Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir 9 fjögur flug í viku út september. Boðið var upp á lægri flugfargjöld til og frá Bretlandi en Islendingar höfðu áður átt að venjast. Flugfélag- ið flutti afls 61 þúsund manns til og frá íslandi sumarið 2000 og 2001, en um tveir þriðju hlutar farþeganna voru erlendir ferðamenn. Þrátt fyr- ir miklar vinsældir hætti félagið að fljúga hingað og var m.a. háum flugvaflagjöldum kennt um. Canada 3000 hélt uppi ferðum hingað í nokkur sumur með milli- lendingum í Keflavík á leiðinni milli Vancouver í Kanada og Bret- lands. Það félag hætti líka árið 2001 að því er virðist af sömu ástæðum og GO. HMY Airways Nú fyrir áramótin tók nýtt flugfé- lag, HMY Airways, upp merki Canada 3000, enda margir af lykil- mönnum þessa nýja félags sóttir í raöir forverans. Hóf félagið ferðir 16. desember 2002. Boðið upp á far- gjöld á milli Keflavíkur og Vancou- ver á verði sem aldrei hafa sést áður, eða frá 25-50 þúsund krónur báðar leiðir. Nú hefur hins vegar verið tilkynnt að allt Evrópuflug félagsins hafi verið fellt niður Fleiri félög eru nefnd tfl sögunn- ar og sterkur orðrómur hefur verið um að írska flugfélagið Ryanair hefji ferðir til og frá landinu. Þar er nefndur til sögunnar Helgi Jó- hannsson, fyrrum framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar. Hefur hann verið að þreifa á ís- lenskum stjórnvöldum fyrir írska flugfélagið sem hefur m.a. gert kröfu um að fá lækkuð lendingar- gjöld eða afslátt af flugvallarskött- um. Þýsk, spænsk og ítölsk félög Flugfélagið LTU hóf vikulegt áætlunarflug á mifli Dússeldorf og Egilsstaða í júní á síðasta ári. Fé- lagið hafði þá flogið hingað til lands á sumrin frá árinu 1995 i samvinnu við ferðaskrifstofuna Terra Nova- Sól. Flogið var til og frá Egilsstöð- um og millilent í Keflavík. Þessum ferðum verður haldið áfram í sum- ar. LTU flýgur annars milli Kefla- víkur, Múnchen og Dússeldorf. Þá hefur félagið Aero Lloyd verið í ferðum hingað til lands undanfar- in ár í tengslum við Terra Nova-Sól og flýgur í sumar milli Keflavikur og Berlínar tvisvar í viku fram í endaðan september. í Berlínarflug- inu er verið að keppa í verði við lágjaldafélögin og kostar farið fram og til baka frá 15.300 krónur, eða 19.900 með flugvallasköttum. Auk þess flýgur Aero Lloyd vikulega í sumar á milli Keflavíkur og Vínar í Austurríki. Þá má nefna flugfélagið Condor sem flýgur í sumar fyrir Terra Nova-Sól á milli Keflavíkur, Frankfurt og Múnchen. Ferðaskrifstofan Heimsferðir nýtir sér þjónustu spænska flugfé- lagsins Futura og ítalska flugfélags- ins Azzurra fyrir sína farþega í sumar. Azzurra er dótturfélag hins þekkta flugfélags Alitalia. Air Greenland til Akureyrar Nýjustu fréttirnar á þessum vett- vangi eru að Air Greenland hefur ákveðið að fljúgi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar og mun það án efa auka enn á samkeppnina um farþega tfl og fá íslandi. Þessar ferð- ir hefjast þann 28. apríl nk., eða í fyrstu viku sumars. Flogið verður tvisvar í viku allt árið með Boeing- 757 þotu. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur mjög beitt sér í þessu máli sl. tvö ár, enda mikið hagsmunamál Norðlendinga. -HKr. r 1 1 LSU IA1 ÍAI K Þjálfunar og æfingarpunktar — - — — - ... Æfingapúls er sá fjöldi slaga á mínútu sem hjarta þitt slær til að ná fram þolþjálfunaráhrifum sem hæfir aldri þínum og getu. Það að fylgjast með æfingapúlsinum gerir þér kleift að fá sem mest út úr þjálfuninni og kemur í veg fyrir að þú hvorki ofreynir þig né hlífir þér of mikið. Hægt er að reikna út æfingapúlsinn með því að nota eftirfarandi formúlu: (a) 220 - aldur = hámarkspúls (b) Hámarkspúls - hvíldarpúls (tekinn í hvíld, t.d. eftir svefn) (c) Margfaldaðu svo með 0,7 eða 0,8 (þ.e. því álagi sem þú vilt æfa á). (d) Leggðu svo hvíldarpúlsinn við og þá færðu út þinn æfingapúls. Dæmi: Jón er 40 ára og með hvíldarpúls 70 220-40 = 180-70 = 110x0,8 = 88 + 70 = 158 Æfingapúls Jóns er 158 slög á mínútu. Einfaldari útgáfa er 220 - aldur x 0,7, en þá er ekki tekið tillit til hvíldarpúls sem er einstaklingsbundinn. Betra er að nota nákvæmari formúluna. Til að æfa á réttu álagi ættir þú að reikna með 65 - 80% af hámarkspúls (þ.e. margfalda með 0,65 - 0,8) þegar þú reiknar æfingapúlsinn. Ef þú ert byrjandi skaltu miða við 60% af hámarki (margfalda með 0,6). Matseðill dagsins Dagur2 Morgunverður: Cheerios, 3 dl = 1 diskur Undanrenna, 2,5 dl = 1 glas Banani, 1 stk. Hádegisverður: Skyr, tilbúið, 1 dós Undanrenna, 2,5 dl = 1 glas Heilhveitibrauð, 30 g = 1 sneið Létt viðbit, 1/2 msk. Miðdegisverður: Flatkaka, 45 g = 1/2 kaka Létt viðbit, 1/2 msk. Hangiálegg, 2 sneiðar Epli, 1 stk. Kvöldverður: Fiskur, soðinn, 150 g Kartöflur, soðnar, 180 g = 3 eggstórar Grænmeti, ýmislegt, 100 g + Létt viðbit, 2 msk. Kvöldhressing: Vínber, 200 g = 45 "meðalstór" Til umhugsunar: Margir telja að mjög auðvelt sé að fitna af brauði. En svo er ekki enda gefur brauð tiltölulega fáar hitaeiningar miðað við saðningargildi. Sem dæmi má nefna að 30 gramma brauðsneið gefur um 75 hitaeiningar. Afturá móti skiptir áleggið oft miklu máli. Sem dæmi má nefna að meðalsamloka með skinku og osti gefur um 350 hitaeiningar en rækjusamloka, sem mun vera vinsælasta samloka landans, gefur um 600 hitaeiningar. Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur HReynnG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.