Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 Menning_________________________________________________________________________________________________________________________PV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Á sunnudagskvöldið kl. 20 verða stórir og sér- kennilegir tónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem Caput-hópurinn og Guðmundur Óli Gunnars- son stjórnandi leiða ásamt góðum gestum saman þá Igor Stravinskí og Hafliða Hallgrímsson sem báðir hafa samið tónverk við rússneskar sögur. Sagan af dátanum eftir Stra- vinskí var samin undir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri og segir frá hermanninum Jósep sem hittir djöfulinn sjálfan. Þar flytur Felix Bergsson rúss- nesku þjóðsöguna í þýðingu Þorsteins Valdimarssonar ásamt sjö hljóðfæraleikurum. Örsögur eru nýtt verk eftir Hafliða Hallgrímsson. Á tón- leikunum flytur hann sjálfur þýðingu Árna Bergmann á sögum rússneska skáldsins Daniils Kharms sem var fædd- ur 1905 og dó úr hungri í sjúkrafangelsi í Leningrad 1942. Með Hafliða eru á svið- Hafliði Hallgrímsson hefur gert tónverk um sögur Daniils Kharms þar sem allt getur gerst - og þó: Klikkaðar hversdagsmyndir DVWND HARI Hafliði Hallgrímsson tónskáld (með hatt og naggrís) í hópi félaga Sögurnar virka margar hlægilegar en á bak viö þær allar er mikil og oft sár reynsla. inu sjö hljóðfæraleikarar, ein söngkona og einn naggris. Ólöglegar sögur „Ég get sagt þér hvemig ég kynntist þessum sögum,“ segir Hafliði og setur sig í sögu- mannsstellingar. „Ég á góðan vin sem er mik- ill áhugamaður um allt sem rússneskt er. Hann er eiginlega með deflu. Einu sinni kom hann með ljósrit til mín og sagði: Þetta er ólöglegt sem ég er með héma en ég ætla að láta þig hafa það samt. Þetta voru sögur Kharms. Þær má kalla fáránleikasögur og virka margar hlægilegar en á bak við þær all- ar er mikil og oft sár reynsla. Þær eru stuttar og geta verið mjög sláandi, jafnvel grófar. Fað- ir Daniils var áhugamaður um trúmál og hef- ur haft áhrif á son sinn því það er djúpur sið- ferðilegur tónn í þessum sögum líka. Honum hefur verið lýst sem guðfræðilegum absúrd- ista. Þessar sögur heilluöu mig við fyrsta lest- ur,“ heldur Hafliði áfram, „og tækifærið til að nota þær kom þegar ég var beðinn að semja lítið músíkleikhúsverk fyrir listahátíð í Norð- ur-Skotlandi. Á frumsýningunni var rúss- neskur sögumaður sem talaði enskuna með svo sterkum hreim að það var erfitt að skilja hann en hann átti auðvitað mjög vel við! Vit- leysan sem ég gerði var að taka að mér að búa tfl leikmyndina; ég var í heila viku að saga og mála í þessu litla leikhúsi og var alveg að fara á taugum!" Verkið var næst flutt í Edinborg og Hafliði hélt áfram að vinna í því. Fyrst höfðu hrein- lega skipst á sögur og tónlist en smám saman fór tónlistin að færa sig inn á sögurnar og tengja þetta tvennt saman. Þó getur tónlistin staðið alveg sér, eins og tónlist Stravinskís við Söguna af dátanum. Þannig kallast þessi verk á og fer vel á því að flytja þau saman. Æðislegar sögur Caput-hópurinn flutti Örsögur Hafliða i Iðnó fyrst i nóvember 1998 og aftur í júní árið eftir við geysflega góðar undirtektir. Þá var sögumaður Jóhann Siguröarson leikari. „Síð- an hefur Hafliði stækkað verkið,“ segir Guðni Franzson, klarínettuleikari Caput, „fjölgað sögum og hljóðfærum og nostrað almennt við verkið. Þessi nýja gerð verður frumflutt á sunnudagskvöldið.“ Örsögur eru eins konar tónleikhús; hægra megin á sviðinu, séð úr sal, eru sex hljóðfæra- leikarar, píanóleikarinn (Þorsteinn Gauti) og söngkonan (Marta Halldórsdóttir) eru fyrir miðju og vinstra megin er leikmynd með hæg- indastól sögumanns, stofuborði, útvarpi og rósóttu skilrúmi eins og menn hafa fataskipti á bak við í gömlum biómyndum. “Þessar sögur Kharms eru alveg æðislegar," segir Guðni, „ekki beint fáránlegar heldur svolítið skakkar. Þetta eru klikkaðar hvers- dagsmyndir, allt sem gerist í þeim gæti gerst - en samt ekki. Þær eru ekki svo ýktar að þær verði ofurraunsæjar; allar aðstæður í þeim eru mögulegar en ákaflega undarlegar." - Er þetta þá fyndið verk? “ Já, það getur vel verið, þó er ekki endOega lagt upp til þess,“ segir Guðni. „Þama er bara aflt rangt en gæti samt alveg verið rétt - og auðvitað er það fyndið! Eins og rauðhærði maðurinn sem hefur engin augu og engin eyru og ekkert hár og smám saman kemur í ljós að hann er ekki tO - og þó! Þetta er í raun- inni spennandi mOlistig mflli ólíkra greina sviðslistar, milli tónleika og leikflutnings. Sal- in-inn er mjög hentugur tfl slíkrar uppsetning- ar því hér er hægt að leika sér svolítið að ljós- um, búa til bakgrunn, myrkva salinn meira en gert er á venjulegum tónleikum." Tónlist Hafliða við sögmmar er samkvæmt lýsingu Guðna expressív, ljóðræn, einfold en mjög nákvæm í öllum smáatriðum. „Hún er eins og rithönd Hafliða sem er mjög falleg," segir Guðni. „Handskrifuðu föxin frá honum eru listaverk, og í tónlistinni nostrar hann við hvem einasta tón.“ Rauðhæröi maðurinn Hafliði hefur ekki sagt skflið við sögur Kharms því hann vinnur nú að verki sem var pantað hjá honum af óperuhúsi í Lúbeck í Þýskalandi og leikhúsi í Vínarborg þar sem hann ætlar að leggja út af sögunum. “Það verk heitir Rauðhærði maðurinn og fer skrefi lengra með viðfangsefnið þvf þar verður mikill söngur og mikið talað,“ segir Hafliði. „Níu söngvarar eiga að syngja texta Kharms og ég er eiginlega orðinn svolítið and- vaka út af þessu því það er byrjað að bóka söngvara og ég hef ekki lokið verkinu! Þetta er afar skemmtflegt verkefni og ég vOdi óska að ég hefði meiri tíma í það.“ Að svo mæltu fer Hafliði baksviðs og skipt- ir um föt. Þegar hann kemur aftur er hann í dökkum fotum með harðkúluhatt og í fanginu heldur hann á naggrís. Hvaða hlutverki gegn- ir hann? Því verður svarað á sunnudagskvöld- ið ... Hringurinn í Reykjavík Björg Einarsdóttir sagnfræðingur hefur ritað starfssögu Hringsins í Reykjavik frá því að hann var stofhaður árið 1904. í byrj- un þess árs boðaði Kristín Vídalín 46 reyk- vískar konur til fundar og hvatti þær til að taka höndum saman og berjast mark- visst gegn vágestinum illræmda, berklun- um. Sjálf varð Kristín að hverfa frá mynd- listamámi í Kaupmannahöfn þegar hún veiktist hastarlega af berklum, en þegar veikindastríð hennar stóð sem hæst hét hún því að hjálpa sjúkum og þjáðum í heimalandi sínu ef sér yrði lífs auðið. Það heit vildi hún efna, og konurnar tóku áskorun Kristínar vel. Félagið hlaut nafn- ið Hringurinn og sinnti berklavömum næstu áratugi. Þegar berklamir létu undan síga fóru Hringskonur að vinna að því að koma upp bamaspítala og var sérstakur Bamaspít- alasjóður stofnaður 1942. Árangurinn er öllum landsmönnum kunnur. Björg hefur unnið að sögurituninni i tæpan áratug. Var efnisöflun um fyrstu Kristín Vídalín Jacobson áratugina nokkuð snúin því fundargögn Hún gaf heit og efndi þaö. höfðu eyðilagst, en á móti kom að Hrings- konur höfðu verið duglegar að segja frá starfsemi sinni í fjölmiðlum. Skiptist sag- an í þrjá hluta. Sá fyrsti hefst í Kaup- mannahöfn og segir frá stofnandanum, Kristínu Vídalin Jacobson. Lifandi frá- sögn rekur ástæður þess að henni fannst svo brýnt að stofna sérstakt líknarfélag. Annar hluti fjallar um störf Hringskvenna að berklavömum, stuðning þeirra við sjúklinga í heimahúsum, rekst- ur hressingarhælis i Kópavogi og búrekst- ur á Kópavogsjörðinni. Þriðji hluti nær yfir tímabilið frá 1942 til okkar daga þeg- ar markmiðið var að reisa sérstakt bama- sjúkrahús. Hverjum bókarhluta lýkur á persónusögu nokkurra kvenna. Þessi saga segir þýðingarmikinn kafla úr menningarsögu íslenskra kvenna og þar með þjóðarsögunni. Aftan við megin- mál em svo félagatal, viðaukar og skrár. Fjölmargar myndir prýða síður bókarinn- ar. Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út. Greinar um Menning- arverðlaun DV í helgarblaði DV á morgun byrja að birtast greinar þar sem mat er lagt á Menningarverðlaun blaðsins sem i ár verða veitt í 25. sinn. Valinkunnir fræði- menn skrifa um verðlaunin í sinni grein og velta fyrir sér hvemig hafi tekist til - hvort þau hafl verið hittin á það sem skipti máli í menningarþróuninni hverju sinni eða hvort þau hafl reynst vera einhvers konar „heiðursverðlaun". Ásgrímur Sverrisson skrifar um kvik- myndaverðlaunin, Ástráður Eysteins- son um bókmenntaverðlaunin, Guð- mundur Oddur Magnússon um listhönn- unarverðlaunin, Gunnar J. Ámason um myndlistarverðlaunin, Jónas Sen um tónlistarverðlaunin, Páfl Baldvin Bald- vinsson um leiklistarverðlaunin og Sig- ríður Björk Jónsdóttir um byggingar- listarverðlaunin. Að auki rifjar Aðal- steinn Ingólfsson upp anna. Ljóðstafur Jóns úr Vör Á þriðjudaginn hlutu þrjú skáld viðurkenn- ingu f ljóðasamkeppn- inni Ljóðstafur Jóns úr Vör sem Lista- og menningarráð Kópa- vogs stendur fyrir, þau Njörður P. Njarðvík, Sveinbjörn I. Baldvins- son og Kristín Elfa Guðnadóttir. Alls bárust liðlega 300 ljóð í keppnina frá skáldum af öllu landinu. Formaður dómnefndar, Matthías Jo- hannessen, gerði grein fyrir niðurstöð- um nefndarinnar sem vom þær að Ljóð- stafurinn sjálfur yrði ekki veittur að þessu sinni en verðlaunafénu, kr. 300.000, yrði skipt á mifli höfundanna þriggja sem viðurkenningu hlutu. Fagott og píanó Á sunnudaginn kl. 17 halda Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Jón Sigurðsson tónleika á fagott og píanó í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Tónleik- arnir era um klukku- súmdarlangir, án hlés, með stuttu spjalli á mifli efnisatriða. Á efnisskránni em verk eftir Antonio Vivaldi, Robert Schumann og Camifle Saint-Saens. Einnig verða leikin lög úr kvikmyndum Walt Disney, eftir Alan Menken (Pocahontas) og Randy New- man(Toy Story). Kristín Mjöll og Jón hafa leikið saman reglulega um nokk- urra ára skeið. Markmiö þeirra er öðr- um þræði að kynna fyrir áheyrendum hið sjaldgæfa einleikshljóðfæri, fagottið, möguleika þess og fjölbreytni. íslendingar í Vesturheimi Á sunnudagsmorg- uninn kl. 10.15 fjallar Vigfús Geirdal um goðsögur og veruleika i landnámssögu Islend- inga í Vesturheimi í þáttaröðinni Móses og Jón Taylor. í fyrsta þætti af þremur er fjallað um hinn dularfulla umboðs- mann Kanadastjómar, John Taylor, sem tók að sér að velja landstæði, þ.e. leiða fyrsta landnemahópinn til Nýja- íslands og stjóma þar á vegum Kan- adastjómar frá 1875 til 1880. Lagt er út frá skáldsögupersónu Böðvars Guð- mundssonar, Mósesi Taylor, og hún borin saman við fyrirmyndina, John Taylor. í næstu þáttum er sagt frá komu fyrsta íslenska landnemahópsins til Winnipeg á leið til Nýja-íslands. Bjartsýn svartsýni A mánudaginn kl. 12.30 heldur Gjöm- ingaklúbburinn sinn fyrsta opinbera fyrirlestur hérlendis í LHÍ, Laugar- nesi, stofu 024. Gjörningaklúbbinn skipa þrír myndlistarmenn: Eirún Sig- urðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Þær hafa starfað saman frá 1996 og unnið í afla mögulega miðla með bjartsýna svartsýni að leiðarljósi. Nú líta þær fram og til baka, sýna myndbönd og litskyggnur frá ferlinum og kynna nokkur nýjustu verk sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.