Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Blaðsíða 6
6 Fréttir FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 NAMSKEIÐ í MARS! 14. MARS 08.00 til 12.30 Þjónusta og sala Reykjavík Fullbókað 15. MARS 10.00 til 17.00 Gæðasala og listin að loka sölu Akureyri Fullbókað 17. MARS 09.00 til 12.30 Gæðasala (tveir morgnar f röð) Reykjavík Skráning stendur yfir 17. MARS 19.30 til 22.45 (tvö kvöld (röð ) GÆÐASALA Reykjavík Skráning stendur yfir 19. MARS 19.00 til 22.45 Gæðasala 1+1=3 Reykjavík Fullbókað 22. MARS 10.00 til 16.30 Listin að loka sölu Reykjavfk Fullbókað 24. MARS 09.00 til 12.30 Gæðasala (tveir morgnar (röð ) Reykjavík Skráning stendur yfir 24. MARS 19.30 til 22.45 (tvö kvöld (röð ) GÆÐASALA Reykjavík Fullbókað 31. MARS 09.00 til 12.30 Gæðasala (tveir morgnar í röð ) Reykjavík Skráning stendur yfir Við höfum sameiginlegt markmið - að þér gangi vel Söluskóli Gunnars Andra (SGA) er fimm ára þekkingar- og þjónustu- fyrirtaeki sem sérhæfir sig ( nám- skeiðum og fyrirlestrum fyrir einstaklinga og smærri sem stærri fyrirtæki. Markmið SGA er að hjálpa viðskipta- vinum sínum að ná fram aukinni sölu, bættri þjónustu og laða fram hámarksárangur hjá starfsfólki. SÖLUSKÓLI GUNNARSANDRA Sími 822 8855 www.sga.is Sjávarútvegsráöherra stígur skref í átt til hvalveiða: Vísindaveiðar komnar á áætlun Rauður Hvalfjöröur Ný kynslóö er aö vaxa úrgrasi á íslandi sem þekkir ekki hvalskurð. „Eigum að veiða allar tegundir af hval" Ámi M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra hefur ákveðið að leggja fram í næstu viku áætlun um hvalveiðar í vísindaskyni við vísindanefnd Alþjóða hvalveiði- ráðsins. íslendingar hafa ekki veitt hval síðan 1989. Þetta þýðir ekki að ákvörðun um að hefja veiðar í atvinnuskyni hafi verið tekin, það liggur ekki fyrir fyrr en vísindanefndin og Alþjóða hval- veiðiráðið hafa fjallað um tillögu íslendinga og þaö tengist einnig alþjóðlegum viðskiptum með hvalaafurðir, því þaö er mun kostnaðarsamara að stunda hval- veiðar í vísindaskyni en í atvinnu- skyni og tryggja verður að hægt verði að flytja afurðirnar inn til Japans. „Enn sem komið er hefur Norð- mönnum ekki tekist að fá þann markað opnaðan. Þegar umfjöllun um tillögu okkar um vísindaveið- ar lýkur 19. júní nk. á fundi Al- þjóða hvalveiðiráðsins þarf að meta stöðuna og taka þá tilllit til þessara þátta, og þá hvort og með hvaða hætti veiðarnar hefjast. Það eru því enn spurningamerki við vísindaveiðarnar. En þetta er síð- asta skrefið í ferli frá því að þings- ályktunin var samþykkt í því að undirbúa það að við getum tekið þessa ákvörðun. Fyrst var það inngangan í Alþjóða hvalveiðiráð- ið með fyrirvaranum um að hefja ekki veiðar í atvinnuskyni sem þó verður ekki virkur fyrr en árið 2006, síðan vísindaáætlunin og loks veiðar í atvinnuskyni. Það kann að vera að við verðum að vinna eitthvað meira að vísindaá- ætluninni, það fer eftir því hvaða viðbrögð við fáum. Þetta skref nú er því mjög mikilvægt tæknilega og lagalega, en alls ekki það sið- asta. Þar skiptir markaðsaðgang- urinn líka miklu máli, er raunar grunnurinn að því að þetta sé hægt. En fyrirvarinn er ekki þröskuldur í vegi þess að hefja veiðar í vísindaskyni. Það hafa allar þjóðir rétt til þess að hefja veiðar í vísindaskyni, burtséð frá O-kvótanum, ef þær eru á annað borð aðilar að Alþjóða hvalveiði- ráðinu," segir Ámi M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. -GG Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir að sér lítist mjög vel þá hugmynd að hefja hvalveiðar í sumar. „Þó fyrr hefði verið, en ég trúi ekki að það verði gert fyrr en ég sé það.“ Að sögn Sæv- ars hefur það verið stefna Sjómanna- sambandsins í ára- tug eða meira að heíja hvalveiðar að nýju. „Þar á ég ekki bara við smáhvelið heldur allan hval. Það á að fara út í allsherjar hvalveiðar ef menn eru að byrja á þessu á annað borö. Ég leggst svo sem ekki á móti því að það verði byrjað á smáhvelinu en að mínu mati er rétta leiðin, í ljósi þeirra viðbragða sem við megum eiga von á utan úr heimi, að ganga alla leið.“ Sævar segist eiga erfitt með að trúa á alvöruna bak við hugmyndina. „Það eru fjögur ár síðan það var flutt tillaga á þingi um að hefja hvalveiðar að nýju og núverandi sjávarútvegs- ráðherra hefur haft fjögur ár til að taka ákvörðun um málið en hefur ekki gert það þannig að það er erfitt að trúa því aö menn séu að tala í al- vöru.“ „Þetta er með ólíkindum" „Mér vitanlega er ekkert farið að gera í þessu máli nema tala um það,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. Hann segir að í sínum huga sé þetta óskhyggjutal og að hann taki ekki mikið mark á orðum sjávarútvegsráðherra i þessu máli. „Menn hefja ekki veiðar í vísinda- skyni eftir reglum hvalveiðiráðsins því að ef veiðar eru án ábata, hver á þá að borga brúsann. Ég hef enga trú á að þetta fari nokkum tíma í gang, miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir í dag.“ Hann segir ræðuna hjá sjávarút- vegsráðherra vera mikið frumhlaup, í ljósi þess að málið sé illa undirbúið hjá honum og billegt útspil nokkrum vikum fyrir kosningar. „Þetta er með ólíkindum," segir Kristján. -Kip Kristján Loftsson. Búnaöarbankinn og Noröurljós: Hafa náð fullri sátt Búnaðarbanki íslands hf. og Norðurljós hf. hafa náð sáttum í hörðum deilum félaganna. Búnað- arbankinn ákvað í gær að falla frá ákvörðun um gjaldfellingu á 350 milljóna króna láni til Norður- ljósa samskiptafélags hf. Búnaðar- bankinn og Norðurljós hafa farið saman yfir skilmála lánsins og rekstrarstöðu Norðurljósa. Sam- hliða þessu hefur orðið að sam- komulagi milli Búnaðarbankans og Norðurljósa að falla frá öllum málarekstri fyrirtækjanna hvors á hendur öðru sem rætur eiga að rekja til umræddrar gjaldfelling- ar. Búnaðarbankinn telur að í ljósi verulegs afkomubata Norðurljósa og þess að sambankalán félagsins er í fullum skilum séu þær for- sendur sem lágu til grundvallar gjaldfellingunni á sínum tíma ekki lengur fyrir hendi. Norður- ljós munu greiða vaxtagreiðslur og afborganir af láninu í samræmi við skilmála þess. Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, segist í yfirlýs- ingu vegna málsins telja að við þau umskipti sem orðið hafa í rekstri Norðurljósa og bættri rekstrarstöðu félagsins séu allar horfur á að það nái að standa í skilum með umrætt lán. Fjölmiðlarisinn Norðurljós hf. átti í erflðleikum með afborganir af sambankaláni sem Landsbanki íslands, ásamt fjórum erlendum bönkum með Chase Manhattan- bankann í New York í farar- broddi, samþykkti að veita fyrir- tækinu til að leysa úr fjárhags- vandræðum fyrirtækisins um ára- mótin 1999 og 2000. Samkvæmt upplýsingum í DV í júlí á síðasta ári var sambankalánið talið vera að upphæð tæpir 6 milljarðar króna sem svarar til 70 tO 80 miUj- óna doUara. Var fyrirtækið þá talið gríðarlega skuldsett og var talað um aUt að 10 miUjarða króna í því samband. Höfðu skuldirnar vaxið gríðarlega á skömmum tíma vegna verðfalls krónunnar og mikillar styrkingar á doUar, en það dæmi fór að snúast við um mitt síðasta ár. Sigurður G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósa, kvaðst í morg- un vera mjög ánægður með sam- komulagið sem náðst hefði. Hann segir stöðu lána félagsins hafa gjörbreyst, ekki síst vegna gengis- breytinga. „Staðan er mjög góð og svo seldum við einnig Tal í fyrra.“ Sigurður segist þó ekki gefa upp að svo stöddu hvernig skuldastað- an er í dag. - „Við erum að senda frá okkur ársreikning eftir þrjár vikur,“ sagði forstjórinn. -HKr. DV Aðstoðarforstjórinn verður forstjóri Kaupþings Hreiðar Már Sigurðsson, sem áöur var aðstoðarforstjóri Kauþings, hef- ur tekið við starfi forstjóra Kaup- þings banka. Sigurður Einarsson verður hins vegar stjórnarformaöur fyrirtækisins í fullu starfi. Þetta er meðai þess sem ákveðið var á aðat- fundi félagsins sem fram fór í gær. Fleiri breytingar urðu á stjórn fyrir- tækisins - nýir menn í stjórn eru Antonios Yeralemou, Ásgeir Thorodd- sen og Sigurður Einarsson. Hagnað- ur Kaupþings nam 3.075 milljónum eftir skatta sem er sá mesti í sögu bankans. Arðsemi eiginfjár Kaup- þings var 32,4% í fyrra. Samskip: Afkoman batnaði um hálfan milljarð Samskip hf. heldur aðalfund sinn í dag í Salnum í Kópavogi og hafa eigendur fyrirtækisins ástæðu tO að fagna, því verulegur bati hefur orðið á afkomu fyrir- tækisins frá árinu 2001 þegar tap varð á starfseminni upp á 242 milljónir króna. Árið 2002 varð viðsnúningur sem um munaði, hagnaður þess árs er 249 miUjón- ir og afkomubatinn þannig rétt um hálfur miUjarður. Helstu ástæður betri tíma hjá Samskipum eru að í fyrra varð gengishagnaður í stað verulegs gengistaps árið á undan. Enn fremur kemur til endurskipulagn- ing og hagræðing í rekstri auk þess sem betur hefur gengið með starfsemi félagsins erlendis. -JBP íslensk tónlist í háloftunum íslenskt tónlist verður leikin og kynnt sérstaklega flugfarþegum um borð í vélum Flugleiða um allan heim. Á fimmtudag var undirritaður samningur miUi Samtóns og írska fyrirtækisins Inflight Audios um spilun á verð- launaefni frá íslensku tónlistar- verðlaununum á sérstakri tónlist- arrás um borð í vélum Flugleiða. Inflight Audios hefur séð um tón- list um borð í vélum Flugleiða í mörg ár en sér einnig um tónlist fyrir 70 stærstu flugfélög í heim- inum. Nú hefur Samtónn samið við fyrirtækið um að íslenskt tón- list verði notuð í flugvélar fleiri félaga á þeirra vegum. -HKr. Varafopseti Interpride Heimir Már Pét- ursson, fram- kvæmdastjóri Hinsegin daga í Reykjavík, hefur verið skipaður varaforseti Inter- pride, alþjóðlegra samtaka lesbía, homma, tvikyn- hneigðra og kyn- skiptniga sem standa fyrir hinsegin dögum um heim aOan. Heimir Már hefur starfað innan hreyfingarinnar frá 1999 og hefur verið ötuO talsmaður hinsegin samtaka á Norðurlöndum. -EKÁ Pétursson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.