Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003
13
DV
Innkaup
Veitingahúsiö Vlö Tjörnina:
Portúgalskir dagar
Portúgalskir
dagar hefjast á
Veitingahúsinu
Við Tjörnina í
kvöld og standa
fram á sunnudag.
Þar verður portú-
gölsk matargerðar-
list í hávegum
höfð og portúgölsk
vín á boðstólum.
Reyndar verður öll
umgjörð þessara
daga á portúgalska
vísu, með tónlist
og öðru skemmti-
legu.
Rúnar Marvins-
son meistarakokk-
ur mun hafa vak-
andi auga með öllu
þessa daga. Það
ætti ekki að vefjast
fyrir honum en
hann þekkir ágæt-
lega til Portúgal og
þeirrar matargerð-
ar sem þar er
stunduð.
Áhugasamir um
fjarlæga matar-
menningu fá
þarna einstakt
tækifæri til að
bragða potrúgalskar krásir mat-
reiddar af meistara Rúnari.
Fyrirtækið Karl K. Karlsson
stendur fyrir vínþættinum en
gestir eru boðnir velkomnir með
Runar marvinsson
Meistarakokkurinn mun hafa vakandi auga með öllu
þessa daga.
portúgölskum fordrykk. Gestir
velja af sérstökum matseðli og get-
ur heppinn matargestur unnið
ferð fyrir tvo með Úrvali útsýn.
TILBOÐ VIKUN
Uppgrips-verslartir Olís
Tilboðin gilda í mars.
Bouché-súkkulaði, allar tegundir 49 kr.
Örbylgjupopp, Orwille 179 kr.
Mónu krembrauð 69 kr.
Egils Orka, 0,5 1 135 kr.
Seven Up, 0,5 1 99 kr.
Latex hanskar, einnota 149 kr.
Vinyl hanskar, einnota, 10 stk. 149 kr.
1
Hagkaup
Tilboðin gilda til 22. mars.
Hamborgarhryggur 699 kr. kg
Svínahnakki með beini 399 kr. kg
Svínakótelettur 499 kr. kg
Dracula brjóstsykur, 115 g 99 kr.
BKI kaffi, extra, 400 g 199 kr.
Jacobs pítu brauð, 400 g 99 kr.
Bórtus
Tilboðin gilda til 16. mars.
Bónus hamborgarar, 4 stk. m. brauði 199 kr.
Bónus svínakótelettur m.beini 489 kr. kg
Kjarnafæði bayonneskinka 599 kr. kg
Ósoðin, frosin lifrapylsa 411 kr. kg
Vatnsmelónur 59 kr. kg
Úrval/Samkaup
Tilboðin gilda til 25. mars.
Nautahakk 579 kr. kg
íslandsfugl, kjúklingur ferskur 399 kr. kg
Lambaframp./súpukjöt 389 kr. kg
Knorr Gryte 165 kr. kg
Kínakál 129 kr. kg
Gular melónur 149 kr. kg
Perur 149 kr. kg
: í
Þin verslun
Tilboðin gilda til 19. mars.
4 hamborgarar & 4 brauð 15% afsl.
Búrfells nautahakk 15% afsl.
Toro lasagne ofnréttur 239 kr.
Toro tandori chicken ofnréttur 209 kr.
Frón matarkex, 400 g 159 kr.
Fairy uppþvottalögur, 500 ml 189 kr.
1 1-1 1
Tilboðin gilda til 19. mars. j
SS helgarsteik, rauðvínslegin 1048 kr. kg
SS helgarsteik, grand orange 1048 kr. kg
j Hatting mini hvítlauksbrauð, 10 stk. 195 kr. j
Hatting ostabrauð, 2 stk. 195 kr.
River basmatic hrisgrjón, 500 g 159 kr.
Cocoa Puffs, 500 g 319 kr.
Prins Póló, 4 pk. 198 kr.
1 !
Krónan
Tilboðin gilda til 16. mars. '
KEA ofnsteik með ítöiskum blæ 935 kr. kg
Bautab. rauðvinsl. svínalærisn. 648 kr. kg
Pop Secret örb. popp, 6 pk. 249 kr.
GM Honey Nut Cheerios, 765 g 489 kr.
Kindersúkkulaðiegg 198 kr.
Fón kremkex, 500 g 219 kr.
Súkkulaðibitakex, 225 g 159 kr.
i :
Sparversfun
Tilboðin gilda til 17. mars. j
Lambalærisneiðar, frosnar 828 kr. kg
Lambakótilettur, frosið 828 kr. kg
Lambalæri, frosið 698 kr. kg
Lambahryggur, frosið 698 kr. kg
Ýsuflök m/roði, frosið 398 kr. kg
Léttsósa Dijon, 200 g 119 kr.
Léttsósa engifer, 200 g 119 kr.
I i
Nettó
J Tilboðin gilda meðan birgðir endast. j
Norðlenska grisarif 398 kr. kg
Norðlenska grisabógur 199 kr. kg
Norðlenska puruofnsteik 599 kr. kg
Norðlenska grísaofnsteik 629 kr. kg
0 & S gratínostur 189 kr.
Knorr pastaréttur bolognese 199 kr.
Santa Maria soft tortilla 219 kr.
: - . ... .. _ : J
Smáauglýsingar
DV
550 5000
ÞJALFUNAR OG ÆFINGARPUNKTAR
Sumir benda á að langvarandi streita geti ýtt undir þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Okkur
er öilum eðlilegt að bregðast við ýmsum áreitum með streituviðbrögðum sem jafnvel gera
okkur kleift að yfirvinna vandann.
Dæmi: Ef við stöndum augliti til auglitis við rándýr, til dæmis Ijón, sendir heilinn skilaboð
eftir taugakerfinu í nýrnahetturnar (lítils kirtils ofan á nýrunum). Nýrnahetturnar losa tvenns
konar hormón út í blóðið, kortisól og adrenalín. Þessi hormón gera það að verkum að víð
eigum auðveldara með að bjarga okkur á flótta undan Ijóninu vegna þess að með aðstoð
þeirra tekst að leysa svo mikla orku úr læðingi. En hormónin auka ekki aðeins orkuna
tímabundið heldur er á sama tíma slökkt á allri langtímauppbyggingu líkamans: menn hætta
að melta og hugsa um það eitt að forðast að vera étnir; það slokknar á kynhvötinni og vefir
hætta að endurnýja sig, blóðþrýstingur hækkar.
Ef stre'rtuviðbrögð sem þessi gera stöku sinnum vart við sig er um eðlilegan þátt hins mannlega
lífs að ræða. En fólk sem er undir stöðugu álagi, til að mynda vegna fjárhagslegs óöryggis eða
undirokunar í vinnu eða innan heimilisveggja, getur verið í mikilli áhættu, ef til vill vegna þess
að blóðþrýstingurinn helst stöðugt hár vegna streituviðbragðanna. En einnig má geta þess að
margir sem ganga í gegnum mikið andlegt álag temja sér, jafnvel ómeðvitað, lífsmunstur sem
ýtir undir hjarta- og æðasjúkdóma: lífsmunstur sem meðal annars felst í aukinni alkóhólneyslu,
meiri reykingum, slæmum matarvenjum og minni hreyfingu. Ef hættulegt streituástand er til
staðar þarf að berjast gegn því með öllum mögulegum ráðum, til dæmis með reglubundinni
líkamsþjálfun og/eða með því að leggja stund á slökun og íhugun.
MATSEÐILL DAGSINS
Dagur 28
Morgunverður: Súrmjólk, létt 3 dl
Sólblómafræ 1 msk.
Allbran 2 msk.
Rúsínur 1 msk.
Hádegisverður: Fiskisúpa (s.s. Toro) 3 dl
Brauð 2 sneiðar
Létt viðbit 2 tsk.
Gúrkur 100 g +
Tómatur 1 stk.
Miðdegisverður: Skyr 1 dós
Banani 1 stk.
Kvöldverður: Píta
Pítubrauð 1 stk.
Hakk 80 g
Salat 100 g +
Fetaostur 10teningar
Pítusósa, létt 2 msk.
Kvöldhressing: Vfnber 250 g (ca. 70 stk.)
Helstu áhættuþættir hjarta og æðasjúkdóma eru:
• reykingar.
• háar blóðfitur (hátt LDL kólesteról; lágt HDL kólesteról).*
• kynferði (karlar og konur - eftir að þær hafa hætt blæðingum).
• háþrýstingur.
• sykursýki.
• erfðir.
• offita (sérstaklega brjóst- og kviðfita).
• hreyfingarleysi.
• sístreita.
• LDL þekkja margir sem „slæma" kólesterólið. Sumum kann að þykja auðveldara að muna það
sem „L-leiðinlega" kólesterólið.
HDL þekkja margir sem „góða" kólesterólið. Sumum kann að þykja auðveldara að muna það
sem „H-hjálplega" kólesterólið.
Ekkert stuðlar jafn sterkt að kransæða- og öðrum æðakölkunarsjúkdómum og reykingar.
Eitt af mörgu neikvæðu sem reykingar hafa í för með sér er lækkun
á HDL (hjálplega) kólesterólinu. Einnig eyðileggja reykingar beinlínis
æðakerfið og hjartað með því að skemma æðaþelið og auka vinnuálag
hjartans. Reykingar skerða súrefni sem hjartað þarf á að halda og trufla
starfsemi blóðflagna svo að skaðleg blóðsegamyndun verður líklegri.
Eiturefni í sígarettureyk eyðileggja háræðar og leggja grunninn að
þrengingu slagæða. Bætt heilbrigði hjarta- og æðakerfis má greina
hjá öllum aldurshópum innan eins árs eftir að reykingum hefur verið
Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur
HReynnc ■