Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 13 x>v Útlönd Bush gefur Saddam og sonum hans 48 stunda frest til þess að yfirgefa írak - aö öörum kosti verði ráöist inn í írak aö þeim tíma liönum Bush Bandaríkjaforseti. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í sjónvarpsávarpi i gærkvöld aö Sadd- am Hussein Iraksforseti fengi 48 stunda frest til þess aö yfirgefa írak eða taka afleiðingum af striði að þeim tima liðnum. „Það er kominn tími til að binda enda á áratuga blekkingar og grimmd í írak,“ sagði Bush meöal annars í beinni útsendingu sem hófst upp úr klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma eftir að ljóst var að enginn árangur yrði af viðræðum um nýja ályktun i Öryggisráðinu í gær. „Saddam Hussein og synir hans verða að yfirgefa írak innan 48 klukkustunda. Geri þeir það ekki mun koma til hemaðaraðgerða sem hefjast eftir þann tíma,“ sagði Bush, en meira en 250 þúsund bandarískir hermenn auk þúsunda breskra og ástralskra hermanna eru nú í við- bragðsstöðu á svæðinu við Persaflóa og næsta nágrenni komi til stríðs. Bush sagði að Bandaríkjamenn hefðu fullan lagalegan rétt til þess að verja sig og varaði við hættunni á því að vopn íraka gætu komist í hendum- ar á hryðjuverkamönnum og samtök- um eins og al-Qaeda sem ekki myndu hika við að beita þeim gegn Banda- ríkjunum. „Hættan er augljós og með því að nota efiia- og sýklavopn og jafnvel síöar kjarnavopn úr vopnabúmm íraka gætu hryðjuverka- menn náð yfirlýstum mark- miðum og drepið hundruö þúsunda saklausra borgara í Bandaríkjimum og öðrum löndum heimsins. Hvorki Bandaríkin né aðrar þjóðir hafa gert neitt á þeirra hlut sem réttlætir þessa stöðugu ógn en við munum vissulega gera allt til að sigrast á henni. í stað þess að láta reka á reiðanum munum við hefja sókn til þess að tryggja öryggi okkar,“ sagði Bush og ráðlagði öllum erlendum borgurum og þar á meðal fréttamönnum og starfsmönnum vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna að yfirgefa Irak strax. Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók Bush á orð- inu og fyrirskipaði öllu starfsliði SÞ að hafa sig á brott frá írak þar sem stríð væri hugsanlega í aðsigi. Hann sagði þó ekkert um það hvenær brott- flutningur vopnaeftirlitsins hæfist en Hiro Ueki, talsmaður þess, sagði hann liklega hefjast í dag. Nokkrar þjóðir höfðu þegar lokað sendiráðum sínum í landinu, þar á meðal Þjóðverjar og Pakistanar sem fluttu starfsfólk sitt til Jórdaníu. Þá hafa Tékkar og Grikkir ákveðið að loka sendiráði sínu í Bagdad og Ind- verjar hafa flutt mestan hluta síns starfsliös til Jórdaníu en munu þó halda sendiráði sínu áfram opnu. Ávarp Bush hlaut misjöfh viðbrögð helstu þjóðarleiðtoga heims og eins og búast mátti við voru Frakkar harð- orðir og sögðu heimsbyggðina and- víga stríði. I yfirlýsingu frá franska forsætisráðuneytinu sagði að öryggis- ráðið hafnaði þessum afar- kostum og að það væri ábyrgðarleysi að taka ekki tillit til vilja alþjóðasamfé- lagsins. „Það er mikil ábyrgð fólgin í því að taka fram fyrir hendumar á Sameinuðu þjóðunum og setja valdbeitingu framar réttlætinu," segir meðal ann- ars í yfirlýsingunni. Kínverjar segjast ennþá halda í voninu um friðsamlega lausn og sagðist Wen Jiabao forsætisráðherra ekki trúa öðru en það tækist þrátt fyrir að örin væri komin á strenginn. Fulltrúar Kanada og Mexíkó hjá SÞ lýstu þegar andstöðu sinni við stríð en Japanar og Ástralir styðja aftur á móti hernaðaraðgerðir. „Ég styð ákvörðun Bush. Hann gerði allt til þess að byggja upp samstöðu og miðað við stöðuna held ég að hann sé að gera rétt,“ sagöi Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Frá Indónesíu, fjölmennasta mús- límariki heims, barst harðorð gagn- rýni og krafa um að tilraunum til friðsamlegrar lausnar yrði haldiö áfram. REUTERS-MYND Búinn að fá nóg Robin Cook sagöi afsér sem teiö- togi Verkamannaflokksins á þingi. Róttínn hafinn úr ríkis- stjórn Tonys Blairs íraksdeilan hjó stórt skarð í forystu breska Verkamanna- flokksins í gær þegar Robin Cook, leiðtogi flokksins í þinginu og fyrrum utanrikisráðherra, sagði af sér vegna harðlínustefnu Tonys Blairs forsætisráðherra. „Eg get ekki fallist á að bera ábyrgð á því að skuldbinda Bret- . land núna til hernaðaraðgerða í írak án samþykkis alþjóða samfé- lagsins eöa stuðnings heima fyr- ir,“ sagöi Cook í breska þinginu. Clare Short, ráðherra þróunar- mála, sem hefur hótað að segja af sér verði farið stríð við írak, sagði að hún myndi senda frá sér yfirlýsingu síðar. íraksmálið verður rætt á breska þinginu í dag og er búist við að hart verði sótt að Blair. Spilling fyrir rétt Einn sakborninga í Elf-málinu í París kemur í dómhúsiö í París. Spilling meðal franska háaðalsins fyrir rétt Búist er við að réttarhöld sem hófust í París í gær yfir þrjátíu og sjö sakborningum muni svipta hulunni af sukki og svínaríi með- al franska háaðalsins í tengslum við ríkisolíufélagið Elf þar sem rúmum hálfum öðrum milljarði króna var stungið undan. Átta ára rannsókn á spillingu innan Elf leiddi í ljós að ýmsir forystumenn félagsins báru óspart fé á menn til að tryggja samninga í olíuauðugum löndum. Þá rann hluti fjárins aftur í vasa stjómendanna sjálfra. Meðal þeirra sem tengjast mál- inu er Roland Dumas, fyrrum ut- anríkisráðherra Frakklands. REUTER&MYND Herstjóraekkjan handtekin Serbneska þjóðlagasöngkonan Svetlana Ceca Raznatovic, ekkja herstjórans Arkans, sem var myrtur fyrir nokkrum árum, var handtekin í gær vegna gruns um tengsl viö moröingja Zorans Djindjics forsætisráöherra. ferwúAVfrcw-R úm/ @ 30.500 kr. Leigan í þínu hverfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.