Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Síða 4
4 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 13.JÚNI2003 Vonir um menningarhúspeninga brugðust Einar Njálsson, bæjarstjóri í Árborg, segist ekki gjörkunn- ugur hvernig eignarhaldi sveitarfélagsins Árborgar í fasteignum Hótels Selfoss er háttað. Hins vera hafi fulltrúar bæjarins farið yfir það með lögmönnum og hafi verið staðfest að menningarsalur- inn er ekki partur af því sem auglýst var á uppboðinu sem fallið var frá í gærmorgun. Segir hann vonir um að fjár- magn til menningarhúsa á landsbyggðinni kæmi einnig til Selfoss hafi brugðist. Einar sagði að bærinn hefði byggt hótelið fyrir um 25 árum og rekið það þar til það var selt eignarhaldsfélaginu Brúárið 2000. Um 120 millj- ónir hafi vantað til að klára salinn og ekki hafi reynst unnt að fá til þess fjármagn. Leitað til ríkisins Þegar ríkisstjórnin viðraði hugmyndir um að reist yrðu menningarhús víða um landsbyggðina vonuðust margir til að Selfoss yrði inni í þeirri mynd og þar með yrði hótelinu bjargað. Bæjarstjóri segir að það hefði vissulega getað breytt dæminu en nú virðist Ijóst að ekkert verði af því. „Ég hef ítrekað leitað eftir því en það hefur ekki fengist í gegn. Ég hef sjálfur setið fundi um þessi mál en ekki hefur verið ijáð máls á að veita fé til Selfoss vegna menningarhúss." Einar sagði að vissulega hefði slíkt getað hjálpað til að koma salnum ( stand. Nú væri hins vegar búið að ákveða að veita fé í þessu skyni til Vestmanna- eyja. Hann vildi þó ekkert segja um hvort þar væri litið á Vestmannaeyjar sem eina fulltrúa Sunnlendinga varð- andi framlag til menningar- húsa. Hótelið á Selfossi er skuldum vafið Veðskuldir tæpar527milljónir króna UPPBOÐ: Eyrarvegur 2, þar sem Hótel Selfoss er til húsa, var auglýst á uppboði hjá sýslumanninum á Selfossi, m.a. vegna vangreiddra opinberra gjalda. Uppboð var auglýst á Eyrar- vegi 2 í síðustu viku en þar er Hótel Selfoss til húsa. Átti uppboð að fara fram á þriðju- dag en var afturkallað. Fjöl- margir gerðarbeiðendur voru að málinu og veðskuldir rúm- ar 527 milljónir króna á eign- inni. Það mun fyrst og fremst vera mikill kostnaður vegna uppbyggingar hótelsins sem er að sliga rekstur hússins. Tveir eigendur eru skráðir að húseignum hótelsins að Eyrarvegi 2 á Selfossi. Þar er um að ræða Sel- fosskaupstað og Eignarhaldsfélagið Brú hf. sem er dótturfélag Kaupfé- lags Ámesinga. Þeir sem kröfðust uppboðs á húseignum eru Arkis ehf., Gólf- lagnir-Flotun ehf., Málningarþjón- ustan ehf., Olíuverslun Islands hf., Ræktunarsamband Flóa/Skeiða ehf., Samskipti ehf., Sýslumaður- inn á Selfossi, Vatnsverk ehf. og ör- yggismiðstöð íslands hf. Allir þessir aðilar, nema sýslumaður, eiga þinglýst veð í þessum húseignum Brúar hf. Þá er DV kunnugt um að fleiri verktakar og iðnaðarmenn á Selfossi eigi inni hjá fyrirtækinu vegna uppbyggingar á hótelinu og sumir verulegar upphæðir. Langstærsti veðhafinn er Sparísjóður Kópa- vogs sem er með 56 veð á 1. veðrétti auk tveggja veða á 2. og 3. veðrétti, samtals að upphæð 381.452.000 krónur. Með 58 veð í húsinu Langstærsti veðhafmn er hins vegar Sparisjóður Kópavogs sem á dögunum var í fréttum vegna lán- veitinga til manna sem tengjast Landssímamálinu svokallaða. Er sparisjóðurinn með 56 veð á 1. veð- rétti auk tveggja veða á 2. og 3. veð- rétti, samtals að upphæð 381.452.000 krónur. Þá er Byggða- stofnun með um 90 milljóna króna veðkröfu sem skráð er á 1. veðrétti á eftir kröfum SPK. Einnig er sveit- arfélagið Árborg með stórt veð, eða rúmar 28,7 milljónir króna, sem er á 4. veðrétti. KÁ keypti hótelið af sveitarfélag- inu á sínum tíma og var kaupverð- ið samkvæmt heimildum blaðsins um 40 milljónir króna með ákveðn- um skilyrðum. Því fylgdi samning- ur um að lokið yrði við að innrétta mikinn sal sem ætlaður var til nota fyrir ýmiss konar menningarstarf- semi. Byrjað var á að byggja við hótelið sem var með 20 herbergi og stofnað var eignarhaldsfélagið Brú við hlið KÁ. Byggð var álma með 80 herbergjum til viðbótar, en Hótel Selfoss er rekið sem sjálfstætt félag en er líka í eigu KÁ. Hótelið, sem upphaflega var byggt sem félagsheimili, var þing- lýst með eignarlýsingu á Brú hf. þann 13. október árið 2000. Það er einnig þinglýst í eigu Selfosskaup- staðar samkvæmt eignalýsingu frá 16. mars 1987. Gerður mun hafa verið einhvers konar kaupleigu- samningur um menningarsalinn sem fólst í því að Brú hf. eignaðist hann á tilteknu árabili eftir að hann væri tilbúinn. Enn bólar þó ekkert á framkvæmdum og salurinn er enn óinnréttaður. Samt er búið að kosta hundruðum milljóna króna til að reisa nýja gistiálmu við hótelið. Hótel fyrir slikk Talsverð reiði ríkir á Selfossi í garð KÁ og Brúar, m.a. þar sem ekki hafi verið staðið við samninga við bæinn. Eins vegna þess að Kaupfé- lagið hafi nánast fengið hótelið gef- ins á sínum tíma því að bærinn hafi þá þegar verið búinn að leggja hundruð milljóna króna í húsið. Heimildarmenn DV telja að þá hafi Sigurður Skúli Bárðarson, hótelstjóri á Hótel Selfossi, segir reksturinn í eigu Kaupfélags Árnesinga en húsið sé síðan leigt af Eign- arhaldsfélaginu Brú ehf. sem líka er í eigu KÁ. Hann segist ekki geta sagt til um hvað verði um hótelrekstur- inn ef uppboðið fer fram á hús- eignum þeim sem hótelið er starfrækt í. Ekki bætir úr skák að hátt gengi krónunnar fælir frá er- lenda ferðamenn. Hótel Selfoss er fjögurra stjörnu hótel með 100 herbergj- um, fjórum funda- og veislusöl- um, veitingaaðstöðu og bar. Sér- ieyfissamningar eru síðan í gildi á milli Hótel Selfoss og Flug- leiðahótelanna um bókunar- það verið um 500-600 milljóna króna virði en var svo selt Brú hf. á 40 milljónir króna. Við söluna hefði þjónustu og markaðsmál. Hótel- ið opnaði 1. júní á síðasta ári og þótti mörgum þá kostulegt að í kynningu var getið um aðstöðu hótelgesta sem fælist m.a. í að- Töluvert hefur verið um afpantanir það sem afer júní. Maí kom ágætlega út en óvissa er með fram- haldið. Ástæðan er m.a. ofhátt gengi á krónunni. gangi að líkamsrækt, snyrtistofu og bíósal. Ekkert af þessu hafi þó verið til staðar þegar hótelið opnaði, þar á meðal var „menn- bærinn einnig gengist undir að rífa leikskóla, sem stóð rétt við hótelið, með æmum kostnaði. hkr@dv.is ingarsalurinn" góði. Sigurður segir að töluvert hafi verið um afpantanir það sem af er júní. Maí hafi komið ágætlega út en óvissa sé með framhaldið. Ástæðuna segir hann m.a. óhag- stætt gengi, þ.e. hátt verð á krónu gagnvart dollar og evm. Það valdi því að Bandaríkjamenn og fleiri afpanti ferðir til íslands sem sé orðið of dýrt land fyrir ferða- menn. Þá nefnir hann einnig öra uppbyggingu á hótelrými t Reykjavík á síðustu mánuðum sem hafi óneitanlega áhrif á hót- elrekstur í nágrannasveitarfélög- unum. í dag em starfandi 26 starfs- menn á Hótel Selfossi eða svip- aður mannskapur og á frystitog- ara. Áframhaldandi rekstur skipt- ir því væntanlega vemlegu máli fyrir sveitarfélagið. hkr@dv.is Óvissa um framhaldið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.