Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Síða 4
20
MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003
Sport
Sigurvegarinn Schumacher var kampakátur:
Bara vegna
nýja bílsins
Michael Schumacher, heims-
meistari í Formúlu 1, sigraöi í
keppninni í Barcelona í gær og seg-
ir hann að það megi fyrst og fremst
og jafnvel einungis þakka nýja bíln-
um sem þeir Ferrari-bræður óku í
fyrsta sinn í gær. Schumacher fór
með sigur af hólmi eftir baráttu við
Spánverjann Femando Alonso, sem
var á heimavelli í gær.
„Ég bjóst við harðri keppni og
það var staðreyndin. Viö vorum
heppnir með nýja bílinn, en ég er ai-
veg klár á þvi að gamli billinn hefði
haft það líka. Þessi nýi er hins veg-
ar alveg sérstakur. Hann er frábær,
fallegur og ég elska hann,“ sagði
Schumacher. Hann sagðist ekki
vera sérstaklega hissa yfir frammi-
stöðu Alonso. „Það er langt frá því.
Ég var alltaf klár á því að þetta yrði
erfið keppni, sérstaklega þegar mað-
ur sér hvemig Renault-bíllinn hefur
staðið sig í vikunni og um helgina."
Schumacher er nú aðeins fjórum
stigum á eftir ísmanninum, Kimi
Raikkonen, eftir að hafa byrjað frek-
ar illa i fyrstu þremur keppnunum.
„Að sjálfsögðu átti ég von á því að
Raikkonen myndi ekki klára eitt-
hvert af mótunum og í dag var það
dagurinn. Þetta var frábær dagur
hvemig sem á það er litið, fyrir
mótið, fyrir mig og fyrir þennan
nýja bil sem ég ek nú á,“ sagði
Michael Schumacher eftir keppn-
ina.
Það vekur athygli að maðurinn,
sem ávallt er með munninn fyrir
neðan neflð en hefur skilað litlu
undanfarin ár, Jacques Villeneuve,
ökumaður BAR, gagnrýnir lið sitt
harðlega, en hann varð að hætta eft-
ir aðeins 13 hringi vegna vélarbil-
unar. „Það er erfitt að sætta sig við
þetta. Þetta er búið að gerast alltof
oft á þessu tímabili. Ég hafði meira
eldsneyti en Jenson og það var þess
vegna sem ég leit verr út en félagi
minn hjá BAR-liðinu í tímatökunni.
Ég var með betri áætlun en hann,
en ég gat ekki notað hana vegna bil-
unarinnar,“ sagði Villeneuve.
Félagi hans var einnig i sviðsljós-
inu en Jenson Button varð þess
valdandi að David Coulthard datt úr
keppninni eftir að Button keyrði á
hann. Coulthard sagðist ekki vita
hvað gerðist en stjóri McLaren-liðs-
ins, Ron Dennis, kennir Button um
atvikið og sagði að hann hefði reynt
að taka fram úr á heimskulegu
augnabliki með þessum afleiðing-
um. „Þetta var bara eitt af þessum
atvikum og um það er ekkert meira
að segja. Svona gerist í Formúl-
unni,“ sagði Button. -PS
Schumacher fagnar hér öörum sigri sínum i röö í Formúlunni.
Schumacher stenst ekki mátiö og sprautar kampavíni yfir Fernando Alonso, sem varö í ööru sæti í
kappakstrinum í Barcelona í gær.
Fimmta Formúlu-keppnin
Slæmur
- nýi bíllinn hjá Ferrari skilaði
Michael Schumacher vann örugg-
an og sanngjaman sigur í Formúlu 1
keppninni sem fram fór í Barcelona á
Spáni. Ferrari gat loksins notað nýja
bílinn sem svo lengi hefur verið beð-
ið eftir og það var ekki að sökum að
spyrja. Það er hins vegar óhætt að
segja það að sá ökumaður sem kom
mest á óvart í keppninni í Barcelona
um helgina hafi verið heimamaður-
inn Femando
Alonso, hinn 21 árs
gamli ökumaður hjá
Renault. Hann var
tvímælalaust maður
dagsins. Keppni
hans og heimsmeist-
arans Michaels
Schmnachers var
hörð og þrátt fyrir
að Renault-bílinn
vantaði talsvert afl
miðað við hinn glæ-
nýja Ferrari-bíl, þá
virðist hönnun hans
og ökuleikni Spán-
verjans vinna það
að einhverju leyti
upp.
Alonso varð þeg-
ar upp var staðið
rúmlega sex sek-
úndum á eftir
Schumacher og
þrátt fyrir að mun-
urinn væri ekki
meiri var sigurinn í
raun aldrei í hættu.
Með þessum góða
árangri er Alonso
fyrsti Spánveijinn
til að standa á verð-
launapalli í For-
múlu 1 keppninni.
Keppnin í heild
sinni var ekki til-
þrifamikil.
Jean Todt var aö vonum ánægöur eftir að úrslit
kappakstursins í Barcelona lágu fyrir