Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 33V 11 Fréttir þaðan í andlit stúlkunnar sem vaknaði upp við ólýsanlegar kvalir. Skinnið brann af andliti hennar og þegar aðrir í fjölskyld- unni komu til hjálpar héldu Babul og vinir hans þeim fóst- um. Frændi stúlkunnar gat rifið sig lausan og náði í vatn til að skola sýruna af andlitinu. En þaö var of seint. Húðin var brunnin og hluti af holdinu. Síðan hafa lýtalæknar gert 11 aðgerðir á andliti hennar og hafa þær verið tímafrekar og kvala- fullar. En frændi hennar, sem hún var lofuð, yfirgaf hana ekki og þau eru nú gift. Nasima hefur farið betur út úr sýrubrunanum en flestar aðrar stúlkur sem leiknar hafa verið álíka grátt. Hún komst undir læknishendur og vel menntaðir sérfræðingar hafa tekið að sér að gera líf hennar bærilegra. Og hún giftist og er búið gott heimili. Yfirleitt er reglan sú að stúlkunum er út- skúfað af fjölskyldum sínum og öðrum og eiga sér engrar við- reisnar von. Enskur lýtalæknir, Ron Hiles, sem áður var formaður samtaka lýtalækna í heimalandi sínu, hef- ur um áratuga skeið varið fríum sínum í Bangladess og gert þar aðgerðir á stúlkum með skemmd andlit vegna sýru. Eftir að hann fór á eftirlaun hefur hann helgað sig þessu líknarstarfi. M.a. hefur hann kennt læknum í Bangla- dess að lagfæra sýrubrennd and- lit. í landinu eru aðeins átta sér- hæfðir lýtalæknar sem ekki komast yfir að lagfæra nema brot af þeim andlitum sem hryggbrotnir biðlar skaða. Hugs- un þeirra er sú að ef fallegu stúlkumar sem þeir gimast vilja þá ekki, skuli enginn njóta þeirra. Enda er raunin sú að mjög fáir karlmenn vilja giftast stúlkum með afskræmd andlit og eiga þær í fá hús að venda því foreldramir reka þær að heiman til að þurfa ekki að ala önn fyrir þeim. Annar breskur læknir hefur beitt sér fyrir stofnun sjóðs til að aðstoða sýmbrenndar stúlkur. Hann hefur komið upp athvarfi þar sem 40 stúlkur hafa hæli. En það er aöeins brot af þeirri miklu þörf sem er fyrir að hlúa að af-skræmdum konum sem orðið hafa fyrir sýruárás. Marg- ar þeirra eru blindar og geta því litla björg sér veitt. Sjúkrahús í fleiri löndum hafa tekið við brenndum stúlkum frá Bangla- dess og lýtalæknar þar reynt að lagfæra andlit þeirra eftir föng- um. Sökin er fórnarlambanna Andlit stúlknanna eru mis- jafnlega mikið skemmd og aldrei er hægt að fjarlægja öll merki um brunann. Verst er þegar augu skemmast svo að stúlkum- Lýtalæknir á sjúkrahúsi í Dahka rannsakar andlit stúlku Þeim tilfellum fjölar ört þar sem hryggbrotnir biölar skvetta sýru í andlit stúlkna sem hafna þeim. í Bangladess eru aðeins átta sérmenntaðir lýtalæknar og þeir komast ekki yfir að meðhöndla nema lítið brot af þeim tilfellum sem biðl- arnir valda. Svona glæþum er haldið leyndum í ótal þorpum. Afskræmdar Þrjár stúlkur, sem orðið hafa fyrir sýrubruna, snúa heim frá Spáni þar sem lýtalæknar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til aö lagfæra andlit þeirra. Þótt þær séu enn afskræmdar er líðan þeirra mun betri en ef þær hefðu ekki gengist undir erfiðar aögerðir. Á leið til Vesturlanda Nokkur sjúkrahús á Vesturlöndum hafa tekiö að sér stúlkur frá Bangladess sem eru illa leiknar í andliti eftir hefnd- araðgerðir biðla sem þær höfnuðu. ar verða blindar, ýmist á öðru auga eða báðum. Nef og varir hverfa og jafnvel beinabyggingin getur skaddast. Ótaldar em þær stúlkur sem deyja af sárum sín- um, þær em hreinlega myrtar. Ein þeirrra sem misst hafa sjónina á öðm auga er Begum Akhter sem nú er 20 ára. Andlit hennar var mikið skemmt en eft- ir að hafa gengist undir miklar aðgerðir hefur hún náð sér að því marki að geta umgengist annað fólk. Sjónina á skemmda auganu fær hún þó ekki aftur. Hryggbrotinn biðill og vinur hans brutust inn á heimili henn- ar um miðja nótt og skvetti sá sem hafnað var sýra í andlit stúlkunnar þar sem hún lá sof- andi í rúmi sínu. Hún vaknaði upp með óskaplegum kvölum og var vinstri helmingur andlitsins opið sár og augað skaðbrennt og nær horfið. Það tók fimm klukkustundir í rútu að komast frá þorpinu sem Begum bjó í til Dhaka, en þar var næsta sjúkrahús. Stúlkan leið ólýsanlegar kvalir og sagði síðar að hún vissi ekki hvemig hún gat lifað ferðalagið af. Hún gekkst undir tólf aðgerðir og náði furðugóðum bata miðað við hve illa hún var leikin þegar hún kom á sjúkrahúsið. Önnur stúlka, Dolly, var 16 ára þegar hún neitaði bónorði og fékk sýrugusu framan í sig. Hún vinnur ná á hjálparstofnun við að útbúa sárabindi og fleira sem notað er til að græða sýru- brennd sár. Hún stefndi að því að verða læknir en eftir að and- lit hennar var afskræmt lagði hún þær ráðagerðir á hilluna. Ástæðuna ségir hún þá að ertitt væri að vinna sér traust sjúk- linga þannig útlítandi. Enn önnur stúlka í athvarfinu var aðeins 13 ára þegar kornung- ur biðill eyðilagði andlit hennar. Hún segist ekki eiga von á því að hennar verði beðið á ný og hennar björtustu framtíðarhorf- ur eru að hún fái framlag ein- hvers staðar aö til að geta fram- fleytt sér með því að stofna lítið fyrirtæki. Samfélagiö dæmir Afstaða samfélagsins gagnvart þessum hræðilegu glæpum er sú að stúlkumar eigi sjálfar sök á hvernig fór fyrir þeim. Þær hljóti að hafa gert eitthvað til að verðskulda þessi örlög. Fáum árásarfantanna er hegnt fyrir glæpi sína. Konur hafa lít- inn rétt í Bangladess og þykir frekt ef þær neita bónorði, en ráðahagur þeirra er oftast ákveð- inn af foreldrunum. Vegna þrýst- ings annars staðar frá em yfir- völd þó farin að ráðgera að setja löggjöf um að hart verði tekið á glæpum af þessu tagi og að þeim sem þá drýgja verði hegnt. Enn eru uppi kröfur um að sala á hættulegum sýrum verði bönnuð eða takmörkuð svo að hver sem er geti ekki fengið smáskammt fyrir lítið til að eyðilegga andlit og líf ungra stúlkna. Konur eru nú farnar að fara í mótmælagöngur í Dhaka til að vekja athygli á ósómanum og krefjast þess af stjómvöldum að tekið verði í taumana svo að þessum ósköpum linni. Tölur um fórnarlömb sýrugusara eru hvergi áreiðanlegar en fórnar- lömbin eru mun fleiri en vitað er um á sjúkrahúsum eða fyrir dómstólum. í óteljandi þorpum víða um landið nota smáhöfðin- gjarnir völd sín og áhrif til að koma á sáttum ef einhver kærir sýruárás og það þykir leitt til af- spurnar ef fréttist af svona glæp- um út fyrir þorpsmörkin. Oft reyna fjölskyldur stúlknanna að þagga málin niður og semja sín á milli um þau en glæpamenn- irnir þykjast hafa fengið nokkra uppreisn æru þegar þeir eyði- leggja líf og framtíð stúlknanna með því að skáka þeim út af hjónabandsmarkaði þegar þeir fá ekki að eiga þær sjálfir. Vitað er að í öðrum Suður- Asíulöndum em aðfarir af þessu tagi vel þekktar þegar laglegar stúlkur hafna bónorði. En hvergi eru sýrubrunar í andliti eins algengir og í Bangladess. Þar gengur ósiðurinn yfir eins og faraldur en þegar réttvísin og stjórnvöld vilja ekkert af glæp- unum vita er lítil von til þess að hryðjuverkunum linni. Vegna þrýstings almennings- álitsins og kröfu mannréttinda- samtaka í Bangladess á nú að taka málin fastari tökum og gera þá sem fremja illvirkin seka en ekki stúlkurnar sem verða fyrir barðinu á hefndarhug þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.