Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003
DV
Fréttir
Fráfarandi þingmenn sitja til 10. maí:
Tveir milljarðar á
mínútu í lokaræðunni
Ljóst er að alþingismennirnir
Sverrir Hermannsson, Karl V.
Matthíason, Sigríður Jóhannes-
dóttir, Svanfríður Jónasdóttir og
Ólafur Örn Haraldsson hafa setið
sitt síðasta þing, a.m.k. í bili, en
þau eru ekki í kjöri í alþingis-
kosningunum 10. maí nk, nema
Ólafur Örn sem skipar heiðurs-
sæti. Líklegt er að þeim fækki enn
frekar þar sem ekki ná allir end-
urkjöri þótt þeir bjóði sig fram.
Ný kjördæmaskipan leiðir viss
rök að því, sem og fylgi stjóm-
málaflokka í skoðanakönnunum.
Hraut gull af munni
Ólafur Örn Haraldsson, Fram-
sóknarflokki, segist ætla að taka
af fullum þunga þátt í kosninga-
baráttunni þótt ljóst sé að hann
verði ekki áfram á þingi. Hann
ætli að miðla reynslu sinni og
styðja við bakið á þeim sem nú
verða í orrahríðinni.
„Ég er með tvennt eða þrennt í
sigti í einkageiranum sem gæti
orðið mitt hlut-
skipti í atvinnu-
lífinu en það
hefur verið það
mikið að gera að
ég hef ekki getað
sinnt því. Eg er
þingmaður til
10. maí svo þjóð-
in er ekki alveg
laus við mig!
Mér fannst
síðustu tveir dagarnir svolítið sér-
stakir í þinginu, margt sem leitaði
á hugann og sem betur fer er
margs að sakna. Síðasta ræðan
mín á þingi stóð í 3 mínútur en ég
mælti þar fyrir 6 milljöröum í fjár-
aukalögum vegna svokallaðra
flýtiframkvæmda, svo það voru 2
milljarðar á mínútu. Það var mjög
innihaldsrík ræða og mér fannst
vænt um að það voru lokaorðin.
Mér hraut gull af munni! Það er
ekki síður gagnlegt að sitja við
borð í matsal og taka þar þátt í
umræðum meö þessu skemmti-
lega og hæfileik-
aríka fólki með
miklar en ólíkar
skoðanir og
reynslu. Ég
hætti því mjög
sáttur. Ég vona
að ég hafi mark-
að einhver spor.
Ég ætla í 5
daga ferð með
Ferðafélaginu
inn í Þjórsárver í sumar og ætla
að njóta þess að sjá þetta ósnorta
land, byrja alveg austast og held í
vestur. Það er erfitt að hætta
fjallaklifri og náttúruskoðun," seg-
ir Ólafur Öm Haraldsson.
Sagði upp andlega
Svanfríður Jónasdóttir, Sam-
fylkingu, segir að hún hafi sagt
upp andlega fyrir nokkru og þá sé
þingmaður í raun hættur. Hún
segist þó vera þingmaður tO 10.
maí, verði með sína skrifstofu í
Alþingi og tekur við sínum pósti
og verkefnum og skyldum sem al-
þingismaður.
„Ég mun halda áfram mínu
framhaldsnámi í stjórnun í Kenn-
araháskólanum og stefni að því aö
ljúka mastersverkefni næsta vet-
ur. Ætli ég reyni ekki að nýta mér
það á vinnumarkaðnum. Ég er að
gera það nú sem ég mátti ekki
vera að meðan ég var yngri og er
að láta það rætast nú þegar syn-
imir eru allir fluttir að heiman.
Ég hugleiddi hvort það hefði ekki
verið eitthvað sem ég ætlaði að
gera áður en ég fór að eiga böm.
Nú er komið að því.
Maður var vakandi og sofandi
síðustu daga þingsins og ég ekki
með nein smáverkefni sem fullrúi
Samfylkingarinnar í iðnaðar-
nefnd. Nú ligg ég heima í flensu,
það er eins og ég gangi svona rosa-
lega á varabirgðimar, er geysi-
brött þar til tömin er búin, en er
svo algjörlega búin líkt og íþrótta-
menn eftir erfiðan leik,“ segir
Svanfríður Jónasdóttir. -GG
Ólafur Öm
Haraldsson.
Svanfríður
Jónasdóttir
Hjólreiöamenn:
Gegn hægri beygju
á rauðu Ijósi
Landssamtök hjólreiðamanna
mótmæla harðlega framkomnu
lagafrumvarpi Hjálmars Ámason-
ar og Vilhjálms Egilssonar um að
heimila hægri beygju á rauðu
ljósi. Segja samtökin að ef mið sé
tekið af reynslu af slíkri heimild
frá Bandaríkjunum bendi flest til
að slysum á gangandi og hjólandi
vegfarendum muni fjölga veru-
lega.
Benda samtökin á umsögn Um-
feröarráðs (nú Umferðarstofu) til
allsherjamefndar Alþingis á síð-
asta ári. Þar kom fram í nýlegri
þýskri tölfræðiúttekt frá 4 fylkj-
um Bandaríkjanna að slysum
fjölgaði um 54% á gangandi og
91% á hjólandi vegfarendum, þar
sem hægri beygja á rauðu ljósi
var leyfð.
Samtökin segja að með frum-
varpinu sé verið að vega alvar-
lega aö þeirri tegund umferðar
sem þó er yfirlýst stefha stjórn-
valda að auka sem mest vegna
umhverfisverndarsjónarmiða.
-HKr.
Framkvæmdavetur
Tími vorframkvæmdanna er löngu hafinn og jafnt borgarstarfsmenn sem undirverktakar eru á miklu iöi um allan bæ.
Endurgerö Laugavegar er aö mestu lokiö og nú eru vinnuvélarnar byrjaöar aö éta sig ofan i Bankastræti en
framkvæmdum viö fegrun þessa götuspotta á aö Ijúka í byrjun sumars. Þegar því verki veröur lokiö hefur öll leiöin frá
Barónstíg aö Lækjartorgi fengi kærkomna andlitslyftingu. Veöriö síöustu vikur hefur ekki spillt gleöi jarövinnumanna
og er útlit fyrir aö þeim sækist verk sitt fljótt og vel enda hlýindi og stilla í veröurkortunum fram undan.
Tll varnar mengunarslysum
Settjarnir neöan Breiöholts taka viö úrgangi úr yfirborösvatni oggeta þar meö hindraö aö einhverju leyti mengunarslys í Elliöaánum.
Umhverfisvænar settjarnir í landi Reykjavíkur:
Tjarnirnar hindra umhverfisslys
Reykjavíkurborg er að gera sett-
jamir neðan Breiðholtshverfis
sem eiga að hindra umverfisslys í
Elliðaánum ef t.d. olíuslys verður
í hverfinu. Settjamimar taka við
yfirborðsvatninu og þannig er
hægt að sía frá óþverrann og þar
með hindra að hann komist í El-
liðaárnar. Sveiflur í stærð laxa í
Elliöaánum hafa m.a. verið raktar
til óæskilegra efna sem kunna að
berast frá yfirborðsvatni í nálæg-
um bæjarhverfum.
Ólafur Bjarnason, verkfræðing-
ur hjá Reykjavíkurborg, segir að
settjamimar taki við ýmissi
mengun sem komi frá götunum og
ef olíuslys verður er hægt að
skilja olíu frá vatninu áður en það
fer í ámar.
„Þetta er ekki bara gert fyrir
laxveiðimenn heldur er þetta lóð á
vogarskálarnar í þeirri viðleitni
að ganga betur um. En við gerum
þetta víöar í borginni, s.s. í Graf-
arvogi, og þetta verður gert í Graf-
arholti, svo dæmi séu tekin um
viðkvæm svæði sem hafa forgang.
Svona settjöm hefur verið tekin í
notkun viö Víkurvegargatnamót-
in,“ segir Ólafur Bjamason. -GG
Brotlð land
Miklar jarövegsframkvæmdir standa
nú yfir í neöanveröum Laugardal í
Reykjavík þar sem mikil
íþróttamiöstöö er aö rísa. Hún mun
auka möguleika fólks til
líkamsræktar til muna og tengja
íþróttamannvirkin á svæöinu betur
saman en veriö hefur.
fltorka tapar
138 milljónum
Fjárfestingarfélagið Atorka tap-
aði 138 milljónum króna frá 1.
maí til 31. desember á síðasta ári.
Þetta er þó minna tap heldur en
á síðasta reikningsári þegar tapið
nam 187 milljónum króna.
Hlutafé félagsins var 1.474
milljónir króna í lok árs 2002 en
var 1.048 milljónir í lok apríl
2002.
Þrátt fyrir tap á rekstri síðasta
árs leggur stjórn félagsins til að
greiddur verði 5% arður af hluta-
fé sem gerir um 74 milljónir
króna. Er arðgreiðslan í sam-
ræmi við þann arð sem félagið á
von á af helstu eignarhlutum sín-
um. -VB
Úp tapi í hagnað Itjá
MP Verðbréfum
Hagnaður MP Verðbréfa hf. á
árinu 2002 var 5,7 milljónir
króna, samanborið við 112,7 millj-
óna tap árið áður. Eigið fé félags-
ins nam 701,8 milljónum króna
samkvæmt efnahagsreikningi í
árslok og lækkar um rúmar 15
milljónir króna milli ára.
í tilkynningu frá félaginu kem-
ur fram að mikill viðsnúningur
hafi orðið til hins betra á flestöll-
um sviðum í starfsemi félagsins
frá árinu 2001.
Sigurður Valtýsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri MP
Verðbréfa en hann var áður for-
stöðumaður fyrirtækjasviðs.
Hann tekur við af Auði Finnboga-
dóttur sem fer utan til náms. -VB
Afl með 317 miiyóna
króna hagnað
Hagnaður af rekstri Afls, fjár-
festingarfélags hf„ fyrir tímabilið
1. maí til 31. desember 2002 nam
317,2 milljónum króna. Eigið fé
samtals nam 3.156,2 milljónum
króna í lok árs 2002. Skuldir fé-
lagsins voru 19 milljónir í lok árs
og eiginfjárhlutfallið var 99,3%.
Stjórnin leggur til aö greiddur
verði 9% arður á hlutafé, að fjár-
hæö 171 milljón krónur, eða sem
nemur um 54% af hagnaði ársins.
Hluthafar í lok árs 2002 voru
3.533 og áttu þrír hluthafar yfir
10% hlut í félaginu, en það eru
Landsbanki íslands með 19,5%,
Þorsteinn Vilhelmsson með 19,5%
og Ránarborg ehf., sem er fjár-
festingarfélag í eigu Þorsteins
Vilhelmssonar, með 15,3%.
Stærstu eignarhlutar Afls fjár-
festingarfélags í dag eru Hraö-
frystihúsið Gunnvör hf„ tæplega
19% hlutur, og Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna hf„ rúmlega 8%
hlutur. Af eignum félagsins nema
peningalegar eignir og skuldabréf
um 50% hlutdeild. -VB