Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Side 37
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003
37
Rafpóstur: dvsport@dv.is
keppni i hveriu orði
kU/
Okkar
menní
Portúgal
Jón Kristján Sigurðsson
blaðamaður
Hilmar Pór Guðmundsson,
Ijósmyndari
Á myndinni til vinstri þakka Einar Örn Jónsson og Rúnar Sigtryggsson
áhorfendum fyrir leikinn en fyrir ofan fagna leikmenn íslands sigrinum.
íslendingar ýttu fyrstu stóru hindruninni úr vegi á HM í gærkvöld:
Stóðust prófið
- lögðu Portúgala að velli, 29-28, í æsispennandi leik i Viseu
íslenska landsliðið í handknattleik
sigraði Portúgala, 29-28, í rafmögnuð-
um og æsispennandi leik á heims-
meistaramótinu í handknattleik í
Viseu í gærkvöld.
Fyrir leikinn var umtalað að nú
hæfist alvaran fyrst og það voru orð að
sönnu. Segja má fullum fetum að liðið
haíi staðist prófið, sigur hafðist með
dramatískum hætti og nú er framhald-
ið algjörlega í höndum liðsins.
Spennan í leiknum var engu lík og
ekki bætti úr skák að íslenska liðið
var ekki aðeins að etja kappi við
Portúgala heldur reyndust dómarar
leiksins, frá Slóveníu, okkar mönnum
frekar óhliðhollir á köflum. Vafasamir
brottrekstrar gerðu íslenska liðinu
mjög erfltt fyrir en með frábærri sam-
heldni tókst liðinu að innbyrða frá-
bæran sigur sem verður lengi í minn-
um hafður.
Gríðarleg stemning var á leiknum
og troðfylltu áhorfendur íþróttahöllina
og fékk portúgalska liðið mikinn
stuðning.
Byrjunin í leiknum gaf góð fyrirheit
en íslenska liðið hóf hann af miklum
eldmóði. Vamarleikurinn var sterkur
með þá Sigfús Sigurðsson og Rúnar
Sigtryggsson fremsta i flokki. Sóknar-
leikurinn flaut vel og með þessum leik
náði liðið þriggja marka forystu, 7-3,
og allt virtist leika í lyndi. Þá fylgdu í
kjölfarið brottrekstrar og liðið var
tímunum saman einum færra. Ólafur
Stefánsson var tekinn úr umferð og
fyrir vikið, eins og áður, riðlaðist leik-
ur liðsins. Portúgalar söxuðu á for-
skotið og náðu að jafna leikinn, 8-8, og
stuttu síðar að komast tveimur mörk-
um yflr. Með einskærri baráttu tókst
íslenska liðinu að rétta úr kútnum á
nýjan leik, jafnaði leikinn, 12-12, og
hafði eins marka forystu í hálfleik,
14-13.
Fóru illa með gullin tækifæri
Guðmundur Hrafnkelsson mark-
vörður hafði ekki náð sér á strik og
skipti hann við Roland Val Eradze sem
átti heldur betur eftir að setja svip á
leikinn.
tslenska liðið fór illa með nokkur
gullin tækifæri og hefði hæglega getað
farið með stærra forskot inn í leik-
hléið.
Fram eftir hálfleiknum héldu ís-
lendingar forystunni en Portúgalar
voru ekki af baki dottnir og náðu for-
ystunni, 17-18. íslenska liðið náði þá
að sýna svipaðan leik og í upphafi og
Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk i
röð og liðið náði þriggja marka for-
ystu.
Þá fékk maður á tilfinninguna að
liðið væri að taka leikinn í sínar hend-
ur og klára hann hreinlega. Þá, eins og
í fyrri háfleik, fengu íslendingar á sig
brottrekstra og Portúgalar skoruðu
fjögur mörk í röð og komust tveimur
mörkum yfir, 24-26. Ólafur Stefánsson
fékk möguleika á að minnka muninn
en brást bogalistinn í vítakasti.
Portúgalar brunuðu í sókn og fengu
möguleika á að komast þremur mörk-
um yfir þegar þeir fengu vítakast.
Þetta gat orðið vendipunkturinn enda
ekki mikið eftir af leiknum. Roland
Valur gerði sér lítið fyrir og varði
vítakastið. Við þetta fyllist íslenska
liðið miklum eldmóði, Heiðmar, Guð-
jón Valur og Einar Öm skoruðu næstu
þrjú mörk og íslenska liðið var komið
yfir í leiknum, 27-26. Lokakaflinn var
ótrúlega spennandi og tveimur mínút-
um fyrir leikslok misstu Portúgalar
leikmanna út af og léku einum færri
það sem eftir var leiksins.
Þetta létti íslenska liðinu róðurinn
og um leið losnaði Ólafur Stefánsson
úr gæslunni. Sigfús Sigurðsson skor-
aði tvö siðustu mörkin og tryggði ís-
lenskan sigur af línunni. Portúgalar
áttu síðustu sóknina en tókst ekki að
jafna úr aukakasti sekúndu fyrir leiks-
lok.
Allt ætlaði um koll að keyra þegar
sigurinn var kominn í höfn og leik-
menn réðu sér að vonum ekki fyrir
kæti.
íslenska liðið sýndi mikinn styrk að
koma sér aftur inn í leikinn þrátt fyr-
ir mótlæti frá dómurunum. Það lét
ekki slá sig út af laginu og var leikur
liðsins mjög agaður á lokakaflanum.
Það er mikil reynsla komin í liðið og
hún er farin að skila sér svo um mun-
ar í þessari keppni.
Leikur liðsins var langt í frá galla-
laus en lengstum var hann sterkur og
einbeiting leikmanna var mikil. Þessi
sigur hlýtur að gefa liðinu byr í seglin
fyrir komandi átök og ljóst að liðið
mun berjast við Þjóðverja um sigurinn
í riðlinum.
Hornamennirnir frábærir
Hornamennirnir, Guðjón Valur Sig-
urðsson og Einar Örn Jónsson, áttu
frábæran leik og skoruðu samtals 14
mörk. Innkoma Rolands Vals Eradze
var geysilega sterk og ekki ónýtt fyrir
liðið að vera búinn að fá hann i sínar
raðir.
Rúnar Sigtryggsson og Sigfús Sig-
urðsson voru öflugir í vörninni sem og
Patrekur Jóhannesson. Ólafs Stefáns-
sonar naut ekki á löngum köflum í
leiknum í sókninni en Heiðmar Felixs-
son kom sterkur inn og setti mark sitt
á leikinn í lokin. Það var snjöll ákvörð-
un hjá Guðmundi að láta Ólaf inn á
miðjuna og Heiðmar á hægri vænginn.
Þáttur Sigfúsar í lokin var öflugur þeg-
ar hann skoraði síðustu tvö mörk liðs-
ins en ólíkt honum fór hann í tvígang
með upplögð færi af línunni.
-JKS
Mikil vonbrigði
Carcia Guesta, aðalþjálfari
Portúgalanna, sagði við DV að úr-
slitin væru mikO vonbrigði. Innst
inni hefði hann vonast eftir hag-
stæðari úrslitum og eins og leikur-
inn þróaðist hefði hann verið far-
inn að trúa þvi að liðið myndi
sigra.
„Við vorum að leika við eitt
besta handknattleikslið í heimin-
um og sigurinn gat lent hvorum
megin sem var undir lokin. ís-
lenska liðið reyndist sterkara i dag
en spumingin er hins vegar í
hvaða sæti við lendum. Ég vd óska
íslendingum td hamingju með sig-
urinn,” sagði Cuesta.
Áttum meira skilið
Portúgalamir voru niðurbrotnir
eftir leikinn en Mats Olsson, að-
stoðarþjálfari, reyndi þó að bera sig
vel en af svip hans að dæma var
hann mjög sár með niðurstöðu
leikshis.
„Þetta var leikur sem gat skorið
úr um hvort við kæmumst á ólymp-
íuleikana. Þetta var erfiður leikur
fyrir bæði liðin og taugamar vom
þandar tO hins ýtrasta og það kom
niður á gæðum hans á köflum. Ég
er mjög sár með úrslit leiksins því
liðið átti meira skOið miðað við
hvemig það lék. Mínir menn léku
með höfðinu og hefðu varla getaö
leikið betur,” sagði Mats Olsson.
„Menn lögðu sig aOa í leikinn og
það var synd að þeir uppskáru ekki
meira. Við eigum þrátt fyrir aOt
enn möguleOca í riðlinum og við
sýndum það með frammistöðu okk-
ar að við erum með lið sem getur
staðist bestu handboltaþjóðum
heims snúning. Við verðum að eiga
toppleik ef okkur á að takast að
vinna þýska liðið en það getur allt
gerst í þeim efnum. íslenska liðið
er sterkt og ætti að hafa aOa burði
tO að komast langt í keppninni,”
sagði Mats Olsson í samtalinu við