Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Page 19
 : MANUDAGUR 5. MAÍ 2003 Sport Guörún Jóna Kristjánsdóttir og féiagar hennar í KR lutu f gras fyrir Valsstúlkum f undanúrslitum deildabikarsins. DV-mynd Hari Skagamaöurinn Kári Steinn Reynisson í baráttu viö Kristján Sigurösson f viöureign liöanna á Akarnesi f gær. Skagamenn í úrslit í deildabikarnum eftir stórsigur á KR: Áttum að skora fleiri O-l Guðjón Sveinsson (3.) 0-2 Kári Steinn Reynisson (27.) 1-2 Bjarki Gunnlaugsson (33.) 1-3 Hjörtur Hjartarson (40.) 1-4 Hjálmur Dór Hjálmsson (78.) Skagamenn tryggðu sér sæti í úr- slitaleik deildabikarsins með örugg- um og mjög sannfærandi sigri á döprum KR-ingum á Akranesi í gær- dag. Fyrri hálfleikur var mjög fjör- legur og þótt Skagamenn hefðu verið miklu beittari þá náðu Vesturbæipg- ar nokkrum ágætum sóknarlotum. Þeir gulklæddu gáfu tóninn strax á þriðju mínútu með glæsilegur marki Guðjóns Sveinssonar en um undir- búninginn sá Grétar Rafn Steinsson - sérlega vel gert hjá þeim félögum. Kári Steinn Reynisson bætti við marki en Bjarki Gunnlaugsson náði að minnka muninn eftir misskilning í vöm Skagamanna. Héldu þá margir að KR-ingar væru komnir á skrið en svo var aldeilis ekki og Hjörtur Hjartarson jók muninn aftur i tvö mörk sjö mínútum síðar. í seinni háifleik, sem var öllu bragðdaufari, voru Skagamenn áfram örugglega með undirtökin en þeim tókst þó ekki að gulltryggja sigurinn endan- lega fyrr en tólf mínútum fyrir leiks- lok. Bæði lið fengu nokkur hættuleg færi í hálfleiknum en það var ein- hvem veginn deginum ljósara að Skagamenn væm með þetta í hendi sér. Barátta þeirra var til fyrirmynd- ar - allar aðgerðir þeirra vorumiklu markvissari og sigurviljinn var mun meiri hjá þeim en KR-ingum og sæti í úrslitaleiknum því virkilega verð- skuldað. Skagaliðið lék vel sem heild - allir lögðu sitt af mörkum og upp- skeran eftir því. Hjá KR-ingum var bitleysið aUs- ráðandi og þá sérstaklega hjá fram- herjum liðsins sem skorti kraft og vilja. Vömin var síðan ekkert til að hrópa húrra fyrir og það er óhætt að segja að hún þurfi talsverða bætingu - liðið er jú búið að fá á sig níu mörk í tveimur síðustu leikjum. Gunnlaug- ur Jónsson, fyrirliði Skagamanna, stóð vaktina að venju vel í vörninni og hann var virkilega ánægður með sína menn og hafði þetta aö segja þegar DV-Sport kom að máli við hann rétt eftir leik: „Við mættum ákveðnir til leiks, staðráðnir í að komast í úrslitaleik- inn og mér fannst við spila mjög vel í heildina séð - sköpuðum fullt af færum og hefðum átt að skora fleiri mörk. Þeir sköpuðu sér ekki mikið og við gáfum þeim þetta mark og það sýndi sig að við vildum vinna leikinn meira en þeir. Nú er úrslitaleikurinn eftir og við stefnum ótrauðir á að vinna hann,“ sagði jaxlinn Gunn- laugur. Maður leiksins: Grétar Rafn Steinsson, ÍA. -SMS Átla sigrar í röð hjá Keflavík 1-0 Þórarinn Kristjánsson (26.) 1- 1 Lee Sharpe (55.) 2- 1 Magnús Þorsteinsson (65.) 3- 1 Magnús Þorsteinsson (87.) Keflvíkingar em komnir í úrslit deildabikarsins eftir 3-1 sigur á Grindavík í Egilshöll. Þetta var jafnframt áttundi sigur þeirra í röö í keppninni. Sigurinn hefði getað lent hvorum megin sem var en það sem réð úrslitum var betri nýting Keflvíkinga og sterkari vöm. Leik- urinn var í jafiivægi framan af, bæði lið léku varfæmislega og drógu leikmenn sig fljótt til baka þegar boltinn tapaðist. Keflvíkingar reyndu að sækja hratt upp miðjuna en Grindvíkingar tóku sér meiri tima í sínar aðgerðir. Færin komu á víxl en leikmönnum gekk illa að hitta markið í skotum sínum og átti það eftir að verða Grindvíkingum að falli. Keflvíkingar tóku forystuna eftir góða sókn upp vinstri kantinn sem endaði með skallamarki Þórarins Kristjánssonar eftir góða fyrirgjöf Hólmars Rúnarssonar. Keflvíking- ar hökkuðu meira eftir markið og gáfu fá færi á sér. Seinni hálfleikur hófst á sömu nótum en litlu munaði þó að Kefl- víkingar ykju forskot sitt en skot Þórarins af stuttu færi var varið. Jöfnunarmark Grindvíkinga var klaufalegt af hálfu Keflvíkinga. Grétar Hjartarson komst þá inn í slaka sendingu aftur á markvörð, boltinn barst til Lee Sharp sem skaut boltanum af löngu færi í tómt markið. Keflvíkingar færðu sig framar á völlinn og það tók ekki langan tíma fyrir þá að endur- heimta forskotið þegar Magnús Þorsteinsson fýlgdi eftir skoti Stef- áns Gíslasonar af stuttu færi. Það var síðan Magnús Þorsteinsson sem innsiglaði sigur Keflvíkinga. Það er engin tilviljun að Keflvíking- um gengur svo vel þessa dagana. í vöminni, sem er mun betri en hún hefúr verið undanfarin ár, unnu Zoran Ljubicic og Haraldur Guð- mundsson vel saman. Liöið var þétt fyrir á miðjunni þar sem Hólmar Rúnarsson lék mjög vel og Þórar- inn og Magnús vora mjög ógnandi í sókninni. „Við vorum betri og vorum að fá fleiri færi í leiknum þó að þeir hafi fengið sín líka. Þetta var góður leik- ur tveggja sterkra liða sem verða í toppbaráttu hvort í sinni deild- inni,“ sagði Milan Jankovic, þjálf- ari Keflvikinga, aðspurður um hverju hann hefði breytt í vamar- leik liðsins. Grindvíkingar áttu al- veg þokkalegan leik aö þessu sinni en hefðu þurft að nýta færin betur. Bestu menn liðsins vora Ólafur Öm Bjamason og Lee Sharp sem stjómuðu leik liðsins af prýði og Ray Jónsson var ógnandi á kantin- um. Maður leiksins: Hólmar Öm Rúnarsson, Keflavík. Hefndarsigur hja Blikastulkum 1- 0 Bjamveig Birgisdóttir (3.) 2- 0 sjálfsmark (7.) 3- 0 Bjamveig Birgisdóttir (8.) 4- 0 Erna Sigurðardóttir (48.) 4-1 Olga Færseth (89.) 4-2 Mhairi Gilmour (90.) Breiðablik sigraði ÍBV nokkuð ör- ugglega, 4-2, í undanúrslitum deilda- bikars kvenna í knattspymu í Fíf- unni í gær. Þessi lið áttust við fyrir skötrunu í riðlakeppninni og þá sigr- aði ÍBV nokkuð örugglega. Það voru þrjú mörk á fyrstu átta mínútunum sem gerðu þennan leik ekki eins spennandi og hann hefði getað orðið. Leikurinn var fjörugur í fyrri hálf- leik og fengu bæði lið færi til að gera fleiri mörk. Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri, skoruðu mjög fallegt mark eftir gott spil. Eft- ir þetta vora leikmenn Eyjamanna meira í sókn en mjög góður mark- maður Blika, Dúfa D. Ásbjörnsdóttir, varði oft mjög vel í markinu. Eyja- stúlkur náðu síðan undir lokin að klóra aðeins í bakkann. „Vel spilaður leikur af okkar hálfu. Við settum þama þrjú mörk i byrjun sem gerði þetta náttúrlega erfitt fyrir þær. Það var það mikið eftir af leiknum að þetta var alls ekki búið en mínar stelpur spiluðu vel. Við töpuðum fyrir þeim um síð- ustu helgi og við lærðum mikið á þeim leik. Við skipulögöum okkur aðeins öðruvísi út frá því hvernig þær spiluðu og hvernig við fengum mörkin á okkur. Það skilaði sér mjög vel hér en við misstum aðeins einbeitinguna í lokin og fengum á okkur tvö mörk. Það verður bara gaman að mæta Val. Við höfum spil- að við þær áður í vetur og það verð- ur örugglega hörkuleikur," sagði Ólafur Þór Guðbjömsson, þjálfari Breiðabliks, sigurreifur eftir leik- inn. Leikurinn var vel leikinn og lofar góöu fyrir bæði lið í sumar. Góður samleikur og mikill hraði var í leiknum. Maður leiksins: Dúfa D. Ás- björnsdóttir, Breiðabliki. -MOS Dora Mana kom Val í urslitaleik 1-0 Dóra Maria Lárusdóttir (32.) 1-1 Hrefna Jóhannesdóttir (51.) 1- 2 Júllana Einarsdóttir (56.) 2- 2 Nína Ó. Kristinsdóttir (72.) 3- 2 Dóra María Lárusdóttir (77.) Valsstelpur tryggðu sér sæti í úrslitaleik deildabikarsins í knatt- spymu með sigri á KR í Fífunni á laugardag. Leikurinn var ágætis- skemmtun - opinn og fjöldi góðra færa leit dagsins ljós og svo auð- vitað fimm mörk. Jafnræði var með liðunum í heildina og hvor- ugt þeirra náði neinum afgerandi tökum á leiknum né náðu ein- hverjum stórsóknum eða pressu. Færin komu á víxl og bæði lið sóttu frekar hratt og náðu oft að opna vamimar og þá sérstaklega með kantspili. Valur beitti því reyndar meira og fékk aðeins meira af hættulegum færam en KR-stelpur sóttu nokkuð inn á miðjuna. Dóra María Lárusdóttir var spræk hjá Val en hún hefði auðveldlega getað skorað fleiri mörk - best á vellinum var þó Nína Ó. Kristinsdóttir sem var dugleg og skapandi. Annars var liðið nokkuð jafnt og hlutirnir líta vel út hjá því. Hjá KR kom Júlíana Einars- dóttir sterk inn af bekknum í síð- ari hálfleik en líkt og hjá Val var það liðsheildin sem var að skila mestu og engin sérstök sem stóð upp úr. Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals, var ánægð með karakterinn í liðinu og hún hafði þetta að segja í samtali við DV-Sport í leikslok: „Ég er mjög ánægö með stelpum- ar og það var sérstaklega gott að ná því að koma til baka eftir að hafa lent undir. Bæði liðin áttu fullt af færum enda var leikurinn opinn og hann hefði í raun og veru getað farið á hvom veginn sem var. Það er gott að vera kom- in í úrslitaleikinn og mér finnst liðið vera á réttri leið - hópurinn er stór og til marks um það þá vantar enn Rósu og írisi en stelp- umar stóðust prófið og viö stefn- um ótrauðar á að klára dæmið,“ sagði Helena. Maður leiksins: Nína Ó. Kristinsdóttir, Val. -SMS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.