Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Blaðsíða 14
14 __________________________________ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 Skoðun dv Spurning dagsins Hvað finnst þér skemmti- legast að gera í skólanum? Helga Haraldsdóttir nemi: Iþróttir bara saman. Sigurást Valdís Viktorsdóttir: Smíói, þaö er gaman aö smíöa. Lára Henrysdóttir nemi: Leikfimi, þaö er létt og gaman. Ólafur Páll Ólafsson nemi: Leikfimi, þar erum viö ekki aö læra. Alfreð Andri Alfreösson nemi: Matreiösla, þá þurfum viö ekkert aö læra. Blessaðir íslensku hestarnir Á Heimsmeistaramóti í Þýskalandi. - Fjölbreyttur gangur vekur athygli. Jóhann Jóhannsson skrifar: Mér hefur alltaf þótt vænt um íslenska hestinn. Þar sem ég var í sveit voru hestar spenntir fyrir vagn og vél og það virtist ekki mikið átak fyrir hestinn að draga létta rakstrarvélina, jafnvel meö mig í sætinu. Verra var þegar bóndinn fór á bak þeim hvíta - þá fannst mér ég sjá glitta i tár í augum dýrsins. Maðurinn var tröll að burðum og fætur hans náðu næstum niður á jörð. En svona fór hann á hestin- um ásamt aðkomumönnum sem hópuðust í reiðtúr. Er klárinn kom örþreyttur til baka var hon- um gefin tugga sérstaklega. Lík- lega til að bæta honum upp þræl- dóminn í ferðinni. Síðan hefur mér þótt það ljót sjón að sjá hina svokölluðu „hesta- menn“ pina þessi smávöxnu dýr með því að flengjast á þeim tvist og bast, jafnvel um landið þvert og endilangt. Ekki er óalgengt að menn tvímenni á hesti og þykir bara sjálfsagt! Svona er innræti ís- lendingsins. Annað viðhorf hafa útlendingar sem kaupa hest héðan. Þeir líta á hestinn smávaxna sem gæludýr og leyfa einungis börnum að nota hann til reiðar. Þetta hefur komið fram í viðtölum við kaup- endur íslenskra hesta héðan, eink- um í Þýskalandi og Sviss. íslenski hesturinn er líka kall- aöur „pony“ og þaö er af þvi að hann er ekki sá fullvaxni reiðhest- ur sem getur að líta í flestum öðr- um löndum. íslenski hesturinn barst til Noregs með Herúlum og síðan hingað til lands með þeim er flúðu undan skattaáþján í Noregi. Herúlamir komu hins vegar frá Litlu-Asíu og Rússlandi, þar sem þessir hestar eru enn til í litlum samfélögum. „Svona er innrœti íslend- ingsins. Annað viðhorf hafa útlendingar sem kaupa hest héðan. Þeir líta á hestinn smávaxna sem gœludýr og leyfa einungis bömum að nota hann til reiðar.“ Það vekur athygli á hestamót- um erlendis að fullorðnir karlar skuli nota þessa hesta til reiðar, en eiginleikar hestsins um fjöl- breytni gangs vekja hins vegar mikla athygli. Ég hvet dýravernd- unarfélög hér til að skera upp her- ör gegn illri meðferð á hestum hér og hvetja menn til að þyrma hest- um við reiðmennsku af því tagi sem hér er landlæg. Bestu með- ferðina fá þeir hestar sem seldir eru úr landi - þar fá þeir tilhlýði- lega umönnun. Já, það minnir mig á skattsvika- málið sem hér kom upp fyrir nokkrum árum en virðist ekki hafa fengið lokaafgreiðslu enn. Á hestamannamóti i Þýskalandi gekk maður undir manns hönd, þ.á m. núverandi landbúnaðarráð- herra, þáverandi sendiherra í Þýskalandi og forseti íslands, til að bjarga keppni sem þeim var boðið á svo hún gæti haldið áfram vegna rannsóknar á skattsvikum sem tengdust íslenskri hrossasölu til Þýskalands. Skattrannsóknar- stjórinn hafði eiginlega aldrei mikið um málið að segja er hann var inntur eftir gangi málsins. - En kannski eru ekki öll kurl enn komin til grafar. Öldin önnur í verkalýðsmálum J.M.G. skrifar: I tilefni af skákmóti Hrafns Jök- ulssonar til heiðurs Guðmundi J. Guðmundssyni skrifar Guðmund- ur G. Þórarinsson verkfræðingur grein í DV í minningu nafna síns og segir m.a. að af verkalýðsfor- ingjum virðist hann mörgum minnisstæöastur. Guðmundur var aldrei kreppu- kommúnisti. Hann trúði ekki á stöðnun eða kyrrstöðu og var sam- mála atvinnurekendum um það að hjólin þyrftu að snúast. En nú er öldin önnur. Formaður Eflingar vill leysa atvinnuvanda síns fólks með því að reka útlendinga úr „Guðmundur var aldrei kreppukommúnisti. Hann trúði ekki á stöðnun eða kyrrstöðu og var sammála atvinnurekendum um það að hjólin þyrftu að snúast. “ landi, jafnvel þótt þeir hafi unnið hér lengi og fest rætur. Svo fór að bæði Páli Péturssyni félagsmála- ráöherra og Ara Edwald, for- manni Samtaka atvinnulífsins, blöskraði og hafa risið upp til varnar útlendingunum. Félagsmálaráðherra sagði í blaðaviðtali að hann vildi ekki „að viökomandi fólk væri rekið á guð og gaddinn". „Við framlengjum ef fólk vill vera hér áfram, en rekum það ekki úr landi,“ segir Páll. Og Ari Edwald segir í blaðaviðtali: „Það er varhugavert að ýta undir viðhorf sem geta orðið eldsneyti á fordóma í garð þeirra útlendinga sem hingað vilja koma.“ í fréttablaði Eflingar (á bls. 5) er helst að sjá að stjóm Eflingar hafi krafist þess af Vinnumálastofnun og Útlendingaeftirlitinu að öllum sem ekki hafa dvalið á íslandi nema í tvö ár verði vísað úr landi. Svona miskunnarleysi er sorglegt. - Og allsendis ólíkt Guðmundi J. ... sameinumst, Gömul kratakerling úr Hafnarfirði hélt hún hefði farið á landsfund Samfylkingarinnar þeg- ar hún mætti í Smáralindina síðasta þriðju- dag. Þegar hún mætti á staðinn benti allt til þess. Þarna var komið mikið af höltu fólki og blindu sem beið frelsara síns í ofvæni. Gamall maður hrópaði að gömlu konunni, sem við skulum kalla Sigrúnu, þegar hún kom inn: „Frelsarinn er væntanlegur! Halelúja!" og bætti síðan við: „Loksins mun ég heyra fagn- aðarerindið!" Sigrúnu gömlu fannst þetta allt stemma þótt henni þætti óþarflega margir karlgera talsmann flokksins. Ekkert afmæli Líf Sigrúnar hafði ekki alltaf verið auðvelt. Sem ung kona hafði hún blindast af framsókn- armennskunni. Hún hafði orðið ástfangin af manni sem var ástríðufullur framsóknarmaö- ur og hafði hún þá gefið vöggugjöf Sjálfstæðis- flokksins upp á bátinn í óþökk föður síns sem aldrei bauð henni í afmælið sitt eftir það. Þeg- ar hinn stórhjartaði framsóknarmaður gaf Sig- rúnu upp á bátinn eftir að hafa séð hana drukkna á almannafæri rjátlaðist af henni framsóknarvíman og hún varð óflokksbundin í hjarta sínu. Árin þar á eftir kaus hún ýmist íhaldið eða kommana og þótti þaö bara fínt að hjálpum þeim geta sveiflast öfganna á milli. Með árunum minnkuðu þó sveiflurnar í flokkalínuritinu og þær fóru að bera meiri merki meðaltalsins. Jesús Kristur og Jón Ólafs Þegar Vilmundur kom fram með Bandalag jafnaðarmanna kaus hún það og þegar Albert Guðmundsson klauf sig út úr Sjálfstæðisflokkn- um og stofnaði Borgaraflokkinn ákvað hún að kjósa hann. Jóhanna Sigurðardóttir höfðaði líka sterkt til Sigrúnar og þegar hún sagði sig úr Alþýðuflokknum og stofnaði Þjóðvaka ákvað Sigrún að ganga til liðs við hana og má taka fram að Sigrún studdi hana ötullega. Þaö var því ekki óvænt að í fermingarveislu Fjalars frænda vorið 1999 reis Sigrún úr sæti og öskraði yfir rjómatertuhlaðana að hún myndi kjósa Samfylkinguna í komandi kosn- ingum. Og hún stóð við það, ekki síst vegna þess hversu krúttlegur henni þótti Össur Skarphéðinsson. Og svo mætti hún á landsfundinn í Smára- lind síðasta þriðjudag. Fimdarmenn voru henni flestir ókunnir en góðlegir upp til hópa. Sigrún komst þó sjálf aldrei fyllilega í sam- band við aðra fundarmenn og því síður stjórn- anda fundarins sem læknaði fólk af öllu nema framsóknarmennsku og sagði „hallelúja!". Sig- rún hélt því fljótlega heim á leiö og sönglaði fyrir munni sér: Gleymd’ ekki þínum minnsta baugi þótt Davíð Oddsson vilji þaó. Jón Steinar galar hátt á haugi og lítur ekki á blaö. í Kaupþingi er fólginn styrkur sem bláa höndin getur deytt. í Norðurljósum Jesús Kristur og Jón Ólafs eru eitt. Búum til betri heim sameinumst, hjálpum þeim sem minna mega sín, þeir borga sitt til mín. Vinnum að friði á jörð og gerum þakkargjörð öll sem eitt... Cjxxri Varasjóöurinn í dollurum. Ríkið kaupir dollara H.P.Þ. skrifar: Það hefur und- anfarið verið til- finning margra sem þekkja á efnahagslíf okk- ar, að það sé ekki tilviljun að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri - og ekki bara einhvern gjaldeyri heldur dollara - frá því sl. sumar fyrir um 10 milljarða íslenskra króna. Og enn er stefnt að dollara- kaupum, jafnvel fyrir allt að 20 milljarða króna.Hér er ekki bara verið að hugsa um útgerðina - eins og sumir kunna að halda. Hér er fyrirhyggja í fyrirrúmi vegna þess ástands sem margir hafa séð fyrir - að Evrópa kunni að einangrast frá vestrænu sam- starfi í núverandi mynd. Þá væri líka þröngt fyrir dyrum til við- skipta íslands við aðra en Banda- ríkin. Það sýnist ætla að rætast þessa dagana. Rauðvín með RÚV Ragnar Haraldsson skrifar: Það má gagnrýna Ríkisútvarpið í bak og fyrir og hefur verið gert óvægilega. Hitt er þó sönnu nær að RÚV er ekki sama og RÚV, þannig séð ... Mér finnst hljóð- varpið vera afar þægilegur og raunar frábær fjölmiöill (gagn- stætt sjónvarpinu). Dagskrá RÚV- hljóðvarps er full af fræðandi og jafnframt skemmtilegu efni frá morgni til miðnættis. Og þessa nýtur maður, jafnvel með vinnu heima við eða annars staðar. Tek dæmi af sl. sunnudagskvöldi á síð- asta tímanum fyrir miðnættið. Þá sat ég með rauðvínsglas í hendi og lauk við lestur bókar einnar en fylgdist einnig með ljúfum tónum laga sem hljóðvarpið eitt býður okkur á síðkvöldum. Þakka vel valda tónlist kvöldið það. Formaöur á flokksstjórnarfundi. - Atyrti Baug á flokkspólitískum forsendum? Flokkspólitísk áhrif Samfylkingar Magnús Helgason skrifar: Á flokksstjómarfundi Samfylk- ingarinnar um helgina kom forsæt- isráðherraefni hennar, Ingibjörg Sólrún, fram með nýstárlega kenn- ingu um faglegar eða flokkspóli- tískar forsendur fyrir afskiptum stjómmálamanna af þjóðmálum, þ.á m. umfjöllun um fyrirtæki í blíðu og stríðu. Ekki megi stjórn- málamenn gera of mikiö af því að leggja orð í belg, svo að fyrirtækin verði ekki fyrir hnjaski. Svo! - Þessum orðum hefði Ingibjörg Sól- rún nú átt að beina til síns svala svila, sem sat hjá í þessari um- ræðu og horfði í gaupnir sér. Það var nefnilega Össur Skarphéðins- son, ennþá skráður formaöur Sam- fylkingarinnar, sem hafði frum- kvæði að því að atyrða fyrirtækið Baug og kalla forsvarsmenn þess gangstera og „hreinræktaða drullu- sokka". Auðvitað gleymast ekki slík orð svo glatt, hvað sem forsæt- isráðherraefni Samfylkingarinnar gerir til að auglýsa jafnstöðu sína gagnvart núverandi forsætisráð- herra. Manni dettur helst í hug að Ingibjörg Sólrún hafi einhverja vit- neskju um aðvífandi áfoll hjá Baugi, Kaupþingi eða Norðurljós- um, og telji sigurstranglegt að aug- lýsa Davíð Oddsson valdan aö þeirri óáran sem þar kynni að verða opinberuð. OV! Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíö 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.