Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir Ekki eining um starfsemi fiskmarkaða: Tillaga um gólfmarkaði, fjar- skipta- og tilboðsmarkaði Nefnd sem skipuð var af sjávar- útvegsráðherra, undir forystu Kristjáns Pálssonar alþingis- manns, var m.a. falið að leggja mat á stöðu fiskmarkaða og gera tillögur sem ætla mætti að gætu bætt hana. Skoðuö var þróun þeirra og heildarsala, verklag á þeim, viðskipti með afla, sala og kaup eftir landsvæðum og flutn- ingur á afla sem og ráðstöfun hans til landvinnslu. Að mati nefndarinnar hafa fisk- markaðir tvímælalaust leitt til betri og hagkvæmari nýtingar fisktegunda sem lítið fékkst fyrir áður, þá helst ýmissa flatfiskteg- unda, sem var jafnvel hent. Þá er farið að hirða tegundir eins og hlýra og blágómu. Talið er að fisk- markaðir auðveldi nýliðun í fisk- vinnslu og bæti aðgengi hennar að hráefni jafnframt því að stuðla að ýmiss konar sérhæfingu í fisk- vinnslunni. Tillögur meirihluta nefndarinn- ar eru þær að starfsemi fiskmark- aða verði þríþætt, þ.e. gólfmarkað- ir þar sem verður uppboð á lönd- uðum afla, fjarskiptamarkaðir sem bjóða upp ólandaðan afla og tilboðsmarkaðir þar sem tilboð um kaup eða sölu geta legið inni á fiskmarkaði í ákveðinn tíma. Óheimilt verður að gera ráð fyrir greiðslu með aflaheimildir. Nefnd- in leggur einnig til að Fiskistofu verði falið að standa fyrir gæða- átaki til að bæta meðferð flsks um borð í veiðiskipum, einkum kæl- ingu aflans. Fulltrúar Landssambands smá- bátaeigenda, FFSÍ, Vélstjórafélags- ins, Sjómannasambandsins, Sam- taka fiskvinnslu án útgerðar og Svanfríður Jónasdóttir alþingis- maður fluttu sérálit og Friðrik J. Arngrímsson, fulltrúi LÍÚ í nefnd- inni, leggst gegn tillögum meiri- hluta nefndarinnar. Það hlýtur að rýra gildi hennar þegar fulltrúi út- gerðarmanna tekur afstöðu gegn tillögum hennar. Sjávarútvegsráð- herra telur að sérálitin mótist af þvi fyrir hvaða hópa viðkomandi standa en hann vonar að þegar fram í sæki verði litið á niðurstöð- ur þessarar skýrslu sem tímamót. Vestfirðingar og Vestlendingar telja að starfsemi fiskmarkaða sé byggðaþróun til framdráttar, því væri starfsemin ekki til staðar færu margir bátanna á markað annars staðar. Enginn fiskmark- aður er á Austfjörðum sem helgast af því að þar er mjög lítið af smá- bátum en þeir sem þar eru skipta við markaði á Suðvesturlandi. Árið 2001 voru 128 seljendur á fiskmörkuðum með um helming söluverðmætis en alls voru selj- endur 1.700 talsins. Afli af bátum DV-MYND GVA Gæðaátak til að bæta meöferö Þingmennirnir Magnús Stefánsson, Kristján Pálsson og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynna viöamikla skýrslu um framtíöarstarfsemi ís- lenskra fiskmarkaöa. Viðskipti með þorsk 1998-2001 - hlutfall af heildaraflamagni Gámar 1999 ; Innlendir markaölr var 94% af seldu magni markaða en afli togara aðeins 6% af seldu magni þar sem útgerðirnar lang- flestar reka einnig landvinnslu en sumar útgerðir láta allar aukafisk- tegundir fara á markað. Hlutdeild togara í botnfiskaflanum var 45%. Af botnfiskaflanum eru um 20% seld á fiskmörkuðum en um 15% af flatfiskaflanum. Árlega eru um 60.000 tonn flutt milli landsvæða í þessum viðskiptum en einnig var bent á að flokkun fisks væri mjög ábótavant, raunar ekki á hana treystandi. Kristján Pálsson segir að kaup- endur telji fiskmarkaði í dag fyrst og fremst seljendamarkaði, verð- lagi sé stjórnað utan af sjó og magnið fari mjög oft eftir verði. Sé verðið lágt komi minna magn á markaði en gefið hafi verið upp utan af sjó en meira þegar verð er hærra. Þannig fái kaupendur iðu- lega ekki það magn sem þeir töldu sig vera að kaupa, sem geti verið bagalegt fyrir þá í ljósi þess að þeir þurfa að standa við samninga um sölu á markaði erlendis. -GG Almannavarnir: Segir frumvarp ráðherra ónýtt Sólveig Þorvaldsdóttir, forstöðumaöur Almannavarna ríkisins, leggst gegn fyrirliggjandi frum- varpi dómsmálaráð- herra þess efnis að leggja almanna- varnaráð og Al- mannavarnir ríkis- ins niður og fella verkefni almanna- varna undir Ríkislögreglustjóra. í frumvarpinu er lagt til að fækka starfsmönnum úr 6 í 3 og draga úr fjárframlögum um helming. Sólveig segir að nauðsynlegt sé að stofnunin starfi sjálfstætt og þessar fyrirhuguðu breytingar breyti ekki viðbragðsflýti, en nauðsynlegt hafi verið fyrir Alþingi að hlusta á rök- semdir Almannavarna. Frumvarpið í núverandi mynd sé ónýtt plagg. Hún telur mikilvægt að lög um al- mannavarnir komi til heildarendur- skoðunar með þátttöku þeirra sem að almannavörnum koma. Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra, segir að forstöðumaður Almannavarna hafi veriö kvaddur á fund til þess að gefa honum tækifæri til þess að koma á framfæri breytingartillögum og sjónarmiðum stofnunarinnar. Að einhverju leyti hafi veriö tekið tillit til þeirra. Ingva Hrafni finnast því athugasemdir Sólveigar Þorvalds- dóttur nokkuð sérkennilegar nú. „Umsögn Sólveigar stendur svolítið sér á parti því allflestir aðrir eru fylgjandi þessum breytingum eða eru hlutlausir," segir Ingvi Hrafn. -GG plagg Sólvelg Þorvaldsdóttir. Fréttablaðið ehf. safnaði rúmri milljón í skuld á dag: Var selt á um 15 milljónir króna - riftun kaupsamnings Fréttar ehf. þótti ekki koma til greina Frétt ehf. keypti útgáfu Frétta- blaðsins og hóf rekstur þess að nýju í júlí á síðasta ári. Kaupverð var þá ekki gefið upp en kaupend- ur sagðir Gunnar Smári Egilsson og Ragnar Tómasson fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags. Að sögn Sig- urðar Gizurarsonar, skiptastjóra þrotabúsins, greiddu þeir fyrir blaðið sem svaraði nálægt því sem skuldin var við blað- bera, eða um 15 millj- ónir króna. Gjaldþrot Fréttablaðsins ehf., sem rak Fréttablaðið allt fram í júní á síð- asta sumri, skilur hins vegar eftir sig ríflega 300 milljóna króna Sveinn R. Eyjólfsson. Eyjólfur Sveinsson. Gunnar Smári Egilsson. Ragnar Tómasson. V Nýir eigendur koma að Fréttablaðinu gjaldþrot eftir rúmlega eins árs starfsemi. Blaðið var gefið út fimm daga vikunnar og skildi það því eftir sig rúmlega eina millj- ón króna í skuld eftir hvern útgáfudag blaðs- ins. í fyrrasumar var t ;:' ;', 'x síðan gefið upp að Frétt ehf. væri kaup- andinn að blaðinu en ekkert getið nánar um eigendur þess. ítrekað hafa þó heyrst ágiskanir um að Bónusfeðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson stæðu iwmkomulaK híiur tckUt um aAkontu nýrra ctgenda »d FréffsbíaðtMl< btefnt aó efltngu bbdaírut og nýrrí »ókn mcó atcrkri cigtnfjártttcýðu. þar að baki, en það hefur þó aldrei verið staðfest. Sigurður Gizurarson skipta- stjóri segir að skoðað hafi verið hvort til álita kæmi að rifta kaup- samningi Fréttar ehf. á Fréttablað- inu. Slík ákvörðun hafi þó ekki verið tekin. Það hafi ekki þótt rétt á þeim forsendum að rekstur blaðsins hafði þá þegar stöðvast og búið var að loka á öll bankavið- skipti blaðsins. Ef fyrirtækið hefði á þeim tíma verið í fullum rekstri er líklegt að öðruvísi hefði verið litið á mögulega riftun að mati Sigurðar. Skiptafundur hefur verið ákveð- inn 27. febrúar og einnig í auglýs- ingastofunni Nota bene ehf., þar sem lýstar kröfur eru um 230 milljónir króna. Skiptafundur vegna Frjálsrar fiölmiðlunar, sem er með ríflega 2 milljarða í lýstar kröfur, verður hins vegar haldinn 21. febrúar. Allt eru þetta félög sem voru að mestu í eigu feðganna Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar. -HKr. Viðgeröir í vondu veóri Unniö aö lagfæringum á rafmagns- línu aö Gunnarsholti á Rangárvöllum en þar brotnuöu fjórir staurar í óveö- ursbálinu sem gekk yfir í gærmorg- un. Rafmagnslaust var á þessum slóöum rúmar sex stundir. Forsætisráðherra: Evrópunefnd allra flokka Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur skrifað for- mönnum allra stjórnmálaflokk- anna bréf þar sem hann greinir frá hugmyndum um tíu manna Evr- ópunefnd sem mun eiga að fialla um veigamikil álitamál í Evrópu- málum. Nefndinni mun ætlað að skýra og skerpa umræðuna, greina aðalatriði málsins og helstu staðreyndir þess. Þetta eigi við um atriði eins og framkvæmd EES-samningsins, hvort undan- þágur séu veittar í aðildarsamn- ingum, hvað aðild myndi kosta ríkissjóð til lengri og skemmri tíma litið og hvað það mundi kosta að taka upp evru í stað ís- lensku krónunnar. Illugi Gunn- arsson, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, vildi ekki staðfesta of- angreint, sagðist ekki viss um að bréfið væri farið og því of snemmt að ræða efni þess. -GG Seðlabankinn: Vaxtalækkun Seðlabankinn hefur ákveðið að lækka stýrivexti um hálft pró- sentustig, niður í 5,3%, og eru þeir nú lægri en þeir hafa verið um langt árabil. Islandsbanki, Landsbankinn og sparisjóðirnir hafa í kjölfarið tilkynnt um sam- svarandi lækkun á óverðtryggð- um vöxtum. í Peningamálum - ársQórð- ungsriti Seðlabankans - kemur fram að ef ekki komi til gengisað- lögunar og/eða aðgerða í ríkis- fiármálum gætu Seðlabankavextir þurft að hækka í að minnsta kosti 10% til þess að vega upp á móti fyrirhuguðum virkjana- og stóriðjuframkvæmdum þegar álagið á hagkerfið verður mest. Með gengisaðlögun og raunhæf- um aðgerðum í ríkisfiármálum megi hins vegar gera ráð fyrir að þeir verði hæstir ríflega 7%.-ÓTG Þjófur gleymdi skilríkjum Þjófur sem fór inn um kjallara- glugga í íbúð í Breiðholti og hafði á brott með sér DVD-spilara og veggklukku var heldur seinhepp- inn. Á vettvangi fannst peninga- veski og sem lögregla taldi að þjófurinn hefði misst. í veskinu var að finna upplýsingar um hver væri eigandinn og var sá hinn sami handtekinn skömmu síðar. Ef rýnt er í dagbók lögreglu kemur í ljós að fleiri tilkynningar um innbrot og þjófnaði bárust inn á borð lögreglunnar. Til dæmis var fartölvu og myndavél að verðmæti 350 þúsund stolið úr bifreið við Mýrargötu og þremur tölvum úr fyrirtæki við Bílds- höfða. Þá varð eigandi vélsleða þess var að ungir menn voru á ferð á sleða hans. Sleðanum hafði verið stolið fyrir nokkru og var málið upplýst skömmu síðar. -aþ Davíö Oddsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.