Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. maí 2003 7 mjög aðgengilegt því hægt er að teygja sig í þær með þumalputta án þess að slepppa stýrinu í akstri. Gæði hljómflutningstækja eru af háum standard. Miðstöð er auk þess mjög kröftug þegar á þarf að halda, hvort heldur er til þess að mæta kulda eða hita, dreifir loftinu mjög vel um bílinn. Það er þægilegt því þegar eigandi fer að venjast bifreiðinni ætti hann ekki þurfa að líta af umferð- inni þó t.d. hækkað sé eða lækk- að í útvarpi eða geislaspilara. Það er hins vegar óþægilega langt í ljósarofa fyrir aðalljós sem er galli þegar litið er til hinna þæg- indanna og eins er klukka frammi við framrúðu óþægilega langt í burtu miðað við stærð. Hliðarspeglar er rafdrifnir og uppnitaðir sem er gríðarlegur kostur í íslenskri vetrarveðráttu. Góðir geymsluvasar eru aftan á sætum auk niðufellanlegra borða, þannig að farþegum líður eins og flugfarþegum með öll þægindi til þess að matast og drekka. Nægur kraftur Bíllinn hefur nægjan kraft tóm- ur eins og hann var er honum var reynsluekið, jafnvel þó um dísil- vél væri að ræða.Það sýndi sig best þegar tekið var fram úr, t.d. á stærri umferðargötum þar sem ekki dugar að vera lengi að hlut- unum. Sjálfskipting er mjög góð, bílinn t.d. fljótur að skipta sér niður þegar honum er skyndilega gefið inn, t.d. við framúrakstur. Einnig var í örskamma stund ekið beinskiptum bíl með bensín- vél. Hann reyndist vel, og skipt- ingin einnig, þó var eins og 3. gír væri stundum of langt frá 1. gír, svo jafnvel þurfti að leita að hon- um eitt augnablik. Lágvær Það er hátt undir bílinn svo hann fór auðveldlega um malar- vegi, jafnvel þar sem aka þurfti yfir malarhrygg. Veggrip er þokkalega gott en þegar ekið var sæmilega hratt í beygjur mætti finna fyrir miðflóttaaflinu, án þess að það væri til verulegra óþæginda. Hljóð frá vél og veg- hljóð er mjög lítið og speglar nýt- ast vel þegar þarf að bakka enda er útsýni úr baksýnisspegli inni í bílnum af fremur skomum skammti og varlegt að treysta um of á það. Beygjurradíus er mjög mikill, líklega eðilegt i svo stór- um bíl. Útsýni er hins vegar gott úr bílnum, hvergi póstar sem hindra það svo neinu nemi. Bíllinn er nokkuð dýr, þó tæp- lega miðað við þá möguleika sem honum fylgja. Hann kostar sjálf- skiptur með dísilvél, eins og sá sem reynsluekið var, 3,3 milljónir króna. Beinskiptur er hann um 400 þúsund krónum ódýrari með bensínvél. Allur lúxus kostar peninga, stundum hæfilega. -GG \ •X% \Bílar HIÐ MIKLA TEYGJUÞOL PACE ÞAKEFNANNA GERIR AÐ ÞAU STANDAST ÁLAGIÐ OG ÞAKIÐ ÞITT HELDUR ÁFRAM AÐ VERA FALLEGT OG ÞÉTT ÞENSLA 0G SAMDRATTUR VEGNA HITABREYTINGA HAFA YFIRLEYTT í FÖR MEÐ SÉR FLÖGNUN, TÆRINGU OG SPRUNGUMYNDUN. SLÍKT GETUR VALDIÐ ÞAKLEKA OG STYTT VERULEGA ENDINGU ÞAKKLÆÐNINGAR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.