Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Blaðsíða 16
16 DV ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 ov Otgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjórí: Örn Valdimarsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjórí: Jönas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlið 24, 105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Lœgri vexti Seðlabankinn hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 0,5% og var tímin til kominn. Öll efnahagsleg rök eru raunar til þess að bankinn lækki vexti enn frekar þó þeir hafi ekki verið lægri frá árinu 1994. Með sama hætti verða íjár- málastofnanir aö ganga hreint til verks og lækka vexti verulega. Bankar hafa tilkynnt um 0,5% lækkun vaxta. Ljóst er að bankar og sparisjóðir hafa meira svigrúm til vaxtalækkana enda hafa fjármálastofnanir ekki fylgt eftir þeim lækkunum sem þegar hafa náð fram að ganga hjá Seðlabanka nema að takmörkuðu leyti. Verðbólga í janúar er sú minnsta sem mælst hefur í fjögur ár eða frá febrúar 1999. íslenska krónan er orðin of sterk - of dýr fyrir íslenskan útflutning og það kann að draga dilk á eft- ir sér. Hvorki verðlag né gengi krónunnar gefur tilefni til þess að halda vaxtastiginu jafnháu og raun ber vitni. Atvinnuleysi er aö aukast. Samkvæmt upplýsingum Vinnu- málastofnunar eru nú um eða yfir 6.140 einstaklingar án at- vinnu. Á liönu ári var atvinnuleysi 2,5% - meira en tvöfalt meira en árið á undan. Mest er atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu og mest meðal kvenna og þó sérstaklega meðal fólks undir 25 ára þar sem liðlega fjórðungur er án vinnu. Þensla á vinnumarkaði kallar því ekki á aðhaldssama pen- ingamálastefnu hjá Seðlabankanum á næstu misserum. Þvert á móti er nauðsynlegt að slaka á klónni og örva þannig efnahags- lífið - fá fyrirtæki aftur til að fjárfesta og skapa þannig ný störf. Skynsamleg peningamálastefna í takt við efnahagslífið er miklu áhrifaríkari leið en misskilinn keynesismi ríkisfram- kvæmda. Auðvitað kann að vera skynsamlegt fyrir hið opinbera að hrinda af stað framkvæmdum þegar slaki er í efnahagslífinu en forsenda þess er að framkvæmdirnar séu arðsamar en ekki eingöngu til að skapa fámennum hópi manna atvinnu til skemmri tíma. Tónninn gefinn Til sérkennilegrar orðasennu kom milli Þór- ólfs Árnasonar borgarstjóra og Björns Bjarna- sonar, oddvita sjálfstæðismanna, á fyrsta borg- arstjórnarfundi þess fyrrnefnda síðastliðinn fimmtudag. „Ég ræð hverjum ég býð heim til mín, Bjöm Bjarnason borgarfulltrúi,“ svaraði Þórólfur Árnason ummælum Björns Bjarnasonar um að hinn nýi borgarstjóri hefði ekkert samband haft við borgarfulltrúa minnihlutans en rætt einslega við alla borgarfulltrúa R-listans. Þórólfur Árnason hefur síðan fremur gefið í en dregið úr og er greinilegt að hann lítur á Björn Bjarnason sem sinn helsta póli- tíska andstæðing. Með þessu hefur Þórólfur Árnason sett tóninn sem borgarstjóri og tekið fyrstu ákveðnu skrefin í átt að pólitísk- um frama. Hann mun því ekki nálgast starf borgarstjóra sem embættismaður heldur fyrst og fremst sem stjómmálamaður. Einn dagur og dœmdur Kínversk stjórnvöld halda uppteknum hætti og vegna aum- ingjaskapar Vesturlanda munu þau enn einu sinni komast upp með að virða mannréttindi í engu. Andófsmaðurinn Wang Bingzhang hefur verið dæmdur í lífs- tíðarfangelsi fyrir njósnir og sem leiðtogi hryðjuverkasamtaka. Réttarhöldin tóku aðeins einn dag. Þannig afgreiðir ofbeldis- stjórn kínverska kommúnistaílokksins þá sem berjast fyrir mannréttindum. Bingzhang hefur verið búsettur í Bandaríkjun- um og er bandarískur ríkisborgari. Hann hefur hins vegar verið ötull baráttumaður fyrir mannréttindum í Kína, sínu gamla heimalandi. Á liðnu sumri hvarf hann ásamt tveimur félögum sínum þegar þeir voru í heimsókn í Víetnam. Kínversk stjórn- völd hika þannig ekki við að stunda mannrán á erlendri grundu til að koma andófsmönnum undir manna hendur. Óli Björn Kárason Fyrrverandi fangi kvaddur úr forsetastól „Allir þekkja hversu skelfilegt einrœði komst á í Tékkóslóvakíu árið 1948. Þess vegna notaði Havel síð- ustu rœðuna sína sem forseti Tékklands til að minna landa sína á að það þarf að berjast áfram.“ Kjallari Núna um helgina kvaddi tékkneska þjóðin forseta sinn tii fjórtán ára, Vacláv Havel. En nú eru fjórtán ár síðan Tékkar komust undan einræði kommún- ismans. Nú eru 14 ár síðan Tékkar komust undan einræði kommúnismans, en fall hans i Evrópu varð Fukuyama til- efni tO að koma fram með kenningu sína um „Endalok sögunnar", sem í mjög einfaldaðri útlistingu segir lýð- ræðið hafa endanlega sigrað í heim- inum, önnur stjómkerfi hafi verið reynd til þrautar og ekki verði snúið aftur til þeirra. Eitt er víst að Tékkar munu ekki snúa frá lýðræðinu í bráð. Táknmynd sigurs þess er Havel, líf hans og barátta. Hann var mestan hluta ævi sinnar óvinur rikisins, en endaði sem forseti þess. Hann ólst upp í allsnægtum, enda var faðir hans milljónamæringur. En viö valdatöku kommúnista var þjónustu- fólkinu svipt af heimilinu, parketinu undan fótum hans, silkipúðanum undan bossanum og hann þurfti að setjast á jafn harðan skólabekk og aðrir. Síðan var honum meinað um nám og loks settur í fangelsi fyrir að andæfa stjóm kommúnista. Hann varð heimsfrægt leikskáld, en var meinað um útgáfu í heima- landi sínu. Vegna skoðana sinna var hann flokkaður sem glæpamaður. Hættulegri þjóð sinni en ræningjar og morðingjar. Hann var þekktur á götum Prag (þegar honum var leyft svo mikið sem ganga um þær) klædd- ur í gallabuxur, síreykjandi og skraf- andi um heimspeki, oftar en ekki með öryggislögregluna á hælunum. Nú er hann hættur að reykja, kominn með siikipúðann aftur undir rassinn, gengur á rauðum dreglum með lækna á hælunum. En Havel er með ónýt lungu af sígarettureykingum. Styrkur Havels Havel, sem af pólitískum ástæðum var meinað um háskólamenntun, vann ýmsa verkamannavinnu fram til 25 ára aldurs þegar honum var leyft að vinna sem ljósamaður í leikhúsi. Þegar fór að vora í Prag uppúr 1965 var þessu hæfileikaríka skáídi leyft að vinna sem dramatúrg og loks voru sýnd verk eftir hann. En eftir innrás Sovétmanna árið 1968 var lagt bann á hverskonar útgáfu verka hans. Eftir það voru þau aðeins sett á svið í út- löndum aflt fram til 1989. Frá 1968 tfl 1989 varð Havel að mikilvægu póli- tísku tákni fyrir andófsmenn komm- únismans. Staðreyndin er sú að eftir vorið í Prag náðu kommúnistar fóstum tök- um á tékknesku þjóðinni sem skorti kjark til andófs. Þann kjark skorti Havel ekki. Fangelsisvist, ýmiskonar valdníðsla og stöðugt og náið eftirlit braut andóf hans ekki á bak aftur. Hann var trúr sínum skoðunum sem byggðar voru á sterkum og siðferðis- legum grunni. „Vald valdlausa fólks- ins“, sagði Havel að myndi hafa betur. „Ópólitisk pólitík", þar sem fólk lifir í sannleika og frelsi og tekur þátt í póli- tík af fúsum vilja. Orð og óskir Havels rættust. Hann ferðaðist úr fangaklefa og í forseta- höllina og hefur nú verið endurkjör- inn í embættið fjórum sinnum. í nær öllum öðrum fyrrverandi kommún- istaríkjum Evrópu sátu andófsmenn- imir í stutta stund í valdastólum. Fljótlega komust til valda hinir þraut- reyndu pólitíkusar. Fyrrverandi kommúnistar sem breyttu um nafn og stefnu. En Havel hefur haldið virö- ingu og embætti aflan tímann í krafti persónu sinnar, árangurs þjóðarinnar í frjálsu hagkerfi og í krafti virðingar sinnar á erlendum vettvangi. En Havel hefur átt feikflega farsælt samstarf við mikilvægustu þjóðarleið- toga heimsins og nýtur virðingar á meðal fólks á Vesturlöndum fyrir framlag sitt til menningar og pólitík- ur. Havel náði að tvinna þessar ólíku starfsgreinar með ákaflega góðum ár- angri. Hugsanlega er ýmislegt tfl i því sem Charles Watts, trommari Rolling Stones, sagði um Havel: „Mér virðist Havel hafa veriö mjög pólitískur á meðan hann var í dramanu og mjög dramatískur í pólitíkinni.“ Endanlegur sigur? Havel er líkt við Tomás G. Masaryk í tékkneskum blöðum. En Masaryk var fyrsti forseti Tékka, elskaður af þjóö sinni enn þann dag í dag. Bæði Masaryk og Havel börðust gegn straumnum. Þeir voru álitnir glæpamenn af stjórnmálamönnum síns samtíma. Masaryk fyrirlitinn af stuðningsmönnum austurríska keis- aradæmisins og Havel af stuðnings- mönnum kommúnista. Þeir höfðu húmanískan bakgrunn, Masaryk var prófessor í heimspeki og Havel er leikskáld og þeir litu tfl vesturs i bar- áttu sinni gegn stöðnuðu einræði síns tíma. Með lýðæðishugmyndir að vopni börðust þeir, Masaryk gegn keisara- veldinu og Havel gegn kommúnism- anum og þeir höfðu sigur. Einsog Fukuyama heldur í dag, þá hélt Masaryk að lýðræðið myndi upp frá sigri þess 1918 vera að eilífu í land- inu. „Lýöræðið er komið til Tékkóslóvakíu til að vera. Það verður ekki aftur snúið“, sagði Masaryk á sínum tíma. Allir þekkja hversu skelfilegt ein- ræði komst á í Tékkóslóvakíu árið 1948. Þess vegna notaði Havel síðustu ræðuna sína sem forseti Tékklands til að minna landa sína á að það þarf að beijast áfram. Því lýðræðið er ungt í sögunni. Það er nú búið að halda í fjórtán ár í Tékklandi, tæp sextíu ár á íslandi og menn eru svona mátulega bjartsýnir. Sandkom Var það bréfið? Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir sagði um helgina að af- skipti stjórnmálamanna af einstökum fyrirtækjum væru ein helsta meinsemdin í ís- lensku efnahags- og atvinnulífi; almenningur hefði efa- semdir um hvort gagnrýni stjórnmálamanna í garð fyrir- tækja væri byggð á málefnalegum grunni. Hún nefndi Baug sem dæmi - og langminnugir velta því auðvitað fyrir sér hvort forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar hafi þarna verið að snupra svila sinn, formann flokksins. Sem kunn- ugt er sendi hann forsvarsmönnum Baugs bréfkom fyrir tæpu ári þar sem hann sagði meðal annars að þeir væm hreinræktaðir drullusokkar sem höguðu sér eins og suður- amerískir gangsterar og ættu ekki skilda virðingu sam- borgara sinna. Formaðurinn sagðist aldrei ætla að gleyma þessu og bætti við: „Ef Baugsveldið heldur að þetta sé að- ferðin til að þagga niður í mér get ég ekki varist því að upp í hugann komi hin fræga setning: You ain’t seen nothing yet.“ Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagðist í kjöl- farið óttast þá tilhugsun að formaður Samfylkingarinnar sandkorn@dv.is yröi einhvern tímann ráðherra. Því má spyija hvort það standist sem Ingibjörg Sólrún heldur fram; að leiðin til að rétta hlut Baugs gagnvart stjórnvöldum sé að Samfylkingin myndi ríkisstjórn... Að velja viðmœlendur Lesendur Morgunblaðsins hafa undan- farna daga mátt fylgjast með hvössum orða- skiptum lagaprófessoranna Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Eiríks Tómassonar á síð- um blaðsins. Þeir skiptust þama um hríð á eitruðum skeytum; annar sakaði hinn meðal annars um að stunda kappræður í stað rök- ræðu og var á móti sjálfur sakaður um yfir- læti. Svo vfll tfl að í kjölfar þessara átaka lét Jón Steinar fafla ummæli um alls óskylt mál sem varðar héraðsdómara nokkurn, en dóm- arinn varð heldur ósáttur. Tfl þess að skera úr um hvor hefði rétt fyrir sér leiddi frétta- stofa Útvarpsins fram lagaspeking og átti við hann viðtal um málið. Mörgum þótti valið frumlegt: það var auðvitað enginn annar en góðkunningi Jóns Steinars, Eiríkur Tóm- asson... ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 17 Fréttir Frakkland Þýskaland Belgía Frakkar, Belgar og ÞjóBverjar IðgBust í gær gegn þvi aB NATO hæfi undirbúning aB því aB efla vamir NATO- ríkisins Tyrklands vegna hugsanlegra stríBsótaka viB íraka. Tyrkland er eina NATO-ríkiB sem S landamæri aB írak. Hin aBildarríkin 16, þeirra á meBal ísland, vom ðll hlynnt aBgerBunum. Tyrkir brugBust viB meB því aB minna á ákvæBi í stofnsáttmála NATO sem kveBur S um skyldur bandalagsins ef eitthvert aBiidarríkjanna telur öryggi sínu ógnaB. NATO Donald Rumsfeld: Gagnrýnir Þjóöverja og Frakka harölega fyrir afstöðu þeirra og linkind fgarö íraka. Setur Þjóöverja í hóp meö Kúbverjum. Ummæli hans um hina „gomlu“ Evrópu hafa ekki falliö f góöan jaröveg hjá Þjóöverjum og Frökkum. Colln Powell: Langlundargeö utanríkisráöherrans er búiö. Segir tímann á þrotum fyrir Saddam Hussein og íraka. Vildi lengi vet reyna samningaleiöina en er mjög gagnrýninn og hæöinn 1 garö Frakka. Bandamenn klofnir Ekki hefur farið fram hjá neinum að gjá hefur myndast á milli Vestur- veldanna í málinu. Innan Öryggis- ráðs SÞ vilja Frakkar og Þjóðverjar beita sér fyrir því að frestur Sadd- ams Husseins verði framlengdur og vopnaeftirlitsmönnum gefinn meiri tími. Rússar eru hlynntir þessu, en Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, spyr hvort Frakkar vilji ekki bara senda leynilögreglumanninn Clouseau (Bleika pardusinn) á stað- inn. í NATO hafa Frakkar og Þjóðverj- ar ásamt Belgum lagst gegn því að hafinn verði undirbúningur að því að efla vamir Tyrkja. Tyrkir óttast að nágrannaríkið írak ráðist á þá en hinar þjóðimar þijár telja að efling vama grafi undan friðsamlegri lausn deilunnar. Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur gagn- rýnt þjóðirnar þrjár harðlega fyrir vikið. ísland með Tyrkjum Blix ræður úrslitum En hver á að meta hvort írakar hafi brotið gegn ályktunum Öryggis- ráðs SÞ? Halldór Ásgrímsson segir að það sé hlutverk eftirlitsmanna SÞ. „Og ef Hans Blix og hans menn stað- festa þetta, þá hlýtur Öryggisráðið að gera það jafnframt og þá liggur það fyrir að það er heimild til þess að grípa til vopna,“ segir Halldór. Heimilt? - Vissulega. En skynsam- legt? Þar er efinn. Halldór gefur Frökkum og Þjóðverjum undir fótinn og segir: „Ég hef verið meðmæltur þvi að menn gæfu sér þann tíma sem talinn er nauðsynlegur til að komast að niðurstöðu um þetta mál,“ segir hann. Skýrsla Blix hjá SÞ á föstudag mun ráða miklu, en tekist verður á um tímafresti. „Ágreiningm'inn verður að mínu mati fyrst og fremst um það hvað þurfi langan tíma í að ljúka rnálinu," segir Halldór og ítrekar: „Ég hef verið talsmaður þess að menn gefi sér betri tíma. Ég geri mér hins vegar ljóst að hann er ekki óend- anlegur og þetta verður áreiðanlega það matsatriði sem einkum verður bitist um í Öryggisráðinu." Halldór telur að Bandaríkjamenn og Bretar muni freista þess að af- vopna íraka með árás hvað sem ger- ist í Öryggisráðinu. Myndu íslending- ar styðja slíkar aðgerðir? „Við styðj- um ekkert fyrir fram,“ segir Halldór en vill heldur ekki útiloka stuðning. „Það er ekkert hægt að útiloka í þessu sambandi. En fyrir fram vil ég ekki hafa neina endanlega afstöðu í þessu máli fyrr en ég sé hvað gerist í Öryggisráðinu." Skylt að fara fram Davið Oddsson segir að menn snúi hlutun- um við þegar rætt er um að Bandaríkjamenn og Bretar grípi hugsanlega til aðgerða án stuðnings Sameinuðu þjóðanna. „Ályktunum Öryggisráðsins má skipta í tvo flokka," segir Davíð. „Menn gleyma því að ályktun 1441 er í þeim flokknum sem gert er ráð fyrir að sé fylgt eftir með valdi. Ef menn komast að þeirri niðurstöðu að írak hafi ekki uppfyllt ályktun Öryggisráðsins númer 1441, þá má segja að menn séu að brjóta reglur SÞ og að þeir vinni ekki undir merkjum þeirra ef þeir fylgja ekki ályktun- inni eftir. Nú er öllu snúið á hinn veginn. Það er auðvitað vegna þess að það er eng- inn sérstaklega áfram um að það verði stríð. Við íslendingar erum ekki einhverjar klapp- stýrur stríðs. Við viljum hins vegar vera ábyrgir og standa við þau orð sem við sögð- um þegar viö lýstum yfir stuðningi við ályktun 1441 í Öryggisráðinu." -ÓTG Afstaða íslands er kristaltær hvað síðarnefnda ágreininginn varðar. Halldór Ásgrímsson sagði á Alþingi í gær að íslendingar teldu að NATO gæti ekki neitað beiðni Tyrkja um að efla vamir landsins. Það var Stein- grímur J. Sigfússon sem spurði og var heldur ósáttur við svörin, en Halldór svaraði því meðal annars til að líklega jnyndu íslendingar hafa áhyggjur um þessar mundir ef land- ið ætti landamæri að írak. Davíð Oddsson tekur í sama streng: „Við erum í hópi 16 ríkja af 19 aðild- arríkjum NATO sem höfum stutt það sjónarmið, að ef yfirvofandi vá er gagnvart einu rikjanna og það óskar eftir því að gerðar séu ráðstafanir til að tryggja öryggi þess og varnir, þá beri okkur aö gera það.“ gær um afstöðuna til tillögu Evrópuríkjanna tveggja. Halldór sagði að hún væri „góðra gjalda verð“ en bætti við að Saddam yrði að standa frammi fyrir „alvarlegum hlutum“; ORYGGISRAÐ SAMEINUÐU ÞJOÐANNA Klk !5k Frakkland Þýskaland ÍSJfek ■■am Kína Rússland Frakkar og ÞjóBverjar vilja leggja til nýjar leiBir til lausnar íraks-deilunni! ÓryggisráBinu til þess aB afstýra átökum. Þær felast einkum í því að vopnaeftirlitsmönnum verði flölgaB. Rússar og Kínverjar eru hlynntir hugmyndunum og hafa, rétt eins og Frakkar, neitunarvald í Öryggisráðinu. Davíö Oddsson: Frakkar og Þjóöverjar taka ekkert á vandamálinu. Veriö er aö snúa hlutunum viö þegar rætt er um aö Bandaríkjamenn og Bretargnpi til aögeröa án stuönings SÞ. Halldór Asgrímsson: Hef veriö talsmaöur þess aö menn gefi sér betri tfma. Tíminn er hins vegar ekki óendan- legur. Bretar og Bandaríkjamenn munu freista þess aö afvopna íraka meö árás. Ekki útilokað að stvðia „ein- ■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ^ ■■■i^■ hliða“ aðgerðir Þegar grannt er skoöað er blæbrigðamun- ur á afstöðu utanríkisráðherra og forsætis- ráðherra til íraksdeilunnar. Um þetta eru þeir hins vegar sammála: Það er heimilt að grípa til vopna gegn írökum ef vopnaeftirlits- menn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) - undir for- ystu Hans Blix - færa Öryggisráðinu þær fréttir á föstudaginn kemur að írakar hafi brotið gegn ályktun SÞ númer 1441 um að afvopnast. Meginvandamálið að sögn Halldórs verður að komast að niðurstöðu um hve langan frest eigi að gefa írökum til að verða við kröfum SÞ. Davíð Oddsson segist ekki reiðubúinn til að taka undir hér og nú með Bush Bandaríkjaforseta, sem hefur sagt: „Leiknum er lokið.“ Með eða á móti Bush? Ekki er jafnaugljóst hvort ísland fylgir Bush að málum eða Frökkum og Þjóðverjum þegar kemur að ágreiningi innan Samein- uðu þjóöanna um hve langan frest eigi að veita Saddam Hussein. Þórunn Sveinbjam- ardóttir spurði utanríkisráðherra á Alþingi í ella myndi hann ekki láta undan. Davíð Oddsson segir í samtali við DV að tillaga Frakka og Þjóðverja „taki ekkert á vandamálinu". Vandinn sé skortur á sam- vinnu af hálfu íraka - ekki mannekla í sveit- um „njósnara“ í leit að vopnum. „Eftirlitsmennimir eru ekki hugs- aðir sem einhverjir njósnarar sem leita að vopnum," segir Davíð. „Þeir eru hugsaðir til þess að tryggja að vopn sem þeim er bent á og sýnt hvar eru, að þau séu leyst upp og eyðilögð. En eins og írakar haga sér eru vopna- eftirlitsmennirnir í einhverjum elt- ingaleik við að reyna að ná inn í ein- hverjar verksmiðjur áöur en írakam- ir tæma þær.“ Hans Blix: Gerir sér enn vonir um aö írakar veröi samvinnufúsir. Leggur skýrslu fyrir SÞ á föstudag sem getur ráöiö miklu um framhaldiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.