Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 17 Útgáfuföla# Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvnmdastiórl: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahliö 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfuféiagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Varað við faráldri Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur gefið út viðvörun vegna heilkennis alvar- legrar bráðrar lungnabólgu sem greinst hef- ur í Kína, Víetnam, Taívan, Indónesíu, Fil- ippseyjum, Singapúr og Kanada að undan- förnu. Fram kemur á vef Landlæknisemb- ættisins að vegna hraðrar útbreiðslu veik- innar hafi tilmæli verið gefin út til ferða- manna og flugfélaga. Á þessari stundu hafa hins vegar engin tilmæli verið gefrn út í þá veru að tak- marka ferðalög. Samkvæmt fréttum er þessi lungnasjúkdómur afar skæð- ur. Fyrsta tilfellið var greint í Kína í síðasta mánuði en sjúk- dómurinn hefur síðan dreifst til annarra heimshluta undan- farnar vikur, aðallega með heilbrigðisstarfsfólki sem verið hefur í nánu sambandi við smitandi sjúklinga. Einkenni sjúkdómsins eru hár hiti, yfir 38 stig, og hósti, tíður andardráttur og andnauð. Enn sem komið er er ekki vitað hvað veldur. í viðtali við Harald Briem sóttvarnalækni í DV í gær kom fram að myndin af þessum sjúkdómi væri enn óljós en fylgst væri með allri framvindu mála. Ótti hef- ur komið fram um heimsfaraldur vegna þessa ókunna sjúk- dóms og því mikil nauðsyn fyrir íslensk heilbrigðisyfirvöld að fylgjast vel með þróun mála. í þeim efnum minnast menn spænsku veikinnar sem upp kom árið 1917 og breiddist út víða um lönd og lagði milljónir að velli til ársins 1919. Ástandið vegna hennar var meðal annars mjög alvarlegt hér á landi. Ferðalög hafa ekki verið takmörkuð vegna þessa sjúk- dóms en að sögn erlendra fréttamiðla hafa ferðaskrifstofur þegar sent út viðvaranir til farþega sem eru á þeirra vegum í fyrrgreindum löndum í Asíu. Meðal annars hafa verið sett upp skilti á hótelum þar sem varað er við sjúkdómnum. Þá hafa flugfélögum verið settar reglur vegna þessa bráða smitsjúkdóms. Veikist farþegi eða starfsmaður um borð í flugi ber áhöfninni að tilkynna veikindi til þess flugvallar sem flogið er til. Jafnframt þarf að tilkynna heilbrigðisyfir- völdum um veikindin svo hægt sé að rannsaka farþegann. Farþegar og áhöfn þurfa að leita læknis komi upp tilfelli sem samræmast einkennum lungnasjúkdómsins. íslenskir ferðamenn sem hyggja á ferðir til fyrrgreindra landa hljóta að vera á varðbergi vegna lungnasjúkdómsins. Ferðalög eru miklu tíðari en áður var, meðal annars til fjar- lægra landa. Smit berst því miklu hraðar en fyrr. Þegar var- að er við faraldri sem þessum er full ástæða til að taka slíkt alvarlega. Einkennilegt misraemi Einkennilegt er, segir í ályktun Sambands ungra framsóknar- manna, að einstaklingum sem er treystandi til að aka bifreið, eign- ast húsnæði, setja á fót atvinnu- rekstur, bjóða sig fram til Alþingis, ganga í vígða sambúð o.s.frv. skuli ekki vera heimilt að að kaupa sér áfengi. Stjórn sambands- ins hefur skorað á dómsmálaráðherra að lækka aldursmörk vegna áfengiskaupa á léttvíni og bjór í 18 ár. í ályktuninni er bent á það að lækkun áfengiskaupaaldurs úr 20 árum í 18 ár, einkum hvað varðar léttvín og bjór, sé í samræmi við lög- gjöf á Norðurlöndum og öðrum nágrannalöndum. Það er rétt ályktað hjá hinum ungu framsóknarmönnum að þetta er einkennilegt. Átján ára fólk hefur réttindi og skyldur fullorðins fólks nema hvað það má ekki kaupa sér áfengi. Þessu á auðvitað að breyta. Samfara slíkri breytingu verði hins vegar séð til þess að ungt fólk fái fræðslu um notkun þessa löglega vímugjafa og hættur sem geta fylgt þeirri notkun og ekki síður um afleið- ingar misnotkunar áfengis. Jónas Haraldsson Skoðun Friðrik Rafnsson vefritstjóri Héskóla íslands KjaHari Þaö er umhugsunarefni hve línan milli villi- mennsku og siðmenningar er mjó, hve stórmerkar menningarþjóðir geta hrunið ofan í einhvers kon- ar frummennsku á ótrú- lega stuttum tíma. Dæmi um þetta eru Þjóðverjar á íjórða áratug síðustu aldar og Banda- ríkjamenn nú upp á síðkastið. Ólik sjónarmið Fyrir um það bil tuttugu árum var ég við nám í Suður-Frakklandi í sól og hita, innan um ódýrar bækur, notalega lykt og fólk frá öllum heims- homum. Unaðslegt að drekka allt þetta í sig, dásamlegt að vera þar, en auðvitað líka af og til örlítill söknuð- ur eftir heimalandinu. Þetta var löngu fyrir daga Netsins og til að blessuð börnin týndu nú ekki sambandinu við tungumálið, fengum við sem þama vomm send- ingar af sælgæti og blöðum, einkum Mogganum. Þetta var nánar til tekið árið 1981, sama ár og Frangois Mitterrand vann sögulegan sigur í forsetakosn- ingunum i Frakklandi. Sósíalistaleið- toginn þáverandi varð skyndilega forseti Frakklands. Skömmu eftir að hann tók við embætti brá hann sér upp í Concorde-vél og skrapp til Washington til aö heilsa aðeins upp á kollega sinn Ronald Reagan, þáver- andi Bandaríkjaforseta og repúblik- ana. Hinn vinstri sinnaði forseti Frakk- lands skrapp sem sagt í kurteisis- heimsókn til hins hægri sinnaða bandaríska kollega síns, enda þjóð- imar gamlar vinaþjóðir. Þeir spjöll- uðu saman dagpart og síðan flaug Mitterrand aftur heim í sinni hljóð- fráu þotu. Franska pressan fjallaði auðvitað um þetta og fannst það almennt vel tU fundið hjá forsetanum, ekki síst vegna þess að bandaríska pressan hafði lýst nokkrum áhyggjum af því að þama væri sennUega hálfgerður kommúnisti (mikið skammaryrði þá) kominn tU valda. Og svo sem ekkert meira um það, þar tU okkur barst blaöasending frá Islandi, nokkurra vikna Moggar fyUt- ir af Ópali, meöal annars frá þeim tíma þegar Mitterrand brá sér vestur um haf. Þar stóð stórum stöfum á for- síðunni: „Reagan setur Mitterrand stólinn fyrir dymar“. Ég varð hálf- hissa, las áfram og sá að þama var á ferðinni umfjöUun um áðurnefnda kurteisisheimsókn Frakklandsfor- seta. Mogginn var orðinn kaþólskari en páfinn, andsnúnari Mitterrand en franska hægri blaðið Le Figaro sem Sandkom sandkorn@dv.is Óhness með umfjöllun ' Bæjarslúðrið, netfréttarit með höfuðstöðvar á Stöðvarfirði, grein- ir frá því að legið hafi við stimping- um á Reyðarfirði á dögunum þegar fólk kom þar sam- an tU þess að fagna undirritun samninga um nýtt álver. Sagan hermir að HaUdór Blöndal, forseti Alþingis, hafi þar undið sér að Helga Seljan (yngri), bæjarfuUtrúa Biðlistans, og beint tU hans heldur beinskeyttri gagnrýni. HaUdór mun hafa verið reiður Helga fyrir viðtal sem hann tók við Aðalheiði Birgis- dóttur þegar hann var enn blaða- maður á Austurglugganum, en Að- alheiður átti um skeið í útistöðum við HaUdór um flutning verkefna út á land. Mun HaUdór hafa sakað Helga um að bera út um sig óhróð- ur með því að birta téð viðtal. Það var svo enginn annar en Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjun- ar, sem skUdi þá HaUdór og Helga að... Bðfaxi fæn samkeppni Breytingar hafa sem kunnugt er oröið á Eiðfaxa og hefur Jónas Kristjánsson verið ráöinn ritstjóri. Sandkomsritari hefur heimUdir fyrir því að í kjölfarið ætli nokkrir fráfarandi starfsmenn að hleypa nýju blaði fyrir hestamenn af stokkunum. Ætlunin mun vera sú að gefa það út mánaðarlega í sex þúsund eintökum og dreifa því frítt um aUt land, en Eiðfaxi, sem er líka mánaðarrit, er seldur tU ríf- lega tvö þúsund áskrifenda. Það lít- ur því út fyrir að Jónas, sem var jú um skeið ritstjóri Fréttablaðsins, eigi von á samkeppni á svipuðum nótum ... Ummæli „í lokasennunni skiptust þeir Ög- mundur Jónasson, vinstri/grænn, og Össur Skarphéðins- son, formaður (?) Samfylkingarinnar, meðal annars á köp- uryrðum vegna afstöðunnar tU frumvarps að nýjum hafnalögum." Björn Bjarnason á vef sínum. Ráðherra á píningarbekk „í lok þáttarins pindu þeir mig tU að drekka ógeðslegan drykk sem þeir hrærðu úr volgri mjólk, túnfiski, asp- assafa og sterku dönsku sinnepi. Oj. Lyktin var verri en bragöið, sem var aUs ekki gott. Maður sýndi nú hugrekki, bar sig vel og renndi drykknum niður. Ropaði upp úr mér drykknum við og við það sem eftir lifði dags.“ Siv Friöleifsdóttir í netdagbók sinni um heimsókn í sjónvarpsþátt Simma og Sveppa á Popp Tíví. Fram, bl öryggis „Það er rétt að muna að tUvist [Frjálslyndra] á Alþingi getur ráðið því hvort stjómin stendur eða feU- ur. Ekki er þó líklegt að þeir sjálflr eigi eftir að skUja eftir sig hug- myndafræðUeg spor. Þeir eru fyrst og fremst bandalag óánægðra. Þeim fjölgar reyndar í sifeUu. Jón Magnússon býðst tU að bjóða sig fram ef þjóöin kallar og EUert Schram ákvaö að taka enga sénsa og bjóða sig fram áður en kaUið kom.“ Benedikt Jóhannesson á Heimi.is. Spuming „Vissulega eru Frakkar ekki fullkomnir frekar en annað fólk; þeir eru margskonar og allavega, leiðinlegir og skemmtilegir, þröngsýnir og fjölfróðir, hrokafullir og elskulegir, en svona bjánagang eiga þeir ekki skilinn, síst frá háttvirtum þingmönnum bandaríska þingsins. “ þó vandaði honum nú ekki aUtaf kveðjumar. Gamlar vinaþjóðir Einhverra hluta vegna rifjast þetta upp fyrir mér nú þegar sem mest gengur á miUi Frakka og Bandaríkja- manna vegna þess sem aUir vita: Frakkar neita að dansa eftir þeirri árásarlínu gagnvart írak sem Banda- ríkjamenn hafa dregið og vUja fara þá siðmenntuðu leið sem Sameinuðu þjóðimar haUast helst að. Og þar sem við fáum nánast aUtaf hina eng- ilsaxnesku hlið málanna í íslenskum fjölmiðlum er kannski rétt að minna aðeins á hina hlið málanna. Staðreyndin er nefnUega sú að þrátt fyrir að stjórnvöld í ýmsum Evrópulöndum þori ekki annað en að lúta vUja bandarískra stjómvalda er stórum hluta, ef ekki meirihluta, al- mennings farið að ofbjóða fyrirgang- urinn í haukunum í Pentagon og öfgafuU andúð sumra Bandaríkja- manna farin að hafa þau áhrif að far- ið er að kaUa Frakkland „samvisku heimsins", rödd skynseminnar og viskunnar, andstæðu árásargirni Bush og félaga. Og það sem meira er; franskan er nú farin að vinna mjög á víða í heim- inum, einkum í arabíska heiminum. Það kom tU dæmis nýverið fram í stórblaðinu Le Monde að við Voltaire-stofnunina í Kúveit fjölgaði nemendum um þrjátíu prósent miUi áranna 2001 og 2002, aðsókn í frönsku menningarmiðstöðina í Sádi-Arabiu hefur tvöfaldast og sama er að segja um lönd eins og Katar, Oman og Bar- ein. Hætt hafði verið að kenna frönsku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum árið 1998, vegna þess að menn töldu að enskan væri orðin alheimsmál, en nú hafa þeir snúið við blaðinu og í haust verður franskan aftur skyldufag í þrjátíu þarlendum skólum og stofnunum. Samkvæmt Le Monde er skýringin á þessu hápólitísk. Þetta eru við- brögð fólks í þessum heimshluta viö yfirgangi Bandaríkjamanna og þykir ekkert skárra að líta til Breta sem því finnst vera taglhnýtingar Banda- ríkjanna. Brunaliðið Ýmsir hafa haldið því fram að þótt Bandaríkjamenn ætli sér að ráðast gegn hryðjuverkamönnum með innrásinni sé það líklegt til að mistakast; þeim takist ef til vill að slökkva einn eld en kveiki sennilega tíu þar á móti. Þeir halda að þeir séu að senda slökkvilið til íraks en senda brunalið. Þetta kemur glögg- lega fram í merkilegri grein Magn- úsar Þorkels Bernharðssonar sem birtist í nýjasta Fréttabréfi Háskóla íslands. Hann segir m.a.: „Flestir eru sammála um að Hussein sé óæSkilegur leiðtogi íraks. Hins vegar má ekki vanmeta af- leiðingar slíkrar árásar. Fyrir utan allar siðferðislegar, lagalegar, efha- hagslegar, og umhverfislegar ástæð- ur fyrir því hversu varhugaverð slík árás er, eru það kannski langtíma pólitískar afleiðingar árásarinnar sem ég hef mestar áhyggjur af. Af- skipti Bandaríkjanna og tilraunir þeirra til að bola mönnum frá og koma sínum að hafa jafnan mistek- ist og tekið óvænta og ófyrirsjáan- lega stefnu. yiðhorf Bandaríkjastjómar bæði til íraks og deilu Palestínumanna og ísraela, sem gengur í berhögg við viðhorf þorra fólks í Miðausturlönd- um, hefur leitt til þess að Banda- ríkjamenn njóta varla nokkurs trausts meðal íbúa Miðausturlanda. Bandaríkjamenn eiga stórt vopna- búr, en eru veikir pólitískt, og þvi er það kannski ekki tilviljun að Banda- ríkjamenn virðast reiðubúnir að notfæra sér hernaðarlegu leiðina frekar en þá diplómatísku til að leysa ágreiningsmál í Miðaustur- löndum. Þessi áhersla kemur einkar vel fram í umræðunni sem á sér stað í Bandaríkjunum nú um hugs- anlega árás á lrak.“ Dapurlegt stórveldi Það er óttalega dapurlegt að lesa viöbrögð tiltekinna Bandaríkja- manna við vamaðarorðum Frakka og þeirri stefnu þeirra að stíga var- lega til jarðar í þessu máli. Þeir sem hafa fyllst skyndilegu Frakkahatri virðast ekki vita að þessar tvær þjóðir hafa verið mjög nánar allt frá því á 18. öld og að ríkin byggja á sömu grundvallar hugmyndafræð- inni varðandi stjórnskipulag og mannréttindi almennt. Frakkar eru hins vegar aldir upp við ákveðna rökræöuhefð, sem getur að vísu breyst í langdregnar hártog- anir, en reyna þó að komast aö vit- rænni niðurstöðu í samráði við vinaþjóðir sínar, öfugt við stjóm- völd vestanhafs þessi misserin. Nýjasta dæmið um þetta er ótta- lega hégómlegt, en segir sína sögu. Franskar kartöflur hafa verið tekn- ar af matseðli þriggja matsölustaða Bandaríkjaþings, en í stað þeirra er nú boðið upp á „frelsiskartöflur". Þá hefur nafni „fransks eggjabrauðs" verið breytt í „frelsiseggjabrauð" en með nafnabreytingunum vill þing- heimurinn bandaríski mótmæla andstöðu Frakka við fyrirhugaðar hemaðaraðgerðir Bandaríkjanna gegn írak. Tveir þingmenn repúblik- ana kyxmtu breytinguna á blaða- mannafundi fyrir nokkrum dögum en fréttir herma að veitingastaðir víðs vegar um Bandaríkin hafi gert slíkt hið sama. Vissulega eru Frakkar ekki full- komnir frekar en annað fólk; þeir eru margskonar og allavega, leiðin- legir og skemmtilegir, þröngsýnir og fjölfróðir, hrokafullir og elskulegir, en svona bjánagang eiga þeir ekki skilinn, síst frá háttvirtum þing- mönnum bandaríska þingsins. Það er margt og mikið skrifaö um þessi mál um þessar mundir, jafnvel rætt um karllega afstöðu Banda- ríkjamanna og kvenlega nálgun Evr- ópu, andstæðumar árásarhneigð og slægð, en það er kannski fullmikil einföldun. En okkur ber að horfa á þetta úr ofurlítilli fjarlægð. Látum bandarísk stjómvöld og fylgismenn þeirra um að svífa um í sinni eigin stríðs- og stórveldisvímu, en ætlumst til að ís- lenskir fjölmiðlar api hana ekki hrátt upp eftir þeim. Mér sýnist nefhilega, því miður, að þrátt fyrir byltingu í upplýsingatækni og sennilega mun meiri málakunnáttu íslendinga nú en var 1981 hafi ís- lenskir fjölmiðlar sáralítið breyst að þessu leyti, og að þeir totti engilsax- neska fréttaspena alsælir og værir. Kalda striðinu er blessunarlega lok- ið, en einsýnin hérlendis virðist nokkuð söm við sig. Kjallarí ðssup Skarphéðinsson snýst í hringi verður innkallaður, skal aldrei selja úr sameign þjóðarinnar. Hann verður boðinn til tímabund- innar leigu á markaði svo allir þegnar landsins standi jafnfætis um möguleikann á því að afla sér kvóta. Aukið framboð á kvóta til leigu mun snarlækka kvótaverðið. Um leið mun hvatinn til brott- kasts minnka." Hér er verið að boða veiðileyfa- gjald af fullum þunga. Það á sem sagt að rífa af þeim veiðiréttinn sem hafa verið að aðlagast ríkj- andi kerfi og leigja hann út að nýju. Hvernig á að úthluta honum er ekki útfært f grein formanns- ins. Ef það á að gerast á „hóflegu" verði, þ.e. lægra en markaðsverð, verður eftirspurnin þvílík að færri komast að en vilja - og hvernig á þá að ákveða hverjir fá og hverjir ekki. Ef hann verður boðinn upp, munu hinir „hræði- legu“ fjármagnseigendur bjóða hæst í allan kvótann og ráða svo til sín leiguliða til að ná í aflann. Með öllu er óvíst að aukið fram- boð til leigu muni lækka kvóta- verð - því þann kvóta er áður búið að taka af eigendum báta og skipa. Gera verður ráð fyrir að þeir aðil- ar hefðu hug á að fá kvótanum aft- ur svo þeir þurfi ekki að láta at- vinnutæki sín liggja bundin við bryggju. Ef við þetta bætist síðan ætlaður áhugi nýliða að hefja út- gerð væri eftirspurnin orðin mun meiri en framboðið - sem myndi hækka leiguverðiö verulega, í það minnsta mun það ekki lækka. Hvað varðar brottkastið þá mun það ekki minnka þar sem kvóta- verðið lækkar ekki. Brottkastið mun alltaf verða vandamál í kerfi þar sem veiðirétturinn er verð- lagður - og skiptir þá ekki máli hver fær greiðsluna. Þeir aðilar sem stunda brottkast í dag munu gera það áfram til að hámarka af- raksturinn af veiðiréttinum. Broslegir plástrar í lokin á þessum kafla koma svo plástrarnir: „í upphafi erum við líka reiðubúin að bjóða að stærst- ur hluti gjaldsins sem ríkið fær fyrir kvótaleiguna renni til út- gerða sem kvótinn er innkallaður frá. Það ætti að auka líkur á sátt og hjálpa þeim sem hafa steypt sér í skuldir vegna kvótakaupa." Með þessu á Kvótabanki rikis- ins að endurgreiða þeim að hluta sem hann hefur gert eignarnám hjá. Þannig á að hjálpa þeim sem hafa steypt sér í skuldir vegna kvótakaupa. í þessu liggur einmitt stór vandi. Útgerðin hefur aldrei verið skuldsettari - yfir 80% af kvóta hafa gengið kaupum og söl- um frá því kerfið var sett á. Hvernig ætlar Samfylkingin að draga línuna um hverjir skuli lifa og hverjir deyja - en kannski er það valdið sem verið er að sækjast eftir. Þetta þarf að fá á hreint. Það má öllum vera ljóst að fjölmargar útgerðir munu fara rakleiðis í gjaldþrot við framkvæmd þessara tillagna. Stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum er greinilega öll í molum. Formaður fylkingar- innar, sem ítrekað hefur tilkynnt að hann hafi kynnt sér sjávarút- vegsmál ofan í kjölinn, er aftur og aftur staðinn annaðhvort að þekk- ingarleysi eða stefnuleysi í mál- efnum greinarinnar. í sjálfum sér kemur það ekki að sök, svo fremi sem flokkur hans komist ekki til nýjum leiðum en jafnframt verð- um við að skoða allar hugsanlegar breytingar ofan í kjölinn svo full- víst sé að þær skili því sem til er ætlast. Fyrna kvótann á 10 árum í grein formannsins segir: „Við höfum lagt til fyrningarleiðina sem felur í sér aö kvótinn verði innkallaður í smáum, árlegum áföngum þannig að sjávarútvegur- inn geti aðlagað sig breytingun- um. Við viljum sem mesta sátt um breytinguna og því er Samfylking- in reiðubúin til samráðs um hve mikið skal innkallað á hverju ári.“ Hér er talað varlega og notuð lít- il orð. Kannski vegna þess að fisk- veiðistefna Samfylkingarinnar hefur ekki gert þá stormandi lukku sem vonast var til á fundum vítt og breitt um landiö? En for- maðurinn kvað mun fastar að orði í umræðu um stefnuræðu forsæt- isráðherra í haust og sagði þar að Samfylkingin hefði lagt fram ítar- legar tillögur sem geri ráð fyrir innköllun aflaheimilda á tíu árum. Innköllun aflaheimilda á tíu árum þýðir innköllun upp á tíu prósentustig á ári. Ég er ekki viss um að öllum finnist þetta flokkast undir „í smáum, árlegum áfóngum". Hér munar verulega á málflutningi formannsins á ein- ungis nokkrum mánuðum. Vekur það eðlilega upp spurningar um hve langt af leiö hann verði kom- inn þegar kemur að kosningum - og hversu marktæk þessi skrif hans séu yfirhöfuð. Veiðileyfagjald Síðan segir: „Kvótann, sem Ef hann verður boðinn upp, munu hinir „hrœðilegu“ fjármagnseigendur bjóða hæst í allan kvótann og ráðasvo til sín leiguliða til að ná í aflann. valda. Gerist það verður þetta per- sónulega vandamál Össurar ekki lengur eitthvað sem við getum brosað að heldur háalvarlegur þjóðarháski sem vofir yflr okkur öllum. Samfylkingin hefur gefið út að það komi ekki til greina að for- maöurinn þeirra verði forsætis- ráðherra - kannski hefði átt að til- greina fleiri ráðherraembætti. Ásgeir Þór Jónsson ráögjafi Formaður Samfylkingar- innar skrifar mikla grein í miðopnu DV síðastliðinn mánudag undir fyrirsögn- inni „Auðlindir, velferð, Evrópa og lýðræði". Þar er komið svo víða við að ósjálfrátt leitar sú hugsun á hugann að hann telji óvíst að hann fái að beita sér meira fyrir þessar kosningar. Samfylkingarfólki og raunar þjóðinni allri hefur verið ljóst um langt skeið að vaskleg framganga formannsins hefur ekki aflað flokknum fylgis. Því var skipt um forystusauð og formaðurinn settur á hliðarlínuna. Eðlilega er for- manninum mikið niðri fyrir enda einungis tímaspursmál hvenær honum veröur skipt út af. Gaman væri að fara í gegnum þennan samtíning lið fyrir lið en að sinni verður að duga að skoða útfærslu formannsins á flskveiði- málunum. Nú er það svo að ekkert kerfi er alfullkomið og eigum við að vera opin fyrir endurbótum og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.