Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Page 8
8
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003
DV
Fréttir
Ósammála um áhrif virkjunarframkvæmda á hreindýrin:
Virkjun á eftir að hafa
töluverð áhrif á hreindýrin
- segir Skarphéðinn G. Þórisson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands
Áhyggjur af sandfoki
„Sigurður minnist ekki á niður-
stöður sem koma fram í matsskýrslu
um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á
hreindýr. Þar koma m.a. fram áhyggj-
ur af sandfoki úr lóninu yfír Vesturör-
æfin og áhrif þess á gróður og hrein-
dýr. Ég vil bara í lokin benda þeim á
sem vilja kynna sér sérfræðimat um
áhrif Kárahnjúkavirkjunnar á hrein-
dýrastofninn og nenna ekki að lesa
þykkar skýrslur að í Kárahnjúkablaði
tímaritsins Glettings ættu þeir að geta
nálgast þær upplýsingar á aðgengileg-
an hátt. Svo vil ég benda Sigurði Að-
alsteinssyni frá Vaðbrekku á að lesa
útgefnar skýrslur um hreindýrin en
þar er mikinn fróðleik að finna og
stór hluti þess sem þar kemur ffarn
byggist á þekkingu heimamanna.
Ekki er útilokað að það gæti einnig
gagnast honum í nefndarstörfum í
faghópi innan Rammaáætiunar um
útivist og hlunnindi þar sem hann á
sæti,“ segir Skarphéðinn G. Þórisson
hjá Náttúrustofu Austurlands að lok-
um. -HEB
Ummæli Siguröar Aðaisteinssonar
i DV í síðustu viku um að virkjun við
Kárahnjúka hafi engin áhrif á hrein-
dýrastofhinn hafa vakið viðbrögð
fólks. Einn þeirra sérfræðinga sem
rannsakað hafa hreindýrastofninn
síðastliðna áratugi er Skarphéðinn G.
Þórisson, iíffræðingur hjá Náttúru-
stofu Austurlands. Skarphéðinn var
ráöinn árið 1978 til að rannsaka hrein-
dýr vegna hugmynda um virkjanir
norðan Vatnajökuls og skilaði loka-
skýrslu um þær rannsóknir árið 1983.
Meðfram kennslu hélt hann áfram því
starfi að sinna dýrunum með árlegri
talningu og ýmsu öðru.
„Varöandi ummæli Sigurðar, þá
hefur hann nú séð þá skýrslu mína
frá 1983 en virðist lítið hafa lesið
hana. Voriö 2000 flutti umhverfisráðu-
neytið vöktun og rannsóknir á hrein-
dýrastofninum til Náttúrustofu Aust-
urlands og var ég þá ráðinn þar. Eitt
af mínum fyrstu verkefnum var að
meta áhrif fýrirhugaðrar Kárahnjúka-
virkjunar á hreindýrastofhinn ásamt
Ingu Dagmar Karlsdóttur líffræðingi.
Niðurstaðan kom svo út í
skýrslu í apríl 2001 og virðist
Sigurður ekki heldur hafa
lesið hana. Auk þessa samdi
Landsvirkjun við Upplýs-
inga- og merkjafræðistofu
Háskólans árið 1993 um snið-
talningar úr flugvél til að
meta fjölda og dreifingu
hreindýra á Vesturöræfum
og Brúardölum í mai og júní
og standa þær talningar enn
yfir,“ segir Skarpéðinn.
Töluverð áhrif á stofninn
Sigurður segir að „framkvæmdir
hafi lítil áhrif á stofninn". Skarphéð-
inn kveðst ekki geta sagt nákvæmlega
hversu mikil áhrif Kárahnjúkavirkj-
unar verði á hreindýrin, þrátt fyrir
allar rannsóknirnar, en flest bendi til
að þau verði töluverð á þau dýr sem
ganga á þessu svæði, sérstaklega á
meðan á framkvæmdum stendur. Sig-
urður Aðalsteinsson segir einnig að
hann telji það ekki rétt að þetta sé eitt
aðalburðarsvæði kúnna „vegna þess
að þær rannsóknir sem liggja
til grundvaUar því áliti voru
að stórum hluta gerðar vorið
1979 en þá voru aðstæður
mjög sérstakar og mikil harð-
indi“.
„Árið 1979 komst ég tvisvar
inn á Vesturöræfi á snjósleða
og náði að telja kýmar þar.
Hins vegar fylgdist ég með
burði í allt að hálfan mánuð
þar 1980,1981,1991 og 1992. Því
eru þessi orð Sigurðar út í hött, þar
sem rannsóknimar árið 1979 em aö-
eins örlítið brot af þeim rannsóknum
sem farið hafa fram. Auk þessa hafa
Fljótsdælingar og flestir Hrafnkels-
dælingar sem þekkja vel til þessa
svæðis og hreindýranna litið á Vest-
uröræfin sem aðalburðarsvæði og
sumarhaga þess hluta stofnsins sem
gengur norðan Vatnajökuls og ég tel
mig geta fuilyrt að svo hafi verið nær
alveg frá því dýrin námu land hér
árið 1787. Heimildir em af skomum
skammti en benda þó allar í þessa
átt,“ segir Skarphéðinn.
Skarphéðinn
G. Þórisson.
Bændur á íslandi:
Teknir saman
í skrá
Jafnréttisnefnd Bændasamtaka ís-
lands hefur á stefnuskrá sinni að útbú-
in verði skrá yfir starfandi bændur á
íslandi, með það að markmiði m.a. að
hægt verði annars vegar að fá yfirlit
um fjölda bænda og skiptingu eftir
aldri og kyni og hins vegar ná bréflega
til allra eða skilgreindra hópa. Þann
10. janúar var svo sent bréf til rösklega
2100 búa á íslandi þar sem fram komu
nöfn þeirra sem tengjast rekstrinum,
samkvæmt upplýsingum frá sl. vori.
Viðbúið var að þama vantaði nöfn ein-
hverra sem tengjast búrekstrinum,
auk þeirra breytinga sem orðið hafa á
ábúð jarða síðan. Á þennan lista vant-
aði þó t.d. bændur sem komnir eru á
eftirlaun og verður reynt að ná til þess
hóps eftir öðrum leiðum.
Góð viðbrögð hafa verið við bréfinu.
Margar ábendingar hafa borist um
leiðréttingar, auk þess sem fólk hefur
lýst ánægju með þetta verkefni. Bréf
sama efnis var einnig sent yfir 60
hlutafélögum en viðbrögð frá þeim
hafa verið lítil. -GG
DV-MYND HARI
A skautum viö Rauöavatn
Frostib undanfarna daga hefur glatt krakka sem hafa gaman af því aö renna sér á skautum. Krakkarnir á myndinni
voru í óöaönn aö reima á sig skautana og gera sig klára til aö renna sér fram og aftur á Rauöavatni í gær.
ísland í öðru ljósi:
f Mm* «
Hvað breytti ásýnd landsins?
Tökum á kvikmyndinni ísland í
öðru ljósi er lokið og samsetning og eft-
irvinnsla er hafin. Hvemig hefur ís-
land breyst frá því menn settust hér að
árið 874? Hvar em náttúmöflin að
verki og hvar maðurinn? Hvaða áhrif
hafa verklegar framkvæmdir haft á
umhverfið allt frá því landnámsmenn
breyttu rennsli Öxarár og fram til
Kárahnjúka. Hvemig hefur ásjóna
landsins breyst og hvað hefúr valdið
því? Hvaða hugmyndir um nýtingu
náttúruauðlinda munu móta ísland á
nýrri öld? Þessum og fleiri spumingum
er reynt að svara í kvikmynd Hrafhs
Gunnlaugssonar, ísland í öðm ljósi,
þar sem búseta fýrri tíma, búferlaflutn-
ingar, flóttinn úr sveitunum og mynd-
un þéttbýlis er skoðað í öðm ljósi.
Hvaða hugmyndir em uppi um skipu-
lag byggðar í framtíðinni og hvaða
tækifæri getur ísland boðið upp á?
Hvemig getur ný samskipta- og sam-
göngutækni breytt búsetu og lifhaðar-
háttum og tengt saman dreifbýli og
þéttbýli? Hvemig á að skipuleggja og
nýta landið þannig að unga fólkiö viiji
búa á íslandi og það verði öðrum lönd-
Leit ísland svona út þegar Ingólfur Arnarson kom aö suöurströndinni og
kastaöi útbyröis öndvegissúlunum? Af hverju rak þær vestur fyrir land? Gervi-
tunglamynd afíslandi i ágúst 874 um þaö leyti sem Ingólfur kom hingaö á
flótta undan ofríki norskra yfírvalda.
um til fyrirmyndar hvað mannlíf og innar byggist á því að tvinna saman
lifsgæði snertir? Framsetning myndar- nýjustu kvikmynda-, videó- og tölvu-
tækni til að skapa i mynd aðra sýn á
fortíð, nútíö og framtíð - þannig er
haldið áfram að þróa þá frásagnar-
tækni sem notuð var í myndinni
Reykjavík í öðm ljósi sem frumsýnd
var fyrir tveim árum í ríkissjónvarp-
inu.
Hrafh er jafnframt höfúndur mynd-
arinnar en stjóm tölvu- og mynd-
vinnslu annast Ari Kristinsson en flug
og útvegun myndefnis Ómar Ragnars-
son. Tölvubrellur em í umsjón Egils
Vignissonar. Myndin verður fmmsýnd
i ríkissjónvarpinu um páskana.
Hrafn Gunnlaugsson segir að notaður
sé fjöldi þrívíddarmynda til að skapa
myndina og að baki því séu upplýsingar
um skóga, skógarleifar, sagnir frá þess-
um tíma, frásagnir hvemig jöklar hafi
skriðið fram, framburður áa, landfok og
ágangur hafs, svo eitthvað sé nefnt.
Hrafh segir að sér hafi að vissu leyti
bragðið hvað niðurstaðan hafi verið lík
þeim skrýtnu miðaldakortum sem séu
til af landinu, s.s. að Austfirðir séu eins
og skagi, Vatnajökull klofinn og undir-
lendi Suðurlands gjörbreytt, Selfoss
væri t.d. úti á hafi. -GG
ISAL og Norðurál:
Meðallaun 325
þúsund á mánuði
Samkvæmt upplýsingum sem feng-
ust hjá Ragnari Guðmundssyni, fram-
kvæmdastjóra Norðuráls, vora meðal-
laun hjá fyrirtækinu á árinu 2002 3,9
milljónir miðað við 215 ársverk. Þetta
gerir 325 þúsund krónur á mánuði að
meðaltali. Unnið er að frekari saman-
tekt vegna ársins 2002 en árið 2001
greiddi Norðurál samtals um einn
milljarð króna í laun og launatengd
gjöld. Miðað við að 85% þessara starfa
eru í höndum íbúa svæðisins má ljóst
vera að stækkun vinnustaðarins um
200 störf, auk 300 afleiddra starfa af
þeim sökum á svæðinu, mun hafa
mikla þýöingu fyrir sveitarfélögin á
sunnanverðu Vesturlandi.
Hjá ISAL fengust þær upplýsingar
að meðalaun þar árið 2002 hefðu ver-
ið 3,825 mflljónir króna á ársverk, eða
nánast jafhhá og hjá Norðuráli. Sam-
kvæmt síðustu kjarakönnun Kjara-
rannsóknamefhdar fengu launamenn
greiddar kr. 180.000 í regluleg laun á
þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Meðal-
tal heildarlauna var kr. 246.700 og
meðalvinnutími 44,4 stundir. Sam-
kvæmt því hafa starfsmenn álveranna
haft um 25% hærri laun en meðaltal
heildarlauna annarra laimþega. -vb
Spár um hagnað á árinu:
með mestan
hagnað
íslandsbanki verður með mestan
hagnað skráðra fyrirtækja í Kaup-
höll íslands, eða rúma 3,8 miUjarða
króna á þessu ári, ef spár stærstu
fjármálafyrirtækjanna á íslandi
rætast. í samantekt spáa Búnaðar-
bankans, Kaupþings, íslandsbanka
og Landsbankans fyrir stærstu fyr-
irtækin í KauphöUinni kemur fram
að áðumefnd fjármálafyrirtæki
munu raða sér í fjögur af fimm efstu
sætunum en niðurstöður saman-
tektarinnar birtust í Viðskiptablað-
inu í gær.
Skammt á eftir íslandsbanka, í
öðra sæti, kemur hins vegar lyfja-
fyrirtækið Pharmaco, með tæpa 3,7
miUjarða króna í hagnað, en sam-
eining félagsins við Delta á síðasta
ári mun gUda aUt þetta ár. í þriðja
sæti á eftir Pharmaco kemur Kaup-
þing með rúma 2,4 miUjarða, síðan
Landsbankinn með rúma 2,3 og
Búnaöarbankinn með rúma 2,2
mUljarða króna.
í sjötta sæti kemur svo Bakkavör
en hagnaður félagsins hefur marg-
faldast á stuttum tíma eftir kaup
þess á breska matvælaframleiðslu-
fyrirtækinu Katsouris Fresh Food
Ltd. í nóvember 2001. Af þeim 10 fé-
lögum sem gert er ráð fyrir að séu
með mestan hagnað á árinu er já-
kvæðasta breytingin miUi ára hjá
Bakkavör, eða 27%, en skammt á
eftir kemur Pharmaco með fjórð-
ungsaukningu. Mestur samdráttur
hagnaðar verður hjá Eimskip, eða
67%, og hjá Samherja, eða 36%. -vb