Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 Fréttir DV DV-MYND ÞÓK Vilja fá Davíð með sér á „tveggja turna tal“ Bæöi Össur og ingibjörg Sólrún beindu spjótum sínum einkum að Sjálfstæöisflokknum í gær. Össur lýsti því hvar flokkana greindi einkum á og Ingibjörg Sól- rún skoraöi á Davíð í opinbera umræöu um skattamál. Kosningafundur Samfylkingarinnar í Kópavogi: Ingibjörg skorar á Davíð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skoraöi í gær á Davíð Oddsson að „stíga niður af stalli sínum“ og ræða skattamál viö sig og aðra „dauðlega" frambjóðendur. „Ég er til, hvað með hann?“ sagði Ingibjörg og uppskar dynj- andi lófatak á kosningafundi Samfylkingarinnar sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í gær. Hún sagði að stjórnarflokk- arnir hefðu ekki staðið við lof- orð sín um skattalækkanir frá því fyrir síðustu kosningar. „Hverjar eru efndirnar? Efnd- irnar birtast í því að stærra hlutfall af landsframleiðslu fer nú í skatta en raunin var fyrir rúmum áratug," sagði Ingibjörg. Skattleysismörk hefðu ekki haldið í við verðlagsþróun og lækkun álagningarhlutfalls hefði ekki dugað til að vega upp á móti því. Ingibjörg vísaði til þess að í svari fjármálaráðherra sjálfs kæmi fram að skattbyrði hefði þyngst hjá öllum nema þeim sem hefðu hæstar tekjurnar - og hún hefði þyngst mest hjá þeim sem hefðu lægstar tekjur. Meiri launamunur Ingibjörg sagði að í tölum fjár- málaráðuneytisins kæmi einnig fram að misskipting hefði aukist. Tekjur þeirra 10% framteljenda sem hafa lægstar tekjur hefðu hækkað um ríflega 60% frá árinu 1995. Þetta eru ríflega 5.400 fram- teljendur með um 143 þúsund krónur í meðaltekjur á mánuði. Á hinn bóginn hefðu tekjur þeirra 5% sem hafa hæstar tekj- ur hækkað um 134% á sama tíma. Þetta eru um 2.700 framtelj- endur með um eina og hálfa mifljón á mánuði. „Munurinn á hópunum var sjöfaldur árið 1995 - hann er tí- faldur í dag,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. „Þetta segir okkur bara eitt: Bilið hefur verið að aukast á mflli þeirra ríkustu og og þeirra fátækustu. Þeir ríku eru að verða ríkari.“ Samfylkingin vill ekki flata skattalækkun sagði Ingibjörg: „Við viljum skoða fjölþrepa skattbyrði sem hefur þá kosti að það dregur úr skattbyrði þeirra sem hafa meðaltekjur og dregur úr áhrifum jaðarskatta.“ Meirihluti fyrir fyrningarleið Össur Skarphéðinsson lagði í ræðu sinni áherslu á muninn sem væri á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum. Munurinn væri einkum í fjórum málaflokk- um: Auðlindum, velferð, Evrópu og lýðræði. í fyrirspurnatíma sagði Össur meðal annars að skattar væru að sínu mati of háir á íslandi. í máli hans kom fram að Samfylkingin myndi ekki hækka skatta á fyrir- tækjum. Össur sagði tímabært að skoða breytt rekstrarform í heilbrigðis- þjónustu, einkarekstur, ef tryggt væri að kostnaður sjúídinga yk- ist ekki og kostnaður ríkisins minnkaði án þess að það kæmi niður á gæðum þjónustunnar. Ingibjörg Sólrún sagði að það vantaði ekki endilega fjármagn í heilbrigðiskerfið heldur endrn-- skipulagningu. Össur sagði að Samfylkingin væri til viðræðu og samráðs um hve hátt hlutfall kvótans væri eðlilegt að afskrifa á ári hverju samkvæmt fyrningarleiðinni sem flokkurinn boðar. En hann taldi jafnframt að fyrirningar- leiðin væri komin í pólitískan meirihluta meðal íslenskra kjós- enda. -ÓTG Pharmaco með ytlr þrjá milljarða í hagnaO Stjóm Pharmaco hf. kynnti nið- urstöður ársreiknings fyrir árið 2002 á fundi í Listasafni íslands í morgun. Þar kom fram að síðasta ár er það besta í sögu félagsins. Var hagnaður af rekstri félagsins á ár- inu 3.166 milljónir króna sam- kvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé í árslok nam 20.295 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi. Hlutafé félagsins nam 420 mifljón- um króna í ársbyrjun. Vegna sam- einingar við Delta hf. var það aukið um 170 milljónir og önnur kaup á eigin hlutabréfum að frádreginni sölu þeirra námu 20 milljónum króna. Útistandandi hlutafé í árslok var 574 milljónir króna. Hluthafar í félaginu voru í árslok 2.420, en þeir voru 1.474 í upphafi síðasta árs og fjölgaði því um 946 á árinu. Einn Rýnt í ársskýrisu Pharmaco í morgun hluthafi, Amber Intemational Ltd., átti yfir 10% eignarhlut í félaginu og hafði hann aukist í 28,7% í árs- lok. í febrúar 2002 var eignarhluti í Bravo Holdings Ltd. seldur fyrir um 440 milljónir króna og nam hagnað- ur af sölunni 254 milljónum. í apríl var stofnað nýtt félag, Pharmaco - Island ehf. sem yfirtók rekstur fé- lagsins á íslandi frá 1. júní. Félagið seldi í maímánuði 80% hlut í Pharmaco - ísland fyrir um 890 milljónir króna að teknu tilliti til sölukostnaðar. Hagnaður af þeirri sölu nam 355 milljónum króna. í árslok var aö mestu lokið bygg- ingu nýrrar verksmiðju í Dupnitsa í Búlgaríu. Heildarkostnaður við framkvæmdina nam um 1.260 miflj- ónum króna í árslok. -HKr. Ævintýriö í Reykhólasveit: Hinn kálfurinn fannst líka - og var óþekkur Hinn kálfurinn frá Stað í Reyk- hólahreppi er kominn í leitimar heill á húfi. Það var á fóstudags- kvöldið að ungur maður úr Árbæ kom akandi sunnan úr Reykjavík og ók fram á kálf við þjóðveginn. Þar var kominn hinn kálfurinn sem gengið hefur úti í allan vetur. DV hefur greint frá heimkomu fyrri kálfsins og þær fréttir vakið mikla athygli. Það er nánast einsdæmi að nautpeningur lifi af útigöngu heilan vetur. Eiríkur Snæbjömsson, bóndi á Stað, sagði í morgun að þeir félagar hann og Þórður Jónsson, bóndi í Árbæ, hefðu lagt upp morguninn eftir til leitar á sexhjólum sínum. Þeir fundu bola litla eftir talsverða leit. Farið var með hann heim á Stað þar sem hann hefur eflaust fagnað góðu skjóli og heytuggu. „Hann var mun betur á sig kom- inn en fyrri kálfurinn og var óþekk- ur þegar við náðum honum loks- ins,“ sagði Eiríkur í morgun. Hann sagði að menn væru undrandi á þessu. Ef þessi saga hefði gerst fyrir einni öld væri varla vafi á að talið væri að álfar hefðu skotið skjóls- húsi yfir dýrin og þeir gengið í björg. Eiríkur sagði að mikið hefði verið haft við í leitinni að kálfunum og jafnfram að endirinn væri hinn ákjósanlegasti. -JBP fsmaður handtekinn Lögreglan í Reykjavík var í gær- kvöld kvödd að húsnæði á Skóla- vörðustíg. Var talið að þar sæti ósjálfbjarga maður upp við vegg og virtist vegfaranda sem gerði lögregl- unni viðvart, líkast þvi að hann væri frosinn. Þegar að var komið reyndist var um að ræða ísklump, sem frystur hafði verið utan um pappagínu í fótum. Klumpurinn var verk á vegum Listháskóla íslands sem var með sýningu í gallrí Nema hvað á Skólavörðustíg um helgina. Þetta var í annað skiptið sem ísmað- urinn var tekinn og færður af Skóla- vörðustígnum. „Þetta var gína sem ég klippti út úr pappa og klæddi í fót,“ sagöi Magnús Ámason skiptinemi í List- háskólanum, en hann átti heiðurinn af því að búa ísmanninn umdeilda til. „Síðan frysti ég hann og setti hann á sýningu sem við opnuðum sl. laugardag." Magnús sagði að hreinsunardeild Reykjavíkurborgar hefði síðan tekið manninn í sína vörslu sl. sunnudag og hefði hann þá bráðnað talsvert niður. „Ég fór í gær að leita að honum og fann hann hjá hreinsunardeild- inni,“ sagði Magnús enn fremur. „Ég tók hann með mér og kom hon- um aftur fyrir. hann var þá enn gaddfreðinn. Ég þorði ekki annað en að setja hann inn í galleríið, en varð síðan að taka hann aftur út af því að hann rennbleytti gólfið þar inni. í gærkvöld var svo hringt í mig og mér sagt að lögreglan væri mætt við 6., mann á tveimur bílum. Þeir tóku ísmanninn, sem ég hafði raunar gef- ið nafnið Sveinbjörn Jónsson. Ég býst ekki við að hitta hann oftar úr því sem komið er.“ Sveinbjöm ísmaður er nú í vörslu lögreglunnar. -JSS Fíkniefni fundust við húsleit Lögreglan í Keflavík gerði hús- leit í tveimur húsum í Keflavík í gærkvöld. Við leitina fundust 7 grömm af hassi, 6 grömm af am- fetamíni og 3 grömm af marijúana. Að sögn lögreglunnar vom fimm menn handteknir vegna málsins. Um er að ræða góðkunningja lög- reglunnar og voru þeir yfirheyrðir í gærkvöld. Þeim var öllum sleppt að yfirheyrslu lokinni og telst mál- ið nú upplýst. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.