Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 Sport Knattspyrna: Þrír nýir tilKA - og fleiri kunna að vera á leiðinni Þrír nýir leikmenn hafa gengið til liðs við KA-menn í knatt- spyrnunni. Þetta eru þeir Hjörvar Marinósson frá Leiftri/Dalvík, Örlygur Helgason frá Þór og Þor- leifur Árnason frá Leiftri Dalvík. Hjörvar er 18 ára varnar- og miðjumaður og þykir mikið efni en hann gerði þriggja ára samn- ing við KA. Örlygur og Þorleifur eru ekki ókunnugir í herbúðum KA þar sem þeir hafa leikið áður. „Þessir umræddu leikmenn styrkja okkur fyrir næsta tímabil en það er meira í undirbúningi og það mun jafnvel skýrast um helg- ina hvaða fleiri leikmenn bætast í hópinn. Við ætlum að styrkja okkur frekar og væntanlega munum við þurfa að leita erlend- is í þeim efnum en tíminn mun leiða það ljós. Við erum búnir að missa nokkra sterka leikmenn eins og Kristján Sigurðsson til KR og flest bendir til að Þórður Þórðarson verði ekki með okkur áfram. Ásgeir Ásgeirsson, sem lék vel með liðinu á síðasta tímabili, er síðan hættur," sagði Vignir Þormóðsson, formaður knatt- spymudeildar KA, í samtali við DV í gær. -JKS Leikmannamarkaðurinn í evrópskri knattspyrnu opnaður að nýju: Leikmannalán setja svip sinn á markaðinn - Qórir nýir leikmenn bættust í ensku úrvalsdeildina Leikmannamarkaðurinn opnaðist að nýju í Evrópu á nýársdag og er félögum heimilt að kaupa og selja samningsbundna leikmenn næsta mánuðinn, en þá lokast markaður- inn að nýju. Það sem setur svip sinn fyrstu tvo dagana er að félag, í það minnsta ensk félög, hafa einungis verið að fá leikmenn lánaða tíma- bundið en ekki verið að kaupa. Það var Birmingham sem reið á vaðið með því að gera samning við Christophe Dugarry, hinn þrítuga franska leikmann sem hefur verið á samningi við Bodeaux í Frakklandi, en hann varð heimsmeistari með Frökkum árið 1998. Samningurinn við Dugarry gildir fram á vorið, en hins vegar hefur Birmingham for- kaupsrétt á honum. Everton bætti í gær við sig tveim- ur leikmönnum, þeim Brian McBride og Ibrahim Said, en það gildir það sama um þá og Dugarry að um lánssamninga er að ræða. McBride er bandarískur landsliðs- maður sem leikið hefur í banda- rísku atvinnumannadeildinni, en David Moyse, framkvæmdastjóri Everton, er alls ekki ókunnur þess- um leikmanni, því hann lék með Preston þegar Moyse var fram- kvæmdastjóri á þeim bænum. Said kemur frá Egyptalandi og lék síðast hann er 23 ára gamall. Man. City hefur einnig bætt við sig nýjum leikmanni en það er alsírskur landsliðsmaður, Djamel Belmadi að nafni. Hann er samn- ingsbundinn franska félaginu MarseiUe en hann hefur fengið fá tækifæri með liðinu, en hann hefur einnig leikið með spænska liðinu Celta Vigo og Paris St. Germain. Fé- lagi hans í alsirska landsliðinu er einmitt fyrirliði Man. City, Ali Ben- arbia. Benarbia er reyndar ekki sá eini sem Belmadi kannast við í herbúð- um Man. City, því hann lék með Nicolas Anelka þegar hann lék með Paris St. Germain. -PS Vassell ekki með á móti KR Kanada- maðurinn Keith Vassell, sem nýlega samdi við Hamar frá Hvera- gerði, spilar ekki með fé- lögum sínum þegar Hamar mætir KR í fyrsta leik á nýju ári sem fram fer á sunnudagskvöld. Vassell lenti i gærmorgun en var ekki kominn með tUskilin leyfi og var því sendur tU síns heima sam- dægurs. Hann er þó væntanlegur aftur í næstu viku og ætti að vera klár í slaginn þegar Hamar tekur á móti Ármanni/Þrótti í bikarnum næsta miðvikudag. VasseU lék í nokkur ár með KR og því hefði verið gaman fyrir hann og KR-inga ef hann hefði spU- að sinn fyrsta leik með Hamri í KR-heimUinu en það verður ekki. -Ben íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu: Vináttulandsleikur við Bandaríkin Christophe Dugarry. með liði í Kaíró. Hann er samnings- bundinn liðinu þar tU í vor, en Islenska kvennalandsliðið í knatt- spymu leikur vináttulandsleik við bandaríska kvennalandsliðið þann 16. febrúar næstkomandi. Leikurinn fer fram í Charleston í Suður-Kar- ólínu og verðm- flmmta viðureign þjóðanna í greininni. Þetta verður án efa erfiður leikur fyrir íslenska liðið, en bandaríska kvennalands- liðið er eitt sterkasta landslið í heiminum og hefur tvívegis orðið heimsmeistari. -PS Er kominn tími á friðun?Veiðivon einu lélegasta rjúpnaveiðitímabilinu að ljúka „Við erum á tímamótum núna, rjúpnaveiðin hefur sjaldan verið eins slöpp og í ár, margir veiðimenn fengu ekki einu sinni í jólamatinn," sagði veiðimaður sem DV-Sport hitti á Bröttubrekkunni fyrir fáum dög- um, með aðeins tvær rjúpur. Og þessa sögu segja fleiri veiöimenn. Einu lélegasta rjúpnaveiðitímabili í íjölda ára er lokið, aldrei hafa færri rjúpur veriö skotnar en einmitt núna. Líklega er búið að skjóta um 85-90 þúsund rjúpur, þó svo talan gæti reyndar breyst eitthvað til hins betra þegar allar rjúpurnar verða taldar. Kominn tími til að friða rjúpuna? Við erum á krossgötum þessa dagana, aldrei hafa færri rjúpur fallið fyrir veiöimönnum og sag- an sem undirritaður heyrði vest- ur í Dölum fyrir fáum dögum seg- ir meira en mörg orð um ástand- ið. Rjúpnaveiðin hefur verið slöpp á þessum slóðum, fáar rjúpur hafa fengist og fyrir nokkrum dögum voru skotveiðimenn að reyna að fá í jólamatinn. Það gekk erfilega, lítið var af fugli. Sjóbirtingsparadísin Laxá í Kelduhverfi - hverjir selja veiöileyfi í hana? Þeir gengu lengi, en að lokum fundu þeir tvo rjúpnahópa og náðu þeim. Eitthvað barst þessi veiðiskapur í tali við þá sem áttu heima í næsta nágrenni þar sem veiðimennirnir höfðu reynt og fengið þessar fáu rjúpur. Hús- freyjan sagöist alveg vera vera hætt að heyra i tveimur rjúpna- hópum sem höfðu verið rétt fyr- ir ofan húsið . Ástæðan var kom- in í ljós, veiðimennimir sem höfðu verið þarna fyrir skömmu höfðu skotiö vinina, sem allir höfðu heyrt í í nokkur ár og mjög fáir höfðu haft áhuga á að skjóta. Þetta voru orðnir fjölskylduvinir. Það er óhætt að taka undir með þeim sem vilja friða þessar fáu rjúpur sem eftir eru, tíminn er líka bara kominn. Það er orðið tímabært fyrir nokkru síðan. Skotveiðimenn sem DV-Sport ræddi við í vikunni eru margir komnir á þá skoðun að friða eigi rjúpuna. Það vilji enginn veiði- maður eiga það á hættu að skjóta síðustu rjúpuna. Þó svo að staðan sé sem betur fer alls ekki svo slæm gæti hún orðið það með tíð og tima ef ekki verða gerðar rót- tækar aðgerðir, róttækari en gera á strax á næsta ári. Það er miklu nær að snúa sér að þvi að eyða minknum sem drepur allt sem hann nær í og er hann farinn að minna á marga rjúpnaveiðimenn sem hafa strá- fellt rjúpuna á hverju hausti til þess eins að græða á fengnum. -G.Bender Leiðari vekur athygli Það eru alls ekki allir hress- ir með nýjasta eintak Veiði- mannsins sem kom út fyrir nokkrum dögum. Útdrátturinn úr Leiðaranum, sem við birt- um héma í blaðinu fyrir fáum dögum, hefur vakið mikla at- hygli, enda hann óvenju bein- skeyttur og harður. Leiðarar blaðsins hafa hingað til verið aö rólegu nótunum en ekki í þeim tón sem kveðjur að. -G.Bender Litlaá er ein besta sjóbirtingsá íslands, hún er einstök hvað vatns- hita og fæðuframboð varðar en vatnshiti hennar er að jafnaði 12° C allt árið og leggur hana ekki á vet- urna. Vaxtarstuðull hennar er óvenju hár og er ekki óalgengt að fá sjóbirting upp í 10 pund. Litlaá samanstendur af mörgum hyljum, strengjum og breiðum, á efstu tveim svæðunum er hún lítil og nánast samfelldur veiðistaður, veiðistaður við veiðistað. Litlaá stækkar þegar neðar dreg- ur og verður meira um breiður og þunga strengi niður að flóöi. Svæði eitt rennur úr flóðinu og niður í ár- mót jökulsár sem er einn af sterk- ari stöðum Litluár. Veiðisvæðin eru sex en aðeins er veitt á 5 stang- ir þannig að eitt veiðisvæði er alltaf hvílt i einu.Veiðitíminn er 12 klukkustundir á dag og veiöimönn- um treyst til nota þær hvenær sólarhringsins sem er. Það em að- eins tvö ár síðan tekið var upp að veiða og sleppa í Litluá og er það strax byrjað að skila sér, þess vegna verður spennandi að sjá hversu margir Fiskar yfir 10 pund- in veiðast þar næsta sumar. Árið 2002 veiddust 1260 sjóbirtingar, 9 laxar og góður slatti af bleikju á 5 stangir, þess má geta að það veidd- ust 2 fiskar sem náðu 80 cm, 24 fisk- ar á bilinu 70-80 cm og 74 fiskar sem náðu yfir 60 cm. Til viðmiðun- ar veiddist fyrir nokkrum árum fiskur sem var 81 cm og þegar hann var vigtaður var hann 19,5 pund. Einungis má veiða á flugu. Selt er í þriggja daga hollum verð: 12.800 kr stöngin. Það er Veiðifélagið Lax-á og Pálmi Gunnarsson sem selja veiði- leyfi í ána næsta sumar. G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.