Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 Fréttir DV Er gjaldþrotahrina fram undan í kjötiönaöi? Segja ástandiö aðeins vena toppinn á ísjakanum Gjaldþrot kjúklingabúsins ís- landsfugls í Dalvíkurbyggð þykir endurspegla ástandið sem ríki á öllum kjötmarkaði í landinu, ekki bara í kjúklingaframleiðslu. Við- búið er að verði ekkert gert í mál- inu, sem ekki er í sjónmáli, munu fleiri gjaldþrot fylgja í kjölfarið. Það þykir mörgum dæmigert um úrræðaleysið að málið skyldi ekki koma til umræðu á nýaf- stöðnu Búnaðarþingi fyrr en á síðasta degi þess. Jónatan Svavarsson, fram- kvæmdastjóri kjúklingabúsins Reykjagarðs, segir að ástandið í dag sé aðeins toppurinn á ísjak- anum í vanda allrar kjötfram- leiðslu í landinu. Sala undir kostnaðarverði gangi ekki, en hjá Reykjagarði hafi verið hagrætt mjög harkalega, farið í endur- skipulagningu og uppsagnir á starfsfólki en það nægi ekki al- mennilega til þess að halda skút- unni á floti. „Við höfum haft það grundvall- arsjónarmið að selja ekki undir kostnaðarverði, en við erum með mikla fjárbindingu í eldishúsum, stofnahúsum, sláturhúsum og vinnslu og það þarf umtalsverðar tekjur til þess aö standa undir framlegð. Það eru allir að tapa á ástandinu, bæði í kjúklingum og öðrum kjötgreinum. Á svona markaði þarf að vera ákveðinn fjöldi framleiðenda til þess að samkeppnin sé virk. Það er eng- um gerður greiði með því að koma hér á fákeppni, við stönd- um okkur alls ekki betur þannig. Fjárfestingar eru í mörgum til- fellum alveg út í hött, við höfum fjárfest eins og við séum milljóna- þjóð. Þar liggur meira vandinn, við erum að súpa seyðið af ákvörðunum sem voru teknar fyrir alllöngu síðan, og menn ekki viljað horfast í augu við. Það er búið að fleyta þessum fyrir- tækjum áfram, sumum með mörg hundruð milljón króna neikvætt eigið fé. Það gengur ekki upp. Því lengur sem það er dregið að horfast í augu við staðreyndir, því sárari verður aðgeröin og skellurinn harðari," segir Jónat- an Svavarsson. - Þurfa Bændasamtökin eða önnur hagsmunasamtök að beita sér af hörku í þessu máli? „Menn sem hafa mikilla hags- muna að gæta þurfa að beita sér, og það innan tíðar. Bændasamtök- in eiga erfitt um vik ef þau þurfa að beita sér gegn ákveðnum aðil- um, kannski leysist vandinn eftir markaðslögmálum. Það verður emhver „tiltekt" á markaðnum og menn munu átta sig á því að ekki gengur að eyða peningum sem ekki er aflað. Markaðurinn þolir ekki aðra svona „krísu“, segir Jónatan Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs. -GG Dauftan fugl rek- up á Böggvis- staðasandi Mikið af dauðum fugli hefur fundist á Böggvisstaðasandi við Dalvík undanfarna daga, og hefur göngufólk kvartað mjög undan því. Starfsmenn Steypu- stöövarinnar hreinsuðu til í íjörunni fyrir helgina og skiptu fuglshræin nokkrum hundruð- um. Dánarorsök fuglanna ligg- ur ekki fyrir en margir hverjir eru ákaflega horaðir og ræfils- legir. Samkvæmt heimildum DV koma svona tilvik oft upp og telja fuglafræðingar líklegustu skýringuna snögga breytingu á fæðu. A síðasta ári rak talsvert mikið af dauðum fugli á Böggvisstaðasandi skömmu eft- ir áramótin. -HIÁ Mislukkað innbpot Tilraun var gerð til að bijótast inn i apótek á Rauðarárstíg í nótt. Var þar reynt að spenna upp glugga, en þeim sem þar voru að verki tókst ekki aö komast inn og hurfu því af vettvangi. Einhverjar skemmdir urðu á gluggaumbúnaði við þessa innbrotstilraun. -HKr. Hiti um allt land Ekkert lát er á hlýindum á landinu þegar tveir dagar eru til vorfjafndægra. Víða var átta stiga hiti í byggð’ á sjötta tímanum í morgun og má búast við sumarhlýju víða á landinu í dag. Á Hveravöllum var súld i nótt og 2 stiga hiti. -HKr. DVA1YND HALLDÓR INGI ÁSGEIRSSON Fuglshræln Þorsteinn Benediktsson og Magnús Jónsson, starfsmenn Steypustöövarinnar, nýbúnir aö hreinsa upp hræin. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði um erfiða stöðu í leikskólanum í Áslandi: Utilokar ekki yflrtöku „Ég vil ekki útiloka að Hafnar- fjarðarbær taki yfir rekstur leik- skólans ef um það næst samkomu- lag,“ sagði Lúðvík Geirson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, um þá stöðu sem komin er upp í leikskólanum í Áslandi í Hafnarfirði. Þar hafa skólastjóri og aðstoðarskólastjóri sagt upp störfum vegna sam- starfsörðugleika við Sunitu Gand- hi sem áður var framkvæmda- stjóri við grunnskólann Áslands- skóla í Hafnarfirði. íslensku menntasamtökin reka umræddan leikskóla. Hætta starfsmennimir tveir 1. júní næstkomandi ef mál- ið hefur ekki verið leyst þá. Þetta mál fór af stað með þeim hætti að foreldrafélag barna í leik- skólanumÝ rituðu bæjaryfirvöld- um bréf og óskuðu eftir því að Hafnarfj arðarbær yfirtæki rekst- ur skólans. Lúðvík Geirsson sagði að málið væri nú á borði leikskólanefndar og fræðsluráðs. Það væri í hönd- um fræðslustjóra að fylgja því eft- ir. Menn heföu vissulega áhyggjur af þeirri stöðu sem upp væri kom- in. „Við berum vissulega skyldur og ábyrgð í málinu," sagði Lúðvík, sem sagði að fyrirhugaðar væru viðræður við Sunitu í kjölfar þess óöryggis sem komið væri upp í leikskólastarfinu. Sunita er nú framkvæmdastjóri umrædds leikskóla en þar eru yfir 100 böm. Bréf foreldra hefur þeg- ar verið tekið fyrir í leikskóla- nefnd bæjarins. Fundur bæjaryfir- valda með Sunitu verður væntan- lega á næstu dögum en hún hefur verið erlendis. -JSS Grjótkast á sendiráð Bandaríkjanna Ræða Bandaríkjaforseta síöast- liðna nótt um að gefa Saddam Hussein íraksforseta 48 stunda frest til að yfirgefa landið og fara í útlegð virðist hafa farið misvel í ís- lendinga. Þannig tók maður sem setið hafði að sumbli í miðborginni sig til og mótmælti yfirvofandi að- gerðum Bandaríkjamanna með því að hefja árás með grjótkasti á sendiráð þeirra við Laufásveg. Ör- yggisverðir á staðnum brugðust skjótt við og handsömuðu mann- inn. Var lögregla kölluð á staðinn klukkan 1.45 i nótt og tók manninn í sína vörslu en sleppti honum að loknu tiltali. Engar skemmdir urðu á sendiráðinu. -HKr. Flensufaraldur: Leggstfypst og fpemst á böpn og unglinga Flensa af B-stofni herjar nú á landsmenn. Sigurður Guðmunds- son, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Hvammi í Kópavogi, segir að margir séu veikir, en fyrst og fremst virðist flensan leggjast á börn og unglinga, hvað svo sem veldur. Sigurður segir ekki nein sérstök lyf vera gefin við flens- unni, fyrst og fremst gildi að fara vel með sig. Flensan hefur dreifst um allt land. Töluvert hefur verið að gera í lyfjabúðum síðustu dægur vegna flensu sem er að ganga. Flensan er þó ekki skæðari en undanfarin ár, liggur þó fólk yfirleitt ekki skemur en í 5 til 7 daga. Lyfjafræðingur í Lyfju við Smáratorg í Kópavogi seg- ir að þetta sé meiri aðsókn en venju- lega en þessi tími sé hefðbundinn „flensutími" og í gangi séu alls kon- ar umgangspestir og „krakkapestir". Aðallega er fólk að sækja sýklalyf, hóstamixtúrur og hálstöflur. -GG Lést af slysförum Pilturinn sem fannst látinn við Húsavikur- höfða á sunnudag hét Haukur Böðvarsson. Haukur var 16 ára, fædd- ur 1. júní 1986. Hann bjó í foreldrahúsum að Bald- ursbrekku 6 á Húsavík. Hann var nemandi við Framhalds- skólann á Húsavík. Talið er að Haukur hafi látist af slysforum. Haukur Böövarsson. Stuttar fréttir íslendingar taldir Stefanía Reinhardsdóttir Khali- feh, aðalræðismaður íslands í Jórdaníu, telur að rúmlega 20 ís- lendingar kunni að vera í staddir í nágrenni við hugsanleg átaka- svæði yfirvofandi stríðs í Irak. Ut- anríkisráðuneytið vinnur nú að talningu þeirra. Nokkrir tugir is- lendinga hafa verið að störfum á svæðinu fyrir flugfélagið Atlanta en þeir munu flestir vera farnir eða í þann mund að yfirgefa svæð- ið. mbl.is greindi frá. Flugvélaeldsneyti komið Flugvélaeldsneyti var flutt til landsins um helgina. Um nokk- urra vikna skeið hefur verið skortur á slíku bensíni eftir að upp komst að birgðir hérlendis uppfylltu ekki gæðakröfur. Deilt um bruna í Hafinu Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur stefnt Sögn ehf. og Trygg- ingamiðstöðinni vegna 76 millj- óna tjóns sem varð í eldsvoða í desember 2001. Tjónið varð þegar verið var að kvikmynda eldsvoða fyrir kvikmyndina Hafið. Deilt er um hvort þarna hafi brunnið „kvikmyndaver" eða frystihús. mblis sagði frá. Vilja banna bensínflutning Bæjarráð Akraness skorar á dómsmálaráðherra að banna elds- neytisflutninga um Hvalfiaröar- göng. Sama viðhorf mun uppi í Borgarbyggð. Atvinnuleysi í hámarki Atvinnuleysi mælist nú rétt yfir 4% og hefur að mati Gissurar Pét- urssonar, forstjóra Vinnumálastofn- unar, að líkindum náð hámarki. Hann telur að at- vinnuástand muni fara batnandi á næstu vikum. Atvinnuleysi hef- ur ekki verið meira í nærri sjö ár en árið 1996 mældist það að með- altali 4,4%. Um liðin mánamót voru 6.212 manns skráð atvinnu- laus hérlendis. mbl.is greindi frá. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.