Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Side 8
8 FBÉTTm FÖSTUDAGUR 13.JÚNÍ2003 Frá Islandi til íraks Djúpadalsá í Eyjafirði virkjuð Kaupir Eðalfisk VIÐSKIPTI: Sparisjóður Mýra- sýslu hefur keypt allt hlutafé Eðalfisks hf. en hjá fyrirtækinu starfa um tuttugu manns. Fyrir- tækið sérhæfir sig í framleiðslu á reyktum og gröfnum laxi og framleiðir auk þess salöt, þar á meðal Stjörnusalat. Framleiðsla fyrirtækisins fer fram bæði í Borgarnesi og Reykjavík. FLUTNINGAR: (slenskir ætt- ingjar og vinir fólks sem býr eða dvelur um þessar mundir í (rak geta nú reitt sig á alhliða flutn- inga frá alþjóðlega flutningafyr- irtækinu DHL. Þetta var tilkynnt í höfuðstöðvum DHL um leið og Ijóst varð að Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna hefði aflétt viðskiptaþvingunum á landið. DHL er fyrsta og eina flutninga- fyrirtækið sem er með starfsemi í (rak.jafnt sem í öðrum 220 löndum heimsins.Meðal þeirrar þjónustu sem DHL býður upp á í írak eru hraðflutningar,auk fraktflutninga flugleiðis sem sjó- leiðis.Til að byrja með mun DHL hafa sjö manns í vinnuí (rak, þar af fjóra (raka, og flogið verður þrisvar sinnum í viku frá Bahrain til Bagdad. VIRKJANIR: Fyrirtækið Fallorka í Reykjavík er að virkja Djúpa- dalsá í Eyjafjarðarsveit og verð- urvirkjunin 1,8 megavött. Fyrir- tækið kannaði víða möguleika og leit á margar ársprænur, en talið var mjög arðbært að virkja Djúpadalsá.Aðalsteinn Bjarna- son,framkvæmdastjóri Fallorku, segir að orkan verði seld til Norðurorku á Akureyri en áætl- að er að gangsetja um mánaða- mótin janúar/febrúar 2004. Þessi orka er um 10% af því sem Akureyri er að nota í dag og að- eins hluti af því sem öll Eyja- fjarðarsveit er að nota í dag, þó þar sé um 1.000 manna byggð. Áætlaður byggingarkostnaður Djúpadalsvirkjunar er 230 millj- ónir króna og er að stórum hluta fjármögnuð með lánsfé. Kristján Viðar Júlíusson á að baki langan sakaferil: Nær 30 ára refsidómar Kristján Viðar Júlíusson, áður Viðarsson, sem dæmdur var í 5 1/2 árs fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir stórfellda líkams- árás og tilraun til manndráps gegn fyrrum sambýliskonu sinni, á að baki langan saka- feril. Kristján Viðar hefur hlot- ið 7 refsidóma, þar af tvo í Hæstarétti, og gengist undir 5 dómsáttir. Sakaferill Kristjáns Viðars, sem er 48 ára gamail, nær ríflega 30 ár aftur SAKAFERILL KRISTJÁNS 1972 Dæmdur f fangelsi í 10 mán- uði, skilorðsbundið í 2 ár, fyrir lík- amsárás, þjófnað og nytjastuld. 1973 Dæmdur í fangelsi í 1 ár fyrir þjófnað 1974 Dæmdur í fangelsi (6 mánuði fyrir þjófnað og nytjastuld. 1980 Dæmdur í Hæstarétti í 1.6 ára fangelsi fyrir llkamsárás, manndráp af gáleysi, rangar sakargiftir og þjófnað. 1983 fékk Kristján Viðar reynslu- lausn, skilorðsbundið í 4 ár, á 3050 daga (8 ár og 3 mán.) eftirstöðvum refsingar. Kristján Viðar rauf það skilorð með broti gegn ávana- og fíkniefnatög- um (sátt). 1987 Dæmdur fyrir brot á skilorði í fangelsi í jafnmarga daga og eftir- stöðvar refsingar námu, en þar af voru 2990 dagar skilorðsbundnir f 3 ár. 7 Viðurlagaákvörðun fyrir umferðar- lagabrot 1993 Dómsátt fyrir umferðarlaga- brot 1994 Dómsátt fyrir umferðarlaga- brot 1996 Dómsátt fyrir fíkniefnalaga- brot 2003 Dæmdur f 7 ára fangelsi í hér- aðsdómi fyrir að hafa lagt til fyrrum sambýliskonu með hnífi í háls henn- ar og handleggsbrotið hana f júlf 2002. (refsingunni felst einnig árás á sömu konu f maí 2001. 2003 Dæmdur í 5 1/2 árs fangelsi fyrir sömu brot í Hæstarétti. í tímann. Á þeim tíma hefur hann verið dæmdur í nærri 30 ára refs- ingu. Brot Kristjáns Viðars eru of- beldiskennd en líkamsárásir koma við sögu í fjórum dómum. Þá hefur hann margsinnis svarað til saka fýrir önnur brot. Þar á meðal eru fíkni- efnabrot, þjófnaðir, nytjastuldir og umferðarlagabrot. Fyrsti dómur 17 ára Fyrsta dóminn hiaut Kristján Viðar 1972, þá 17 ára gamall, 10 mánuði, skilorðsbundna í 2 ár, fyrir líkams- árás, þjófnað og nytjastuld. Kristján komst iðulega í kast við lögin á þess- um tíma en strax árið eftir hlaut hann eins árs dóm fyrir þjófnað og enn ári síðar 6 mánaða dóm fyrir þjófnað og nytjastuld. Um það leyti gerðust atburðir sem síðan áttu eftir að skekja íslenskt þjóðfélag svo um munaði, svokölluð Guðmundar og Geirfinnsmál. Þeim málum lauk með dómi Hæstaréttar í febrúar 1980 þegar Kristján Viðar var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir líkamsárás, mann- dráp af gáleysi, rangar sakargiftir og þjófnað. Þremur árum síðar fékk hann reynslulausn, skilorðsbundið í 4 ár, á 3050 daga eftirstöðvar refsingar eða sem nam um það bil 8 árum og 3 mánuðum. Kristján gerðist skömmu síðar brotíegur við lög um ávana- og ííkni- efni og rauf þar með skilorðið. Fyrir að rjúfa skilorð var hann dæmdur í fangelsi í jafn marga daga og eftir- stöðvarnar námu. Eftir þennan dóm urðu engar meiri háttar vendingar á sakaferli Hæstiréttur dæmdi í gær Kristján Viðar Júlíusson í fimm og háifs árs fangelsi fyr- ir líkamsárás og tilraun til manndráps gegn fyrrum sambýliskonu sinni en hann hafði verið dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar sl. Kristján Viðar var dæmdur fyrir að hafa veist að henni á heimili hennar að Boðagranda í júlí 2002, handleggsbrotið hana, skorið hana með hnífi á augabrún og á háls með þeim afleiðingum að hún Kristjáns en hann gekkst undir þrjár dómsáttir, tvær fyrir umferðarlaga- brot og eina fyrir fíkniefnabrot, og eina viðurlagaákvörðun vegna um- ferðarlagabrots. Tvö ofbeldismál Það var síðan í maí 2001 sem halla fór á ógæfuhliðina á ný þegar Krist- ján gengur í skrokk á fyrrum sambýl- iskonu sinni. Hann var ákærður fyrir að hafa ráðist á hana og slegið hana margsinnis í andlit, höfuð og líkama, slegið höfði hennar utan í vegg og misþyrmt henni með öðrum hætti, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut nokkur sár á höfði og í andliti sem sauma þurfti saman með allt að 30-40 sporum, marðist mikið í and- liti, einkum í kringum augu og yfir nefi, nefbrotnaði, marðist og tognaði á hálsi, marðist mikið á báðum handleggjum og rasskinnum, hlaut opið sár á gómi og naglabeði löngu- tangar vinstri handar og gómhrjóna og nögl fingursins bromuðu en þess- ir áverkar leiddu til þess að fingurinn skaddaðist alvarlega. Fyrsta dóminn hlaut Krístján Viðar 1972,þá 17 ára gamali, lOmán- uði, sem voru skilorðs- bundnir í 2 ár Kristján Viðar játaði sök og að vera valdur að ölium áverkunum utan þó fingurmeininu og mari á rasskinn- um. hlaut djúp sár og slagæð og bláæð skárust í sundur. Hann var einnig dæmdur fyrir líkamsárás gegn henni á heimili hennar í maí 2001. Kristján játaði fyrir dómi að hafa misst stjórn á sér og veist að kon- unni með hnífi en kvaðst ekki hafa ætlað að drepa hana. Hann sagði að þau hefðu bæði verið ölvuð og undir áhrifum fíkniefna þegar at- vikið átti sér stað. Hæstiréttur féllst á með héraðsdómi að við hina hættulega árás Kristjáns Viðars hefði hending ein ráðið að ekki hlaust banvænn áverki á hálsi kon- unnar. Honum hefði hlotið að vera það ljóst er hann veittist að henni með hnífnum að langlíklegast væri Og enn seig á ógæfuhliðina. í júlí 2002 réðst hann enn á sambýliskon- una og var í kjölfarið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa veist með ofbeldi að henni, brotið hægri upphandlegg hennar ofan við olnboga, skorið hana með hnífi á vinstri augabrún og vinstra megin á hálsi svo að hún hlaut þar djúpt 4,7 senfímetra langt sár og slagæð og bláæð skárust í sundur. Kristján Viðar játaði að hafa valdið þeim áverkum sem hér um ræðir en neitaði hins vegar að fyrir sér hefði vakað að bana konunni eða vinna henni mein. Kristján Viðar var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir þessi ofbeldisbrot í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í febrúar á Hæstiréttur féllst á að við árásina hefði hend- ing ein ráðið að ekki hlaust banvænn áverki á hálsi konunnar. að bani hlytist af atíögu hans, þótt tilviljun hafi ráðið að svo fór ekki. Fyrrum sambýliskona hans viður- kenndi að hafa reitt Kristján til reiði áður en hann réðst á hana með hnífnum. Sagðist hún vera dálítið sniðug að ýta á takka og hefði hún logið og gert grín að honum. Þau hefðu bæði verið drukkin og farið þessu ári en Hæstiréttur mildaði dóminn í gær með 5 1/2 árs dómi. Sakhæfur Fyrir Hæstarétt var lögð geðrann- sókn Tómasar Zoéga geðlæknis. I niðurstöðu hennar kom ffam að ákærði hefðii ekki verið haldinn virkri geðveiki, andiegum vanþroska eða hrömun, rænuskerðingu eða öðm samsvarandi ástandi sem hefði haft í för með sér að hann hefði ekki getað stjómað gerðum sínum þegar hann réðst á fyrmm sambúðarkonu sína í umrædd tvö skipti. Að virtri þessari rannsókn og öðmm gögnum málsins þótti ekkert koma fram sem benti til annars en að hann væri sak- hæfur. hlh&dv.is að rífast. Hæstiréttur taldi ljóst að hún hefði vísvitandi reitt hann til reiði og var það virt Kristjáni til refsilækkunar. Kristján hefur áður hlotið fimm refsidóma og gengist undir jafn- margar sáttir. Hann var fýrst dæmdur árið 1972 í 10 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, þjófnað og nytjastuld, þá var hann dæmdur áriðl973 í eins árs fangelsi fyrir þjófnað og tæpu ári síðar í 6 mán- aða fangelsi fyrir þjófnað og nytja- stuld. Með dómi Hæstaréttar í febr- úar 1980 var hann dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir líkamsárás, mann- dráp af gáleysi, rangar sakargiftir og þjófnað. erlakristin@dv.is Kristján Viðar hlaut fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti: Dómurinn mildaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.