Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 Fréttir , _____________X>V Ríkissaksóknari ákærir bræður úr Grandahverfi fyrir lífshættulega líkamsárás: Pilturinn sem ráðist var á hlaut tólf stungusár - ákærðir fyrir aðra árás sama dag - hafa setið inni frá verslunarmannahelgi Frá vettvangi eftir hlna heiftarlegu árás 2. ágúst síöastiiöinn. Tveir bræöur sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá því í upphafi verslunarmannahelgar játuðu báðir fyrir dómi í gær aðild að hluta til vegna tveggja líkamsárása sem rík- issaksóknari ákærir þá fyrir. Önnur þeirra var talin sérstaklega hættu- leg er þeir réðust í félagi á 22 ára pilt og veittu honum lífshættulega áverka á og fyrir utan heimili þeirra á Skeljagranda. Fórnarlamb- ið hlaut tólf stungu- og skurðsár á líkama og í andlit og gat á eyra sem annar bræðranna veitti því með beltisgatara, eins og fram kemur í ákæru. Bræðrunum er gefið að sök aö hafa stungið piltinn og skorið með eggvopnum og misþyrmt hon- um með öðrum hætti, slegið í andlit og líkama með krepptum hnefum og bareflum. Þetta átti sér stað á heim- ilinu en einnig á göngustíg við Rekagranda. Afleiðingamar urðu þær að sá sem ráðist var á hlaut lífshættulega blæðingu milli heflahimna, blóð- söfnun undir höfuðleðri, fjóra Loðnan fjarlægist landið: Aðallega flotvörpuskip með afla Loðnan virðist vera að fjarlægjast landið, komin austar og einnig norð- ar, svo sigling hefur tvöfaldast frá því sem var er hún var um 70 mflur norð- austur af Langanesi. Loðnugangan suður með Austfjörðum gengur því hægar en vonir loðnusjómanna standa tfl enda hefur hún lítið gengið í þéttari torfur sem er hagstæðara fyr- ir nótaskipin. Eitthvað virðist þó vera af loðnu á þessum slóðum en það eru fyrst og fremst skip með flotvörpu sem fá nú afla. Spáð er brælu á mið- unum næstu sólarhringa. Af 410 þús- und tonna bráðabirgðakvóta eru óveidd um 100 þúsund tonn en eins og undanfarin ár er gert ráð fyrir viðbót- arúthlutun. SOdveiðum er sennOega lokið í bOi en enn eru óveidd um 44 þúsund tonn af 129 þúsund tonna kvóta á þessari vertíð. -GG skurði í höfuð og brot í ennisbeini, auk allra stungnanna. Hann var fluttur nær dauða en lífi á sjúkra- hús en var handtekinn á sama sjúkrahúsi, sem sjúklingur, um viku síðar, eftir að hafa verið að brjótast inn í lyfjaskápa. Faðir pOtanna sat um hrið í gæsluvarðhaldi en honum var sleppt. Bræðumir eru ákærðir fyrir aðra líkamsárás, einnig að morgni fostu- dags í verslunarmannahelgi. Þannig hafi þeir veist að 19 ára pOti og ann- ar bræðranna slegið hann með skóflu í handlegg. Tveimur klukku- stundum siðar er þeim gefíð að sök að hafa snúið sama pOt niður og bit- ið hann í sama handlegg og hann var sleginn með skóflunni. Annar bræðranna hefði slegið og sparkað í höfuð hans liggjandi. Þegar réttað verður í máli bræðr- anna verða 25 vitni leidd fyrir dóm- inn, þar af nokkrir sérfræðingar. Rannsókn lögreglunnar stóð yfir í langan tíma og var umfangsmikO, enda þurfti að hnýta marga lausa enda. Meðal vitna verða einnig ná- grannar í Grandahverfinu eða fólk sem átti leið hjá þegar árásimar áttu sér stað. Eins og fyrr segir er sök aðeins játuð að hluta en annar bræðranna kannast afls ekki við að eggvopn hafi verið notuð. Hins vegar hafi högg verið veitt. -Ótt DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Ailt á kafi í snjó Gríöarlegt farmfergi var í Vik í Mýrdal í gær og voru bílar víöa fastir í innkeyrslum. Stórhríö var á þessu svæði í gær og var skólahaldi aflýst. Snjóskaflarnir kunna þó undan aö láta í dag því Veöurstofan spáir hlýnandi veöri, slyddu eöa rigningu síöar i dag. Þó ergert ráö fýrir aö hann blási duglega fyrir austan í nótt en hiti veröur í kringum frostmark. Jóhanna Sigurðardóttir: Baráttan kost- aði 650 þúsund Prófkjörsbarátta Jóhönnu Sigurðar- dóttur kostaði 649 þúsund krónur, sam- kvæmt sundurliðuðu rekstraryfirliti sem Jóhanna hefur birt á heimasíðu sinni á Netinu. Kjörstjórn Sam- fylkingarinnar í Reykjavík beindi þeim tflmælum tO frambjóðenda í próf- kjörinu, sem fram fór 9. nóvember, að þeir birtu tölur um kostnað við próf- kjörsbaráttu sína og einstök fjárframlög sem væru hærri en krónur. Opiö bókhald Jóhanna Siguröardóttir hefur birt rekstraryfírtit vegna prófkjörsbarátt- unnar. Þar kemur meöal annars fram aö hún fékk 55 þúsund krónur i styrki og framlög og aö greiöa þurfti Samfylkingunni 50 þúsund krónur til þess aö mega þjóöa sig fram. 200 þúsund í gögnum þeim sem Jóhanna hef- ur birt kemur fram að framlög tfl baráttunnar námu afls 55 þúsund krónum. Nettókostnaður baráttunn- ar var því tæpar 600 þúsund krónur. Stærsti einstaki kostnaðarliður- inn, „aðkeypt sér- fræðiaðstoð", hljóð- ar upp á 150 þúsund en sá næststærsti, „prófkjörshá- tí ð/stuðningsmenn“, upp á tæp 110 þús- und. Þriðji dýrasti þáttur baráttunnar var „prentun bæk- linga“, hún kostaði um 87 þúsund krón- ur. Liðurinn „skrán- ingargjöld í flokksvali" upp á 50 þúsund krónur vek- ur athygli, en þar er um að ræða gjald sem frambjóöendur þurftu að greiða Samfylkingunni tfl þess að bjóða sig fram í prófkjörinu. Fyrir þetta gjald fengu frambjóðend- ur ýmsa þjónustu, svo sem póst- sendingar á bæklingum og slíku en gjaldinu var einnig að hluta tfl ætl- að að standa undir kostnaði flokks- ins af prófkjörinu. -ÓTG DVMYND JG Fyrsta lambiö Guömundur og Gyöa systir hans meö litla lambiö Frostrós og mömmu þess. Frostrós heitir fyrsta lambið Sigurður Torfason, bóndi í Haga í Homafiröi, varð ekki lítið hissa einn morgvminn í vikunni þegar hann kom í fjárhúsin og heyrði jarm í lambi. Það var veturgömul ær sem Guðmundur sonur Sigurðar á sem hafði borið um nóttina. „Þetta kom mér alveg á óvart, ég hafði ekki grun um að þessi kind væri með lambi, hafði svo sem ekki verið að veita henni neina athygli," sagði Sigurður og bætti við að þetta hefði aldrei gerst í hans búskap að fá lamb i janúar. Litla gimbrin hlaut nafnið Frostrós og nýtur mik- Olar hyfli fjölskyldunnar í Haga. -JI Bætir viö sig 10% Rannveig Rist, forstjóri Alcans á íslandi, og Friörik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, auka hér meö undirritun sinni samningsbundin raforkukaup Alcans um um þaö bil 10% á ári. Alcan bætir við sig 30 MW á ári: Samsvarar öllum Suður- nesjum Alcan á íslandi hefur samið við Landsvirkjun um að auka raforkukaup sín um um það bil 10% á ári. Viðbótar- orkan nemur 261 gígavattsstund á ári eða 30 megavatta afli. Það samsvarar nokkum veginn árlegri raforkunotkun á öllum Suðumesjum. Það er líka um það bO öfl framleiðslugeta írafossstöðv- ar eða hálf Kröfluvirkjun. Ástæðan fyrir kaupunum er að fram- leiðslugeta álversins í Straumsvík hefur aukist langt umfram það sem ráðgert var þegar verksmiðjan var stækkuð árið 1997. Stefnt er að því að framleiða ríflega 176 þúsund tonn á þessu ári, sem er tæpum 9% meira en að var stefnt með stækkun verksmiðjunnar. Álverið hefur af þessum sökum þurft að kaupa meira rafmagn af Landsvirkj- un en gfldandi samningar kváðu á um. Landsvirkjun hefur getað útvegað nægt viðbótarrafmagn undanfarin ár en nauðsynlegt þótti að binda það í samn- inga. Nýr raforkusamningur var undir- ritaður í gær. -ÓTG Vesturlandsvegur: Tvennt slasaðist í árekstri Tvennt var flutt á slysadefld Land- spitalans í Fossvogi eftir harðan árekstur á Vesturlandsvegi. Slysið varð á níunda tímanum í gærkvöld. Engir farþegar voru í bflunum; aðeins ökumennimir, karl og kona. Karlinn slasaðist mun meira en konan og gekkst undir aðgerð á Landspítalanum í morgun. Ástand hans mun alvarlegt. Fjölmennt lið lögreglu var á vett- vangi og auk þess tveir tækjabflar slökkvfliðsins. Klippa þurfti fólkiö út úr bílunum. Vesturlandvegi var lokað fyrir umferð í aðra klukkustund vegna slyssins. aþ Framsókn frágengin Gengið var endanlega frá framboðs- lista Framsóknarflokksins í Suðvest- urkjördæmi á tvöfóldu kjördæmis- þingi í gærkvöld. Efstu ellefu sæti list- ans eru þannig skipuð: 1. Siv Friðleifsdóttir ráðherra, Sel- tjarnarnesi 2. Páll Magnússon, aðstoðarmaður ráðherra, Kópavogi 3. Una María Óskarsdóttir, uppeld- is- og menntunarfræðingur, Kópavogi 4. EgOl Amar Sigurþórsson skrif- stofúmaður, Garðabæ 5. Hfldur Helga Gísladóttir mark- aðsfufltrúi, Hafnarfirði 6. Gestur Valgarðsson.verkfræðing- ur, Kópavogi 7. Elín Gróa Karlsdóttir viöskipta- fræðinemi, Mosfeflsbæ 8. Ingvar Kristinsson verkfræðing- ur, Hafnarfirði 9. Guðrún Helga Brynleifsdóttir lög- maður, Seltjarnarnesi 10. Sigurbjöm Rafn Úlfarsson vél- virkjameistari, Bessastaðahreppi 11. María Jónsdóttir, formaður FAA, Garðabæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.