Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Side 14
14 Laugardagur 17. MAÍ2003 Bílar Margur bílkaupandinn hefur í áranna rás vaknað upp við þann vonda draum að bíllinn sem hann er nýbúinn að kaupa er illa við- gerður tjónabíll. Ekíci þarf að hafa mörg orð um hversu háskalegt þetta er bæði fyrir þá sem aka í slíkum bílum, sem og aðra sem í umferðinni eru, auk þess ijárhags- lega tjóns og vandræða sem nýbak- aðir eigendur illra viðgerðra tjón- bíla hafa lent í. Stefán Ásgrímsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeig- enda, FÍB, segir í samtali við DV- bíla að félagið hafi lengi barist fyr- ir því að illa viðgerðir tjónbílar séu ekki í umferð og komist ekki í umferð. Það verði gert að ófrávíkj- anlegri, undantekningarlausri reglu að gert sé við tjónbíla á þann hátt að þeir séu jafnöruggir eftir sem áður. Sé það ekki mögulegt, eða hagkvæmt, þá verði hinum skemmdu bílum einfaldlega farg- að. Þetta verkefni hefur satt að segja gengið tregar en ætla mætti, að mati FÍB. Það hafi verið tals- vert torsótt að koma þessum mál- um í viðunandi horf og að sögn Stefáns eru enn inni á borðum tæknilegs og lögfræðilegs ráðgjafa FÍB flöldi mála sem tengd eru við- skiptum með tjónbíla sem gert hef- ur verið við á ófullnægjandi hátt. Skemmdir bílar í umferð Til að fá gleggri yfirsýn yfir fer- il viðgerðra tjónbíla og umfang skemmdra, illa viðgerðra bíla í umferð þá auglýsir FÍB eftir félags- fólki sem telur sig eiga eða veit að það á bíl sem lent hefúr í tjóni. FÍB mun láta ástandsskoða bílana og grindarmæla, félagsmönnunum að kostnaðarlausu. Þeir félagsmenn sem annaðhvort vita eða telja að þeir eigi viðgerðan tjónbíl eru beðnir að hafa samband við skrif- stofu FÍB í síma 562 9999 eða senda tölvupóst til fib@fib.is. Stefán segir að vissulega sé mögulegt að gera við bíla sem skemmst hafa þannig að þeir séu nánast jafngóðir og áður. Hér sé fjöldi vel búinna verkstæða þar sem starfa góðir fagmenn sem eru fullfærir í sumuin tilfellum sleppa inenn því að setja í nýja öryggispúða eftir árekstur. Á Bílastjörnunni í Grafarvogi er notast við Cabas-vottunarkerfið sem auðveldar alla tjónumsýslu til muna. DV-mynd GVA um að skila af sér vel viðgerðum tjónbílum. En margir þeirra bíla sem skemmast og eru seldir eftir tjón lenda inni í bílskúrum þar sem gert er við þá með mjög ófullkomnum hætti við ófullkomnar aðstæður. Beyglur og ákomur eru gjaman grófréttaðar og síðan er fyllt upp í og sléttað út með plastfylliefnum til að fela ákomumar. Síðan er þessum sminkuðu líkum laumað út á markað og grandalausir kaupendur komast svo einhvern tímann síðarmeir að því hvers kyns er, t.d. þegar næst er mætt með bílinn í skoðun og á skoðunarstöðinni uppgötvast að bíllinn er jafhvel skakkur og það vantar í hann líknarbelgina. Verra er ef slíkur bill lendir i umferðarslysi og fólk í honum slasast vegna þess að árekstrarþol hans var stórskert eða að mikilvægan öryggisbúnað sem átti að vera í bílnum vantaði. „Það eru fyrst og fremst þessir bílar sem við erum að leita að,“ segir Stefán. Tjónbíll eða ekki? Hvemig getur maður svo komist að því hvort bíllinn manns hafi lent í tjóni eða ekki ef maður er í vafa? Jú, hægt er að leita eftir vís- bendingum eins og þeim hvort bíllinn sé skakkur á vegi. Falla all- ar hurðir rétt í hurðarfóls? Er eitt- hvert óeðlilegt skrölt í bílnum? Er óeðlilegt hlaup í stýrinu eða er stýrishjólið eins og í beygju í bein- um akstri? Leitar bíllinn til ann- arrar hvorrar hliðar í beinum akstri? Kemur óeðlilega mikið vatn inn í bílinn í vætu? Allt þetta getnr bent til tjóns á bílnum, svo betra gæti verið að láta athuga málið. Átt þú viftgerðan tjónbíl? FÍB vill ástandsskoða hann Eínkavíðtal DV-bíla við svæðísstjóra Renault: Væntum góðs af nýjum Scenic Einmanuel Bouvier situr hér fyrir í nýjum Renault Mégane II ásauit Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, upplýsingastjóra B&L. í vikunni var staddur hér á landi svæðisstjóri Renault fyrir Norður- Evrópu og átti hann nokkra fundi með umboðsmönnum sínum hér- lendis, B&L. Renault hefur verið í mikiUi sókn að undanfömu með nýja bíla sem vakið hafa verðskuld- aða athygli fyrir framúrstefnulegt útlit og gott öryggi. Nægir þar að nefna nýjan Mégane sem var kosinn bíll ársins í Evrópu og hlaut fyrstur smábila fimm stjömur í árekstrar- prófi EuroNCAP. DV-bílar heyrðu aðeins í Emmanuel Bouvier og byrj- uðu á að spyrja hann út í væntan- lega nýja kynslóð Renault Clio. Fjölnota Clio á næsta ári „Renault hefur undanfarið verið að þróa nýjan íjölnotabíl sem er byggður á sama undirvagni og Clio. Um nokkurs konar fjölnota-smábíl er að ræða en Renault hefur mikla reynslu af smíði og þróun fjölnota- bíla. Skemmst er að minnast þess að Renault ruddi að vissu leyti brautina með fjölnotabíl í millistærðarflokki með Renault Scenic, en við erum ný- búnir að frumsýna aðra kynslóð hans í Genf. Hvað Clio-fjölnotabilinn áhrærir get ég upplýst að við mun- um fyrst koma með hann á markað á næsta ári, en nýr Clio kemur á mark- að árið 2005.“ Renault hefur einnig verið að frumsýna nýjar útgáfur Mé- gane að undanfornu og eru það bæði stallbaks- og langbaksútgáfur hans sem koma á markað í september. „Þar erum við að bjóða upp á sport- legri bíla en áður sem höfða eiga til stærri hóps viðskiptavina." Keyrir eins og fólksbíll Við báðum Emmanuel aðeins að segja okkur frá því við hveiju megi búast í nýjum Scenic. „Með Scenic II erum við að ná hagkvæmni fjölnota- bílsins í bíl sem keyrir eins og fólks- bíll. Scenic □ er aðeins lengri en fyr- irrennarinn og verður seldur sem fimm sæta fyrst um sinn. Sá bíll er um það bil að koma á markað en við munum einnig bjóða upp á hann i sjö sæta útgáfu sem er sérstakt í þessum stærðarflokki. Sá bíll er væntanlegur á markað snemma á næsta ári. Meðal nýs búnaðar í bíln- um er sjálfvirkur stööuhemill og miðjustokkur sem hægt er að renna til á sleða. Bíllinn verður með sömu vélar áfram og fyrir eru í Scenic en hann fær nýja sex gíra beinskipt- ingu. Einnig er nýtt í þessum bíl að við færðum upp pedala til að fá setu sem líktist meira setu í fólksbíl, án þess að fóma meiri veghæö og út- sýni sem fjölnotabílar eru þekktir fyrir." Vænta góðs í prófi EuroNCAP Renault hefur að undanfómu fengið funm stjömur í prófunum EuroNCAP fyrir bíla i þremur stærðarflokkum. Fyrst fékk Laguna fyrstur bíla frnim stjömur í flokki fjölskyldubíla og nýlega Renault Espace í flokki stærri fjölnotabíla, um leið og nýr Mégane í flokki smá- bíla. Því lá beint við að spyija hvort sama árangurs væri að vænta í nýj- um Scenic í flokki minni fjölnota- bíla. „Bíllinn hefur ekki enn farið í gegnum árekstrarpróf EuroNCAP en við geturm fullyrt að þær niðurstöð- ur verða athyglisverðar og við von- umst eftir bestu útkomu í flokknum fyrir hann, likt og aðra bíla okkar.“ Aðspurður hvort vænta megi nýs RX4 sagði Emmanuel að engar áætl- anir væm um nýjan fjórhjóladrifmn Scenic. „Við munum þó halda áfram að framleiða gamla bilinn meðan enn er markaður fyrir hann,“ sagði Emmanuel að lokum. -NG Önnur kynslóð Renault Scenie er væntanleg á raarkað innan skamms en liann verður kynntur í júlí í Svíþjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.