Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Síða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003
Sport
i>v
Gpindavík-Haman 97-73
2-0, 7-5, 13-7, 22-11, (31-20). 31-22,
38-26, 44-28, 48-36, (55—43). 5545,
59-48, 64-48, 69-50, (74-56). 76-56,
86-71, 97-73.
Stig Grindavik: Páll Axel
Vilbergsson 21, Darrell Lewis 19,
Helgi Jónas Guðfinnsson 19,
Guðmundur Bragason 16, Predraq
Pramenko 13, Guðlaugur Eyjólfsson
7, Jóhann Þ. Olafsson 2
Stig Hamars: Marvin Valdimarsson
20, Keith Vassell 19, Svavar Pálsson
16, Lárus Jónsson 12, Hallgrímur
Brynjólfsson 2, Pétur Ingvarsson 2,
Hjalti Pálsson 2.
Dimarar (1-10):
Kristinn Óskars-
son og Björgvin
Rúnarsson (7)
Gcedi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 700.
Maöur leíksins:
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík.
Fráköst: Grindavík 49 (14 i sókn, 35 í
vöm, Lew 13), Hamar 43 (19 í sókn, 24 í
vöm, Vassell 15).
Stoðsendingar: Grindavík 23 (Helgi J.
7), Hamar 17 (Láms 7).
Stolnir boltar: Grindavík 7 (Lewis 2,
Guölaugur 2, Helgi 2), Hamar 12 (Vassell 5).
Tapaðir boltar: Grindavík 17, Hamar 15.
Varin skot: Grindavik 8 (Guðmundur B.
4), Hamar 4 (Svavar 2, Hjalti 2).
3ja stiga: Grindavik 7/21 (33%), Hamar
2/15 (13%).
Víti: Grindavík 26/34 (76%), Haukar
17/24 (71%).
Gpíndavík-Hamap 2-1
Gríndavík tók á móti Hamri í oddaleik í úrslitakeppni Intersport-deildarinnar:
Gpimhrikingap öpugg-
lega í undanúpslit
- tuttugu og fjögurra stiga sigur Grindvíkinga í Röstinni í gærkvöldi
Grindvíkingar sigruðu Hamars-
menn nokkuð örugglega, 97-73, í
Röstinni í gærkvöldi í oddaleik og
eru þar með komnir áfram í undanúr-
slit úrslitakeppni Intersportdeildar-
innar í körfubolta. Þessi rimma lið-
anna er búin að vera bráðfjörug og
baráttan allsráðandi. Heimamenn
léku á als oddi í fyrsta leikhluta og
náðu strax tempói i leik sinn en þetta
var allt miklu erfiðara hjá gestunum.
Jafnræði var í öðrum leikhluta og
það var tólf stiga munur á liðunum í
hálfleik. Þótt aldrei megi afskrifa
Hamarsmenn þá tryggðu Grindvík-
ingar sér nánast sigurinn í þriðja
leikhluta. Þeir juku forskotið jafnt og
þétt og það varð mest tuttugu og tvö
stig og ekki bætti úr skák fyrir gest-
ina að Pétur Ingvarsson var kominn
í alvarleg vifluvandræði. í lokaleik-
hlutanum neituðu Hamarsmenn að
gefast upp og þeim tókst að minnka
muninn í þrettán stig en heimamenn
áttu nóg inni og hleyptu Hvergerðing-
um ekkert lengra og kláruðu leikinn
með stæl; frábær troðsla frá Darrell
Keith Lewis var skemmtilegur endir
fyrir þá. Hamarsmenn geta borið
höfuðið hátt eftir þessar þijár viður-
eignir því þeir veittu deildarmeistur-
unum harða keppni. Keith Vassel lék
mjög vel í fyrri hálfleik en átti erfið-
ara uppdráttar i þeim seinni enda
fékk hann þá á sig góða vöm. Lárus
Jónsson gaf allt sem hann átti í þetta
og þessi drengur er með stórt hjarta
og er orðinn einn af bestu leikstjóm-
endum deildarinnar. Marvin Valdi-
marsson lék vel og Svavar Páll Páls-
son var duglegur en lenti í villuvand-
ræðum. Þessir leikmenn bám uppi
leik liðsins og liðið hefði sárlega
þurft framlög frá fleimm. Hjá Grind-
víkingum var Helgi Jónas öflugur í
fyrri hálfleik en Láras Jónsson náði
að hægja á honum í þeim seinni. Páll
Axel Vilbergsson var liðinu verulega
dýrmætur eins og svo oft áður, Guð-
mundur Bragason lék mjög vel og
Darrel Keith Lewis gerði fína hluti
inni á milli. Þá lék Predraq Pramen-
ko vel á köflum í gærkvöldi.
Páli Axel var létt í leikslok og sagði
Hamarsmenn alltaf erfiða viðureign-
ar og bætti þessu við: „Þetta era bún-
ir að vera hörkuleikir, viö voram
ákveðnir í að svekkja okkur ekkert á
tapinu i Hveragerði heldur bara rífa
okkur upp og klára dæmið og það
tókst. Við unnum saman sem lið og
mættum virkilega tilbúnir til leiks
og ætluðum okkur ekki í snemmbúið
sumarfrí,“ sagði Páll Axel Vilbergs-
son. -SMS
Pétur Ingvarsson
þjálfari Hamars:
Svekktur
en stoltur
Pétur Ingvarsson var að von-
um svekktur eftir leik en stoltur
af sínum mönnum. Þetta hafði
hann að segja: Við gáfum allt í
þetta en það var því miður ekki
nóg. Þeir eru einfaldlega með
betra lið en við létum þá hafa
verulega fyrir hlutunum og har-
áttan var góð. Þetta er búið að
vera erfitt tímabil og við erum
búnir að ganga í gegnum alls-
konar djöfulsins rugl og læti.
Við börðum okkur síöan sam-
an og sýndum karakter undir
lok mótsins." Pétur er meö laus-
an samning og sagði að nú sett-
ust menn niður í rólegheitunum
og ræddu framhaldið. „Það er
ekkert komið á hreint nema að
nú er sauðburður að nálgast,"
sagði Pétur og glotti.
Þop og IG
upp í 1. deild
Þór frá Akureyri og lG frá
Grindavík tryggðu sér um helg-
ina sæti í 1. deild karla í
körfuknattleik. Þór sigraði ÍG í
úrslitaleik, 94-91. í öllu falli
hefðu Þórsarar leikið í úrvals-
deildinni í vetur en sökum
slæmrar fjárhagsstöðu fór liðið
niður í 2. deild.
Skagamenn, sem áttu lengi
sæti í úrvalsdeildinni, lentu í
þriðja sæti eftir sigur á Grund-
firðingum. Eyjamenn sigruðu
Dalvíkinga í leik um fimmta sæt-
ið og Árvakur lagði Hörð í leik
um sjöunda sætið. -JKS
Keflavík tók á móti Aftureldingu í deildarbikarnum:
Stópsigup
Grindvíkingar fögnuðu vel að leikslokum f gærkvöldi þegar þeir lögðu
Hamar að velli og tryggðu sér sæti í undanúrslitum Intersport-deildarinnar.
DV-mynd E.ÓI.
flpnar Gunnlaugs-
son æfip með KR
KÓRFUBOLTI J
G3 B A
Indiana-Portland...........88-95
O'Neal 31 (12 frák.), Artest 16,
Harrington 12 (11 frák.) - Sabonis 16,
Patterson 15, Stoudamire 14, Wallace 14
Phoenix-Toronto............95-91
Marion 30, Marbury 25, Hardaway 18 -
Peterson 17, Davis 16 (15 Irák.), Carter 15
LA CIippers-LA Lakers . . .85-102
Miller 15, Parks 13, Richardson 13 -
O'Neal 42, Bryant 26, Fisher 9
Amar Gunn-
laugsson, knatt-
spyrnumaður-
inn kunni, mun
æfa með Síma-
deildarliði KR á
næstunni en
bróðir hans,
Bjarki Gunn-
laugsson, mun
leika með lið-
inu í sumar. Kristinn Kjæmested,
stjómarmaður í KR-Sport, staðfesti
þetta í samtali við DV-Sport i gær-
kvöldi.
Amar er sem kunnugt er samn-
ingslaus um þessar mundir eftir að
samningi hans við Dundee Utd var
rift fyrr í vetur. Varðandi þá spum-
ingu hvort hann myndi leika fneö
liðinu sagði Kristinn að það kæmi
alveg til greina af hálfu KR en hins
vegar vegna nýrra félagaskipta-
reglna væri það erfítt fyrir Amar ef
hann hygðist reyna að komast aftur
í atvinnumennsku. Samkvæmt þess-
um reglum mun Arnar ekki geta
leikið annars staðar í Evrópu fyrr
en i janúar ef hann leikur hér á
landi í sumar.
Talið er líklegt að Amar muni
jafnvel bíða fram yfir félagaskipta-
gluggann í júlí næstkomandi og ef
ekkert kemur út úr því er mögu-
leiki að hann leiki hér á landi í
sumar.
1- 0 Magnús Þorsteinsson . . .(19)
2- 0 Þórarinn Kristjánsson . .(24)
3- 0 Þórarinn Kristjánsson . . (59)
4- 0 Hafsteinn Rúnarsson . . . (72)
5- 0 Magnús Þorsteinsson . . .(75)
Keflavík og Afturelding mættust
í Reykjaneshöll í deildarbikarnum
í gærkvöld. Leikurinn var eign
Keflvíkinga frá upphafi og sigruðu
þeir, 5-0, og hefði sigurinn getað
orðið mun stærri en mörg góð færi
og þar með talin vítaspyrna fóru
forgörðum hjá Keflvíkingum að
þessu sinni. Það má segja að
misskilningur í vöm Keflavíkur á
17. mínútu hafi vakið þá. Þeir
björguðu þar naumlega og
skoruöu tveimur minútum seinna.
Þar var að verki Magnús Sverrir
Þorsteinsson en hann komst einn
inn fyrir vöm Aftureldingar og
var öryggið uppmálað. Fimm
mínútum síðar átti Hólmar
Rúnarsson sendingu á Magnús
sem fékk Axel Gómes markvörð á
móti sér og sendi á Þórarin sem
var einn á markteig og skoraði
gott mark. Aðeins mínútu síðar
var Þórarinn mættur aftur nánast
á sama stað en náði ekki góðu
skoti og Axel sá við honum. Á 37.
mínútu var klafs í vítateig
Keflavikur og vildu leikmenn
Aftureldingar fá víti og virtust
hafa eitthvað til síns máls en
dómari leiksins var ekki á sama
máli. Magnús Keflvíkingur slapp
í gegn á 58. mínútu en skaut i
stöng úr dauðafæri og minútu
síðar sendi Jónas Sævarsson fina
sendingu á Þórarin sem var einn á
auðum sjó og skoraði með skoti í
stöng og inn. Á 72. mínútu átti svo
Ólafur ívar Jónsson sendingu
fyrir á Hafstein Rúnarsson sem
hafði komiö inn á skömmu áður
og hann afgreiddi, knöttinn
snyrtilega í netið. Það var svo
títtnefndur Magnús sem gerði
fimmta og síðasta markið er hann
slapp einu sinni sem oftar í
gegnum vöm Aftureldingar og lék
á markvörð þeirra og skoraði.
Keflvíkingar fengu svo færin til að
bæta við. Hjörtur Fjeldsted fékk
gott færi 10 mínútum fyrir
leikslok en tókst ekki að skora og
Þórarinn Kristjánsson var svo
felldur í vítateig á 87. mínútu en
vítaspyman hans fór yfir markið.
Keflvíkingar voru mun sterkari
aöilinn í þessum leik. Magnús og
Þórarinn vora mjög duglegir að
skapa sér færi og þeir Hólmar og
Jónas voru að gera fina hluti á
miðjunni. Hjá gestunum átti Axel
flnan leik í fyrri hálfleik en
annars náðu þeir sér aldrei
almennilega á strik að þessu sinni.
Keflvíkingar eru þar með komnir í
9 stig en Afturelding er enn án
stiga í A riðli deildarbikarsins.
Maður leiksins: Magnús
Þorsteinsson, Keflavík. -EÁJ