Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Side 29
t FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 29 Dorfmeister sigraði Austurríska skíðakonan Michaela Dorf- meister sigraði í brunkeppni heimsbikarsins þegar hún hafnaði í sjötta sæti á síð- asta móti keppn- innar í Lille- hammer í Noregi í gær. Hún hlaut alls 372 stig en Renate Götschel, Austurríki, lenti í öðru sæti með 368 stig. Á lokamót- inu í gær í brun- inu sigraði hins vegar Götschel, Ingrid Jacquemod, Frakklandi, varö í öðru sæti og Kristen Clark frá Bandaríkjunum varð í þriðja sæti. -JKS Agúst Asgeirsson, formaöur hnefaleikanefndar ISÍ, segir af sér: Landstög brotin í HiMinni - segir Ijóst aö sínu mati aö Muay Thai og frjáls bardagi séu bannaðir á íslandi Hnefaleikanefnd ÍSÍ er óstarfhæf um þessar mundir þar sem formað- ur hennar, Ágúst Ásgeirsson, hefur sagt af sér vegna trúnaðarbrests innan stjórnarinnar. Ástæðan er hnefaleikakeppni sem fram fór á laugardagskvöld í Laugardalshöll á vegum Hnefaleikafélags Reykjavík- ur þar sem keppt var í ólympískum hnefaleikum en einnig var keppt í Muay Thai og frjálsum bardaga. í þessum greinum má bæði sparka og kýla. Segir Ágúst það alveg ljóst að tvær síðastnefndu greinarnar séu að hans mati bannaðar með lands- lögum. Innan stjómar hnefaleika- nefndar ISÍ sitja tveir stjórnarmenn í HR, annar þeirra formaður félags- ins, Sigurjón Gunnarsson, og Ólafur Guðlaugsson. Ágúst segir að innan nefndarinn- ar hafi verið mikil andstaða við að keppni í þessum greinum færi fram og á fundi þann 8. mars hafi nefnd- in samþykkt einróma, þar á meðal þeir Sigurjón og Ólafur, að keppnis- leyfið myndi takmarkast við ólympíska hnefaleika. Síðan hafi hann komist á snoðir um að eftir þessu yrði ekki farið, en hann hefði ítrekað verið fulivissaður að eftir þessum skilyrðum yrði farið. Segir Ágúst að á fóstudag hafi Sigurjón síðan gert heiðursmannasamkomu- lag við Ellert B. Schram, forseta Isl, um að að aðeins yrði keppt í ólympískum hnefaleikum, en síðan kom í ljós að þetta samkomulag var virt að vettugi. „Þetta var allt svikið. Það er kom- inn upp trúnaðarbrestur innan stjómarinnar og því ekkert annað fyrir mig að gera en að segja af mér formennsku. Öll gefin loforð hafa verið svikin og að mínu mati eru þetta forkastanleg vinnubrögð þess- ara stjómarmanna,“ sagði Ágúst. Hann segir að þetta sé langt frá þvi að vera íþróttinni til framdrátt- ar. 1 ólympískum hnefaleikum sé keppt eftir ströngum reglum, þar sem fylista öryggis sé gætt. Þetta hafi verið samþykkt á Alþingi fyrir rúmu ári, en þar hafi ekki verið heimilað að keppa í þeim greinum sem var boðið upp á í Laugardals- höllinni á dögunum. Tvimenning- amir hafi ítrekað hundsað eigin samþykktir og öll þau loforð sem þeir gáfu varðandi keppni þessa. Ágúst segir að stjómarmaðurinn, Sigurjón Gunnarsson, hafi á fundi hnefaleikanefndarinnar í vikunni vikið sér undan ábyrgð í málinu, en það sé hins vegar öllum ljóst að hann ásamt stjóm HR beri alla ábyrgð. Hann hafi tekið húsið á leigu og séð um allan undirbúning. í stjóm nefndarinnar sitja fimm menn. Auk Ágústs, Sigurjóns og Ólafs, sitja i nefndinni þeir Ásbjörn Morthens, oft nefndur Bubbi Morhtens, og Guðjón V. Sigurðsson og segir Ágúst að þeir tveir síðast- nefndu hafi verið fullkomlega sam- mála sér í þessu máli. Nefndin var sett á stofn fyrir tæpu ári, skömmu eftir að Alþingi hafði samþykkt lög sem leyfðu keppni og æfmgar á ólympískum hnefaleikum hér á landi. Stefán Snær Konráðsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, sagði í samtali við DV-Sport að framkvæmdastjórn mundi hittast í dag og taka fyrir af- sagnarbréf formannsins og ræða framhaldið. Aö því loknu yrði gefin út fréttatilkynning, en á meðan nefndin væri óstarfhæf færi fram- kvæmdastjómin með málefni hnefa- leika á íslandi. -PS Peter Pacult, þjálfari 1860 Múnchen, var í gær rekinn úr starfi, í kjölfar stórtaps, 6-0, gegn Hertha Berlín um síðustu helgi. Falko Götz mun taka við stjóm liðsins út þetta tímabil. Pacult, sem er 43 ára Austurríkismaður, hefur verið þjálfari 1860 Múnchen síðan í októer 2001. Forvarsmenn félagsins bundu vonir við að liðinu tækist að vinna KORFUBOLTI J G3 B £\ Boston-New Orleans........93-65 Walker 23, Pierce 21, Bremer 12 - Davis 16, Mashbum 11, Magloire 8. Orlando-Utah Jazz ......108-111 McGrady 32, Garrity 20, Giricek 13 - Malone 40, Stockton 12, Harpring 12. Philadelphia-Indiana......96-93 Iverson 31, Van Hom 19, Snow 12 - Artest 25, O'Neal 18, Harrington 16. Atlanta-Miiwaukee........111-92 Abdur-Rahim 29, Terry 22, Robinson 17 - Cassell 24, Payton 19, Redd 19. Detroit-LA Lakers .......111-88 Billups 33, Okur 22, Williamson 17 - O'Neal 24, Bryant 21, Horry 13. Memphis-Chicago..........124-95 Gasol 27, Swift 22, Battier 17 - Curry 21, Marshall 16, Chandler 13. Minnesota-San Antonio . . 99-111 Hudson 30, Gamett 17, Nesterovic 14 - Jack- son 22, Duncan 18, Parker 17, Ginob. 17. Houston-LA Clippers . . . 118-114 Rice 25, Francis 25, Mobley 23 - Magg- ette 29, Miller 22 (11 stoðs.), Parks 18. Portland-Toronto........125-103 Stoudamire 20, Anderson 18, Randolph 15 - Carter 21, Lenard 18, Bradley 14. sér sæti í Evrópukeppninni í haust en þær vonir dvínuðu til muna eft- ir skellinn um siðustu helgi. Pacult er fimmti þjálfarinn sem fær að taka pokann sinn í þýsku úrvalsdeilinni í vetur. Hinir eru Andreas Bremhe, Kaiseslautem, Klaus Toppmúller, Leverkusen, Hans Meyer, Gladbach, og Wolf- gang Wolf, Wolfsburg. -JKS Frá landskeppni íslendinga og Dana í hnefaleikum á laugardag. Þaö er þó ekki keppni í þessari grein sem hefur valdiö uppþotinu innan áhugamanna um hnefaleika hér landi, heldur aörar greinar sem keppt var í þetta sama kvöld. Pacult rekinn fná 1860 Míinchen Sepp Blatter, forseti Alþjóöa knattspyrnusambandsins: Mótfallinn fjölg- un liða a Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. mars 2003 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 37. útdráttur Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspymusambandsins, FIFA, hefur lýst því yfir að hann sé mót- fallinn því að fjölga liðum í úrslita- keppni HM úr 32 liðum í 36 lið, en álfusamband Suður-Afríku hefur lagt það til að liðunum verði fjölgað um fiögur í keppninni í Þýskalandi árið 2006. „Mín persónulega skoðun er sú að standa við það sem við höfum þegar ákveðið og að halda liðunum í tölunni 32. Tiliaga þessi verður hins vegar skoðuð og endanleg nið- urstaða fæst á fundi framkvæmda- stjómar FIFA í maí næstkomandi," sagði Blatter. Franz Beckenbauer, sem er for- maður þýsku framkvæmdanefndar- innar fyrir HM í Þýskalandi, segir hins vegar að honum lítist ágætlega á þessar hugmyndir. „Við getum gert þetta, en ég er ekki að segja að það komi ekki upp vandamál, en það eru ekki vandamál sem við get- um ekki leyst. Ákvörðunin liggur hins vegar hjá FIFA,“ sagði keisar- inn, Beckenbauer. Blatter dæmdar bætur Sepp Blatter hafa verið dæmdar skaðabætur vegna ummæla sem höfð vora uppi um hann og meint fjármálamisferli hans hjá FIFA, en það var Sómalinn Farah Addo, sem lét þau frá sér fara. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ásak- animar ættu ekki við rök að styðj- ast og þarf Addo að greiða Blatter sem nemur um 600.000 íslenskra króna auk þess sem hann þarf að greiða málskostnað fyrir svissnesk- um dómstólum. FIFA hefur bannað fyrmefndum Addo að hafa nokkur Sepp Blatter. afskipti af knattspymu, hvort sem er í heimalandinu Sómalíu eða annars staðar í heiminum. -PS 4. flokki 1994 - 30. útdráttur 2. flokki 1995 - 28. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 - 19. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu fimmtudaginn 13. mars. InnLausn húsbréfa ferfram hjá íbúðalánasjóði, i bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. íbúðalánasjóður Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.