Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Síða 35
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003
35
Agúst Jóhannsson metur íslenska liðið
- eftir 29-28 sigur gegn Portúgal í gær
„ Liðinu er stýrt af mjög
færum þjálfara sem hefur
komið góðu skipulagi á
liðið, leikmenn eru mjög
duglegir og með
karakterinn sem liðið
sýndi í gær í farteskinu
eru því allir vegir færir.“
Veisla í Viseu
'slenska liöiö fagnaöi sigrinum mikilvæga gegn Portúgölum í B-riðli
heimsmeistarakeppninnar t Portúgal í Viseu innilega í leikslok. Á myndinni
sjást þeir Gústaf Bjarnason, Heiömar Felixson, Einar Porvaröarson,
aöstoöarmaöur Guömundar Guömundssonar, Guömundur þjálfari, Róbert
Sighvatsson, Sigfús Sigurðsson, Brynjólfur Jónsson, læknir liösins,
Patrekur Jóhannesson, Roland Valur Eradze, Guöjón Valur Sigurösson,
Guömundur Hrafnkelsson og Dagur Sigurösson. DV-mynd Hilmar Þór
Mikill karakter
skóp sigurinn
- og lofar góðu í framhaldinu hjá íslenska liðinu
íslendingar báru sigurorð af
Portúgölum, 29-28, í hörkuspenn-
andi leik á heimsmeistaramótinu í
handknattleik i gær. DV-Sport
ræddi við Ágúst Jóhannsson, þjálf-
ara Gróttu/KR, um leikinn og fram-
haldið í keppninni.
Mikill agi í liðinu
„Ég var griðarlega ánægður með
þann mikla karakter sem liðið
sýndi undir lok leiksins. Strákamir
voru að spila á móti heimamönnum,
með fulia höll á bakinu og skelfílega
dómara sem voru ansi hliðhollir
Portúgölunum fyrstu fimmtíu mín-
útur leiksins. Leikmenn íslenska
liðsins náðu samt sem áður að
halda sér á mottunni og það sést að
það er mikill agi í liðinu og það er
vel skipulagt. Það er mikil leikgleði
í liöinu og þaö hafði sitt að segja á
lokakaflanum í gær.“
Sterk innkoma hjá Roland
„Ég var mjög sáttur við innkom-
una hjá Roland. Hann bjargaði
leiknum fyrir okkur þegar hann
varði vítakast þegar átta mínútur
voru eftir og liðiö var tveimur
mörkum undir. Ef Portúgalamir
hefðu skorað úr því þá hefði eftir-
leikurinn orðið mjög erfiður því að
liðið hefði sennilega ekki imnið upp
þriggja mark forystu Portúgalanna
ef þeir hefðu náð henni,“ sagði
Ágúst.
Of staðir í vörninni
„Ef við tökum vamarleikinn fyrir
þá fannst mér liðið verjast of aftar-
lega og leikmennimir vora of stað-
ir. Þeir mættu ekki portúgölsku
skyttunum nægilega vel og gáfu
þeim allt of mikið pláss til að at-
hafna sig. í þau fáu skipti sem þeir
gengu út í Portúgalana þá voru þeir
stoppaðir og það auðveldar mark-
vörðum liðsins mjög vinnuna fyrir
aftan.
Þetta hefur verið vandamál í und-
anfommn tveimur leikjum en ég hef
ekki nokkra trú á öðra en að þessir
hlutir verði lagfæröir fyrir leikina
um helgina. Það eina sem vantar er
að Sigfús og Rúnar verði aðeins
grimmari að mæta skyttum and-
stæðinganna og þá smellur vömin
saman.“
Leystum sóknina vel
„Mér fannst íslenska liðið leysa
sóknarleikinn nokkuð vel og það
var gaman sjá hvað vel gekk þótt
Ólafur væri tekinn úr umferð. Það
má eiginlega segja að sóknarleikur-
inn hafi hikstað þegar leikmenn
vora að brenna af í dauðafærum.
Skipulagið á sóknarleiknum var í
flnu lagi stærstan hluta leiksins og
það sást vel i þessum leik að við er-
um með vel mannað lið sem er vel
undirbúið.
Ég var mjög ánægður með Einar
Öm og Guðjón Val í homunum í
gær en við þurfum kannski að fá m
meira frá mönnunum fyrir utan. Ég
hef samt fulla trú á því aö leikmenn
eins og Dagrn- og Patrekur eigi eftir
að koma sterkir inn eftir þvi sem
líða tekur á mótið og það er gott að
eiga þeirra framlög til góða.“
Bjartsýnn á framhaldið
„Ég er nokkuð bjartsýnn á fram-
haldið. Það getur þó brugðið til
beggja vona í jafn sterkri keppni og
þessi er en í mínum huga er það al-
veg ljóst að liöið getur náð langt.
Því er stýrt af mjög færum þjálfara >
sem hefur komið mjög góðu skipu-
lagi á liðið, leikmenn era mjög dug-
legir og með karakterinn sem liðið
sýndi í gær í farteskinu era því all-
ir vegir færir.
Leikurinn við Þjóðverja á sunnu-
daginn verður mjög erfiður enda
þýska liðið gífurlega sterkt en is-
lensku strákamir hafa áður sýnt að
þeir þurfa ekki að mæta með minni-
máttarkennd gegn því liöi,“ sagöi
Ágúst að lokum. -ósk
**'**«•*■
ALLT UM HMÍ
HANDBOL TA