Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Blaðsíða 20
20
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
80 ára________________________________
Axel Elríksson,
Hraunbæ 50, Reykjavík.
75 ára________________________________
Guðbjartur Gunnarsson,
Klapparstíg 7, Reykjavík.
Jón Tryggvi Valentínusson,
Grænumýri 8, Seltjarnarnesi.
Siguröur Jóhannsson,
Norðurbyggð 4, Akureyri.
70 ára________________________________
Ágústa Lúövíksdóttir,
Gullsmára 11, Kópavogi.
Emll Gunnlaugsson,
Suðurbrún 6, Flúöum.
Hrefna Stefánsdóttir,
Vesturgötu 22, Reykjavík.
Jón Þórhallsson
rakari, Glaðheimum 6, Reykjavík. Eigin-
kona hans er Sigríður Gróa Einarsdóttir.
Þau verða stödd á Madeira.
60 ára________________________________
Ásdís Pedersen,
Furugrund 10, Akranesi.
Guömundur Theodór Antonsson,
Háulind 9, Kópavogi.
Sveinn Sigurösson,
Arnarhrauni 14, Hafnarfirði.
Þórhildur Guömundsdóttir,
Dísarási 13, Reykjavík.
50 ára________________________________
Áskell Bjarnl Fannberg,
Klausturhvammi 11, Hafnarfiröi.
Dröfn Guðmundsdóttir,
Birkihæð 7, Garðabæ.
Margrét Þorbjörg Johnson,
Mávahlíð 31, Reykjavík.
Patricia M Guðmundsson,
Fífurima 24, Reykjavík.
Þorsteinn Snædal,
Sæviöarsundi 49, Reykjavík.
40 ára________________________________
Davíö Einar Hafsteinsson,
Garðaflöt 2a, Stykkishólmi.
Einar Einarsson,
Skipasundi 32, Reykjavík.
Elvar Björn Sigurðsson,
Upphæðum 5, Selfossi.
Gunnhildur Konráðsdóttir,
Engjavegi 6, Mosfellsbæ.
Hafdis Valdimarsdóttir,
Víðivangi 5, Hafnarfirði.
Heiöa Helena Viðarsdóttir,
Fögruhlíð 5, Hafnarfirði.
Slgríður L. Siguröardóttir,
Fjóluhlíð 17, Hafnarfiröi.
Soffia Ingvarsdóttir,
Unaósi, Egilsstöðum.
Andlát
Karly Björg Karlsdóttir, Hafnarstræti
15, Akureyri, andaðist á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtud. 6.2.
Margrét Ákadóttlr, Hofteigi 8, Reykja-
vík, lést á Landspítalanum fimmtud.
6.2.
Hólmfríður Guðmundsdóttir, Kirkjuvegi
15, Keflavík, andaðist á hjúkrunarheim-
ilinu Víöihlíð, Grindavík, fimmtud. 6.2.
Aðalbjörg Ágústsdóttlr, Skúlagötu 10,
Reykjavík, lést að morgni föstud. 7.2.
Gylfi Borþór Guðfinnsson, Akranesi, lést
í Riga, Lettlandi, miövikud. 5.2.
Guðmundur Tómas Gíslason skrúðgarð-
yrkjumeistari, Mæri við Vesturlandsveg,
er látinn. Útförin hefur fariö fram í kyrr-
þey aö ósk hins látna.
Einar Valberg Sigurðsson, Reynimel 68,
Reykjavík, lést á líknardeild Landspítal-
ans í Kópvogi að morgni föstud. 7.2.
Krlstleifur Þorsteinsson, Húsafelli, lést
föstud. 7.2.
Þorgeröur Jóhanna Jónsdóttir, Ægisgötu
31, Akureyri, andaöist föstud. 7.2. á
hjúkrunarheimilinu Seli.
Rögnvaldur Lárusson, Höfðagötu 9a,
Stykkishólmi, lést á Landspítalanum
föstud. 7.2.
Jarðarfarir
Sigurður Sigurðsson, Vonarholti, Kjalar-
nesi, veröur jarösunginn frá Fossvogs-
kirkju þriðjud. 11.2. kl. 13.30.
Útför Torfa Ásgeirssonar hagfræðings,
Faxaskjóli 22, Reykjavík, veröur gerð frá
Neskirkju þriðjud. 11.2. kl. 13.30.
Auöunn Jóhannesson húsgagnameistari,
Fannborg 8, Kópavogi, veröur jarðsung-
inn frá Kópavogskirkju þriöjud. 11.2. kl.
10.30.
Útför Harðar Sigtryggssonar fer fram frá
Garðakirkju, Álftanesi, miövikud. 12.2.
kl. 15.00.
Slgurleifur Guöjónsson, Safamýri 48,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju föstud. 14.2. kl. 13.30.
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003
DV
Fólk í fréttum
Jón Kristjánsson
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, hefur mik-
ið verið í fréttum vegna úrskurðar
hans um Norðlingaölduveitu.
Starfsferill
Jón fæddist að Stóragerði í
Skagafirði 11.6. 1942 og ólst þar upp
og að Óslandi í Skagafirði frá 1946.
Hann lauk landsprófi frá Héraðs-
skólanum í Reykholti í Borgarfirði
1959 og prófi frá Samvinnuskólan-
um að Bifröst 1963.
Jón stundaði verkamannavinnu
hjá Vegagerðinni og Síldarverk-
smiðjum ríkisins 1959-60, verslun-
arstörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga
1960-63, var verslunarstjóri hjá
Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöð-
um 1963-78, félagsmálafulltrúi hjá
Kaupfélagi Héraðsbúa 1978-84, al-
þingismaður fyrir Framsóknar-
flokkinn í Austurlandskjördæmi frá
1985, var ritstjóri Tímans 1992-93 og
1994-95 og er heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra frá 14.4. 2001.
Jón er ritstjóri vikublaðsins
Austra á Egilsstöðum frá 1974, sat í
sýslunefnd Suður-Múlasýslu
1974-87, var stjómarformaður Hér-
aðsskjalasafns Austfirðinga 1975-88,
á sæti í miðstjórn Framsóknar-
flokksins og gegnir ýmsum öðrum
trúnaðarstöfum fyrir flokkinn, sat í
blaðstjórn Tímans frá 1985 og var
formaður hennar 1987-91, sat í
stjóm Landssambands samvinnu-
starfsmanna 1980-83, var forseti
neðri deildar Alþingis 1987-88, sat í
þingmannasambandi Norður-At-
lantshafsríkja 1985-87 og 1991-2001,
sat í Norðurlandaráði sem varamað-
ur 1987-90 og aðalmaður 1990-91, sat
þing SÞ 1989 og afvopnunarráð-
stefnu SÞ 1988, var formaður fjár-
laganefndar Alþingis 1995-2001, var
stjórnarformaður Kaupfélags Hér-
aðsbúa 1987-95, var formaður Leik-
félags Fljótsdalshéraðs í tvö ár, var
varaformaður Ferðamálaráðs ís-
lands 1998-2001, sat i Markaðsráði
ferðaþjónustunnar 1999-2001, var
stjómarformaður Upplýsingamiðl-
unar ferðamála í Reykjavík
1998-2001 og sat í stjórn Náttúru-
stofu Austurlands 1994-2001.
Jón hefur skrifað fjölda greina í
dagblöð um stjómmál, ritstýrt árs-
riti Kaupfélags Héraðsbúa, Sam-
herja 1969-85 og tók saman sögu fé-
lagsins á árunum 1950-70.
Fjölskylda
Jón kvæntist 25.12. 1964 Margréti
Einarsdóttur, f. 19.11. 1946, þjón-
ustufulltrúa í Landsbanka íslands.
Hún er dóttir Einars Ólafssonar,
rafvirkjameistara á Egilsstöðum, og
Ásgerðar Guðjónsdóttur húsmóður.
Börn Jóns og Margrétar eru Við-
ar Jónsson, f. 30.11. 1964, verkfræð-
ingur; Ásgerður Edda Jónsdóttir, f.
10.1. 1968, BA i útgáfu- og fjölmiðla-
fræði, búsett í Kanada, gift Kent
William Russel Langworth, en börn
þeirra eru Mikael Langworth og
Daníel Jón Langworth; Einar Krist-
ján Jónsson, f. 23.11. 1973, lögfræð-
ingur, í sambúð með Áslaugu
Bjömsdóttur og er sonur þeirra
Bjöm Orri en sonur Ásiaugar er
Skúli Ágúst Ámason.
Systkini Jóns: Margrét Kristjáns-
dóttir, f. 7.8. 1933, húsmóðir á Sauð-
árkróki; Þóra Kristjánsdóttir, f. 11.9.
1936, skrifstofumaður á Sauðár-
króki; Svava Kristjánsdóttir, f. 9.6.
1947, skrifstofumaður á Hvanneyri.
Foreldrar Jóns: Kristján Jónsson,
f. 27.12. 1905, bóndi að Óslandi, og
Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1.4. 1907, d.
20.10. 1955, húsfreyja.
Ætt
Kristján er sonur Jóns, smiðs í
Stóragerði í Óslandshlíð, Sigurðs-
sonar, b. í Grímsgerði í Fnjóskadal,
Ámasonar, b. á Draflastöðum, Jóns-
sonar, ríka á Mýri, Jónssonar, b.
þar, Halldórssonar, ættfóður Mýrar-
ættar. Móðir Sigurðar í Grímsgerði
var Kristín, systir Jóns, alþm. á
Gautlöndum, afa Steingríms Stein-
þórssonar forsætisráðherra og Har-
alds Guðmundssonar ráðherra og
langafa Jóns Sigurðssonar banka-
stjóra. Kristín var dóttir Sigurðar,
b. á Gautlöndum, Jónssonar, bróður
Jóns ríka. Móðir Kristínar var Bót-
hildur Þorkelsdóttir, systir Elínar,
ömmu Kristjáns Fjallaskálds. Móðir
Jóns í Stóragerði var Friðrika Krist-
jánsdóttir, b. á Böðvarsnesi, Guð-
laugssonar.
Móðir Kristjáns á Óslandi var Ni-
elsína Kristjánsdóttir, b. í Krossnesi
í Eyjafirði, Gíslasonar, b. í Péturs-
borg i Glæsibæjarhreppi, Bjama-
sonar. Móðir Níelsínu var Margrét
Hálfdánardóttir, b. á Krossanesi,
Hálfdánarsonar.
Ingibjörg var dóttir Jóns, b. á
Marbæli í Hofshreppi, Erlendsson-
ar, b. í Gröf, Jónssonar, b. að Litlu-
Brekku, Þorsteinssonar. Móðir Er-
lends var Hólmfríður Erlendsdóttir,
b. að Vatni á Höfðaströnd, Jónsson-
ar. Móðir Jóns á Marbæli var Ingi-
björg Jónsdóttir, b. í Gröf, Jónsson-
ar ríka á Lambanes-Reykjum.
Móðir Ingibjargar var Anna
Rögnvaldsdóttir, b. í Brekkukoti,
Þorleifssonar og Guðrúnar Jóns-
dóttur frá Hreppsendaá.
Sjötugur
Þórir ísfeld
fyrrv. deildarfulltrúi
Þórir ísfeld, fyrrv. deildarfulltrúi
hjá Hitaveitu Reykjavíkur, síðan
Orkuveitu Reykjavíkur, til heimilis
að Leirubakka 12, Reykjavík, er sjö-
tugur í dag.
Starfsferill
Þórir fæddist i Neskaupstað og
ólst þar upp til sautján ára aldurs.
Þá flutti hann til Reykjavíkur,
stundaði leiktjaldasmíðar við Þjóð-
leikhúsið í tvö og hálft ár og var
jafnframt sýningarstjóri hússins í
eitt ár. Þórir stundaði verslunar-
störf um skeið en ók síðan strætis-
vagni hjá SVR til 1974. Þá hóf hann
störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur þar
sem hann var deildarfulltrúi til 2001
er hann komst á eftirlaun.
Þórir sat í fulltrúaráði Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar í
sex ár. Hann sat í stjóm Starfs-
mannafélags Hitaveitunnar og var
formaður þess í eitt ár.
Fjölskylda
Þórir kvæntist 1959 Torfhildi
Ragnarsdóttur, f. 1939, starfsmanni
við Landsbanka Islands. Þau slitu
samvistum 1979.
Dóttir Þóris og Torfhildar er Ás-
gerður ísfeld, f. 10.8. 1957, húsmóðir
í Hafnarfirði, gift Teiti Stefánssyni
framkvæmdastjóra og eiga þau tvö
börn, Fríðu og Ragnar.
Alsystir Þóris er Ólafla ísfeld, f.
1928, húsmóðir í Kópavogi.
Hálfsystkini Þóris: Jóna Sigríður
Jónsdóttir, f. 1939, deildarstjóri hjá
Orkuveitu Reykjavíkur; Guömund-
ur Jónsson, f. 1941, d. 1992, var bú-
settur í Reykjavík.
Foreldrar Þóris voru Jón ísfeld, f.
1890, d. 1935, kaupmaður í Neskaup-
stað, og k.h., Ásgerður Guðmunds-
dóttir, f. 1907, d. 1986, húsmóðir í
Neskaupstað og síðar starfsmaður
viö Laugavegsapótek í Reykjavík.
Ætt
Bróðir Jóns ísfeld var Kristján
faöir Jóns ísfeld, pr. og rithöfundar.
Jón var sonur Guðmundar, b. á
Hesteyri, hálfbróður Guðlaugar,
ömmu Guðmundar Sveinssonar,
skólameistara FB. Guðmundur var
sonur Guðmundar, b. á Ekkjufelli,
Sturlusonar, b. á Ekkjufelli, Stefáns-
sonar, b. á Þverhamri, Magnússon-
ar, bróður Sigríðar, langömmu
Önnu, langömmu Þórbergs Þórðai’-
sonar, og langömmu Þorbjargar,
langömmu Daviðs seðlabankastjóra,
foður Ólafs, ráðuneytisstjóra forsæt-
isráðuneytisins. Móðir Guðmundar
á Hesteyri var Anna Jónsdóttir, b. á
Urriðavatni, Árnasonar.
Móðir Jóns ísfeld var Þórunn
Pálsdóttir ísfeld, snikkara á Lamb-
eyri, Eyjólfssonar ísfeld skyggna,
snikkara á Syðra-Fjalli, langafa Jó-
hönnu, langömmu Vals Amþórsson-
ar. Móðir Þórunnar var Gróa Ei-
ríksdóttir, b. á Egilsstöðmn, bróður
Kristínar, ömmu Sigfúsar Sigfús-
sonar þjóðsagnasafnara og
langömmu Eysteins, fyrrv. ráðherra
og dr. Jakobs prests. Eiríkur var
sonur Jóns, pr. í Vallanesi, bróður
Sturlu á Ekkjufelli. Móðir Eiríks
var Þóra Stefánsdóttir, skálds í
Vallanesi, Ólafssonar, skálds á
Kirkjubæ, Einarssonar, skálds í
Eydölum, Sigurðssonar.
Ásgerður var dóttir Guðmundar,
smiðs í Steinholti í Borgarfirði
eystra, bróður Guðmundar, refa-
skyttu á Ingjaldssandi. Systir Guð-
mundar var Helga, fyrri kona Sig-
urðar bókbindara, föður Helga Sig-
urðssonar hitaveitustjóra. Guð-
mundur var sonur Einars, b. á
Heggsstöðum, Guðmundssonar
Vestmann. Móðir Einars var Helga,
systir Sigurðar, afa Helga Hjörvar.
Helga var dóttir Horna-Salómons.
Móðir Guðmundar var Steinþóra
Einarsdóttir, b. í Tjarnarhúsum,
bróður Solveigar, móður Kristins í
Engey, langafa Bjama Benedikts-
sonar forsætisráðherra og Guðrún-
ar, konu Jóhannesar Zoéga, fyrrv.
hitaveitustjóra. Einar var sonur
Korts, óðalsb. á Möðruvöllum, Þor-
varðarsonar. Móðir Steinþóm var
Guðrún Gisladóttir, b. á Seljalandi,
Jónssonar og Sigríðar Lýðsdóttur
sýslumanns Guðmundssonar.
Móðir Ásgerðar var Sigríður
Bjamadóttir, b. á Hofi í Dýrafirði,
Bjömssonar og Valgerðar Þorsteins-
dóttur, pr. á Stað á Snæfjallaströnd,
Þórðarsonar.
Dagbjört J. Guðmundsdóttir
húsmóðir í Kópavogi
Dagbjört Jóna Guð-
mundsdóttir, Kjarrmóa 4,
Kópavogi, er sextug í
dag.
Starfsferill
Dagbjört fæddist í Vog-
um á Vatnsleysuströnd
og ólst þar upp. Hún
stundaði nám við Héraðs-
skólann í Reykjanesi
1957- 58, var búsett í Reykjavík
1958- 66, og í Grundarflrði til 1984.
Þá flutti hún í Kópavoginn.
Dagbjört hefur stundað fisk-
vinnslu, vann á Vöggu-
stofu Thorvaldsen,
starfaði hjá Mjólkur-
samsölunni í Reykja-
vík, á Hótel Óðinsvéum
og hefur starfað við
ræstingar frá 1989.
Fjölskylda
Dagbjört giftist 1966
Ágústi Sigiu-jónssyni, d.
1982.
Dætur Dagbjartar og Ágústs eru
Björg Ágústsdóttir, f. 24.3. 1968,
lögfræðingur og bæjarstjóri í
Grundarfirði, gift Hermanni Guð-
bergi Gíslasyni, f. 24.7. 1966, bif-
reiðasmið og vélstjóra, en dóttir
þeirra er Björg, f. 16.9. 2001; Stein-
þóra Ágústsdóttir, f. 21.12. 1969,
húsmóðir á Selfossi, en sambýlis-
maður hennar er Sverrir Ingi-
mundarson, f. 7.4. 1964, mat-
reiðslumaður og eru synir þeirra
Ágúst, f. 19.6. 1988, Ingimundur
Sigm-ður, f. 13.8. 1992; Dagný
Ágústsdóttir, f. 5.8. 1981, nemi í
Reykjavík.
Háífsystkini Dagbjartar, sam-
mæðra, eru Ragnheiður Gróa
Vormsdóttir, f. 18.9. 1922, d. 4.9.
1987; Guðrún Bisabet Vormsdóttir,
f. 23.2. 1926, d. 7.2. 1995; Þóröur
Óskar Vormsson, f. 28.7.1936.
Fóstursystkini Dagbjartar eru
Þorbjöm Birkisson, f. 7.6. 1932;
Gunnhildur Birkisdóttir, f. 16.8.
1941; Guðný Birkisdóttir, f. 16.8.
1941; Pétur Sigurðsson, f. 10.7.
1949.
Foreldrar Dagbjartar voru Guð-
mundur Sæmundsson og Stein-
þóra Bjarndís Guðmundsdóttir.
Þau bjuggu í Vogum á Vatnsleysu-
strönd.
Dagbjört tekur á móti gestum að
Suðurlandsbraut 30, Reykjavík, 2.
hæð, laugardaginn 15.2. milli kl.
17.00 og 19.00.