Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Side 27
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 27 DV Tilvera Kvikmyndagagnrýni lífiö Laugarásbíó/Smárabíó - Maid in Manhattan ★★ Einleikarpróf í Salnum Mattías Birgir Nardeau óbóleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari munu halda tónleika á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, kl. 20. Tónleikarnir eru seinni hluti einleikaraprófs Matthiasar Birgis Nardeau frá skólanum. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn frá kl. 19.30. Kraftur Auðar lifir áfram Þáttakendur í Frumkvöðla-Auði hafa tekið sig saman og stofnað félagsskap í þeim tilgangi að hlúa áfram að Auði, þ.e að virkja þá kunnáttu og þekkingu sem af verkefninu hlaust. Fyrsti aðalfundur félagsins verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík milli kl. 18 og 20 í Bauninni, 3. hæð. Líkamleg orka Guðjón Bergmann fræðir um líkamsæfmgar, öndun, slökun, matarræði, losun og kynorkuna. Fyrirlesturinn er hluti af námskeiðinu Jóga sem lífstíll á 21. öldinni (sjá nánar inn á www.gbergmann.is) AUir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir. Stakur fyrirlestur kostar 2.200 kr. Fyrirlesturinn er haldinn á 3. hæð að Ármúla 38. Námstefna um kvennaheilsu Námstefna um kvennaheilsu verður haldin í Norræna húsinu kl. 16.30-18.15 í dag. Ókeypis aðgangur. Það er Lionshreyfmgin á íslandi sem stendur fyrir námstefnunni. Setning: Þórunn Gestsdóttir, varaumdæmisstjóri Lions. Fundarstjóri: Katrín Fjeldsted, alþingismaður og heimilislæknir. Konur og kransæðasjúkdómar: Halldóra Bjömsdóttir hjartalæknir. Beinvemd og forvamir: Hildur Thors heimilislæknir. Em hormónar hættulegir: Bryndís Benediktsdóttir. Sjúkdómar kvenna í bókmenntum: Katrín Fjeldsted. 7-KD íVíöistaöaskóla í heimsókn á DV Áslaug María Jóhannsdóttir, Áslaug Sara Hreiöarsdóttir, Brynjar Arnarson, Bylgja Sif Baldursdóttir, Elín Lovísa Elíasdóttir, Hlynur Júlíusson, llja Tvérskoj, Inga María Eyjólfsdóttir, Ingólfur Arnarson, Kristrún Úlfarsdóttir, Linda Björg- vinsdóttir, María Sif Guömundsdóttir, Nína Jónsdóttir, Reynir Pablo Rodríguez, Sigríöur Arnfjörö Ólafsdóttir, Sindri Örn Steinarsson, Sunna Hlíf Friöriksdóttir. Kennarinn heitir Magnús Sigurjónsson. Sheen á svarta listann Það er ekki nýtt að leikarinn góðkunni, Martin Sheen, sé fremst- ur í flokki þegar mótmæla á stríðs- rekstri. Hann tekur yfirleitt þátt í flestum mótmælum í Hollywood og hefur þurft að sitja yfir eina nótt í fangelsi. Hann er að sjálfsögðu fremstur í flokki þeirra leikara sem mótmæla fyrirhuguðu stríði gegn írak og hefur nú fengið áþreifanlega að finna fyrir því. Vinsæl auglýsing, þar sem hann er ásamt syni sínum Charlie Sheen að auglýsa visakort, hefur verið tekin úr umferð vegna mótmæla hans. Enn ein staðfest- ing á því að það borgar sig ekki Martin Sheen fyrjr Ameríkana í Enn einu sinni jjag ag setja sig á svarta list- upp á móti hinum ann í Was- stríðsglaða forseta hington. Öskubuska orðin ein Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. stæð móðir í IMew York Öskubuska komln í fína dressiö Jennifer Lopez er öskubuska nútímans Þið munið sög- una um Öskubusku sem missti fóður sinn' og þurfti að al- ast upp með and- styggilegri stjúp- móður og tveim skelfilega vondum systrum. Hún var látin þrífa, elda, sauma og höggva eldivið. Þrátt fyrir það náði hún í prinsinn - reyndar þegar búið var að dressa hana upp sem prinsessu. En hún komst til metorða af því hún var væn við menn og mál- leysingja - þess vegna hjálpuðust allir að við að koma henni í kon- unglega hjónasæng. Þetta vel þekkta ævintýri er þráður nýjustu myndar Jennifer Lopez, Maid in Manhattan. Ösku- buska, eða Marisa, er einstæö móðir 10 ára gullfallegs og bráð- gáfaðs drengs og vinnur á hinu eð- alfína Beresford-hóteli í New York. Þegar hún er að stelast til að máta fót efnaðrar konu, í stað þess að vera að þrífa klósettið hennar, kemur hinn bráðmyndarlegi póli- tíkus Christopher (Fiennes), held- ur að hún sé fín kona og fellur fyr- ir henni. Játar Marisa að hún sé í Dolce & Gabbana-dragt i leyfis- leysi og fer hnípin að búa rúm? Eða fer hún umsvifalaust í göngu- ferð með prinsinum, heldur áfram að ljúga, verður ástfangin og fer í finum kjól á ball? Svariö fáið þið ekki hér - ef þið eruð spennt verð- ið þið bara að fara á myndina. En getur Öskubuska verið ein- stæð móðir og unnið á hóteli? Að sjálfsögðu. í einni vinsælustu mynd síðustu aldar, Pretty Wom- an, var öskubuska gleðikona. Og eru ekki Mette Marit og sonur ný- búin að vinna hjarta Hákonar krónprins af Noregi? Þótt Marisa vinni á hóteli en ekki í öskustó stjúpmóður sinnar vinnur hún enn við þrif og þótt hún sýni ein- hverja tilburði til að fá stöðu- hækkun klúðrar hún því með því að ljúga um uppruna sinn og sofa í einni hótelsvítunni (hjá einum hótelgestinum). Þannig að hún þarf, eins og Öskubuska forðum, hjálp auðugs og valdamikils manns til að koma sér upp úr þeirri þjóðfélagsstöðu sem hún er fost í. Skilaboðin eru: Stelpur, finnið ykkur ríkan eiginmann og lifið hamingjusamar til æviloka. En að segja að Maid in Manhatt- an sé fyrirsjáanleg er náttúrlega út í hött. Söguþráðurinn skiptir hér engu máli. Við vitum allt um leiðarlok, það er leiðin sjálf sem á að vekja áhuga okkar. Og Maid in Manhattan er alls ekki án sjarma. Lopez og Fiennes eru fríðleiksfólk og fara ágætlega með sykursætan textann. Sonurinn, leikinn af Tyler Posey, er nánast óbærOega krúttleg- ur (ég gæfi ekki mikið fyrir sam- bandið ef hann hefði verið orðljótur, ófriður eða ófyrirleitinn) og Bob Hoskins er einn af fjölmörgum ágæt- um aukaleikurum sem umkringja parið. Á sýningunni sem ég fór á var salurinn fullur af rómantískum stelpum á öUum aldri - ætli þær sæki um á Hótel Sögu strax í dag? Lelkstjóri: Wayne Wang. Handrít: Kevin Wade. Kvikmyndtaka: Karl Walter Linden- laub. Tónlist: Alan Silvestri. Aðalleikarar: Jennifer Lopez, Ralph Fiennes, Tyler Pos- ey, Natasha Richardson, Stanley Tucci og Bob Hoskins. Vinsælustu kvíkmyndirnar_________ Húsið áfram á traustum grunni Aðra vikuna í röð var gaman- myndin Bringing Down the House langvinsælasta kvikmyndin og frumsýningarmyndirnar höfðu ekkert í hana að gera. Virðist myndin bæði höfða til hvítra og svarta. í öðru og þriðja sæti eru Agent Cody Banks og The Hunted - ólíkar myndir sem þó báðar eru sakamálamyndir. Agent Cody Banks á að höföa til unglinga og The Hunted til eldri, enda mikill aldursmunur á aðalleikurum myndanna. í Agent Cody Banks leikur ungstirnið Freddie Muniz ungan skólapilt sem virðist í fyrstu eins og flestir félagar hans. Hann er þó ekki allur þar sem hann er séður heldur er hann á mála hjá CIA. Tommy Lee Jones leikur aðalhlut- verkið í The Hunted. Leikur hann FBI-löggu sem er á slóð hættulegs morðingja sem virðist hafa mest gaman af að elta bráð sína uppi og Agent Cody Banks Frankie Muniz leikur Cody Banks sem leikur tveim skjöldum. veiða hana í gildru. Benecio del Toro leikur morðingjann. Þriðja nýja myndin er Willard, sem er endurgerð eldri kvikmyndar þar sem fjallað er um ungan mann sem er í nánu sambandi við rott- ur. Engin þessara þriggja kvik- mynda hefur vakið hrifningu gagnrýnenda vestanhafs. -HK ALLAR UPPHÆÐIR 1 PUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA. FYRRI INNKOMA INNKOMA FJÖLDI SÆTl VIKA TITILL HELGIN: ALLS: BÍÓSALA O 1 Bringing Down the House 22.054 61.287 2801 o - Agent Cody Banks 14.064 14.064 3369 o - The Hunted 13.482 13.482 2516 o 2 Tears of the Sun 8.705 30.721 2973 o 4 Chicago 7.105 124.845 2600 o 3 Old School 6.670 60.775 2452 o 5 How to Lose a Guy in 10 Days 4.685 93.724 2430 o - Willard 4.010 4.010 1761 o 7 Daredevil 3.030 96.033 2054 © 6 Cradle 2 the Grave 2.974 31.688 2150 © 8 The Jungle Book 2 2.533 43.659 2064 0 9 Shanghai Knights 1.548 57.240 1316 0 12 The Pianist 1.303 18.630 574 © 11 The Hours 1.250 37.394 814 © 14 About Schmidt 1.093 61.630 713 © 16 Lord of the Rings: Two Towers 1.014 333.623 612 © 17 The Quiet American 990 8.700 396 © 10 The Ufe of David Gale 901 18.810 893 © 15 The Recruit 685 51.485 640 © 13 Gods and Generals 645 12.241 706 Vinsælustu myndhöndin Dularfull tákn Gæðamyndin Signs, sem gefin var út á myndbandi og DVD í síðustu viku, fer beint í efsta sæti mynd- bandalistans. Signs er nýjasta kvikmynd M. Night Shyamalan og ber hann upp spurningar um tilveru okkar og hvort hægt sé að ógna henni með heimsókn úr alheiminum. Hann veltir upp möguleika sem er vísindaskáldskapur af bestu gerð, auk þess sem mannlegi þátturinn er of- arlega í huga hans. Hvem- ig við stöndum gagnvart slíkri heimsókn andlega er það sem hann veitir okkur nýja og sterka innsýn í og Shyamalan tek- ur þann þátt fram yfir frásögn af atburðin- um sjálfum sem að mestu er séður úr fjarlægð þar til í lok- in. Aðalpersónan er presturinn Graham Hess (Mel Gibson) sem býr á bóndabæ ásamt tveimur börn- um sínum, Morgan (Rory Culkin) og Bo (Abigail Breslin) og bróður sínum, Merrill (Joaquin Phoenix). Graham hefur hætt prests- störfum í kjölfar þess að eiginkona hans lést í bílslysi. Morgun einn vakn- ar fjölskyldan við að búið er að koma fyr- ir risastóru tákni á jörð þeirra. Þetta tákn er sett niður víðar í heiminum og leitt er að því getum að geimverur hafi verið að verki. -HK N 10. 16. MARS FYRRI VIKUR S/ETl VIKA tmu (DREIFINGARAÐILI) ÁUSTA © _ SlgnS (SAM MYNDBÖND) 1 © 1 The Bourne Identity (Sam myndbönd) 3 o 2 XXX (SkIfan) 3 o 0 _ Mr. Deeds (skífan) 1 4 Sorority Boys (sam myndbönd; 4 © 3 Insomnia isam myndbönd) 5 o 5 Serving Sara (Sam myndbönd) 6 o 6 Windtalkers (skífan) 4 7 K-19: The Widowmaker (myndform) 5 © 16 Pluto Nash (sam myndböndi 2 © 8 The Sum of All Fears isam myndbönd) 8 © n The Sweetest Thlng (skífan) 8 © 10 Blg Trouble (sam myndbönd) 4 © 9 Swimfan (myndform) 4 © © 14 The Rlng (skífan) 3 17 Hable Con Ella (skífan) 2 © 12 Van Wllder (myndform) 9 © 15 Unfaithful (skífan) 10 © _ The Forelgner (skífan) 1 © _ About a Boy (sam myndböndn) 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.