Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 29 keppni i hverju ordi Rafpostur: dvsport@dv.is Magnús H. Lárusson GoKart-ökumaður: Keppir í S-Afríku Magnús H. Lárusson GoKart- ökumaður heldur af stað til Suður- Afríku 13. janúar næstkomandi en þar mun hann taka þátt í alþjóðlegu Rotax-kartkeppninni sem haidin verður á nýrri keppnisbraut í Pretoriu, um 50 km frá Jóhannesar- borg. I föruneyti Magnúsar verða þrír aðstoðarmenn, þeir Halldór Sigurðsson, Guðmundur Ingi Skúla- son og Freymóður Bogason. Keppni þessi fer fram dagana 15. til 19. jan- úar og er lokapunktur Rotax-kart- keppnanna sem haldnar hafa verið í 31 landi á árinu en 75 ökumenn munu reyna með sér í Pretoríu. Magnús hefur þegar sent keppnis- bú sinn til Suður-Afriku, reyndar vélar- og dekkjalausan því allir keppendur fá nýja innsiglaða Rotax- vél og Bridgestone-dekk afhent á keppnisstað, en í Rotax-keppnum þurfa allir keppendumir að nota eins vélar, eins dekk og kerti sem verða að vera frá Denso. Magnús hefur æft stift fyrir þessa keppni og tekið ótæpilega á lóöun- um til að styrkja sig enda veitir ekki af. Körtuakstur er mjög erfiður og átökin mikil. Ekki er óalgengt kartökumenn brjóti í sér riíbein þegar miðflóttaflið og hossingur á ósléttum brautum vinna saman. „Ég er hræddastur við hitann, maður á eftir að svitna mikið,“ seg- ir Magnús sem hefur legið yfir alls konar pælingum í sambandi við keppnina og uppsetningu bUsins. „Guðmundur Sigurðsson fór tU Malasíu í fyrra og keppti í Rotax- keppninni þar. Honum tókst að ná 40. sætinu þar en ég stefni hærra. Brautin í Pretoríu er mjög hröð og það verður mikU traffik í henni þeg- ar 30 tU 35 bUar verða ræstir í hverjum riðli. Keppnishaldaramir álíta að mun- urinn á miUi keppenda eftir tima- tökur verði innan við sekúndu svo að ég á von á harðri keppni," segir Magnús. Suður-Afríkumenn hafa sigrað í öU þrjú skiptin sem alþjóða Rotax- keppnin hefur verið haldin og nú verða þeir á heimaveUi. „Sem betur fer er keppnisbrautin ný svo að þeir eru ekki vanir að keppa á henni,“ segir Magnús, „en sjálfsagt fá þeir einhver tækifæri tU að æfa sig á brautinni." BUabúð Benna er umboðsaðUi fyrir Rotax á íslandi og hélt Rotax mótaröðina hér á íslandi í sam- vinnu við LÍA, Landsamband Ís- lenskra akstursíþróttafélaga. BUa- búð Benna kostar för Magnúsar tU Suður-Afríku. Auk þess fær Magnús góðan styrk frá Vélaverkstæðinu KistufeUi, BUanausti og veitinga- staðnum Amigos, en því fylgir tölu- verður kostnaður að fara við fjórða mann tU Afríku. -JAK Magnús H. Lárusson hefur æft stíft fyrir Rotax GoKart-keppnina í Pretoríu og ætlar hann sér að velgja öðrum keppendum þar undir uggum. Á neöri myndinn er hann á fullu á Reisbrautinni í Reykjanesbæ. Perhansel í forystu í Dakar Franski ökuþórinn Stephane Perhansel hefur forystu að lokn- um öðrum keppnisdegi í París- Dakar raUinu sem hófst i París í fyrradag. Perhansel ekur nú jeppa af Mitsubishi-gerð, en hann kann vel við í sig í Paris-Dakar raUinu því aUs hefur hann unnið sex sinnum, en þá í öU skiptin í mótorhjólaflokki. í öðru sæti er Suður-Afríkumaðurinn Giniel ViUiers en hann ekur á Nissan- jeppa og í þriðja sæti er Japaninn Hiroshi Masuoka. -PS Nú getur þú pantað og skoðað smáauglýsingarnar á www.smaauglysingar.is W W W- ® ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.