Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Qupperneq 6
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 Fréttir DV Verulegur sparnaður fyrir bíleigendur dæli þeir sjálfir á tankinn: 10 þúsund króna sparnaður á ári - sjálfsafgreiðsluverðstríð olíufélaganna auðveldar sparnaðinn Spara má ríflega 10.000 krónur þegar skipt er reglulega við sjálfsaf- greiðslustöðvar í stað þess að nota fulla þjónustu á bensínstöðvum. Þegar reknir eru tveir bílar verður sparnaðurinn tvöfaldur og jafnvel meiri ef annar bíllinn er bensínhák- ur. Hér er miðað við spamað á árs- grundvelli ef bíllinn eyðir 10 lítrum á hverja 100 ekna kílómetra að jafn- aði. Miðað er við að tankurinn taki 40 lítra. Verðmunur á ódýru sjálfsaf- greiðslustöðvunum og hæsta verði á þjónustustöðvunum er rúmar 5 krónur. Um þessar mundir má hins vegar fá þennan afslátt á þjónustu- stöðvunum þar sem olíufélögin em komin í sjálfsafgreiðsluverðstríð á bensini. Veita stöðvamar allt aö 5 króna afslátt af 95 oktana bensíni dæli maður sjálfur bensíni á bílinn í stað þess að nota þjónustu. Venju- lega hefur þessi afsláttur verið 2 tii 4 krónur, allt eftir legu stöðvanna og fleiri þáttum. Skeljungur auglýsti i gær 5 króna afslátt af hverjum bensínlítra dæli viðskiptavinir sjálfir. Olíufélagið hafði ákveðið að gefa 4 króna afslátt vegna sjálfsafgreiðslu en hækkaði afsláttinn um eina krónu þegar út- spil Skeljungs varð ljóst. Þegar þetta er skrifað, um kafiileytið í gærdag, var ekki ljóst hver viðbrögð Olís yrðu. Almennt er talið að þessir myndarlegu sjálfsafgreiðsluafslættir af hverjum lítra verði ekki til lang- Sparnaöur viö sjálfsafgreiösiu - 95 okt. bensín ÞJónusta Lítraverð Tankfylll - 401 Sparnaður Ársnotkun - 20001 Sparnaður Full þjónusta ÓB sjálfs. Full þjónusta 5 kr. afsl.* Full þjónusta 2 kr. afsí* * Þjónustustöövar 98,20 93,10 98.20 93.20 98.20 96.20 3.928 3.724 3.928 3.728 3.928 3.848 204 200 80 196.400 186.200 196.400 186.400 196.400 192.400 10.200 10.000 4.000 Vænn sjálfsafgreiðsluafsláttur Bíteigendur geta fagnað 5 króna sjálfsafgreiösluafslætti á hvern lítra á bensínstöövunum. Afslátturinn gildir aö minnsta kosti út mánuöinn. frama og því tæpast raunhæft að reikna þá á ársgrundvelli. En er á meðan er og sjálfsagt að nýta tilboðin. Margt smátt gerir... Sjálfsafgreiðsluafsláttur kemur sér afar vel fyrir neytendur, ekki síst í ljósi þess að bensínkostnaður getur numið 25-30 prósentmn af rekstrarkostnaði fólksbíls. Munur- inn á einni tankfylli (40 1) af ódýrasta og dýrasta bensíninu er kannski ekki mikill, 204 krónur, en hér gildir hið fomkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Á ári, miðað við 20 þúsund km akstur og 10 lítra eyðslu á 100 km, verður spamaður- inn 10.200 krónur. Fyrir þá sem velja þjónustustöðv- arnar þýðir núverandi 5 króna sjálfsafgreiðsluafsláttur að spamaö- urinn á hverja tankfylli verður 200 krónur og sléttar 10.000 krónur á ári. Sé hins vegar miðað við 2 króna sjálfsafgreiðsluafslátt á þjónustu- stöðvunum annars vegar og fúllt þjónustuverð hins vegar verður munurinn 80 krónur á tankfylli og 4000 krónur á ári. Hér er ekki lagt mat á gæði og þjónustu. Viðskiptavinir sjálfsaf- greiðslustöðvanna fara auðvitað á mis við ýmsa þjónustu sem í boði er á mönnuðum bensínstöðvum. Neytendur eru hvattir til að fylgj- ast með afsláttum og sértilboðum því hvemig sem á málið er litið má spara umtalsverðar íjárhæðir á ári - hvað þá þegar litið er til margra ára. Fyrir 10.000 krónur má t.d. kaupa sér ágæta skó, 4-5 geislaplötur eða fara út að borða með elskunni sinni. Valið er bíleigandans. -hlh DV-MYND SIG. JOKULL Fundu dauðan kóp Þeir Gunnar Orri Kjartansson og Alexander Sigurösson, báöir 10 ára, fundu í gær dauöan kóp í fjörunni fyrir neöan Grafarvogskirkju. Strákarnir voru aö vonum leiöiryfir örlögum kópsins - en hann var kominn töluvert upp á land þegar hann gaf upp öndina. Öryggi vegfarenda um Óshlíð og Súðavíkurhlíð verði aukið: Moguleiki á tvennum jarðgöngum - að öðrum kosti skápar og vegskálar Vinnuhópur um öryggismál Djúp- vegar milli Bolungarvíkur og Súða- víkur leggur til að ráðist verði í margvíslegar framkvæmdir til að auka öryggi vegfarenda. Einnig er bent á möguleika á gerð tveggja jarðganga. Lagt er til að á Súðavíkurhlíð verði grafnir skápar í tuttugu gil á leiðinni frá Arnarnesi inn að Amar- neshamri en síðan verði reistir veg- skálar undir Fjárgili og Djúpagili. Hópurinn segir enn fremur að kost- ur sem feli í sér jarðgangagerð frá Naustum í Skutulsflrði að mynni Saurárdals sé mjög áhugaverður. Hann feli í sér 8 km styttingu á leið- inni milli Isafjarðar og Súðavíkur og bjóði því upp á ýmsa hagræðing- ar- og samstarfsmöguleika á milli sveitarfélaganna, að mati starfs- hópsins. í Kirkjubólshlíð og Eyrar- hlíð, er lagt til að grafinn verði skápur í helstu snjóflóðagil. Varðandi leiðina til Bolungarvík- ur er lagt til að farin verði svo köll- uð vegskálaleið. Þeim möguleika verði jafnframt haldið opnum að grafa göng á milli Seljadals og Kálfadals frekar en að byggja marga vegskála. Nefndin mælir með því að fyrsta stóra framkvæmdin í Óshlíð verði vegskáli yst á Skriðum. Hópurinn var skipaður af vega- málastjóra að beiðni samgönguráð- herra í tOefni af endurskoðun vegaá- ætlunar. í vinnuhópnum voru Gísli Eiríksson frá Vegagerðinni, formað- ur, Ágúst Kr. Björnsson fyrir Súða- víkurhrepp, Ólafur Kristjánsson fyrir Bolungarvíkurkaupstað og Jón Helga- son frá Vegagerðinni. -HKr. Byggt yfir storkinn Styrmi Þessa dagana er verið að byggja yfir storkinn Styrmi í Húsdýragarð- inum, einfalt og ódýrt mannvirki, sem verður tilbúið um mánaðamót- in. Þarna er um að ræða stálgrind og net yfir allstórt svæði þar sem flökkufuglar, sem koma í garðinn, munu eiga athvarf í framtíðinni og geta flögrað um. Ríkisstjórnin ákvað í síðasta mánuði að styrkja Húsdýragarðinn við að fjármagna þessa einföldu byggingu. Styrmir var tekinn í hús um ára- mótin, varð dauðhræddur við flug- eldana og sprengjurnar. Hætta var talin á að hann fældist og meiddi sig í hamaganginum. í kuldum og rign- ingum hefur honum verið veitt húsaskjól og það líkar honum ágæt- lega. Storkurinn kann vel við að láta gefa sér en leyfir ekki handfóðr- un, étur helst ekki nema þegar eng- inn sér til. „Það stendur til í vor að senda storkinn út, Náttúrufræðistofhun er í sambandi við storkabúgarð í Svíþjóð, en ætlunin mun vera sú að sleppa honum sem villtum fugli,“ sagði Mar- grét Dögg Halldórsdóttir dýrahirðir í samtali við DV í gær. -JBP * Ií Byggt yfir Styrmi Hér er storkurinn Styrmir í Húsdýra- garöinum. Nú fær hann meira rými og getur þaniö sína miklu vængi. RÉYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 16.48 16.15 Sólarupprás á morgun 10.29 10.30 Síðdegisflóö 23.16 15.15 Árdegisflóð á morgun 11.40 03.49 Austan 10-18 m/s og slydda eða rigning sunnan- og austanlands en hægari vestan og noröanlands og úrkomuliti.Hiti víða nálægt frostmarki, en frost 0 til 5 stig í innsveitum norðanlands. Veðriðá Hiti um frostmark Norðaustan 8-13 m/s og éljagangur norðaustanlands en annars skýjaö með köflum og úrkomulítið. Hiti víða nálægt frostmarki, en frost 0 til 5 stig í innsveitum norðanlands. Veðrið Þriðjudagur Suðaustan 10-15 m/s og víða rigning eöa slydda, en suövestlægari suövestan til. Hlti 1 til 6 stig. Noröaustan 10-15 m/s og éljagangur, hægarl og úrkomulítiö sunnan til. Kólnandi veöur. Austlæg átt og snjókoma eöa él um land altt. Frost viöa O til 5 stlg. Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassviðri Stormur Rok Ofsaveður Fárviðri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 'Jsó/io j'1 3 AKUREYRI snjókoma -0 BERGSSTAÐiR úrkoma I gr. -1 BOLUNGARVÍK úrkoma í gr. -0 EGILSSTAÐIR úrkoma í gr. 0 KEFLAVÍK skýjað 0 KIRKJUBÆJARKL. skýjað 0 RAUFARHÖFN snjókoma -1 REYKJAVÍK hálfskýjað 0 STÓRHÖFÐI snjóél 4 BERGEN snjókoma 1 HELSINKI skýjað -8 KAUPMANNAHÖFN slksýjaö 3 ÓSLÓ skýjað -7 STOKKHÓLMUR -7 ÞÓRSHÖFN alskýjað 6 ÞRÁNDHEIMUR snjókoma -1 ALGARVE heiöskírt 10 AMSTERDAM heiöskírt 0 BARCELONA heiðskírt 6 BERLÍN CHICAGO heiöskírt -16 DUBLIN léttskýjaö 11 HALIFAX alskýjað -7 HAMBORG þokumóða 3 FRANKFURT hálfskýjað 2 JAN MAYEN léttskýjað -11 L0ND0N léttskýjað 0 LÚXEMBORG skýjað 0 MALLORCA rigning 10 MONTREAL heiöskírt -18 NARSSARSSUAQ skýjað 1 NEW YORK alskýjaö -11 ORLANDO heiöskírt 1 PARÍS léttskýjaö 2 VÍN alskýjað 4 WASHINGTON mistur -9 WINNIPEG • alskýjað -22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.