Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Blaðsíða 32
 NT a '9 m Láttu okkur leita fyrir þig www.gulalinan.is Hyrjarhöfði 7sími: 567 8730 hraðferð i Arbæiim i i i i 4 i i 4 i i 4 i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Veðurhamurinn olli engum usla Landsmenn voru vel á verði í gær- dag þegar ofsaveðrið gekk yfir landið. Litlar skemmdir urðu á eignum fólks en truflanir á samgöngum auk þess sem rafmagn fór af timabundið í örfá- um tilfellum. Ekki voru nein slys rakin til veðurofsans. Austur á Flúðum var mikill veður- hamur um tíma í gær. Smáhýsi skemmdist á einum bæ, rúður fóru sums staðar úr gróðurhúsum og plast- hús rifnaði en á annað hundrað manns eystra nota slík hús til ræktunar. Nokkrir bílar fóru út af vegum án þess að þar yrðu slys. í Mýrdal var ofsaveður þegar líða tók á dag. Björgunarsveitin Víkverji var kölluð til og kom í veg fyrir tjón á gömlum súrheysturni á Brekkum. Þar var net sett yfir þakið tO að koma í veg fyrir fok á þakplötum. - í morgun var suðvestan- og vestanátt á landinu og víðast hvar hvasst, þetta 18 til 23 metrar á sekúndu. Hlýtt var víða um land, 7 stig á Hallormsstað, 6 á Akureyri og 4 á Bolungarvík klukkan 6 í morgun. Búist var við stormi sunnan og vestan tii á landinu í fyrstu en norð- an til fram yfir hádegi. Síðdegis má bú- ast við suðaustanátt með rigningu eða slyddu vestan til. - JBP HMY-Airways hættir viö íslandsflug: Vonir nú bundnar við nýtt féiag - Canada West sagt í burðarliðnum Kanadíska flugfélagið HMY- Airways hefur ákveðið að fella niður alft flug til Evrópu. Þar með hættir félagið millilendingum á ís- landi og er borið við hættu á hugsanlegum stríðsátökum í írak. Steinþór Jónsson, umboðsmað- ur félagsins í Keflavík, segir þetta vissulega mjög sárt þar sem mikið hafi verið bókað hér í flug félags- ins. Hann segist þó ekki vera bú- inn að gefa upp alla von því fleiri flugfélög hafi verið í sambandi við sig um flug á þessari leið. „Áður en HMY kom til var ég í sambandi við flugfélag sem stefnir að því að byrja í sumar og heitir Canada West. Maður gerir sér þó grein fyrir því að staðan í dag og hert eftirlit á flugvöllum i Evrópu getur haft áhrif víðar en hjá HMY Airways." - Hugmyndin að Canada West er sprottin upp úr Canada 3000 eins og HMY Airwa- ys en greint var frá því í DV í byrjun desember. í tilkynningu HMY til Steinþórs Jónssonar, umboðsmanns félags- ins í Keflavík, sem greint var frá í Víkurfréttum í morgun, segir m.a.: „Vegna yfirvofandi stríðs við Persaflóa og hugsanlegra hryðju- verka hefur mér verið falið af yf- irstjórn og eiganda að fella niður öll flug til íslands og Bretlands frá og með 10. mars nk. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir okkur hér í Kanada þar sem við sáum fram á aukin samskipti við ís- land.“ HMY Airways hóf ferðir 16. des- ember 2002 og tók þar í raun upp merki Canada 3000 sem flaug hingað um flmm ára skeið en hætti fluginu árið 2001. -HKr. Sjá nánar bls. 8 og 9 DV-Sport hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að lands- liðsmaðurinn Haukur Ingi Guðnason, sem leikið hefur með Keflavík, muni ganga til liðs við Fylkismenn á næstu dögum. „Þetta er búinn að vera erfiður tími. Ég hef reyndar æft með Keflvíkingum undir stjórn frábærs þjálfara, Milans Stefáns Jankovic, og mun kveðja félagið með söknuði. Það er hins vegar alveg Ijóst að ég verð að spila í efstu deild ef ég á að eiga einhvern möguleika á að komast í landsliðið. Það er leikur eftir tæpa tvo mánuði og ég þarf að fara að komast í leikæfingu sem fyrst," sagði Haukur Ingi við DV-Sport. ___________________ ■ DV-SPORT BLS. 29 Forsætisráðherra um ræðu Ingibjargar: Bensíniö: Lægsta verð Itækkar enn Orkan hækk- aði bensínlítrann síðdegis i gær úr 89,90 krónum í 91,80. Á ÓB-stöðv- um Olís kostar lítrinn 91,90 krónur. Á Akur- eyri selur Orkan bensínlítrann á kr. 89,10. Gunnar Skaptason, for- stjóri Orkunnar, sagði viö DV í morgun að hann byði enn lægsta verðið á markaðinum og svo yrði áfram, hvað sem tautaði og raulaði. „Hins vegar er eldsneytisverðið alveg komið út úr kortinu," sagði Gunnar. „Miðað við þróun heims- markaðsverðs er það komið langt út fyrir öll eðlileg takmörk." -JSS „Ég er undrandi á því hvernig þetta er lagt upp. Hún er að tala um forsætisráðherra og ríkis- stjórn sem hafa dregið úr afskipt- um af atvinnurekstri meira en nokkur önnur ríkisstjórn, bæði með þvi að breyta leikreglum á markaði og með því að einka- væða fyrirtæki í stórum stíl,“ seg- ir Davíð Oddsson um ræðu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur á flokksstjórnarfundi Samfylking- arinnar um helgina. Ingibjörg Sólrún sagði að afskipti stjóm- valda af fyrirtækjum væru ein helsta meinsemd atvinnulífsins og beindi spjótum sínum sérstak- lega að forsætisráðherra. „Ég vona nú að kosningabarátt- an verði málefnalegri heldur en þetta,“ segir Davíð. „Ég er að vísu ekkert óvanur því að hún veitist sérstaklega að mér persónulega, það hefur hún gert oft áður og Davíð Oddsson. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. virðist soldið hafa mig á heilan- um - eða perunni, eins og krakk- arnir segja.“ Forsætisráðherraefni Jóns? Og afskiptasemin sem blessuð konan nefnir til sögunnar virð- ist vera byggð á einhverju sem hún hefur heyrt og séð skrifað í einhverjum slúðurfréttum og þess háttar. Það er nú allt plan- ið sem byggt er á. Hún eltir uppi getgátur og slúður um það að fyrst gerð sé húsleit hjá Jóni Olafssyni og hjá Baugi þá hljóti ég að vera á bak við það. Bíddu, af hverju er ég ekki á bak við húsleitina hjá Eimskipafélag- inu? Af hverju er ég ekki á bak við húsleitina hjá olíufélögun- um? Af hverju er ég ekki á bak við húsleitina hjá tryggingafé- lögunum? Af hverju hefur hún bara áhyggjur af Jóni Ólafs- syni? Mig minnir að skattrannsókn- arstjóri geri húsleit hjá 25 eða 30 aðilum á ári en fyrrverandi borgarstjóri hefur bara áhyggj- ur af Jóni Ólafssyni. Mér fmnst það afskaplega sérstakt og sér- kennilegt. Ég hafði ekki áttaö mig á að hún væri forsætisráð- herraefni Jóns Ólafssonar og Baugsfeðganna." -ÓTG 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARllNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ Dregið hefur verið úr umsvifum ríkisins *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.