Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Síða 9
MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 25 Sport Jakob Jónsson og Pétur Magnússon una hag sínum vei í Færeyjum og láta vel af verunni hjá frændum vorum og vinum. DV-mynd Pjetur Þeir Jakob Jónsson og Pétur Magnússon leika handknattleik í Færeyjum: Ætluðu að stoppa stutt en eru ekki á heimleið Leiö margra íþróttamanna hefm- legið til Færeyja undanfarin ár og flestir hafa þeir verið handbolta- menn. Tveir þessara manna eru þeir Pétur Magnússon og Jakob Jónsson, sem báðir búa í Þórshöfn um þessar mundir. Bakgrunnur þessara tveggja íslendinga er mis- jafn, Jakob með langan og farsælan feril á íslandi og í Noregi, meðal annars íslahdsmeistari með KA á Akureyri þaðan sem hann er og þá lék hann einnig með KR. Jakob hef- ur tvívegis verið kjörinn besti leik- maður í Færeyjum. Undir hans stjóm varð Kyndill bikarmeistari í vetur og hafnaði i öðru sæti í deild- inni. Jakob hefur einnig þjálfað unglingalandslið í Færeyjum. Pétur er yngri og óreyndari en þykir einn af íjórum bestu mark- vörðum í Færeyjum. í dag eiga þeir það sameiginlegt að þeir eru ekki á leiðinni á „klakann" aftur, þar sem þeir finna sig svo sannarlega þar sem þeir búa nú. Jakob er nú spilandi þjálfari hjá Kyndli í Þórshöfni en Pétur er markvörður hjá H 71, sem er einnig í Þórshöfn. Það eru þrú lið í bæn- um, Kyndill, H 71 og Neisti, og hef- ur Pétur leikið með þeim öllum. Jakob lék i tvö ár með Neistanum en gekk síðan aftur til liðs við Kyndil. Leiöir þessara manna lágu saman árið 1998 þegar Jakob þjálf- aði ísfirðinga í handknattleik og Pétur, sem lék með ÍR á þeim tíma, var lánaður vestur. Forráðamenn Kyndils höfðu samband við Jakob í gegnum Axel Axelsson, sem þjálfaði Neistann á árum áður í Færeyjum, til að leita að að spilandi þjáífara fyrir Kyndil og úr varð að Jakob tók tilboðinu og Pétur fylgdi með. Hann starfar við smíðar en Jakob vinnur hjá heildsölufyrirtæki með matvæli sem er í eigu Pouls Michelsens sem er fyrrum bæjarstjóri í Þórshöfn og einnig fyrrverandi þingmaður. Var til í breytingar Jakob segir að Axel hafi haft sam- band við sig og að þar sem hann hafi ávallt verið til í breytingar þá hafi hann ákveðið að slá til. „Ég leit svo á að það væri allt í lagi að prófa, en maður er hér enn og er nú kom- inn með færeyska konu og bam. Ég fór nú reyndar í fyrra til Akureyrar með konuna og hún hefur síðan spurt mig nokkrum sinnum hvenær við eigum að flytja þangað. Ég sagði við hana að hún gæti farið til Akur- eyrar en ég yrði áfram i Færeyjum," segir Jakob. Pétur er sama sinnis „Ég ákvað að slá til og vera í eitt ár, en ég er hér enn og er ekki á leið- inni heim, mér líður svo svakalega vel héma,“ segir hann með sælu- bros á vör. Þeir félagar em sammála um það að færeyskur handknattleikur á þeim tíma hafi komið þeim á óvart og hafi í raun verið sterkari en þeir hefðu haldið. Pétur segir að á þeim tíma hefðu þrjú til fjögur lið í Fær- eyjum getað verið um miðja deild á íslandi. Þróunin siðan hefur verið jákvæð, en Jakob segir að fjölgun útlendinga frá Austur-Evrópu eigi töluverðan þátt í því. Þess utan seg- ir hann að menn séu famir að taka íþróttina mun alvarlegar en áður, sem hafi verið ákveðið vandamál á árum áður, en Færeyingar eigi þó töluvert langt í land með hana enn þann dag í dag. Færeyingar eiga landslið sem tók þátt í undakeppni HM, en Jakob segir að vinnubrögð í Færeyjum hefti dálítið framgang þess þar sem vinnubrögð þeirra séu alltof sveiflu- kennd og það vanti allt úthald til að halda úti landsliði sem eigi að ná árangri. Efniviðurinn sé hins vegar fyrir hendi en framtaksleysið háir þeim. Þeir félagar Jakob og Pétur segjast þó vera bjartsýnir á breyt- ingar þar sem knattspymuforystan hafi staðiö sig vel í uppbyggingunni og aðrar íþróttagreinar, svo sem handboltinn, geti vonandi náð að nýta sér það og breyta í samræmi við reynsluna í knattspymunni. Blaðamaður spurði íslensku Fær- eyingana um álit þeirra á hvor öðr- um sem handknattleiksmenn. Pétur varð fyrri til svara. Tvívegis valinn sá besti „Það þarf ekki mikið að ræða það. Gamli karlinn hefur tvívegis verið valinn besti leikmaðurinn í deildinni héma og það segir það sem segja þarf. Hann er 39 ára gam- all, einn besti leikmaðurinn hér og á nóg eftir. Um Pétur segir Jakob að hann sé einn besti markvörðurinn í Færeyjum. „Besti markvörðurinn leikur með Kyndli, en síðan berjast þrir aðrir um að vera næstbestur og Pétur er einn af þeim,“ segir Jakob. Þeir Pétur og Jakob segjast fylgj- ast vel með íslenska landsliðinu í handknattleik og eru nokkuð ánægðir með það sem er að gerast á þeim vettvangi. Pétur segir að það séu bæði góðar og slæmar hliðar á öllu. „Það gekk vel í Portúgal og Svíþjóð, en eru ekki tæplega 300 þúsund þjálfarar utan vallar í hvert einasta skipti sem ísland spilar. En árangurinn er góður, því verður ekki neitað," segir Pétur. Fólkið rosalega fínt Þeir eru eins og áður sagði mjög ánægðir með frændur okkar í Fær- eyjum, en hvað er það í fari þeirra sem gerir það verkum að þeim liður eins vel þar og raun ber vitni. Pétur segir að fólkið eigi þar stóran þátt. „Fólkiö er svo rosalega fínt hér. Að vísu gengur allt mjög hægt hér, en maður venst því fljótlega. Hér eru menn ekkert að vinna 10 eða 12 tíma á dag. Menn klára sína 8 tíma og síðan er hætt og farið heim. Það er alltaf gaman að koma til íslands, en þegar maður er búinn að vera í svona þrjár vikur þá langar mann alltaf að fara aftur heim til Fær- eyja,“ segir Pétur. Jakob tekur í sama streng varðandi hraðann á Færeyingunum. „Þeir kippa sér ekki upp við neitt. Hlutimir gerast hvort sem er, bara aðeins hægar.“ Varðandi samskipti þessara tveggja þjóða, íslendinga og Færey- inga, segja þeir að upplifunin sé sú að þau séu góð. Færeyingar líti upp til íslendinga og að það sé tvímæla- laust endurgoldið. „Ég held að við tökum betur á móti Færeyingum en við tökum á móti okkur sjálfum. Þá sáum við að þegar snjófljóðiö gekk yfir í Súðavík þá gáfu Færeyingar allra þjóða mest til uppbyggingar. Maður getur ekki alveg skilgreint þetta, en þetta er eitthvað blóðtengt á milli þessara þjóða," segir Jakob. Jakob hefur prófað ýmislegt á þeim tiltölulega stutta tíma sem hann hefur dvalið í Færeyjum. Áð- ur en hann hóf störf i þeirri heild- sölu sem hann vinnur nú i prófaði hann að vinna á olíuborpalli, sem hafði það hlutverk að leita að olíu fyrir Færeyinga. „Ég vann einar fimm vaktir og þetta er svipað eins og þegar ég fór til sjós á Akureyri héma i gamla daga, ég geri þetta aldrei aftur. Það var gaman að prófa þetta, því þegar ég spilaði með Stavanger í Noregi var ég eðlilega í nánd við olíuiðnaöinn þar sem Stafangur byggir afkomu sína að stóram hluta á honum, en þama komst ég enn nær honum. En aldrei aftur.“ Færeyingar spenntir Talið berst að landsleikjum Is- lands og Færeyja í knattspymunni í sumar. „Þeir era spenntir og stemningin er mikil. Það era nokkrir góðir vin- ir mínir í landsliðinu og þeir hafa skotið dálítið á mig og segja að þeir muni vinna okkur, en ég læt sem ekkert sé. Ég er hins vegar svolítið smeykur um að leikurinn á íslandi endi með jafntefli," segir Pétur. „Ég vona að Færeyingar vinni. Ég held bara meira með þeim,“ segir Jakob. Hann segist enn fremur búast við miklum hátíðarhöldum í kringum seinni leik þjóðanna sem fram fer í Þórshöfn í ágúst, sérstaklega ef úr- slitin úr fyrri leiknum verða hag- stæð. -PS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.