Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Side 15
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003
15
Utlönd
Fjórir dagar í kosningar í ísrael og ekkert lát á átökunum:
Þrír ísraelskir hermenn
skotnir úr launsátri
Palestínskir byssumenn skutu
þrjá israelska hermenn til bana við
Beit Haggai-landtökubyggðina í ná-
grenni Hebron á Vesturbakkanum í
gær. Hermennimir voru við venju-
bundið eftirlit við landtökubyggð-
ina þegar byssumennirnir hófu
skothríð úr launsátri og hafa tvenn
palestínsk öfgasamtök, Hamas og al-
Aqsa-herdeildin, lýst ábyrgð á
árásinni.
Að sögn talsmanna hersins voru
hermennirnir skotnir til bana af
stuttu færi þegar þeir voru að
stugga við palestínskum leyniskytt-
um sem haldið höfðu uppi skothrið
á landtökubyggðina.
í morgun gerðu ísraelskar árásar-
þyrlur eldflaugaárásir á eitt út-
hverfi Gaza-borgar og var þeim að-
allega beint að málmbræðslu í
Zaytoun-hverfl með þeim afleiðing-
um að hún var lögð í rúst auk þess
sem nærliggjandi moska varð fyrir
skemmdum.
Þessi mynd lýsir vel ástandinu á heimastjórnarsvæöum Palestínumanna á
Vesturbakkanum og Gaza þar sem varnartaus gamall maöur, ríöandi á asna
sínum, er stöövaöur af ísraelskum hermanni, gráum fyrir járnum.
Að sögn sjónarvotta var sex
sprengjuflaugum skotið á byggingar
í hverfinu og munu að minnsta
kosti fimm manns hafa slasast.
f kjölfarið réðist ísrelsk skrið-
drekasveit á um þrjátíu skrið- og
bryndrekum inn í Zaytoun-hverfið
og sprengdu í loft upp heimili fjöl-
skyldu Hamas-liða sem drepinn var
í loftárás í fyrra grunaður um að
hafa skipulagt hryðjuverk.
Foringjar öfgasamtaka í hverfinu
hvöttu liðsmenn sína til dáða í
gegnum hátalarkerfi áðurnefndar
mosku og veittu þeir ísraelsku inn-
rásarsveitinni harða mótspymu en
engin fréttasr höfðu borist af mann-
falli.
Þá bárust fréttir af átökum víðar
á Gaza-svæðinu og meðal annnars í
Rafah-flóttamannabúðunum þar
sem nokkur íbúðir voru lagðar í
rúst. Að sögn palestínsku öryggis-
sveitanna voru byggingamar ekki í
eigu grunaðra hryðjuverkamanna.
REUTERS
McDonalds
Veitingastaöurinn vinsæli vann góö-
an og mikinn sigur í réttarsölum al-
ríkisdómstólsins í gær.
Kröfum feitra
vísað frá
Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum
hefur vísað frá umfangsmiklu
kærumáli á hendur bandarísku
hamborgarakeðjunni McDonald’s.
Hópur offitusjúklinga höfðaði bóta-
mál á hendur fyrirtækinu í fyrra-
sumar þar sem þeir töldu McDon-
ald’s eiga sök á ástandi sínu. Dóm-
ari vísaði málinu frá með þeim rök-
um að sækjendumir gætu ekki
sannað að hættan af ofáti inni á
veitingastöðum McDonald’s væri
ekki almennt viðurkennd.
„Þaö vita allir, eða ættu að vita,
að það er óhollt að borða of mikið á
McDonald’s og að það getur leitt til
þyngdaraukningar. Það er ekki
hlutverk réttarins að vernda fólk
frá ofáti. Það er enginn neyddur til
að borða á McDonald’s,” sagði dóm-
arinn.
Talsmenn McDonald’s sögðu
skynsemina hafa sigraö. Úrskurður
dómarans er talinn mikill sigur fyr-
ir skyndibitaiðnaðinn i Bandaríkj-
unum en þar höfðu menn óttast
bylgju slíkra kærumála. -hlh
Áfrýjað í
DVD-málinu
Embætti saksóknara í Noregi hef-
ur ákveðið að áfrýja til hærri dóms-
stiga máli hins 19 ára gamla DVD-
stráks, Jons Lech Johansens, sem
dómstóll í Ósló dæmdi saklausan af
ákærum bandaríska kvikmyndaiðn-
aðarins um að hafa brotið höfundar-
rétt með því að búa til forrit til þess
aö afrita DVD-diska og koma því
fyrir á Netinu. Að sögn lögmanns
Johansens var alltaf búist við áfrýj-
un en niðurstaða dómsins var að
strákur hefði fullt leyfi til þess að
gera hvað sem er við eigin diska.
Slappað vel af
Þeir hafa þaö gott, þeir 300 apar í Apagaröinum í Shigakogen sem eiga þess kost slappa af í heitum pottum daginn
út og daginn inn. Aö sögn starfsmanna garösins mun þetta vera eini staöurinn í heiminum þar sem apar stunda slíka
iöju. Þessi var meö allt á hreinu, kom sér vel fyrir og lygndi aftur augum.
Ekki mikill árangur af við-
ræðum Norður- og S-Kóreu
Sendinefndarfulltrúar S-Kóreu
segjast hafa orðið fyrir vonbrigðum
með að „ekki mikill árangur” hafl
nást í viðræðunum við N-Kóreu í
Seoul síðustu daga. Vonbrigðin
fælust í því að fá ekki N-Kóreu tO að
láta af kjamorkuáætlunum sínum.
Sendinefndimar tvær hétu hins
vegar því að leysa deiluna á frið-
samlegan máta og samþykktu að
ræða málin frekar á fundi í
Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu, í
apríl næstkomandi.
Á meðan halda Bandaríkjamenn
áfram að þrýsta á Öryggisráð SÞ að
taka málið að sér sem fyrst. Erind-
reki Bandaríkjastjómar, John
Bolton, er nú staddur í Japan til að
ræða ástandið við þarlend yfirvöld.
Hann ræddi í morgun við Yoriko
Kawaguchi, utanríkisráðherra Jap-
ans, sem sagði honum að Banda-
Haldiö heim
Formaöur sendinefndar N-Kóreu í
Seoul, Kim Ryung-sung (til vinstri),
hélt heim á leiö í morgun.
ríkjamenn ættu aö fara varlega í
það að setja viðskiptaþvinganir á N-
Kóreu sem hafa sagst taka slíkar að-
gerðir sem klára stríðsyfirlýsingu.
Bandaríkjamenn hafa áður sagt að
ekkert liggi á í þeim efnum en leggja
hins vegar skýra áherslu á að málið
fari fyrir Öryggisráðið. Diplómatar í
Alþjóða kjamorkustofnuninni í Vín-
arborg segja það hins vegar ekki
vera góða hugmynd þar sem það
myndi einungis bæta olíu á eldinn.
Eins og í Seoul, var lokaniðurstaða
Bolton og Kawaguchi að leysa deil-
una á friðsælan hátt.
Talsmaður sameiningarráðuneyt-
is S-Kóreu sagði að þeir 5 sendi-
nefndarfulltrúar N-Kóreu hefðu gert
það deginum ljósara aö engin eftir-
gjöf myndi eiga sér stað hjá þeim
nema í beinum viðræðum við
Bandarikin.
Sjaldséöur snjór
Flest ungmenna í N-Karólínu höföu
ekki kynnst snjó á sínum heimaslóö-
um áöur. Þaö var því glatt á hjalla.
Kuldakast í
suðurríkjum
Bandaríkjanna
í fyrsta smn í heil 13 ár hefur
snjóað að einhverju ráði í N-Kar-
ólínu, sem liggur hvað nyrst af þeim
fylkjum Bandaríkjanna sem teljast
til suðurrikja. Kuldinn sem hefur
hrjáð íbúa á norðausturströnd
Bandaríkjanna fór skyndilega að
gera vart við sig mun sunnar, og er
svo komið að appelsínubændur í
Flórída eru famir að óttast um upp-
skeruna sína.
Snjókoman hefur gert vart við
sig, í mismiklum mæli, í báðum
Karólínufylkjunum, Tennessee og
hlutum af Virginíu. í N-Karólínu
varð mönnum svo brugðiö að
tilkynnt var um 1100 slys í
umferðarösinni í gærmorgun.
Búist er við því að enn kaldara
gæti orðið á þessu svæði í dag.
Lægð í norsku
laxeldi
Samkvæmt fréttum norskra fjöl-
miðla spá sérfræðingar minni
grósku i norsku laxeldi í ár í kjölfar
stöðugrar sóknar í greininni síð-
ustu tíu árin. Gert er ráð fyrir að-
eins 2% framleiðsluaukningu sem
er það minnsta milli ára síðan árið
1980. Sterkri stöðu norsku krónunn-
ar er helst kennt um, en á síðasta
ári varð 1,2 milljaröa norskra króna
heildartap i greininni i Noregi sem
rakið er til hás gengis norsku krón-
Poul Nyrup Rasmussen.
Fogh styöur Poul
Nyrup til NATO
NATO-ríkin keppast nú hvert af
öðru við að finna verðugan arftaka
George Robertsons, aðalframkvæmda-
stjóra NATO, sem lætur af starfi í
desember nk. og láta Norðurlöndin
þar ekki sitt eftir liggja.
í Danmörku er komin nokkur
hreyfing á máliö en þar hefur
Mogens Lykketoft, formaður Jafn-
aðarmannaflokksins, hvatt ríkis-
stjórn Anders Fogh Rasmussens til
þess að berjast fyrir því að Poul
Nyrup Rasmussen, fyrrum forsætis-
ráðherra, hljóti stöðuna og hefur
forsætisráðherrann þegar lýst
stuðningi sínum við þá málaleitan.
í Noregi hefur Kristin Krohn
Devold varnarmálaráðherra verið
nefnd sem vænlegur kostur og mun
hún vera að íhuga máliö. Þá hefur
nafn Jan Petersens, utanríkisráð-
herra Noregs, einnig verið nefnt en
sjálfur segist hann ekki á leið út úr
norskum stjómmálum.