Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003
29
DV
Sport
*
Jóhann B. Guðmundsson skoraöi
tvö mörk þegar Lyn vann öruggan
sigur á Lillestram í æflngaleik um
helgina. Bæöi mörk Jóhanns B. voru
úr vítaspyrnum en auk hans var
Helgi Sigurösson í framlínu Lyn.
Daviö Þór Viöarsson kom inn á sem
varamaður á 27. mínútu í liði Lille-
strem en Gylfi Einarsson, Rikharö-
ur Daöason og Indriöi Sigurðsson
voru allir fjarri góðu gamni í
leiknum.
Forráöamenn enska úrvalsdeildar
liösins Fulham íhuga nú að spila
heimaleiki sína á næsta tímabili á
heimavelli Chelsea, Stamford Bridge.
Fulham hefur spilaö heimaleiki sína
á Loftus Road, heimavelli Queens
Park Rangers, á þessu tímabili og
vantar sárlega framtíðarheimUi.
Fylkismenn fá mikinn liösstyrk fyrir baráttuna í Símadeildinni í sumar:
Haukur Ingi á
leið í Árbæinn
Forráðamenn Fulham telja hag sín-
um betur borgið á Stamford Bridge og
hafa hafið viðræður viö forráðamenn
Chelsea inn málið.
Austurriski skiöakappinn Her-
mann Maier þarf að gangast undir
aðgerð á næstunni og missir væntan-
lega af lokahluta yflrstandandi keppn-
istímabils.
Maier, sem meiddist illa á fæti i
ágúst 2001, þarf að láta fjarlægja nagla
úr fætinum og segja læknar liösins að
þar sem Maier hafl náð markmiðum
sínum fyrir þetta tímabfl sé sniðugast
aö láta fjarlægja naglann núna þannig
að hann geti komið í toppformi þegar
næsta keppnistímabil hefst.
Bandariski spretthlauparinn Tim
Montgomery, sem á heimsmetið í 100
metra hlaupi, mun ekki taka þátt í
Grand Prix innanhússmótinu i
Birmingham 21. febrúar næstkom-
andi.
Hann hcetti viö að keppa þar sem
skipuleggjendur mótsins gátu ekki
ábyrgst að blaðamenn myndu ekki
spyija um þjálfarann Charlie Francis,
sem Montgomery er nýhættur hjá.
Francis var dcemdur í lífstíðarbann
þegar hann var þjálfari sterakögguls-
ins Ben Johnson og sögðu skipuleggj-
endur mótsins að það yrði ekki hjá
því komist að Montgomery yrði
spurður spjörunum úr varðandi
Francis.
Framherjinn Thierry Henry jafnaði
um helgina met sem Michel Platini
átti þegar hann skoraði mark Arsenal
gegn Newcastle. Þetta var 104. mark
Henrys fyrir Arsenal en Platini skor-
aði jafnmörg fyrir italska liðið
Juventus. Þeir hafa þvi skorað flest
mörk allra franskra leikmanna frá
upphafi fyrir félög utan Frakklands.
Knattspyrnusamband Evrópu og
Alþjóöa knattspyrnusambandiö eru
komin í hár saman vegna fyrirhug-
aðrar heimsmeistarakeppni félagsliða
árið 2005. Félög innan knattspymu-
sambands Evrópu telja að áiagið á
leikmenn liðanna sé meira en nóg fyr-
ir og vilja aukinheldur fækka til-
gangslausum vináttulandsleikjum
sem gera ekkert nema auka álagiö.
Það verður fróölegt að fylgjast með
ffamhaldinu en Sepp Blatter, forseti
Alþjóða knattspymusambandsins, fer
varla að láta félög i Evrópu stjóma
sínu sambandi og mótum á vegum
þess. ’
Króaiiska skiöastúlkan Janica
Kostelic tryggði sér í gær sigur í
alpatvíkeppni á heimsmeistaramðt-
inu í St. Moritz í Sviss. Nicole Hosp
frá Austurriki varð önnur, aðeins
6/100 úr sekúndu á eftir Kostelic, og
Marlies Oester frá Sviss varð þriðja.
Slóvakiski varnarmaöurinn Stan-
islav Varga hefur skrifað undir
samning við skosku meistarana Celt-
ic til loka tímabilsins. Varga var
leystur undan samningi hjá Sunder-
land í siðasta mánuði en sá fyrirvari
er þó á samningi hans við Celtic að
hann standist læknisskoðun og fái at-
vinnuleyfi.
Jimmy Floyd Hasselbaink, fram-
herji Chelsea, sem hefur verið ansi
grimmur í spilavítum Lundúnaborgar
undanfarin ár, segist ekki ætla að
hætta að spila þrátt fyrir mikla um-
ræðu í Englandi um skaösemi fjár-
hættuspils.
„Þetta eru minir peningar, ég vann
fyrir þeim og þaö getur enginn bann-
að mér að stunda fjárhættuspil. Á
meðan ég þarf ekki að fá lán hjá öðr-
um þá er ég ekki byrði á neinum, það
kemur engum við hvort ég hef tapaö
100 milijónum eða unniö 100 mUljón-
ir,“ sagði Hasselbaink viö enska
fjölmiðla í gær. -ósk
- gengur frá samningi við Fylkismenn á næstu dögum samkvæmt heimildum DV-
DV-Sport hefur áreiðanlegar
heimildir fyrir því að landsliðsmað-
urinn Haukur Ingi Guðnason, sem
leikið hefur með Keflavík, muni
ganga til liðs við Fylkismenn á
næstu dögum.
Hann hefur verið í viðræðum við
nokkur lið í Símadeildinni að und-
anfórnu en samkvæmt heimildum
DV-Sports voru það tvö lið, Fylkir
og Fram, sem háðu lokabaráttuna
um Hauk Inga. Framarar vildu fá
hann lánaðan í eitt ár en samkvæmt
Brynjari Jóhannessyni, fram-
kvæmdastjóra meistaraflokksráðs
karla hjá Fram, slitnaði upp úr við-
ræðum milli Fram ög Keflavíkur
um helgina.
„Við hefðum aldrei haft efni á að
kaupa hann miðað við þá upphæð
sem Keflvíkingar vildu fá fyrir
hann en hefðum gjaman viljað fá
hann lánaðan enda er hann mjög
góður leikmaður,“ sagði Brynjar
Jóhannesson.
Landslið úr myndinni í 1. deild
Haukur Ingi hefur verið harð-
ákveðinn í því að spila ekki með
Keflvíkingum í 1. deildinni á næsta
tímabili þar sem hann telur sig ekki
eiga möguleika í landsliðshóp Atla
Eðvaldssonar ef hann spilar þar.
Keflvíkingar hafa hins vegar ekki
viljað missa hann fyrir fullt og allt
og mikill þrýstingur hefur verið á
stjórn knattspymudeildar Keflavík-
ur frá stuðningsmönnum liðsins að
halda öllum bestu leikmönnum þess
og fara beint upp í Símadeildina á
nýjan leik.
Mál Hauks Inga hefur því tekið
töluverðan tíma. Rúnar Amarson,
formaður knattspyrnudeildar Kefla-
víkur, sagði í samtali við DV-Sport í
gær að mikil áhersla hefði verið
lögð á að vinna þetta mál náið með
Hauki Inga en fór hins vegar ekki
leynt með að helst hefði hann viljað
að Haukur Ingi hefði skrifað undir
nýjan samning við Keflavík, verið
lánaður til annars liðs á meðan
Keflavík væri í 1. deildinni og síðan
komið til baka.
Kveð með söknuði
Þegar DV-Sport náði tali af Hauki
Inga í gærkvöld vildi hann ekki
Haukur Ingi Guönason
sést hér í landsleik gegn
Litháum i október á
siöasta ari en hann gengur
til liös viö Fylkismenn á
næstu dögum.
ÐV-mynd Hari
staðfesta að búið væri að ná sam-
komulagi við Fylki en sagði að mál-
in væra sem betur fer að komast á
hreint.
„Þetta er búinn að vera erfiður
tími. Ég hef reyndar æft með Kefl-
víkingum undir stjóm frábærs
þjálfara, Milans Stefáns Jankovic,
og mun kveðja félagið með söknuði.
Það er hins vegar alveg ljóst að ég
verð að spila í efstu deild ef ég á að
eiga einhvern möguleika á að kom-
ast í landsliðið. Það er leikur eftir
tæpa tvo mánuði og ég þarf að fara
að komast i leikæfingu sem fyrst,“
sagði Haukur Ingi við DV-Sport.
Það er ljóst að Fylkismenn ætla
sér stóra hluti í Símadeildinni á
komandi tímabili og verður erfitt að
sjá önnur lið en KR og Fylki í topp-
baráttunni á ný, sérstaklega í ljósi
þeirra leikmanna sem gengið hafa í
raðir félaganna tveggja frá því að
síðasta tímabili lauk. -ósk
Eggert á batavegi
- sér loks fyrir endann á meiðslamartröð sinni
Allar likur eru á að varnarmaður-
inn sterki Eggert Stefánsson, sem leik-
ur með Fram, verði klár í slaginn þeg-
ar flautað verður til leiks í Símadeild-
inni í sumar.
Eggert hefur átt við þrálát meiðsli
að stríða undanfarið ár og spilaði af
þeim sökum aðeins fáa leiki með Fram
á síðasta sumri, þá reyndar þjáður og
langt frá sínu besta. Erfiðlega gekk að
finna hvað amaði að Eggerti en hann
hefur verið í sprautumeðferð undan-
farið og hún hefur gefið það góða raun
að verkur sem hann hefur fundið fyrir
í lengri tíma í festingum efst í lær-
vöðvanum er horfln og útlit fyrir að
hann verði alheill innan skamms.
Erfitt andlega
„Ég er byrjaður að lyfta og finn ekk-
ert til. Ég vonast tii að geta æft með
liðinu á næstu tveimur til þremur vik-
um. Þetta ár hefur verið gífurlega
erfitt andlega en loksins sér maöur
fyrir endann á þessari martröð," sagði
Eggert í samtali við DV-Sport í gær-
kvöld.
Eggert átti frábært tímabil með
Fram í Símadeildinni 2001, vakti verð-
skuldaða athygli og nokkur erlend lið
litu hýru auga til hans. Atvinnu-
mannadraumurinn fór í bið þegar
hann meiddist en Eggert hefur síður
en svo gefið þann draum upp á bátinn.
Ætla i atvinnumennskuna
„Það er alveg á hreinu að ég ætla
mér að komast í atvinnumennskuna.
Það markmið hefur keyrt mig áfram í
meiðslunum og ég get hreinlega ekki
verið mirrni maður en bræður mínir,“
sagði Eggert en Ólafur Stefánsson,
handknattleiksmaður hjá Magdeburg,
og Jón Arnór Stefánsson, körfuknatt-
leiksmaður hjá Trier, eru bræður
hans.
„Mér líst vel á Fram-liðið. Það er
ungt og efnilegt og ég er viss um að
við getum gert góða hluti á komandi
keppnistímabili." -ósk
Eggert Stefánsson er aö ná sér af
þrálátum meiöslum.
<F-~
•C.
f