Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 DV Fréttir SKUGGAHVERFI 250 lúxusíbúðir á 14 til 40 millióni Áætlað er aö hefja framkvæmdir við þrjú 16-18 hæða stórhýsi í Skuggahverfi í byrjun mars. Að sögn Einar Inga Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra framkvæmdaaðilans, 101 Skuggahverfi hf., verður í fyrsta áfanga byggðar 93 íbúðir í þyrpingu vestan Vatnsstígs. Gert er ráð fyrir að reisa á svæðinu öllu 18 ibúða- byggingar með nokkrum misháum 3-16 hæða tumhýsum. Þar verða um 250 lúxusíbúðir en heildar grunnflöt- ur íbúða í fullbyggðu hverfmu verð- ur 36.000 fermetrar. Áætlað er að framkvæmdum á svæðinu ljúki árið 2006. Við hönnun hverfisins var beitt margvislegri tækni og m.a. vindpróf- unum í fullkomnustu vindrannsókn- argöngum heims. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem íbúðahverfi hér á landi er vindprófað áður en ráðist er í framkvæmdir. í göngufæri viö miðbsinn Byggingarreiturinn afinarkast af Skúlagötu, Frakkastíg og Lindar- götu. Þetta er í göngufæri við Reykjavíkurhöfn, miðbæinn með öll- um sínum verslunum og þjónustu, m.a. Þjóðleikhúsið. Þá verður stór- kostlegt útsýni, í það minnsta úr fremstu húsunum sem standa munu við Skúlagötuna. Þegar er búið að reisa stórhýsi á næstu byggingarreit- um við hliðina, en þessum húsmn er ætlað að samræma útlitsmyndina sem þar hefur verið byijað á. Fyrir- tækið 101 Skuggahverf hf. er í eigu Buröaráss hf., fj árfest ingarfélags Eimskipafélagsins, og Fasteigna- félagsins Stoða. Fyrirhuguð húsa- þyrping er teiknuð af dönsku arki- tektastofunni Schmidt Hammer & Lassen í samvinnu við Homsteina arkitekta ehf., en VSÓ-ráögjöf annast verkfræðiráðgjöf. Schmidt, Hammer & Lassen búa yfir mikilli reynslu af hönnun stórhýsa og íbúðabygginga við hafharsvæði og í miðborgum víðs vegar um heiminn. íbúðir verða bjartar og með stærri gluggum en almennt tíðkast. í flest- um tilvikum verða aðeins tvær íbúð- ir á hverri hæð en á nokkrum hæð- um aðeins ein íbúð. Munu íbúðir ná í gegnum húsin og úr flestum íbúð- anna verður útsýni í þijár áttir. íbúöimar verða misstórar en megin- íbúðagerðir verða 12. Þær minnstu 54 fermetrar og þær stærstu um 200 fermetrar. Verð ibúðanna verður aö sögn framkvæmdasfjóra mjög breyti- legt eftir stærð, eða allt frá 14 til 40 milíjóna króna. Bærinn Skuggi Skuggahverfið er eitt af elstu „út- hverfum" Reykjavíkur og var í landi jarðarinnar Arnarhóls. Fyrsta býlið á þessum slóðum var reist um alda- mótin 1800 og hét Skuggi, en af því dregur hverfið nafh sitt. Eftir 1850 jókst byggöin í Skuggahverfi jafnt og þétt og fyrsta raunverulega gatan sem lögö var innan hverfisins var Klapparstigur sem gerður var árið 1877. Um og eftir aldamótin 1900 varð mikil breyting á Skuggahverfi. í stað gömlu torfbæjanna reis þar mikið timburhúsahverfi með stöku steinhúsum inn á milli. Þama mynd- aðist í byijun siðustu aldar einnig eitt helsta iðnaðarhverfi Reykjavík- ur, en á síðustu áratugum hefur sá iðnaður flust i önnur og nýrri hverfi borgarinnar. Kveldúlfshöföi Á reitnum sem nú á að byggja voru áður flestar af byggingum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.