Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Síða 29
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003
29
Sharpe með Grindavík
Enski knattspymumaður-
inn Lee Sharpe hefur ákveð-
ið að leika með Grindvíking-
um í sumar en hann var hér
á landi á dögunum að kynna
sér aðstæður. Á heimasíðu
Grindavíkur er haft eftir
kappanum að hann sé fullur
tilhlökkunar fyrir sumariö
og hafi litist mjög vel á að-
stæður. Ennfremur segir
hann að staða knattspym-
unnar hér á landi hafi kom-
ið sér á óvart.
-PS
Rajpostur: dvsport@dv.is
Enska knattspyrnan:
Beckham
alltof dýr
Forseti Inter Milan, Massimo
Moratti, hefur neitað því að liðið sé
að íhuga tilboð i David Beckham,
leikmann Man. Utd og fyrirliða
landsliðsins.
Það hafa verið uppi sögusagnir
um að Inter sé á leiðinni með tilboð
í kappann en Moratti vísar þessum
fréttum á bug og segir að Beckham
sé allt of dýr og að félagið myndi
aldrei hafa efni á að kaupa hann og
borga honum þau laun sem þarf.
„Þetta er frábær leikmaður en
alltof dýr,“ segir Moratti. Hann neit-
aði jafnframt þeim sögusögnum að
Ronaldo væri á leið til félagms en
Ronaldo sagði í síðustu viku að
hann myndi íhuga að leika aftur
með Milan ef Hector Cuper, þjálfari
liðsins, færi. „Þetta er ekki rétt.
Ronaldo er í Madrid og er fmn þar.
Ég efast um að hann leiki aftur í Int-
er,“ sagði Moratti. -PS
Enska liðið Reading:
Biður West
Ham afsökunar
Enska 1. deildar liðið Reading
hefur beðið forsvarsmenn West
Ham afsökunar vegna þess að
forsvarsmenn Reading létu hafa
eftir sér í fjölmiðlum að þeir
vildu fá Paulo Di Canio að láni
það sem eftir lifði tímabils en
leikmaðurinn er nýkominn til
æfinga hjá West Ham eftir að
hafa farið í aðgerð í Bologna á
Ítalíu. West Ham neitaði beiðni
Reading Stjórnarformaður Rea-
ding, sem nú á í harðri baráttu
við að tryggja sér sæti í umspili
til að komast i úrvalsdeildina,
sagði að Di Canio væri leikmað-
urinn sem liðið vantaði til að
tryggja sér þetta sæti. Di Canio
hefur verið ósáttur við að West
Ham hefur ekki viljað skrifa
undir nýjan samning við hann
en núverandi samningiu- hans
rennur út í sumar. -PS
nbúiinað
spBa frítt
Fabrizio Ravanelli segir að hann
sé jaíhvel að spila án endurgjalds
allt næsta tímabil til að hjálpa félag-
inu sínu Derby County í þeim fjár-
hagskröggum sem félagið er í en
Derby hefur þurft að selja sína
bestu leikmenn vegna fjárskorts.
Það hefur gert það að verkum að fé-
lagið er einnig að berjast fyrir lífi
sínu knattspymulega séð og er að-
eins tveimur sætum frá fallsæti. -PS
Sigrar hjá Hewitt og Clijsters
Lleyton Hewitt og Kim Klijsters sigruöu á alþjóðlegu bandarísku tennismóti sem lauk f Kaliforníu f Bandarfkjunum í
fyrrinótt. Hewitt, sem situr í efsta sæti í karlaflokki á styrkleikalista alþjóöa tennissambandsins, vann Gustavo
Kuerten örugglega, 6-1 og 6-1, og fékk fyrir þaö 400 þúsund dollara. Belgíska stúlkan Kim Klijster vann Lindsay
Davenport í úrslitum, 6-4 og 7-5. Reuters
Skotarnin saman í viku
- íslenski hópurinn hittist í Glasgow þremur dögum fyrir leikinn
Tveir leikmenn úr íslenska
landsliðshópnum, sem valdir voru
fyrir leikinn gegn Skotum í Glas-
gow um aðra helgi, eiga við smá-
vægileg meiðsli að stríða. Jóhann-
es Karl Guðjónsson meiddist lítil-
lega á ökkla á æfingu hjá Aston
Villa fyrir helgina og Arnar Grét-
arsson fékk spark í löppina í leik
með Lokeren um helgina. Atli Eð-
valdsson landsliðsþjálfari sagði í
samtali við DV í gærkvöld aö
þarna væru ekki um alvarleg
meiðsli að ræða.
„Ég væri búinn að heyra í um-
ræddum leikmönnum ef svo væri.
Ég veit ekki annað en að aðrir
landsliðsmenn hafi sloppið við
meiðsli frá leikjum helgarinnar.
íslenska landsliðið kemur sam-
an í Glasgow á miðvikudag í næstu
viku. Atli bjóst við að liðið myndi
æfa á fimmtudag og fostudag en
leikurinn er laugardaginn 29.
mars.
Skoski landsliðshópurinn kemur
aftur á móti saman nk. laugardags-
kvöld enda leika allir leikmenn
þess í skosku og ensku deildinni.
Berti Vogts, þjálfari Skota, hefur
því leikmenn sína í viku við æfing-
ar og undirbúnings fyrir leikinn á
móti íslendingum. -JKS
Formúla 1 keppnin fer fram í Malasíu um næstu helgi:
Schumacher hvergi banginn
Michael Schumacher, hinn þýski
ökumaður Ferrari-liðsins í Formúlu
1, er bjartsýnn á góðan árangur í
næstu keppni sem fram fer i
Malasíu um næstu helgi og segist
stefna á verðlaunapall.
Schumacher, sem nú stefnir á
sinn sjötta heimsmeistaratitil í For-
múlunni, varð í fjórða sæti í fyrstu
keppninni, sem fór fram í Mel-
boume í Ástralíu fyrir rúmri viku,
og var það í fyrsta sinn sem Ferrari-
ökumaður kemst ekki á pall síðan
árið 1999. Schumacher ekur enn á
Evrópukeppni félagsliöa í knattspyrnu:
Diouf ekki með gegn Celtic
bíl síðasta árs og mun gera það
áfram á næstunni á meðan nýi bíll-
inn er ekki tilbúinn en endurtekin
óhöpp reynsluökumanna Ferrari á
nýja bilnum hafa frestað því að
hann verði tekinn formlega í notk-
un.
„Ég á nokkuð góöa möguleika á
að vinna um helgina. Mér hefur
gengið vel í Malasíu í gegnum tíð-
ina,“ sagði Schumacher sem nú
undirbýr sig af krafti fyrir helgina.
Hann vill ekki meina að slakur ár-
angur Ferrari í Ástralíu sé merki
um að þeir séu að dragast aftur úr
við McLaren og Williams. „Þetta
var bara ein af þessum keppnum
þar sem óvæntar uppákomur, s.s.
rigning og innkomur öryggisbílsins,
settu strik í reikninginn. Þetta þarf
ekki að þýða að við séum ekki sam-
keppnishæfir lengur því svona hlut-
ir geta gerst og maður verður hrein-
lega að taka þvi. Gamli bíllinn
stendur ennþá fyrir sínu hvað áreið-
anleika og frammistöðu varðar og
kannski er það bara betra að ég
verð á honum næstu helgi því að-
stæður í Malasíu geta verið öfga-
kenndar og því gott að vera á bíl
og séu ekki lengir samkeppnisfærir sem maður þekkir mjög vel.“ -PS
I
Taliö er aö Kily Gonzalez, leikmað-
ur Valencia, verði frá keppni í sex
vikur og muni því missa af viður-
eign Valencia og Arsenal á morgun.
Gonzalez var borinn af leikvelli
meiddur á ökkla í viðureign Val-
encia og Atletico Bilbao á laugardag.
David O'Leary, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Leeds United, hefur
lýst því yfir að hvað sig varöar væri
ekkert því til fyrirstöðu að hann
stjómaði Leeds að nýju í framtíð-
inni. Hann segist mundi taka við
starfmu með glöðu geði og telur að
aðdáendur liðsins myndu taka sér
fagnandi.
Peter Ridsdale, stjómarformaður
Leeds, segir að það sé ekki við sig að
sakast vegna lélegs gengis liðsins í
vetur og að stuðningsmenn verði að
leita orsakanna annars staðar. Hann
segir að það sé við leikmenn liðsins
að sakast en ekki sig og þeir heíðu
átt að baula á leikmennina eftir tap-
ið gegn Middlesboro á laugardag í
stað þess aö vera aö eltast við sig.
„Það er ekki ég sem er að sparka
bolta á laugardagseftirmiðdögum
heldur em þaö leikmennirnir sem
sjá um það,“ sagði Ridsdale.
Haraldur Hinriksson hefur gengið
frá félagaskiptum yfir í 1. deildar lið
HK í knattspymu. Hann hefur und-
anfarin ár leikið með Skagamönn-
um og Skallagrími en lék þó ekkert
síðasta keppnistímabil. Haraldur
hefur að undanförnu leikið og æft
með HK-liðinu.
Alan Shearer hefur skipt um skoö-
un varðandi þá yfirlýsingu sína að
til greina komi að hann leiki að nýju
með enska landsliðinu en hann dró
sig í hlé árið 2000. Ástæðan fyrir
þessum sinnaskiptum Shearers er
að hann er hræddur við viðbrögð
stuöningsmanna Newcastle. Hann
var harðlega gagnrýndur af þeim áö-
ur en hann hætti meö landsliðinu og
var það meginástæðan fyrir því að
hann dró sig f hlé. Stuðningsmönn-
um fannst vera hans í landsliðinu
koma niður á frammistööu hans með
Newcastle.
Argentiski knattspyrnumaðurinn
Hernan Crespo, sem ekkert hefur
leikið með Inter Milan síðan í janú-
ar, er nú klár í slaginn að nýju og
hefur verið valinn fyrir leikinn gegn
Bayem Leverkusen í meistaradeild
Evrópu á morgun. Inter verður að
vinna sigur í leiknum til að tryggja
sér sæti í 8 liða úrslitum keppninn-
ar. Inter verður án þeirra Alvaros
Recobas og Christians Vieris sem
taka báðir út leikbann.
Steve Bruce, framkvæmdastjóri
Birmingham, segir að Jóhannes
Karl Guðjónsson hafi ögrað Christ-
ian Dugarry sem hafi gert það að
verkum að Dugarry hrækti í áttina
að Jóhannesi í umdeildri viðureign
Aston Villa og Birmingham á dögun-
um. Bmce segir að Dugarry hafi
með þessum verknaði verið að lýsa
andúð sbmi á þeim orðum sem Is-
lendingurinn hafi látið falla í garð
Dugarrys.
Enska knattspyrnusambandiö hef-
ur dæmt John Gregory, fram-
kvæmdastjóra Derby County, í fimm
leikja bann vegna munnsöfnuðar við
dómara leiksins í viðureign Derby
og Portsmouth þann 8. febrúar síð-
astliöinn. Að auki þarf hann að
punga út 7.500 enskum pundum í
sekt en Gregory hefur verið einkar
laginn við það undanfarin ár að
koma sér í vandræöi sem þessi eftir
að hafa ausið svíviröingum yfir
dómara. -PS
Gerard Houllier hefur ákveðið að
E1 Hadji Diouf muni ekki verða í
leikmannahópi Liverpool sem mæt-
ir Celtic í síðari leik liðanna í Evr-
ópukeppni félagsliða á Anfield á
fimmtudag. Ástæðan er sú að Diouf
hrækti á áhorfanda í fyrri leik lið-
anna á fimmtudag. Auk þessa hefur
Senegalinn verið sviptur tveggja
vikna launum.
Það er ljóst að UEFA á eftir að
taka mál Senegalans fyrir og er talið
líklegt að það muni refsa leikmann-
inum vegna atviksins. Houllier seg-
ir að hann hafi ákveðið að láta leik-
manninn ekki leika til að forðast
einhveija árekstra vegna atviksins í
síðustu viku. „Við verðum hins veg-
ar að bíða og sjá hvað UEFA gerir
áður en við grípum til frekari að-
gerða," sagði Houllier.
-PS
ÞEGAR HART MÆTIR HÓRDU
FSIIMDRI
Sindri Reykjavfk • KlettagorSum 12 • sími 575 0000 Slndri Akureyri • Draupnisgðtu 2 • slmi 462 2360 Sindri Hafnarfirði ■ Stmndgðtu 75 • simi 565 2965