Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Page 17
16 + 17 m. Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjörn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlið 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Svipa Vesturlanda Svipa Bandaríkjamanna og Breta er á arabaheimin- um. Og tónninn skýr; hagi menn sér ekki eins og menn og fari í einu og öllu eftir þvi sem leiðtogavaldið í Wash- ington og Lundúnum vill skulu þeir taka afleiðingum gjörða sinna. Svona er komið fyrir hugmóðum heimi. Al- þjóðavaldið er komið á fárra hendur og menn telja sig þess umkomna að geta hótað heilu og hálfu heimshlutun- um. Líklegt er að þessi pólitik virki eins og bensin á bál- ið i samskiptum ólíkra menningarheima. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði i gærdag að orð og athafnir helstu ráðamanna Bandaríkjamanna og Breta í Miðausturlöndum mættu ekki verða til þess að auka enn frekar á óstöðugleikann á þessu heimssvæði. Þessi orð eru varfærnisleg en að baki þeim hvílir mikill þungi. Annan veit sem er að araba- heiminum er á margan hátt misboðið hvernig komið er fyrir íröskum almenningi og lítið þarf til að auka enn frekar andúðina á öllu sem amerískt er. Eðlilega er spurt hvort Sýrland sé næst á dagskrá. Yfir- lýsingar ráðamanna í Lundúnum, og þó einkum Wash- ington, um leiðtoga Sýrlands á siðustu dögum hafa verið stórkarlalegar og ögrandi. Þau orð eru væntanlega ekki aðeins sögð út í loftið heldur ætlað að vera upptaktur að nýjum samskiptareglum á milli menningarheimanna sem eru einhliða ákveðnar af Bush og Blair. Einurð þessara leiðtoga er einkar áberandi. Þeir ætla sér að tukta til tæp- ustu löndin á næstu mánuðum. Bandaríkjamenn, og reyndar Bretar líka, eru eðlilega hræddir um enn frekari hryðjuverkaárásir á lönd sín og þjóðir. Skiljanlegt er að þeir reyni að bregðast við nýrri vá. Þau viðbrögð mega hins vegar ekki verða þess eðlis að æra óstöðugan. í þessum efnum er samkvæmni lika nauð- synleg. Þannig er Sádi-Arabía ekki til tals enda þótt það- an hafi allt hryðjuverkaliðið komið 11. september. Og heldur ekki rætt um eigendur mesta gjöreyðingavopna- búrsins á svæðinu - ísraela. Að írak herteknu er eðlilega spurt hvort halda eigi inn um hliðin við Via Recta í Damaskus. Svo þung eru orðin um Sýrlendinga sem fallið hafa á siðustu dögum að fátt kemur annað í hug en önnur innrás. Sýrlendingar skuli „taka afleiðingum gjörða sinna“ vinni þeir ekki „af heil- indum“ með ráðamönnum vestra. Og striðsplanið er geymt en ekki gleymt. Áætlanir um stríðsfór inn i Sýrland er ekki meira leyndarmál en svo að Donald Rumsfeld missir hana út úr sér á góðum degi. Eftir innrásina i írak liggur fyrir að þar var farið yfir af miklu meira afli en nauðsyn bar til. Og reyndar verður ekki betur séð en offorsið hafi verið stjórnlaust á köflum. Mannfall úr röðum almennings skiptir þúsundum, fjöldi særðra er geysilegur. Rústir einar eru sjúkrahús og skól- ar, vatnsveitur og rafveitur, þjóðarbókhlöður og moskur. Jafnvel þjóðminjasafn íraka - eitt merkasta safn íslamskr- ar sögu - er rúið gripum enda þótt Bandaríkjamenn og Bretar hafi heitið þvi að vernda það. Hervald er vandmeðfarið vald, ekki sist þegar best búnu herjum heims er beitt gegn þeim lélegustu og lang- samlega verst skipulögðu. Þá verður að spyrja að leikslok- um. Var herfórin frá botni Persaflóa farin til þess eins að brytja niður níðingsveldi Saddams Husseins eða var henni ætlað að verða upphafið að allsherjar hreingern- ingu í Austurlöndum nær? Og hafi fórinni verið ætlað að eyðileggja hættulegasta vopnabúr heims má spyrja hvort leitað hafi verið í réttu landi. Sigmundur Ernir MIDVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003_MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 Skoðun Fyrir rúmu ári sagði forstjóri Noröurljósa upp störfum sama dag og starfsmenn skattrannsóknar- stjóra gengu inn í fyrirtækið til að safna gögnum um meint skattsvik Jóns Olafssonar stjórnarformanns og fyrirtækis hans, Jóns Ólafsson- ar & Co. Sigurður G. Guðjónsson, sem hefur tengst Norðurljósum og for- verum þess í næstum hálfan annan áratug, samþykkti að gegna for- stjórastarfinu í eina viku þangaö til nýr yrði fundinn en hefur setið í brúnni síöan. Hann hefur sem kunnugt er ekki siglt lygnan sjó en þó tókst að snúa miklum taprekstri í hagnað á síðasta ári. Spurt er hvort nýja starfið hafi staðið undir væntingum. Gjaldþrot blasti við „Ég var nú bara í ró og næði að undirbúa mig undir málflutning í héraðsdómi þann 21. febrúar 2002 þegar ég frétti að Hreggviður [Jóns- son] vinur minn hefði ákveðið að segja upp,“ segir Sigurður. „Ég kom hingað upp eftir og þá var húsið fullt af skattrannsóknar- mönnum og blaðamönnum frá öðr- um fjölmiðlum. Ég taldi þá að þetta væri síðasti starfsdagur þessa fé- lags. Ég taldi að það yrði gjaldþrota þennan dag vegna þess að Lands- bankinn lokaði strax á hlaupa- reikning okkar sem átti að vera op- inn og kyrrstöðusamningurinn við erlendu bankana var allur í upp- námi. Þetta gerðist samdægurs; menn drógu að sér hendur þegar Hreggviður labbaði út.“ Staðan verri „Ég vissi í sjálfu sér ekkert út í hvað ég væri að fara, vissi þó að hér væru miklar skuldir. En ég átti ekki von á að þurfa standa í mála- ferlum við Landsbankann út af yf- irdrætti, við Búnaðarbankann út af láni sem var ógjaldfallið, og við eig- inlega allar íslenskar lánastofnanir vegna vanskila Norðurljósa, eins og allt árið 2002 ber meö sér eins og kunnugt er.“ - Var staðan verri en þu hélst? „Hún versnaði alltaf vegna þess að við vorum náttúrlega með allt í vanskilum alls staðar en þess ber þó hér að geta að félagið hefur aldrei skuldað vörsluskatta, lífeyr- isiðgjöld eða verið í vanskilum með laun. Þegar litið var í pokann þá voru kannski meiri vandræði hér en ég hafði í sjálfu sér gert mér grein fyrir, hafandi þó verið stjóm- armaður í félaginu.“ - Voru aðgerðir lánastofnana gagnvart ykkur eðlilegar? „Nú þegar Norðurljós hafa náð samkomulagi við alla þessa aðila og eru byrjuð að greiða þeim er ef til vill ekki rétt að fara að velta sér upp úr því hvort eitthvað í fortíðinni hafi verið eðiiegt eöa ekki. Ég velti því þó stundum fyrir mér af hverju lánastofnun eins og Búnaðarbank- inn gjaldfelldi lán sem hann var með 100% tryggingar fyrir. Ég velti því líka fyrir mér af hverju Lands- bankinn fór í málaferli gegn okkur vegna yfirdráttar til þess að inn- heimta skuld sína - hvort hann taldi stöðu sína eitthvað bættari gagnvart félaginu með því. Staða Norðurljósa var þannig á þessum tíma að allar svona aðgerðir gátu leitt til gjald- þrots. Meginþorri tima míns, Mar- inós Guðmundssonar fjármálastjóra og Jóns Ólafssonar stjórnaifor- manns fór í að reyna að ná samning- um við lánardrottna um að falla frá gjaldfellingu og málsóknum. Þeir samningar náðust á endanum og því höfum við meira getað horft til framtíðar síðustu daga. Ég held að einhverjir hafi átt þá ósk að komast yfir Norðurljós. Ég I „En þó að æðsti yfirmaður þurfi að standa í eldlínunni gagnvart lánastofnunum höfum við hér á að skipa góðum yfirmönnum á hverju sviði starfseminnar," bætir Sigurð- ur við. Hugsanlega mistök Samkvæmt nýbirtu uppgjöri Norðurljósa fyrir síðasta ár varð ríflega 280 milljóna króna hagnað- ur af rekstrinum en 2001 var nið- urstaðan 2,8 milljarða tap. Sigurð- ur segir að Smárabíó, Skífan og Sýn hafi gengið vel í fyrra en rekstur Stöðvar 2 hafi hins vegar ekki staðið undir væntingum. Engu að síður virðist af þessu mega ráða að það sé hægt að halda úti einkareknum fjölmiðli í sam- keppni við Ríkisútvarpið, eða hvað? Jú, Sigurður segir að vandræði félagsins séu ekki RÚV að kenna þótt forskot þess í formi afnota- gjalda sé í kringum 2 milljarðar auk ríkisábyrgðar á sífelldum tap- rekstri. Raunar sé ríkið víðar í samkeppni því Landssíminn sendi út sjónvarpsefni og hindri núna út- sendingar á Fjölvarpi Stöðvar 2 víða á höfuðborgarsvæðinu. - En fyrst sökin liggur þrátt fyrir allt ekki þarna, hvar er hennar að leita? „Menn gætu sest niður í dag og sagt: Jú, við tókum kannski ranga ákvörðun 1999 þegar við ákváðum að búa til Norðurljós með því að steypa saman Skífunni, íslenska útvarpsfélaginu og Sýn, kaupa Fín- an miðil og búa til þetta stóra fjöl- miðla- og afþreyingarfyrirtæki sem er til í dag - vegna þess aö það er of skuldsett. Eins þegar aðrir hluthafar voru keyptir út 1995 og 1999. En menn trúðu því hér sem annars staðar í heiminum að það væru engin takmörk fyrir verð- mætasköpuninni, hvorki í netfyr- irtækjum né fjölmiðlafyrirtækjum; að þetta myndi alltaf hækka í veröi vegna þess að eftirspurnin væri svo mikil.“ Samruni óþarfur - Það er mikið talað um hag- ræðingu og samruna á fjármála- markaði. Sérðu slíkt fyrir þér á fjölmiðlamarkaði? „Ég sé ekki endilega þörf á því og hef í sjálfu sér ekki skilning á þessum stöðugu samrunum. Ef bankarnir eiga að vera tveir á ís- landi, hvenær þarf þá að hagræöa þannig að það verði bara einn? Og á þá ekki bara að vera ein mat- vöruverslun, einn banki, eitt skipa- félag og eitt flugfélag? Og kannski á þá ísland heldur ekki að vera sjálf- stætt ríki heldur til dæmis samein- ast Danmörku á ný. Ég held að stórt sé ekki endilega betra. Ég hef til dæmis ekki séð að þær sameiningar sem hafa orðið í íslensku bankakerfi hafi skilað sér sérstaklega í lægri vöxtum til ís- lenskra fyrirtækja. Að minnsta kosti höfum við ekki notið lægri vaxta hjá íslenskum bönkum. Þannig að hagræðingin hefur skil- að sér hjá einhverjum öörum en þeim sem eiga í viðskiptum við bankana." - Þú hefur svolltið gaman af því að takast á við menn, ekki satt? „Ég sæki ekki í átök. Sem lög- fræðingur er maður náttúrlega oft á tíðum að takast á um réttindi og skyldur manna og ég hef stundum verið með mál sem hefur verið tek- ið eftir vegna þess aö þau hafa snert einhverja. Ég er algjörlega ófeiminn við að segja skoðanir mínar en ég bý ekki til vandræði." -ÓTG DVI4YND E.ÓL Vlka varð að ári Siguröur G. Guöjónsson samþykkti fyrir árí aö taka aö sér forstjórastarfiö í viku þegar Hreggviöur Jónsson sagöi af sér. Siguröur segir aö staöa félagsins hafi reynst verri en hann hafi gert sérgrein fyrír og sat hann þó í stjórn félagsins. veit hins vegar ekkert um það hvort þeir hafi haft einhver þau ítök í bankakerfinu sem gátu auð- veldað þeim það. Alla vega tókst það ekki Kannski voru þessar bankastofnanir bara orðnar svona þreyttar á að eiga viðskipti við svona skuldsett félag.“ - En þetta stóð býsna tæpt. „Um tíma var spurningin bara hver myndi slá okkur niður.“ - Hvers vegna gerðist það ekki? „Ég held að menn hafi kannski farið að velta því fyrir sér að það væri kannski ekki hægt að bjarga öllum þeim fjárkröfum sem á þessu félagi hvíldu með því að setja það í gjaldþrot. Þaö væri betra að fara samningaleiðina og sjá hvað félag- ið gæti spjarað sig, sérstaklega eft- ir að gengi krónunnar fór að lagast og aðstæður í samfélaginu fóru að verða skaplegri en þær höfðu verið allt árið 2001.“ Ekki í höfn Sigurður segir að nú þegar skuldum félagsins hafi verið komið í skil sé unnið hörðum höndum að því að endurskipuleggja fjármál fé- lagsins. Orrusta hafi unnist en ekki stríðið. Brýnt sé að lækka langtímaskuldir Norðurljósa niður í um það bil 3,5-4 milljarða króna en í dag standi þær í um 6,2 millj- örðum. Það eigi að gerast annars vegar með hlutafjáraukningu og hins vegar með því að endursemja um eldri lán félagsins. Hann segir að Norðurljós hafi liðið mjög fyrir það árin 2000-2002 að æðstu stjómendur þess hafi sáralítið sem ekkert getað hugað að innri málefnum þess. Allur tíminn hafi farið í að ræða um fjármál og hvemig ætti að takast að standa við skuldbindingar. Stríðið er ekki unnið „Leita verður sátta og bera virðingu fyrir öðrum ef ná á raunverulegum árangri. Þetta gildir ekki aðeins í 6 ára bekk heldur einnig hjá fullorðnum og á meðal þjóða heims. “ IMýtt húsbóndavald og viljugir þjónar Álfheiöur Ingadóttir skiþar 2. sæti á framboöslista VG í Reykjavíkur- kjördæmi suöur Kjallari „Saddam Hussein drepur fólk sem honum líkar ekki viö. George Bush drepur fólk sem honum kemur ekki viö!“ Þetta sagði 12 ára strákur á friðarhátíö barna í kosningamiðstöð VG á laugardag. Böm eru fljót að átta sig á blekkingum fullorðna fólksins og þau láta ekki lítt dulinn stríös- áhuga sjónvarpsstöövanna slá sig út af laginu. Þeim hefur verið kennt að handalögmál, slagsmál, ofbeldi og átök séu ekki vænlegar leiðir til aö útkljá deilur. Þau vita þvert á móti að nauðsynlegt er að ræða saman og leita sátta og að maður þarf að bera virðingu fyrir tilfinningum annarra ef ná á raunverulegum árangri. Þetta gildir ekki aðeins í 6 ára bekk heldur einnig hjá fullorðnum og á meðal þjóða heims. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar á rústiun Þjóðabanda- lagsins eftir síðari heimsstyrjöld. Þeirra hlutverk var og er að efla frið með mönnum, draga ófriðar- öfl að samningaborði til viðræðna og sáttaumleitana, koma í veg fyr- ir að átök hefjist og stöðva þau sem þegar eru farin af stað. Þetta hefur ekki alltaf verið þakklátt verk og risaþjóðunum, einkum Bandaríkjunum, hefur oft þótt illt að þurfa að sitja við sama borð og önnur ríki og hafa aðeins eitt at- kvæði rétt eins og þau. Á móti þessum jöfnuði þjóða hafa fimm ríki, þ. á m. Bandaríkin, hins veg- ar neitunarvald sem ríkisstjóm þeirra hefur beitt óhikað i gegn- um tíðina, m.a. 24 sinnum gegn ályktunum sem snerta framferði ísraelsmanna í Palestínu. Nú vom það hins vegar Frakkar sem ætluðu að grípa til neitunarvalds og þaö gátu stjórnvöld í Banda- ríkjunum ekki þolaö. Sameinuöu þjóðirnar dauöar? „Guði sé lof fyrir að Samein- uðu þjóðirnar eru dauðar," er fyr- irsögn á grein sem Richard Pearle, formaöur varnarmála- ráðsins í Pentagon, skrifar í Guardian 21. mars sl. Þar segir hann það hættulegan hugsunar- hátt að láta fulltrúum ríkjanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eftir að ákvarða hvenær beita skuli vopnavaldi og hann telur þau upp meö vandlætingu, öll önnur ríki en Bandaríkin sjálf. Harðstjóm Saddams Husseins er senn á enda, segir Pearle enn fremur, og hann mun taka Sam- einuðu þjóðirnar með sér í fall- inu. í greininni fer Pearle ekki í felur með afstöðu sína til Samein- uðu þjóðanna og Öryggisráðsins: Öryggisráðið veldur ekki hlut- verki sínu, segir hann, og því hafa Bandaríkjamenn tekið sér húsbóndavald í heiminum öllum. Markmiðið er að koma á röð og reglu, heimurinn þarfnast þess, segir Pearle. Og eina reglan sem hann þekkir er byggð á einræði Bandaríkjanna. Pearle er ásamt fleiri áhrifa- mönnum í ríkisstjórn Bush, þeim Donald Rumsfeld varnarmálaráð- herra, Jeff Bush, ríkisstjóra og bróður forsetans, og Paul Wol- fowitz, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, höfundur kenn- ingar um hina nýju öld Banda- ríkjanna. Samnefnd samtök þeirra hafa frá 1997 stefnt að því að „heimurinn lúti Bandaríkja- mönnum“ og að komið verði á al- þjóðaskipan sem „stuðlar að og styrkir í sessi öryggi, velsæld og verðmætamat Bandaríkjanna". Vilja íslendingar SÞ feigar? En hvert er þá hlutverk okkar íslendinga sem einnar af 191 að- ildarþjóð Sameinuðu þjóðanna? Og tU hvers erum við að sækjast eftir því að fá fuUtrúa í öryggis- ráðið? Ætlum við okkur aðeins að vera vUjugur þjónn sem lýtur hinu nýja húsbóndavaldi eða ætl- um við að reka sjálfstæða utan- ríkisstefnu í þágu friðar og sátta í heiminum? Eigum við að efla Sameinuðu þjóöirnar eða styðja Bandaríkjamenn í að grafa undan þeim og ganga endanlega af þeim dauðum? Ríkisstjóm íslands hefur fús tekið að sér hlutverk hins viljuga þjóns og töltir blóði drifin við hlið húsbónda síns í stríðið. Ég vona að sá viljugi þjónn fitni ekki í kosningunum í vor. Vinstrihreyf- ingin - grænt framboö er flokkur friðarsinna. Við viljum að ísland verði herlaust land, utan hemað- arbandalaga, hlutlaust ríki sem leggur sitt lóð á vogarskálar heimsfriðar með því að efla Sam- einuðu þjóðirnar á ný. Heimsmyndin er að breytast. Margir telja að nú skorti mótvægi gegn yfirgangi Bandaríkjanna í okkar heimshluta. Sumir horfa til Nató, eins og forsætisráðherra, sem ekki grætur Sameinuðu þjóð- imar en er dapur yfir sundrung- unni í hernaðarbandalaginu. Aðr- ir horfa til Evrópubandalagsins sem er þverklofið í afstöðu sinni tU stríðsins. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er eini íslenski stjómmálaflokkurinn sem ekki viU loka ísland inni í hemaðar- eða toUabandalögum. Við erum alþjóðasinnar í bestu merkingu þess orðs og treystum á Samein- uðu þjóðimar sem hinn rétta vett- vang til að sætta þjóðir og stöðva ófrið. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.