Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 Skoðun DV X Er ekki að marka OECD? Finnur Birgisson arkitekt á Akureyri skrifar: í DV birtist fbstudaginn 21. febr. sl. grein um væntanlega skýrslu frá OECD undir fyrir- sögninni „ívilnanir tii bamafólks meiri eða svipaðar á íslandi." Þar kom fram að nettóskatt- byrði fjölskyldu með tvö börn og eina fyrirvinnu með meðallaun verkamanns væri hér -3,2% og minni en í öllum öðrum löndum samanburðarins. Drög að skýrslu þessari má nálgast á vefnum www.oecd.org. og töl- urnar sem DV tekur upp úr henni eru úr töflu á bls. 8, sem á að sýna skatta og aðra launafrá- drætti á móti fengnum bótum. ísland í 20. sæti Samkvæmt skýrslunni voru meðallaun verkafólks hér 2.277.700 kr. árið 2002 en 2.128.700 kr. árið 2001. Þetta sam- svarar mánaðarlaunum upp á 189.800 og 177.400 kr. og kunna það að virðast háar tölur með tilliti til gildandi launataxta en með þessi laun er íslenski verka- maðurinn þó aðeins í 20. sæti af 30 „keppendum" skýrslunnar, sbr. töflu á bls. 4. Laun hans eru aðeins 2/3 af launum verka- manna í efstu sætunum, þ.e. þeirra dönsku og þýsku. Er það út af fyrir sig athyglisverður fróðleikur en ekki var þó um hann fjallað í grein DV. Reyndar kemur það ekki á óvart að ísland skuli koma vel út úr samanburði á bamabótum til lágtekjufólks. Það er einmitt sér- staða hins tekjutengda íslenska bamabótakerfis að halda uppi háum bamabótum til tekjulægsta bamafólksins á kostnað annarra bamafjölskyldna. Þetta finnst sumum réttlátt en aðrir telja að- feröina vera brot á stjórnarskrá og mikið ranglæti, svona eins og ef persónuafsláttur Vestfirðinga einna væri lækkaður til að fjár- „Reyndar kemur það ekki á óvart að ísland skuli koma vel út úr samanburði á bamabótum til lág- tekjufólks. Það er einmitt sérstaða hins tekju- tengda íslenska bamabótakerfis að halda uppi háum bamabótum til tekjulœgsta bamafólksins á kostnað annarra bamafjölskyldna. “ SKATTBYRÐI HEIMILA ÁRIÐ 2002 samkvæmt samanburði OECD Land Hjón meö tvö börn, eln fyrirvinna Einstaklingur, barnlaus Mismunur Island -3,2 22,0 25,2 írland -0,8 16,4 17,2 Lúxemborg -0,1 25,9 26,0 Slóvakía 3,1 19,3 16,2 Mexíkó 3,6 3,6 0,0 Tékkland 3,7 23,7 20,0 Portúgal 5,2 16,5 11,3 Ungverjaland 7,8 29,1 21,3 Kórea 8,1 8,7 0,6 Sviss 8,6 21,5 12,9 Austurríkl 9,0 28,6 19,6 Spánn 10,4 19,2 8,8 Bretland 10,8 23,3 12,5 Bandaríkln 11,4 24,3 12,9 Japan 11,9 16,2 4,3 Ítalía 12,2 28,1 15,9 Frakkland 14,2 26,5 12,3 Ástralía 14,7 23,6 8,9 Kanada 15,1 25,7 10,6 Grikkland 17,0 16,5 -0,5 Holland 17,2 28,7 11,5 Noregur 17,9 28,8 10,9 Nýja-Sjáland 18,2 20,0 1,8 Þýskaland 18,6 41,2 22,6 Svíþjóö 21,0 30,4 9,4 Belgía 21,6 41,4 19,8 Flnnland 23,2 31,7 8,5 Pólland 25,0 31,0 6,0 Tyrkland 30,0 30,0 0,0 Danmörk 30,5 43,1 12,6 Skattbyröi er skilgreind sem tekjuskattur og skylduframlag launþega til almannatrygginga að frádregnum barnabótum (almennum greiöslum frá ríkinu sem standa í beinum tengslum viö fjölda barna á framfæri). Miöaö er viö meöallaun verkamanns sem samkvæmt OECD voru 227.700 krónur á mánuöi á íslandi. magna jarðgöng á Austfjörðum, því það eru jú fjöll og jarðgöng fyrir vestan líka. Villur í skýrslu OECD Við nánari athugun koma þó í ljós ýmsir hnökrar á þessari skýrslu OECD sem vekja upp efasemdir um gildi hennar og áreiðanleika. í fyrsta lagi tekur OECD einhverra hluta vegna ekki tillit til lögboðinnar 4% greiðslu launþega í lífeyrissjóð, meðan t.d. launafrádráttur Þjóð- verja til lífeyristrygginga (Rentenversicherung) er tekinn með í útreikninginn. Þetta skekkir auðvitað samanburðinn því þessar greiðslur eru sama eðlis. í öðru lagi virðist vera reikn- ingsskekkja upp á nokkur pró- sent í öllum tölum sem varða ís- land. Þannig segir skýrslan að skattbyrði einstaklings með um- rædd meðallaun hafi verið 21,5% árið 2002 en hið rétta er að hún var 23,5%. Þetta getur hver sem er gengið úr skugga um með ein- foldum útreikningi (Skattstofn = 2.277.700 kr. x 0,96; skattprósenta = 38,54%; Persónuafsláttur = 312.024 kr.; gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra = 4.826 kr.). Skatt- byrði barnafólksins sem nefnt var í grein DV er líka röng, hún á að vera +0,1% en ekki -3,2%. Ef jafnframt er tekið tillit til lífeyris- sjóðsins, sbr. hér aö framan, verður útkoman fyrir þessa barnafjölskyldu því +4,1% og við það færist Island úr efsta sætinu niður í þaö sjötta í töflunni sem birtist í DV. Það er auðvitað hið versta mál ef ekki er hægt að treysta skýrsl- um frá þessari virtu alþjóða- stofnun. Þarna er því útskýringa þörf, annaðhvort frá reikni- meisturum OECD sjáifum eða þeim sem fóðra þá á upplýsing- um um ísland: Embættismönn- um fjármálaráðuneytisins. Álveriö í höfn, allir fagna. Andstæðingap atvinnu? Hannes Helgason skrifar: Á sama tíma og meirihluti landsmanna horflr til atvinnu- brests fagnar hann ákaft þeim kaflaskiptum sem verða í ein- um hluta landsbyggðarinnar a.m.k. þar sem undirritaðir hafa verið samningar um áiver á Reyðarfirði. Manni er spurn: Er ekki sama hvaðan gott kem- ur? Höfum við íslendingar úr svo miklu að velja þegar kem- ur að atvinnusköpun? Sjávarút- vegur, jú, en landsmenn fælast þau störf sem þar er að fá og því verður að sækja erlent vinnuafl. Hugbúnaður, jú, en hann er ekki á færi nema lítils hluta þjóðarinnar, vel menntaðra manna, sérfræðinga. Hvað er þá annað eftir en að nýta auð- lindir, svo sem fallvötnin, til að skapa orku? Já, til álvinnslu sem annarrar framleiðslu. Ál- versframkvæmdir eystra eru byggðaaðgerð. Þeir sem ekki sjá það verða að láta í minni pokann. SÞ fórnað fyrir síðhvörf írak samdi eftir Persaflóastríðlö - en hefur svikiö samninga hvaO eftir annaö sl. 12 ár. Þorsteinn Hákonarson skrifar: Síðhvörf eru það að hverfa aftur til viðmið- ana, sem reynsla og ann- að barði úr fólki en var heimsmynd síns tíma. Af- gerandi heimsmynd myndaðist við klofhing austurs og vesturs eins og sagt er, við kalda stríðið. Því lauk við að Rússar svo til einhliða aflögðu skrifræði og áætlunarbú- skap vegna þess að það gekk ekki lengur fyrir þá. En fólk skynjaði þetta ekki þannig heldur að kapítalisminn hefði sigrað sósíal- íska hugsun. Viðbrögðin voru tvenns konar: Annars vegar mikil andleg lömun vinstrimanna um tíma og hins vegar nýr yfirgangur kapítalista með meiri græðgi en þekkst hefur. Nú ætluðu þeir að fá allt það sem samkeppnin við sósíal- ismann hafði meinað þeim um og var kölluð vestræn velferð. Víða er erfitt orðið um jafn einfalda hluti eins og rafmagn, t.d. í Bandaríkjun- um, sökum græðgi þessarar. Póli- tískir hægriaðilar, sem réðu minnstu um aflögn Sovétkerfisins, sýndu mikil sorgarviðbrögð við að missa óvininn. Vinstrimenn báru harm sinn í hljóði. Svipað og Bandaríkin þróuðust frá veiku stjómvaldi samtaka ríkja með sjálfstæðisyfisyfirlýsingu og stjómarskrá, frá litlu pólitísku valdi í úthémðum til þess að verða stórveldi, þá voru Sameinuðu þjóð- „Pólitískir hægri aðilar, sem réðu minnstu um af- lögn Sovétkerfisins, sýndu mikil sorgarvið- brögð við að missa óvin- inn. Vinstrimenn báru harm sinn í hljóði. “ imar smám saman aö mynda það sem til var af stjómvaldi á jörð. Þessu svipar mjög til íslenska þjóð- veldisins - lagagerð án fram- kvæmdavalds. Ef framkvæmdir voru heimilaðar að lögum urðu menn sjálfir að framfylgja þeim. Sama gildir um deilur um írak nú. Þessar deilur em um hvort lög- ræði SÞ gildir eða ekki. írak samdi eftir Persaflóastríðið en hefur svik- ið samninga hvað eftir annaö sl. tólf ár. En eins og í þjóðveldinu þá eru það höfðingjarnir með sína vopnfæra menn eða heri sem beita þeim. Þar skilur allt í einu á milli og deilur höfðingja um aðfór- ina sjálfa verða ríkjandi en ekki hvort lögræði SÞ skuli gilda. Fyrir því eru orsakir sem koma írak ekkert við. Hægri haukar, sem fengu ekki að sigra en var rétt ný heimsmynd af nær einhliða gerðum Rússa og kínverskum hagvexti, básúna valdbeitingu með ógeðfelldum yfirlýsingum. Þótt þeir séu ekki ráðandi eða ríkjandi. Það era þeirra síð- hvörf. Andlega lamaðir vinstri- menn taka þetta illa upp og það ýfir gömul sár þeirra. Þeir rísa upp með sérstaka forsendu. Sem er sú að í stað þess að írakar hlíti fram- kvæmdavaldi SÞ og sýni vopnaeft- irlitsmönnum fulla samvinnu þá verði Bandaríkin að sanna sekt íraka upp á nýtt. Það hefur gleymst að um tólf ára samning er að ræða. Þessir síðhvarfaaðilar vilja nú fóma Sameinuðu þjóðunum fyrir síðhvörf sín. Fóma því litla sem til er af sameiginlegu stjórnvaldi. Þetta er tímabundið. Báðir eru á leið út, bæði fyrir aldur og andlega vangetu. Tæknilegt vald, hraði, tak- mörkuö geta tO öflunar hráefna og aðferða krefst stjómvalds eins og heimurinn er uppbyggður í dag. Séu þau lög sundur slitin þá er frið- urinn rofinn. - Vitmenn haldi því höfði og afstýri því. Þakkið styrkinn Friðrik Friðriksson skrifar: aö*3etur°sbet; L S raun komist létt frá f\ ' * Jm\ sínum skyldustörf- yf % um og skuldbind- ingum sem ráða- Þórólfur maöur í stærsta Arnason. sveitarfélaginu í landinu, sjálfri höfuðborginni. Allt er í skuld og skötulíki, biðraðir á stofnanir borgarinnar, skattahækk- anir á húsnæði í algleymingi og lántökur stundaðar eins og skyldu- grein í íþróttum. Og nú er borgar- stjórinn hlaupinn á brott og útveg- aði annan í sinn stað. Sá er hins vegar kominn með báða fætur á kaf í þennan pytt sem rakinn er hér að ofan. Hann talar eins og sá fyrrver- andi, hastar á lýöinn og talar um „rangar forsendur" í fátæktarmál- um samfélagsins. Þannig eru síð- ustu skilaboð hans til Mæðrastyrks- nefndar: Styrkur er eitthvað sem fólk þiggur og þakkar fyrir. Ég get ekki séð hvernig svona svör geta gengið til lengdar hjá stjórnanda Reykjavíkur. - Nema hann hafi ákveðið að skapa skapa sér sess og sæti forvera síns, sem kærði sig kollótta og hljóp svo bara brott! Bruðlið og gulrótin Guðmundur Guðmundsson skrifar: Við kjósendur þurfum senn að gera upp við okkur hverja við telj- um best fallna til þess að fara með stjóm landsins. Þær eru orðnar ansi margar þær gulrætur sem nú- verandi stjómvöld eru búin að veifa framan í okkur og margir búnir að bíta í hana. Hvað finnst fólki t.d. um það að á sama tíma og ekki er hægt að veita meira fé til heilbrigðismála skuli þau ráðast í að byggja enn eina monthöllina fyr- ir sendiráð og nú í Berlín þar sem við höfum haft sameiginlegt hús- næði fyrir sendiráð ásamt öðmm Norðurlandaþjóðum? Var það ekki nógu fint fyrir 280 þús manna þjóð? Af hverju þetta bruðl og ílottræfils- háttur þegar við getum ekki haldið uppi almennilegri heilsugæslu vegna fjárskorts? Finnst fólki það virkilega trúverðug stjóm sem svona fer með skattpeningana okk- ar? Trúir fólk því að það muni eiga von á skattalækkun? Öryrkjar, fá- tækir og þeir sem minnst hafa? Og ég spyr: Ætlar fólk að veita þessu sukk- og sóunarliði enn og aftur brautargengi næstu fjögur árin? - Ætlar það enn að gleypa gulrótina? Jón Kristjánsson. Jón Helgasson. Stýrihópur aldraðra Guðlaug Ólafsdóttir skrifar: Þaö er orðið vafasamt, að nokkur heil brú, hvað þá heilindi, séu að baki skýrslu þeirri sem svokallaöur „stýrihópur" aldraðra á að hafa mótað í málefnum aldraðra allt til ársins 2015. Tveir Jónar, þeir fram- sóknarmennirnir Helgason og Krist- jánsson, kynntu skýrsluna. Þar er htið annað að finna en það að hinir öidmðu skuli bera ábyrgð á eigin heiisu. Þeir skulu hafa drukkið og étið hollustufæðu á fyrri árum og nú séu það þeir sem rétt átu sem em hólpnir. Hinir mega verða fyrir „ellisprengjunni". Grunnlífeyrir, skattar og annað sem máli skiptir er ekki í myndinni lengur. - Já, þeir geta það, þessir! Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíó 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.