Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Side 8
24
MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003
Sport
Hvemig fer eýivígiö, á
milli Hauka og IR um Is-
landsmeistaratitilinn í
handknattleik?
Geir Sveinsson:
Ég veit það bara hreinlega
ekki en það verður tíminn að
leiða i ljós. Þetta verður vonandi
spennandi og skemmtilegt ein-
vígi.
Árni Stefánsson:
Að öllu eðliiegu ættu Haukar
að vinna, 3-1. Ef ÍR-ingar mæta
með rétt hugarfar geta þeir hæg-
lega stritt Haukamönnum.
Bjarki Sigurfisson:
Haukar vinna, 3-1. Þeir hafa
meiri breidd og reynslu en ÍR og
það skilar þeim titlinum. ÍR-liðið
er ungt og efnilegt og á framtíð-
ina fyrir sér.
Sigurpall Árni Afialsteinsson:
Ég held að Haukar merji sigur
og það þurfl að leika fimm leiki
til að knýja fram úrslit. Bæðin
liöin hafa breiðan hóp og varla
er hægt að finna veikan blett í
leik þeirra.
Jóhann Ingi Gunnarsson:
Haukamir hafa þetta, 3-1. Ég
byggi það einfaldlega á þeirri
reynslu sem þeir búa yfir. Það
verður hreinlega ailt að ganga
upp hjá ÍR-ingum svo þeir eigi
að hafa möguleika gegn Hauk-
unum. Við eigum eftir að sjá
spennandi og skemmtilega leiki.
DV
Slagurinn um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik hefst annaö kvöld:
Ungip, fnískir og
banhungpaðir
- segir Ágúst Jóhannsson sem spáir í einvígiö á milli Hauka og ÍR
Einvígi Hauka og IR um íslands-
meistaratitilinn í handknattleik
karla hefst á morgun en fyrsti leik-
ur liðanna verður háður á Ásvöllum
í Hafnarfirði. Það lið sem fyrr vinn-
ur þrjá leiki verður meistari og eru
margb" sem spá því að fimm leiki
þurfi til aö knýja fram meistarana
að þessu. Þama fara lið með nokkuð
ólíkan bakgrunn en eins og allir
vita hafa Haukarnir haft á að skipa
einu sterkasta liöi landsins um ára-
bil en ÍR-ingar hafa í auknum mæli
látið æ meira að sér kveða og eru
nú komnir með ungt og upprenn-
andi lið sem á eflaust eftir að veita
Haukum harða mótspymu.
Liöin sem hafa mestu
breiddina
Ágúst Jóhannsson, þjálfari
Gróttu/KR, segir að það komi
honum í sjálfu sér ekki á óvart að
þessi lið berjist um íslandsmeist-
aratitilinn að þessu sinni. Bæði lið-
in eru vel mönnuð góðum einstak-
lingum og hafa verið að gera það
gott í deildinni á þessu yfirstand-
andi tímabili. Þau hafa að hans
mati mestu breiddina en það sé
samt ekki nein ávisun á árangur
Viggó Sigurðs-
son hefur verið
að gera góða
hluti með
Haukaliðið. í
vetur hefur Júlí-
us Jónasson
staðið sig vel í
stykkinu með
ÍR-liðið þannig
að það á ekki að
koma neinum á
óvart að þessi fé-
lög berjist nú
um þennan eftir-
sótta titil.
- Hvemig sérð þú fyrir þér
þennan bardaga þessara liða?
„Það er Haukunum í hag að þeir
þekkja þessa stöðu vel að kljást um
titilinn en það er hins vegar alveg
nýtt fyrir hið unga og efnilega lið
ÍR. Haukamir þurfa fyrst og fremst
að halda sér við efnið, halda ein-
beitingunni og mæta ekki kæru-
lausir til leiks. Það segja flestir að í
þessu einvígi séu Haukamir stóra
liöið og ÍR-ingar litla liðið og það er
út af fyrir sig gott og gilt. Út frá
sögunni eru Haukarnir sigur-
stranglegri en hinu má ekki
hörkugóðu og skemmtilegu liði. Ég
held að við eigum eftir að sjá hörku
skemmtilega leiki, þetta er ný staða
fyrir ÍR-liðið en á móti kemur að
liðið er ungt og banhungrað að
vinna þennan titil. Einn stærsti
styrkleiki ÍR-inga er að þeir bera
aldrei virðingu fyrir andstæðing-
um sínum inni á vellinum. Þeir
þurfa að halda því áfram en það
kemur til með að mæða mikiö á
Ingimundi, Ólafi og Einari, enda
þeirra lykilmenn ásamt Hallgrími í
markinu. Það sýnir hvað mikla
breidd ÍR-ingar hafa að þeir missa
Hreiðar Guömundsson markmann
en Hallgrímur kemur i hans stað
og er búinn að vera besti leikmað-
ur þeirra í síðustu leikjum.“
Sjálfstraust og reynsla
- Ef þú berð þessi tvö liðið sam-
an, í hverju liggur styrk- og veik-
leiki þeirra?
„Kostimir hjá Haukum eru þeir
fyrst og fremst að þeir hafa mikið
sjálfstraust og reynslu. Þeir eru
sterkir í sókn og vöm, hafa góða
markmenn og reyndan og virtan
þjálfara. í þessum þáttum liggur st-
yrkleiki liðsins og verðum við bara
þeim þegar út í baráttuna er kom-
ið. Veikleiki liðsins gæti hugsan-
lega verið sá að leikmennirnir
væru hreinlega orðnir saddir, ég
get samt ekki séð það og það eru fá-
ir veikleikar í þessu liði. Breiddin
eru mikil og liðið hefur að baki sér
sterkan hóp stuðningsmanna. Þetta
telur allt og ég hef mikla trú á því
að þeir klári þetta einvígi.
Styrkleiki ÍR-inga liggur fyrst og
fremst í breiddinni og innan þeirra
vébanda eru ungir og mjög frískir
strákar sem em banhungraðir að
ná árangri. Á móti kemur að
reynslan er ekki þeirra megin enda
að standa i þessum sporum í fyrsta
skipti. Það gæti vegið þungt í svona
einvígi eins og þessu.“
- Gæti orðið um jafhar viður-
eignir að ræða eða sérðu eitthvað
annað fyrir þér?
„Já, ég hallasc frekar að jöfnum
leikjum en eins og ég sagði hef ég
meiri trú á Haukum í einvíginu og
þeir vinni það, 3-1. Við eigum fýrir
höndum skemmtilegt einvígi.
Þama fara vel skipuð og skemmti-
leg lið og sterkur áhangendahópur
er á bak við þau bæði. Handboltans
vegna vona ég að fimm leiki þurfi
til að fá úr því skorið hverjir verða
íslandsmeistarar, Haukamir eiga
að klára þetta, ÍR er litla liðið, og
Hafnarfjarðarliðið standist press-
una þegar upp verður staðið.
Líst vel á nýja
keppnisfyrirkomulagið
- Þú hefur ekki legið á skoðun-
um þínum og því er ekki úr vegi að
fá þitt álit á nýja keppnisfyrir-
komulaginu sem leikið verður eftir
á næsta timabili.
„Mér líst bara ágætlega á það og
sniðugt að prófa það og sjá hvernig
það kemur út. Ég hef trú á því að
þetta fyrirkomulag gæti gert deild-
ina skemmtilegri og dragi að fleiri
áhorfendur en áður. Það var tíma-
bært að gera eitthvað en ég hef
alltaf sagt og segi enn að vandamál-
in liggi fyrst og fremst hjá félögun-
um sjálfum. Félögin gera leikina
ekki áhugaverða og umgjörðin um
þá hefur bara ekki verið nógu að-
laðandi. í núverandi kerfi voru
margir leikir ekki áhugaverðir og
slakir um leið og höfðu ekki mikla
þýðingu. Riðlakeppnin í byrjun
móts næsta haust gerir það að
verkum að liðin verða að vera
klár í slaginn 20. september en þó
liðin mistigi sig þar eiga þau enn
þá möguleika. Leikimir verða ef-
laust jafnari og meira fyrir augað
og mótið verður því um leið meira
krefjandi fyrir liðin. Mér fannst
ekki tímabært að fara út í stærri
breytingar á mótinu og vonandi
heppnast þetta fyrirkomulag. Eftir
mótið á næsta tímabili verður far-
ið yfir stöðuna og metið hvernig til
hafi tekist, við skulum bíða og sjá,
þetta var alla vega fyrsta skrefið.
Menn verða að líta á þetta jákvæð-
um augum, gefa þessu tækifæri, en
auðvitað vora fleiri möguleikar í
boði. Þetta var niðurstaðan og von-
andi verður þessi breyting lyfti-
stöng fyrir handboltann,“ sagði
Ágúst Jóhannsson, þjálfari
Gróttu/KR, í samtalinu við DV.
-JKS
en hjá því verður samt ekki litið að gleyma að ÍR-ingar hafa á að skipa að bíða og sjá hvað þetta dugar
ÍR-ingar tryggfiu sér sæti í úrsiitaleiknum mefi þvf afi leggja Valsmenn afi velli í undanúrslitunum. Þafi gekk ýmislegt
á í þeirri vifiureign eins og myndin ber giöggt vitni um.
Ágúst Jóhanns-
son, þjálfari
Gróttu/KR.