stýrir sjálfur. Efniviðurinn er erfiðleikar afrískra innflytjenda í Evrópu og árekstrar evrópskrar og afriskrar menningar og samdi Mankell leik- ritið sérstaklega af þessu tilefni. Eru leikarar bæði frá borgarleik- húsinu í Graz og Teatro Avenida í Mósabík. Meðal listsýninga má nefna sýn- ingu á ljósmyndum Inge Morath sem fæddist i Graz en bjó lengst af í New York og lést fyrir ári. Fjöl- margir tónlistarviðburðir verða á árinu, eins og nærri má geta, einnig dans og blandaðir viðburð- ir af ýmsu tagi. Vefsíða menning- arborgarinnar er á slóðinni http://www.graz03.at. Moröklúbbur kvenna kemur upp um brúðh j ónamor ðing j a Konur eru að taka völdin í nútíma- sakamálasögum erlendis. Hörkutólin í sakamálasögunum eru ekkert síður kon- ur en karlar - þær eru ekki lengur bara kynþokkafullar og skoðanalausar hjá- svæfur hörðu gauranna. James Bond og hans nótar verða ekki lengi inni í mynd- inni ef þessi þróun heldur áfram. Ein slík kvennahreystibók lenti hjá mér um jólin, og hún bráðskemmtileg. Hún heitir Fyrstur til að deyja og er eftir bandaríska rithöfundinn James Patterson, en hann nýtur gríðarlegra vinsælda víða um ver- öld. Sakamálasagan að gera sig Sakamálasagan er að öðlast ótrúlega traustan sess á íslandi. Höfundar á þessu sviði njóta loks sannmælis - góð sakamálasaga er í engu eftirbátur annarra ritverka. Menningcirheim- urinn flokkaði lengi reyfara sem eins konar óþrif utan á menningunni - nema sagan væri sænskrar ættar. Bókmenntir Patterson seldist vel fyrir jólin, enda á hann marga aðdáendur hér á landi og er það að verðleik- um. Ég verð að segja eins og er að langt er síðan ég las eins spennandi bók og Fyrstur til að deyja. Frá fyrstu síðu til hinnar síðustu magnast upp spennan. Patterson er enginn gullpenni en snilli hans felst i því að búa til einstæða atburðarás og plott sem ganga upp. Þessi bók er skýr og meistaralega upp- byggð. Maður vill gjaman missa af jólaboði og halda áfram að lesa. Kvennaklíka upplýsir morðin Sagan fjallar um geðsjúkan morðingja sem leitar uppi brúðhjón og myrðir þau á ógeðslegan hátt á sjálfan brúð- kaupsdaginn. Metsöluhöfund- ur hryllingssagna liggur senn undir grun en ekki væri heið- arlegt að fara langt i atburða- rásina sem kemur á óvart. Patterson fléttar mannlegum tilfinningum í sögu sína og ást- in á þar sína góðu spretti. Og hann fléttar öðrum spennu- þræði samhliða morðmálun- um í bókina, en þar er um að ræða baráttu söguhetjunnar við blóðkrabbamein. Patterson er eflaust einn af mjúku mönmmum og tekst að gera söguna kvenvinsamlega á afar skemmtilegan hátt. Fjórar konur vinna að því í tómstundum að upplýsa brúð- hjónamorðin. Þetta eru rannsóknarlögreglukonan, saksóknari, réttarlæknir og blaðakona. Þessi klíka vinnur án vitundar lögregluyfirvalda en lögreglu- varðstjórinn Lindsay stjórnar báðum þessum rann- sóknum. Hún fær einn karlmann til liðs við sig, prúðan, fyndinn og snyrtilegan leynilögreglumann, Raleigh að nafni. Hann reynist góður elskhugi en lítið fer fyrir afrekum hans í að koma upp um morðingjann. Bókin snýst um snilli kvenna og illsku og fávisku karla og eflaust munu margar karlrembur eiga erfitt með að lesa þessa bók. Gaman væri að sjá fleiri bækur James Patter- sons. Undan honum gengur mikið af efni og satt að segja nenni ég varla að bíða næstu jóla til að fá nýja bók. Jón Birgir Pétursson James Patterson: Fyrstur til aö deyja. Harald G. Haralds þýddi. JPV útgáfa 2002. Háskóli í hvert kjördæmi? í dag milli kl. 15 og 18 verður árleg rannsóknar- stefna ReykjavíkurAkademí- unnar. Viðfangsefnið að þessu sinni er stefhan í há- skólamálum og uppbygging háskóla um landið. Meðal þátttakenda verða Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra, rektorar nokkurra háskóla, nefhdarmenn úr menntamálanefnd Alþingis auk fulltrúa atvinnulífs og fræði- manna. Rannsóknarstefnan er haldin í húskynnum ReykjavíkurAkademíunnar, JL- húsinu við Hringbraut, 4. hæð, og er öllum opin. Fjöldi nemenda á háskóla- stigi hér á landi hefur fjór- faldast frá árinu 1977 og frá árinu 1980 hefur fjöldi þeirra sem útskrifast úr há- skólum hér á landi tvöfald- ast. Nú útskrifast árlega ríf- lega 1800 manns úr háskól- unum sem starfræktir eru í landinu. Fram tO 1971 var Háskóli íslands eini skólinn sem útskrifaði nemendur á háskólastigi, nú eru háskólamir átta. Spurningin er hvert stefnir í málefnum háskóla á Islandi. Er rétt að fjölga skólunum svona mikið eða eru menn með því að dreifa takmörkuðum fjármunum og kröftum of mik- ið? Meðal þeirra sem taka til máls á rannsóknarstefnunni eru Stefán Arnórsson pró- fessor, Ólafur Proppé, rekt- or Kennaraháskóla Islands, Ari Edwald framkvæmda- stjóri, þingmennirnir Ólafur Örn Haraldsson og Kolbrún Halldórsdóttir, Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskól- ans í Reykjavík, Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, og Stefán Baldursson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu. Fundarstjóri og stjórnandi pallborðsum- ræðu er Erna Indriðadóttir fréttamaður. BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavikur STÓRA SVIÐ SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI ! eftir Sálina og KarlÁgúst Úlfsson Frumsýning lau. 11/1. UPPSELT 2. sýn. su. 12/1, gul kort. UPPSELT 3. sýn. fö. 17/1, rauð kort 4. sýn. lau. 18/1, græn kort 5. sýn. fö. 24/1, blá kort SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su. 5/1 kl. 20 Su. 19/1 kl. 20 SÝNINGUM FER FÆKKANDI HONKl UÓTIANDARUNGINN e. George Stiles ogAnthony Drewe Gamansöngleikurfyrir allafjölskylduna. Su. 12/1 kl. 14__________________ NÝJA SVIÐ JÓN OG HÓLMFRÍÐUR Frekar erótískt leiktrit t þrem þáttum e. Gabor Rassov íkvöld, kl. 20 JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS Jólasveinakvteði Jóhannesar úr Kötlum t leikbúningi o.Jl. Su. 5/1 kl. 14 og 15 - Kr. 500 KVETCH eftir Steven Berkoff, í SAMSTARFI VIO VESTURPORT Fö. 10/1, kl. 20 ÞRIÐJA HÆÐIN HERPINGUR eftirAuðiHaralds HINN FULLKOMNI MAÐUR eftir Mikael Torfason í SAMSTARFI VID DRAUMASMIÐJUNA Fö. 10/1, kl. 20 SÍÐASTA SÝNING LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespearc f SAMSTARFI VIÐ VESTURPORT f kvöld, kl. 20 UPPSELT Fim. 9/1, kl. 20 Fö. 10/1, kl. 20 ALIIR í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. (Gildir ekki á söngleiki og barnasýningar.) SKJALLBANDALAGIÐ KYNNIR í IÐNÓ Miðaverð i íorsölu 2.800 ki. MUNIÐ GJAFAKORIIN! :ikrél^li|v^.-ikur * Ustabrout 2 • 103 Rcykjavi ióasala 5gív3u0ö • A'v.'w.borgarlcikhus.is eftir Sálina hans Jóns mfns og Karl Ágúst Úlfsson b Frumsýning11. janúar Leikfélag Reykjavikur íslenski dansflokkurinn Dýrlingagengið - takmarkaður sýningafjöldi Rétt er að minna leikhúsáhugamenn á að leiksýningin Dýrlingagengið sem Egg-leikhúsið frumsýndi I Listasafni Reykjavíkur- Hafnarhúsi um síðustu helgi verður aðeins á fjölunum tíu sinnum, kl. 16 alla laugardaga og sunnudaga í janúar. Þetta eru þrír einþáttungar eftir Neil LaBute - þrír harmleikir úr nútímanum - leiknir af Birni Hlyni Haraldssyni, Agnari Jóni Egilssyni, Þðrunni E. Clausen og Ragnheiði Skúladóttur. Persónurnar eiga sér skelfileg leyndarmál og finna sig knúnar til að segja okkur sögu sína - líka til að átta sig á því sjálfar hvers vegna þær hafa skilið eftir sig eins óafmáanleg spor og raun ber vitni. Viðar Eggertsson stýrir sýningunni. "Leikmátinn er hófstilltur og agaður en þrunginn tilfinningum og öllum leikurunum tekst að skapa sannfærandi og eftirminnilegar pers- ónur." HF, DV Fös. 3.1. kl. 21. Uppselt Lau. 11.1. kl. 21. Nokkur sæti Miöasalan í Iðnó er opin frá 10-16 alla virka daga, 14-17 um helgar og frá kl. 19 sýningardaga. Pantanlr i s. 562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.