Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 11 DV Útlönd Bretar gera síðustu tilraun til sátta í Öryggisráðinu í dag Bretar munu í dag gera síðustu þrjátíu af vísindamönnum sinum leyfi -IflBjB sáttatilboðinu strax i gær og sö Bretar munu í dag gera síðustu tilraun til þess að ná sáttum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um orðalag nýrrar sameiginlegrar tillögu þríeykis Bandaríkjamanna, Breta og Spánverja um nýja ályktun í íraks- málinu, sem væntanlega verður lögð fyrir ráðið til samþykktar á morgun. Sáttatillaga um breytt orðalag til- lögunnar, sem Bretar lögðu fram á þriggja klukkustunda löngum fundi í ráðinu í gær og gengur út á það að írakar komi til móts við sex ný skil- yrði til að forða frá stríði, hlaut jákvæð viðbrögð fulltrúa rikjanna sex sem enn eru óákveðin í afstöðu sinni, en var aftur á móti hafnað af Frökkum og Rússum. Skilyrðin sex sem Bretar leggja til eru í fyrsta lagi að Saddam lýsi því yfir i sjónvarpsávarpi að Irakar eigi gjöreyðingarvopn í fórum sínum og lofi að aíhenda þau. í öðru lagi gefi írösk stjórnvöld þrjátíu af vísindamönnum sínum leyfi til þess að ræða við vopnaeftirlits- menn SÞ utan íraks. I þriðja lagi að viðurkenna efna- og sýklavopnaeign sína og afhenda þau vopnaeftirlitinu eða að öðrum kosti gera grein fyrir því hvað varð af þeim. I fjóröa lagi að koma til móts við kröfu um að öllum ólöglegum stýri- flaugum verði þegar eytt og í fimmta lagi að gera grein fyrir fjarstýrðri flugvél sem starfsmenn vopnaeftirlits- ins uppgötvuðu nýlega í írak. í sjötta og síðasta lagði að gera grein fyrir öllum færanlegum efna- og sýklavopnaverksmiðjum á hjólum. Bandaríkjamenn eru ekkert yfir sig hrifnir af þessu sáttaframlagi Breta og hafa aðeins lýst því yfir að þeir séu orðnir verulega -ergilegir yfir seina- gangi málsins í Öryggisráðinu. Sama er að segja um fulltrúa Frakka og Rússa sem höfnuðu Tony Blair Tony Blair, forsætisráöherra Bret- lands, leggur alla áherslu á aö ná sáttum í Öryggisráöinu og segir aö hernaöaraögeröir gegn írökum veröi Bretum í hag. sáttatilboðinu strax í gær og sögðu það ekki gera annað en gefa grænt Ijós á hernaðaraðgerðir þar sem tillagan að nýrri ályktun stæði óbreytt. Ákvörðun þeirra um að beita neitunarvaldi í Öryggisráöinu stæði því óbreytt. Bresku sendifulltrúarnir segja að skilyrðin yrðu ekki sett inn í texta tillögunnar að nýrri ályktun heldur aðeins lögð fram sem tillaga að mark- miðum sem höfð yrðu til viðmiðunar við afvopnun íraka. Sáttatillaga Breta gerir heldur ekki ráð fyrir því að frestur íraka til af- vopnunar verði framlengdur en tillaga þríeykisins gerir ráð fyrir því að hann renni út þann 17. mars. Fulltrúar í öryggisráðinu hafa ákveðið að koma saman síðdegis í dag þar sem gerð verði síðasta tilraun tO sátta og er það von Breta að þar náist samkomulag um aðeins lengri frest íraka til afvopnunar. Hamas-samtökin gagnrýna Yasser Arafat fyrir nýtt embætti forsætisráðherra Palestínu Palestinsku Hamas-samtökin hafa gagnrýnt þá ákvörðun Yassers Ara- fats um að deila völdum og stofna embætti forsætisráðherra, sem sam- þykkt var í palestínska þjóðþinginu þegar það kom sama í Ramallah á þriðjudaginn. í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær segir að með þessu sé Arafat aðeins að koma til móts við þrýsting Bandarikjamanna og síon- ista og segja nýja stöðu forsætisráð- herra aðeins ætlaða til þess að veikja frelsisbaráttu palestinsku þjóðarinn- ar. Yfirlýsing Hamas-samtakanna barst eftir að Arafat hafði fundað með helstu pólitísku leiðtogum Fatah- hreyfmgarinnar i gær um væntanleg- ar stjómsýslubreytingar. Aftur í faðml fjölskyldunnar Hin 15 ára Elizabeth Smart aftur komin heim, 9 mánuöum eftir rán. Fannst lifandi 9 mánuð- um eftip mannrán Elizabeth Smart, fimmtán ára stúlka frá Utah sem var rænt af heimili sínu fyrir níu mánuðum, fannst heil á húfi í gær. Foreldr- ar hennar, sem gáfu aldrei upp vonina, kölluðu þetta kraftaverk. Elizabeth, sem var með hvíta blæju þegar lögreglan fann hana, sneri aftur í faðm fjölskyldunnar á lögreglustöð í Salt Lake City. Laganna verðir handtóku götu- predikara að nafni Briad David Mitchell og konu sem var með honum. Mitchell þessi hafði unn- ið aðeins fyrir föður Elizabethar. „Ég vissi alltaf innra með mér að hún væri einhvers staðar þarna. Ég er viss um að þetta hef- ur verið helvíti líkast fyrir hana,“ sagði Ed Smart, faðir stúlkunnar. Elizabeth fannst í bíl í bænum Sandy, um 24 kílómetra frá Salt Lake City, eftir að lögreglan hafði fengið vísbendingar um götupre- dikarann sem hún hafði leitað að. Talsmaður fjölskyldunnar sagði að mannræningjarnir tveir hefðu aldrei látið Elizabeth úr augsýn og því hefði hún ekki getað flúið. _ ... I REUTERSMYND Prinsinn hrærir í karamellupottunum Karl Bretaprins brosti breitt þegar hann hræröi í karamellupottum í Kara- mellubúðjnni í Penrith í Cumbriu. Ekki er víst aö brosiö veröi jafnbreitt í dag þegar skýrsla um ósóma meöal starfsliös hans veröur gerö oþinber. IMeita að Osama bin Laden hafi verið handsamaður s fc | j Pakistönsk stjórn- völd vísuðu í gær á bug staðhæfingum þarlends stjórnmála- manns um að hryðju- verkaforinginn Osama bin Laden hefði verið hand- samaður. Bandarísk stjórnvöld tóku í sama streng. Ráðamenn vestra sögðust ekki hafa neinar upplýsingar sem styddu fullyrð- ingu pakistanska stjórnmálamannsins sem var upphaflega Ekki fundinn enn Fréttir af handtöku Osama bin Ladens bornar til baka. CIA segir að leitin að bin Laden líkist meira því að afhýða lauk en eltingaleik í sjónvarpi þar sem allt gerist á örskots- stundu. „Það er erfltt að finna einstakan mann, jafnvel í þessu landi,“ segir Donald Kerr hjá CIA. Sérfræðingar telja að bin Laden sé um- kringdur lífvörðum sem nær örugglega hafi fengið fyrirskip- flutt á íranskri útvarpsstöð. anir um að drepa hann áður en Yflrmaður tæknideildar hægt væri að handtaka hann. bandarísku leyniþjónustunnar Búnaðarbanki Islands hf. Aðalfundur 2003 Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 22. mars kl. 14.00 1 Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans síðastliðið starfsár. 2 Ársreikningur og skýrsla bankastjórnar fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endur- skoðanda, lagðar fram. 3 Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári. 4 Tillögur til breytinga á samþykktum Búnaðarbanka (slands hf. sem leiða af lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. 5 Kosning bankaráðs. 6 Kosning endurskoðanda. 7 Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna. 8 Tillaga um heimild bankaráðs til kaupa á eigin hlutum í bankanum. 9 Tillaga um sameiningu Landbúnaðarsjóðs Búnaðarbanka íslands hf.við Menningar- og styrktarsjóð Búnaðarbanka íslands hf. 10 Tillaga um framlag í Menningar- og styrktar- sjóð Búnaðarbanka íslands hf. 11 Önnur mál. Fundargögn liggja frammi á skrifstofu bankastjómar, Austurstræti 5, Reykjavík. BUNAÐARBANKINN -Traustur banki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.